
13 þingmenn hætta - 6 fyrrverandi ráðherrar
Áður höfðu nokkrir þingmenn gefið upp að þeir gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Það eru:
- Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki
- Páll Jóhann Pálsson, Framsóknarflokki
- Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki
- Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki
- Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki
- Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum
- Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð
- Róbert Marshall, Bjartri framtíð
- Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu
- Kristján Möller, Samfylkingu
- Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum
Margra ára reynsla af þingstörfum
Þingmennirnir 13 hafa margir hverjir langa reynslu af þingstörfum. Samtals hafa þau setið á þingi í 117 ár, þar af hefur Einar K. Guðfinnsson setið í 25 ár, Ögmundur Jónasson í 21 ár og Kristján Möller í 17 ár. Katrín Júlíusdóttir er sú kona sem nú situr á þingi sem setið hefur lengst, í 13 ár. 6 þingmenn, sem kjörnir voru fyrst á þing árið 2013 ætla að hætta: Hanna Birna, Frosti, Sigrún, Páll Jóhann, Brynhildur og Helgi Hrafn.
Mörg embætti losna
Reynsla þingmanna verður ekki bara mæld í árum heldur hafa þeir margir hverjir gegnt ábyrgðarmiklum hlutverkum. Sigrún er umhverfisráðherra og Hanna Birna, Kristján, Katrín, Ögmundur og Einar K. hafa öll setið í ríkisstjórn. Einar er forseti Alþingis og Kristján fyrsti varaforseti. Þá vekur athygli að fjórir formenn þingnefnda hyggjast hætta á þingi. Ögmundur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, Hanna Birna er formaður utanríkismálanefndar, Frosti er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og Vigdís er formaður fjárlaganefndar.