Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

12 fórust í flugslysi í Kosta Ríka

31.12.2017 - 23:16
epa06411756 A handout photo made available by Ministry of Public Security shows the crash site of a private plane, in the province of Guanacaste, Costa Rica, 31 December 2017. A private plane with 10 passengers and two crew on board crashed killing all 12
Flugvélin var sundurtætt og nánast brunnin til ösku þegar björgunarlið komst að flakinu Mynd: EPA-EFE - Ministry of Public Security/EFE
12 manns fórust þegar lítil farþegaflugvél hrapaði í skógi vöxnu fjalllendi í norðvesturhluta Kosta Ríka í dag. Eldur kom upp í vélinni þegar hún skall til jarðar, skömmu eftir flugtak. Yfirvöld staðfesta að allir sem í vélinni voru, tíu bandarískir ferðamenn og tveggja manna áhöfn, létu lífið í slysinu.

Töluverður tími leið áður en björgunarlið komst á slysstað, því þangað liggja hvorki vegir né nokkrir slóðar að gagni og svæðið erfitt yfirferðar. Vélin, eins hreyfils Cessna 208 Caravan-vél, var í eigu flugfélagsins Nature Air, stærsta flugfélags Kosta Ríka. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV