Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

1993: Yukatan

17.03.2015 - 14:09
Mynd: Yukatan / Yukatan
Hljómveitin Yukatan var stofnuð árið 1992 og gerði sér lítið fyrir og vann músíktilraunir árið eftir.

Að launum fengu þeir 25 tíma í stúdíói sem þeir notuðu til að taka upp fyrstu og einu plötu sína, Safnar Guðum, Safnar Frímerkjum sem var gefin út hjá Smekkleysu sama ár. Illu heilli lagði sveitin upp laupana 1994. 

Hér má hlusta á plötu þeirra Safnar Guðum (Safnar frímerkjum), á tónlist.is sem fékk mjög góða dóma af gagnrýnendum á sínum tíma.