Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

100 blaðsíðna álit um stjórnarskrána

04.03.2013 - 10:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Hátt í hundrað blaðsíðna áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um stjórnarskrárfrumvarpið verður dreift á Alþingi í dag. Þetta kom fram í máli Álfheiðar Ingadóttur, varaformanns nefndarinnar, í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Álfheiður segir að brugðist hafi verið við þeim athugasemdum sem borist hafi frá sérfræðingum. „Ég er enn þeirrar skoðunar að þinginu sé í raun ekkert að vanbúnaði að ljúka málinu núna. Ástæðan er sú að við erum í miðri annarri umræðu, það þarf ekki nema einn eða tvo daga til að ljúka henni ef vilji stendur til þess að ljúka málinu yfir höfuð. Og þá er hægt að geyma þriðju umræðu fram á síðustu einn tvo daga þingsins og rjúfa síðan þing eins og vera ber að henni lokinni,“ sagði Álfheiður.