Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

19 látnir eftir flóð í Víetnam

22.07.2018 - 05:34
Erlent · Hamfarir · Asía · Víetnam · Veður
epa06902848 People clear debris in a village damaged by flash floods in Yen Bai, Vietnam, 21 July 2018. At least ten people were killed and 12 missing as the floods hit Vietnam's northern and center provinces, according to media reports.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Víetnam telja að í það minnsta 19 séu látnir eftir skyndiflóð eftir mikla rigningatíð í kjölfar þess að leifar fellibylsins Son Tinhn náðu landi í Víetnam á miðvikudaginn.

Auk þeirra 19 sem vitað er að hafa látist er 13 enn saknað. Flóð og aurskriður hafa orðið víða um landið, meðal annars í höfuðborginni Hanoi.

Ekki er talið að lát verði á veðurofsanum á næstu dögum og hafa íbúar margir gripið til þess ráðs að leita skjóls í efri byggðum landsins. Talið er að rúmlega 15 þúsund heimili hafi skemmst vegna rigninga og flóða.

Í fyrra létust 389 í Víetnam af völdum hitabeltisstorma og skemmdir urðu fyrir meira en 2,6 milljarða Bandaríkjadollara.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV