Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

19 féllu í loftárásum Bandaríkjamanna í Írak

29.12.2019 - 23:10
An Iraqi soldier mans a machine gun onboard an army helicopter that is passing over the border town of al-Qaim during military operations of the Iraqi Army's Seventh Brigade, code named "Will of Victory," in Anbar, Iraq, Sunday, Dec. 29, 2019. An Iraqi general said Sunday that security has been beefed up around the Ain al-Asad air base, a sprawling complex in the western Anbar desert that hosts U.S. forces, following a series of attacks. (AP Photo/Nasser Nasser)
 Mynd: AP
Nítján féllu í loftárásum Bandaríkjamanna á bækistöðvar íröksku vígasveitanna Kata'ib Hizbollah í Írak og Sýrlandi í dag, tveimur dögum eftir mannskæða árás samtakanna á írakska herstöð þar sem óbreyttur bandarískur ríkisborgari lést og sex særðust; fjórir Bandaríkjamenn og tveir Írakar. Samtökin svöruðu árásinni í kvöld með eldflaugaárás sem beint var að bandarískri herstöð nærri Bagdad.Fjórum eldlflaugum var skotið að herstöðinni en þær geiguðu allar og sprungu án þess að valda nokkrum usla.

Loftárásum Bandaríkjanna í dag var beint að þremur skotmörkum í Sýrlandi og tveimur í Írak, þar sem Kata'ib Hizbollah var meðal annars með vopnabúr og stjórnstöðvar. Sem fyrr segir féllu 19 liðsmenn samtakanna í árásunum, og samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar særðust tugir til viðbótar. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV