142% aukning á makrílkvóta

16.05.2019 - 06:36
Hólmavík Strandir Vestfirðir
 Mynd: Jóhannes Jónsson - ruv.is
Alþjóðahafrannsóknarráðið leggur til að makrílkvóti þessa árs verði 770 þúsund tonn, rúmlega tvöfalt meiri en hún hafði áður gefið út. Íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir að gefa út kvóta upp á tæplega 108 þúsund tonn eða 16,5% af heildarkvótanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt fyrri útreikningum ráðsins var fjöldi makríls kominn niður fyrir áhættumörk og því var lagt til að kvótinn yrði 318 þúsund tonn.

Upp komu efasemdir um að líkön sem notuð eru til að reikna út stærð makrílstofnsins væru að virka sem skyldi segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri Hafrannsóknastofnunar í samtali við Morgunblaðið.

Í kjölfar endurskoðunarinnar varð ljóst að ástand stofnsins var mun betra en talið var, því hefur kvótinn verið aukinn í rúmlega 770 þúsund tonn.

Samningaviðræður hefjast eftir helgi í London milli strandríkja um aukninguna og skiptingu kvótans.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi