Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

1.300 saknað á Bahamaeyjum

13.09.2019 - 01:46
epaselect epa07827885 Residents of Heritage Community are throwing their damaged properties after the floods, during the past hurricane Dorian, in Freeport, Bahamas, 08 September 2019. The island was one of the first to get hit by Hurricane Dorian after she turned in to a category 5 hurricane. According to media reports, the official death toll is 23, but it is expected to rise further in coming days.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Um 1.300 manns er saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið þar yfir. Í gær var 2.500 saknað. Eftir samanburð á lista yfir þau sem var saknað við lista yfir þau sem búið er að koma fyrir í neyðarskýlum og burt frá eyjunum er fjöldinn nú kominn niður í 1.300. 

50 hafa fundist látin af völdum fellibylsins, en yfirvöld óttast að fleiri hundruð hafi látið lífið í óveðrinu. Anthony Ferguson, ríkislögreglustjóri Bahamaeyja, sagði fjölmiðlum í kvöld að leit gangi hægt. Fara verði í gegnum allar rústirnar, og langur tími eigi eftir að líða þar til hægt verður að greina frá heildarmannfalli af völdum fellibylsins. Leitarskilyrði gætu versnað á næstunni, því talsverðar líkur eru á hvassviðri og úrhelli á norðvesturhluta Bahamaeyja að sögn bandarísku fellibyljastofnunarinnar. 

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði komu sína til Bahama á morgun. Hann hvatti alþjóðasamfélagið til að auka stuðning sinn við eyjaskeggja stjórnvalda á Bahamaeyjum. Hann bætti því við að fellibylurinn væri viðvörunarmerki um ógnina sem stafi af loftslagsbreytingum. Viðbrögð stjórnvalda um allan heim verði að vera hraðari til þess að reyna að sporna við loftslagsvánni.