Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

100 hektarar undir ösku

22.04.2010 - 12:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigurður Þórhallsson, nautgripabóndi á Önundarhorni undir Eyjafjöllum stendur frammi fyrir því að öll hans ræktarlönd, 100 hektarar, eru farin undir aur og ösku. Hann segir yfirlýsingar bænda um að bregða búi dragi mátt úr öðrum. Hann efast um að Bjargráðasjóður dekki allan kostnað sem eldgosið hefur skapað bændum. Hann segir að kostnaðurinn geti sýnt sig þegar líður á, hvað varðar tækjabúnað og vélakost.

Sigurður segist nú vinna að því að gera umhverfi sitt vistlegra. Sigurður segir að áður en hann taki ákvörðun um það að hætta búskap vilji hann sjá hver þróun öskufallsins verður. „Ef það hættir þá held ég það sé óhætt að skoða það að byrja að hreinsa.“

Hlusta má á viðtal við Sigurð hér.