Fljótsdalshérað

Landinn
Sér allt aðra hluti gerast í meðferð úti en inni
Hildur Bergsdóttir er félagsráðgjafi og hefur sérhæft sig í náttúrumeðferð. Í henni nýtir hún ólíkar hliðar náttúrunnar til að hjálpa hverjum og einum eftir þörfum.
Landinn
Stórframkvæmd síns tíma í Stapavík
Við austanverðan Héraðsflóa er Stapavík. Þar má enn sjá mannvirki uppskipunarhafnar sem var þar á árunum 1930 til 1945.
06.12.2021 - 14:50
Landinn
Heiðarbýli horfins samfélags í Jökuldalsheiði
„Upphafið var að það var ekkert jarðnæði að fá niður í byggð og fólk fór að leita upp til heiða,“ segir Hjördís Hilmarsdóttir, sem hefur, ásamt öðrum, unnið að því að setja heiðarbýlin í Jökulsdalheiði aftur á kortið. 
04.10.2021 - 09:32
Framsókn og Austurlisti vilja helst starfa með D-lista
Formlegar viðræður eru ekki hafnar um myndun meirihluta sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu að mynda tveggja flokka meirihluta. Oddvitar Framsóknarflokks og Austurlista segja báðir að samstarf við Sjálfstæðisflokk sé þeirra fyrsti kostur.
Niðurstöðu að vænta úr nafnakosningu annað kvöld
Í nýju sveitarfélagi á Austurlandi greiddu kjósendur ekki aðeins atkvæði um forseta, heldur einnig um nafn á nýja sveitarfélaginu. 16 ára og eldri íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fengu að kjósa um nafn á sveitarfélaginu, auk erlendra ríkisborgara sem hafa kosningarétt í sveitastjórnarkosningum. Atkvæði úr nafnakosningunni verða talin seinni partinn á morgun.
Myndskeið
Hoppukastalar, bómullarsykur og biðraðir
Hoppukastalar, kandífloss, biðraðir, sápukúlur, skemmtiatriði og tónlist. Allt þetta var í boði í dag á þjóðhátíðardaginn, mismikið þó eftir sveitarfélögum.  Langar biðraðir mynduðust við leiktæki í blíðunni í Kópavogi en sum sveitarfélög slepptu næstum alveg hátíðahöldum. 
Nærri tuttugu stiga hitamunur á Hallormsstað í dag
Tæplega tuttugu stiga hitamunur hefur verið á Hallormsstað það sem af er degi. Lægst fór hitinn í rúm fjögur stig um klukkan þrjú í nótt en hiti hefur farið í 23,3 stig í dag sem er mesti hiti sem mælst hefur á landinu í dag, og það sem af er ári.
11.06.2020 - 15:44
Sex smit á Fljótsdalshéraði
Engin smit kórónuveiru hafa greinst á Austurlandi síðustu tvo daga. Sex staðfest smit eru á Austurlandi, öll á Fljótsdalshéraði. Enginn telst alvarlega veikur. Beðið er eftir niðurstöðum úr sýnum sem enn hefur ekki náðst að greina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi.
31.03.2020 - 20:35
62 hugmyndir um nafn á nýtt sveitarfélag
Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til þess að veita umsagnir um 62 hugmyndir um nafn nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út 7. febrúar og bárust alls 112 tillögur með 62 hugmyndum.
Langbylgjuútsending datt út á Austurlandi í gær
Langbylgjuútsendingar duttu út á Austurlandi í gær. Talið er að útsendingin hafi legið niðri í um þrjár klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá tæknideild RÚV varð bilun í búnaði í langbylgjustöðinni á Eiðum. Ekki hafi tekið langan tíma að koma því í samt lag.
12.12.2019 - 15:38
Flugturninum á Akureyri stýrt á Egilsstöðum
Flugturninum á Akureyri verður stjórnað frá Egilsstöðum með nýjum myndavélum og búnaði til að fjarstýra flugumferð. Búnaðurinn er sagður þola íslenskt veðurfar og gæti nýst minni flugvöllum, til dæmis á Norðurslóðum.
09.10.2019 - 20:49
Ráðherra vill að flugið verði niðurgreitt
Samgönguráðherra vill hrinda í framkvæmd tillögum um að flugfargjöld íbúa á landsbyggðinni verði niðurgreidd um helming. Þetta er meðal tillagna starfshóps sem skilaði samgönguráðherra skýrslu í dag.
04.12.2018 - 20:11
Ræða sameiningu fjögurra sveitarfélaga
Hafnar eru óformlegar viðræður um sameiningu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðarhrepps. Sameinað sveitarfélag myndi telja tæplega 5.000 íbúa.
B og D í meirihluta í Fljótsdalshéraði
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur og óháðir, mynda nýjan meirihluta í Fljótsdalshéraði á komandi kjörtímabili. Er það niðurstaðna viðræðna fulltrúa flokkanna undanfarna daga, segir í fréttatilkynningu. Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokks, verður forseti bæjarstjórnar og Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra, verður formaður bæjarráðs.
Viðræður helgarinnar stóráfallalausar
Meirihlutaviðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á Fljótsdalshéraði gengu vel um helgina að sögn Stefáns Boga Sveinssonar, oddvita framsóknarmanna. „Það hefur ekkert komið upp sem hefur orðið til verulegra vandræða í þessu samtali,“ segir hann.
Telur meiri líkur á lendingu í fráveitumálum
Fulltrúar Héraðslistans og Sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði eru nálægt því að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Steinar Ingi Þorsteinsson, oddviti Héraðslistans, segir að fulltrúar flokkanna hafi kastað á milli sín drögum að málamiðlun í fráveitumálum en þeir voru ekki sammála um hver væri besta framtíðarlausnin fyrir kosningar. Hann telur meiri líkur en minni á að lending náist í dag og segir að samhljómur sé í öðrum málum.
Bera fráveitumálin undir baklandið á Héraði
Á Fljótsdalshéraði hafa bæði Héraðslisti og Framsókn lýst yfir áhuga á að starfa með Sjálfstæðisflokki og óháðum. Þreifingar virðast lengra komnar milli Sjálfstæðismanna og Héraðslista sem kanna nú í baklandi sínu hvort málamiðlun finnist í fráveitumálum. Flokkarnir voru ekki sammála í fráveitumálum fyrir kosningar.
29.05.2018 - 12:16
Meirihlutar falla unnvörpum fyrir austan
Stærstu tíðindin á Austurlandi í sveitarstjórnarkosningunum í gær eru þau að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Fjarðabyggð féll á einu atkvæði að því er virðist, Seyðisfjarðarlistinn náði hreinum meirihluta á Seyðisfirði og Framsóknarflokkur felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins og náði hreinum meirihluta á Hornafirði.
Upptaka
Fráveita og leikskóli þrætuepli á Héraði
Fjölmenni var framboðsfundi á Egilsstöðum í gærkvöld þar sem fjögur framboð til sveitarstjórnarkosninga kynntu áherslumál sín. Tekist var á um fráveitumál og hvernig ætti að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu.
Upptaka
Framboðsfundur á Fljótsdalshéraði
Frambjóðendur flokkanna sem bjóða fram í Fljótsdalshéraði sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinnu eru fimm flokkar sem bjóða fram, Héraðslistinn, samtök félagshyggjufólks,Sjálfstæðisflokkur og óháðir, Framsókn á Fljótsdalshéraði og Miðflokkurinn
Hannes og Hrefna leiða Miðflokkinn á Héraði
Hannes Karl Hilmarsson skipar efsta sæti á lista Miðflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí.
Héraðslista tókst að manna efstu sæti
Aðalfundur Héraðslistans á Fljótsdalshéraði felldi á laugardag tillögu stjórnar um að listinn myndi ekki bjóða fram í kosningunum í næsta mánuði. Stjórnin lagði til að listinn drægi sig í hlé þar sem ekki hafði tekist að manna efstu sæti, en Héraðslistinn á tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Aðalfundurinn ákvað hins vegar að í stað þess að gefast upp á leitinni skyldi skipuð uppstillingarnefnd sem ynni að því að manna listann.
Á-listi býður ekki fram á Héraði
Á-listinn á Fljótsdalshéraði ætlar ekki að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði. Þá eru tvö af fjórum framboðum sem eiga bæjarfulltrúa á Héraði búin að tilkynna slíkt en Héraðslistinn ætlar heldur ekki fram. Eftir eru framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Miðflokkurinn en nánast klár með lista.
Stefán Bogi leiðir Framsókn aftur
Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi, leiðir lista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi, skipar annað sætið á eftir honum. Stefán Bogi og Gunnhildur skipuðu einnig efstu tvö sætin í kosningunum fyrir fjórum árum.
Krunk hrafna heldur vöku fyrir íbúum
Heilbrigðiseftirliti Austurlands hefur borist kvörtun vegna fólks sem hefur fóðrað hrafna í útjaðri Egilsstaða. Gögn sem heilbrigðiseftirlitið hefur undir höndum sýna að mikið magn matarafganga er borið út og allt að tugur hrafna hópast þar að. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fljótsdalshéraðs.
03.02.2018 - 08:15