Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

17 fundist látnir í húsarústum í Kambódíu

23.06.2019 - 07:51
Erlent · Asía · Kambódía
epa07667564 A Cambodian rescue team carries a worker's body at the site of a collapsed building on a construction site in Preah Sihanouk province, Cambodia, 23 June 2019. A new seven-storey building owned by a Chinese company, collapsed in Preah Sihanouk province, killing at least 18 workers and leaving 24 workers injured, according to reports.  EPA-EFE/KITH SEREY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
17 verkamenn hafa fundist látnir í rústum nýbyggingar sem hrundi í Kambódíu í gærmorgun og 24 eru slasaðir. AFP fréttastofan hefur eftir yfirvöldum í Preah Sihanouk héraði að fjórir hafi verið handteknir vegna málsins. Björgunarmenn halda leit áfram í rústunum, en ekki er vitað hversu margir gætu verið þar fastir.

Byggingin féll skömmu fyrir sólarupprás í gærmorgun í strandbænum Sihanoukville. Bærinn er vinsæll meðal ferðamanna í Kambódíu, en þar er að finna fjölda spilavíta í eigu kínverskra fjárfesta. Eigandi byggingarinnar sem hrundi var einmitt kínverskur. Hann var handtekinn vegna málsins, auk tveggja yfirmanna við byggingarvinnuna. Auk þeirra var lóðareigandinn, sem er kambódískur, handtekinn. Húsið, sem var sjö hæðir, var nærri reiðubúið þegar það hrundi.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV