Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

125 ökumenn keyrðu of hratt á Norðvesturlandi

25.02.2019 - 10:50
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Það var mikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi-vestra um helgina í verkefnum tengdum umferð. Margir óku of hratt og einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Mikil umferð var á Norðvesturlandi frá föstudegi til sunnudags og færð líkt og á sumardegi. Svo virðist sem ökumenn hafi gleymt sér við aksturinn því alls voru 125 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina.

Sá sem hraðast ók mældist á 157 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Þá mældust tveir á 142 og 143 km/klst. Allt voru þetta erlendir ferðamenn. Ein afskipti leiddu af sér handtöku vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV