
10 mkr. í aðgerðir gegn mansali
Þegar hefur fjórum milljónum verið ráðstafað í stöðugildi vegna mansalsmála. Þeim sex milljónum sem eru afgangs verður varið í verkefni á þessu ári. Eitt þeirra er að setja verklagsreglur um vitnavernd. Fram kemur í svari ráðherra að undanfarin áratug hafi átt sér stað mikil þróun í vitnavernd hér á landi, bæði hafa lögin þróast og svo framkvæmdin.
Þá er stefnt er að því að auka vitund í samfélaginu um einkenni mansals. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjögurra ára samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Rauða krossins. Einnig á að opna hjálparsíma samtakanna 1717 fyrir þolendur mansals. Þá stendur til að þjálfa fólk innan réttarkerfisins og að auka samvinnu milli þeirra stofnana og samtaka sem vinna að aðgerðum gegn mansali.Verklagsreglur lögreglu eru í endurskoðun. Þá hefur verið settur á laggirnar þverfaglegur stýrihópur sem ætlað er að framfylgja aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn mansali. Á þessu ári stendur til að stuðla að vitundarvakningu um mansal og birtingarmyndir þess með fræðslu bæði fyrir almenning og fagaðila.