Viltu koma efni þínu á framfæri erlendis?

 

RÚV sala hefur þann tilgang að efla innlenda framleiðslu sjónvarpsefnis með því að markaðssetja, selja og fjármagna innlent dagskráefni. Markmiðið er að greiða leiðina inn á alþjóðlega markaði fyrir framúrskarandi íslenskt sjónvarpsefni. RÚV sala vinnur bæði með efni frá RÚV og öðrum framleiðendum eða miðlum. Efni er selt um allan heim í samstarfi við alþjóðlega dreifingaraðila, þar á meðal DR Sales.

Allur mögulegur ávinningur RÚV er nýttur til að auka enn innlenda framleiðslu á leiknu efni, en sú framleiðsla hefur verið aukin markvisst frá árinu 2015.

Lumar þú á sögu sem á erindi við heiminn?

Fulltrúar RÚV sölu eru ætíð að leita að sjónvarpsefni til að kynna, dreifa og selja á alþjóðamörkuðum. Við hvetjum þá sem telja sig luma á efni sem á erindi á alþjóðamarkaði að setja sig í samband við okkur og við skoðum hvort flötur sé á samstarfi. Hér að neðan er form þar sem hægt er að senda inn fyrirspurn.

RÚV sala leitar að öllum tegundum sjónvarpsefnis, þar á meðal leiknum þáttum og þáttaröðum, heimildarmyndum og -þáttum, barnaefni, menningarefni og afþreyingarefni, bæði hinu frumgerða íslenska sjónvarpsefni og mögulegri endurgerð sem er byggð á íslenskri fyrirmynd, svokölluðu „format“. Unnið verður að sölu efnis á öllum stigum framleiðslu, allt frá hugmynd á þróunarstigi til fullframleiddrar þáttaraðar.

RÚV sala tryggir að það efni sem unnið er með öðlist sýnileika á helstu sjónvarpshátíðum og kaupstefnum í heiminum, meðal annars á Berlin Film Festival, Sundance Film Festival, NATPE, AFM, MipTV, MipCOM og Scandinavian Screening.

 

 

Fyrstu skrefin:

Fyrsta skrefið er að fylla út eftirfarandi form og við metum hvort efnið á möguleika á sölu erlendis. Efnið þarf ekki að hafa verið sýnt eða vera væntanlegt á RÚV.

Vinsamlegast fylltu út eftirfarandi: