110 sóttu um hjá Landsvirkjun

03.09.2019 - 15:39
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Alls sóttu 110 einstaklingar um stöðu aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Umsóknarfrestur rann út um helgina.

Ragna Árnadóttir gegndi stöðunni áður en hún tók við embætti skrifstofustjóra Alþingis fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun ríkir trúnaður um umsóknirnar en byrjað verður að vinna úr umsóknum á næstu dögum. Ekki liggur fyrir hvenær ráðningarferlinu lýkur.

 

Magnús Geir Eyjólfsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi