Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

10 ára við stýrið á bílastæði í Hafnarfirði

26.07.2016 - 08:16
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti tvisvar að hafa afskipti af ökumönnum sem voru ekki komnir með bílprófsaldur í gærkvöldi og í nótt. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af ökumanni og farþegum bifreiðar sem ekið var í hringi á bifreiðastæði við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Ökumaðurinn var tíu ára gamall. Faðir hans sat í farþegasæti en ekki með beltin spennt. Í aftursæti voru tveir farþegar fæddir 2004 og 2010, báðir með sætisbeltin spennt.

Lögregla skráði skýrslu um málið og tilkynnti til Barnaverndar. Á öðrum tímanum í nótt var lögregla við umferðareftirlit á Bústaðavegi. Þar var bifreið stöðvuð og reyndist ökumaður hennar aðeins 15 ára gamall. Fjórir ólögráða farþegar voru með honum í bifreiðinni. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og málið tilkynnt til Barnaverndar.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV