Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti tvisvar að hafa afskipti af ökumönnum sem voru ekki komnir með bílprófsaldur í gærkvöldi og í nótt. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af ökumanni og farþegum bifreiðar sem ekið var í hringi á bifreiðastæði við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Ökumaðurinn var tíu ára gamall. Faðir hans sat í farþegasæti en ekki með beltin spennt. Í aftursæti voru tveir farþegar fæddir 2004 og 2010, báðir með sætisbeltin spennt.