Fljótsdalshérað
Sér allt aðra hluti gerast í meðferð úti en inni
Hildur Bergsdóttir er félagsráðgjafi og hefur sérhæft sig í náttúrumeðferð. Í henni nýtir hún ólíkar hliðar náttúrunnar til að hjálpa hverjum og einum eftir þörfum.
01.05.2022 - 22:16
Stórframkvæmd síns tíma í Stapavík
Við austanverðan Héraðsflóa er Stapavík. Þar má enn sjá mannvirki uppskipunarhafnar sem var þar á árunum 1930 til 1945.
06.12.2021 - 14:50
Heiðarbýli horfins samfélags í Jökuldalsheiði
„Upphafið var að það var ekkert jarðnæði að fá niður í byggð og fólk fór að leita upp til heiða,“ segir Hjördís Hilmarsdóttir, sem hefur, ásamt öðrum, unnið að því að setja heiðarbýlin í Jökulsdalheiði aftur á kortið.
04.10.2021 - 09:32
Framsókn og Austurlisti vilja helst starfa með D-lista
Formlegar viðræður eru ekki hafnar um myndun meirihluta sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu að mynda tveggja flokka meirihluta. Oddvitar Framsóknarflokks og Austurlista segja báðir að samstarf við Sjálfstæðisflokk sé þeirra fyrsti kostur.
21.09.2020 - 13:47
Niðurstöðu að vænta úr nafnakosningu annað kvöld
Í nýju sveitarfélagi á Austurlandi greiddu kjósendur ekki aðeins atkvæði um forseta, heldur einnig um nafn á nýja sveitarfélaginu. 16 ára og eldri íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fengu að kjósa um nafn á sveitarfélaginu, auk erlendra ríkisborgara sem hafa kosningarétt í sveitastjórnarkosningum. Atkvæði úr nafnakosningunni verða talin seinni partinn á morgun.
27.06.2020 - 22:57
Hoppukastalar, bómullarsykur og biðraðir
Hoppukastalar, kandífloss, biðraðir, sápukúlur, skemmtiatriði og tónlist. Allt þetta var í boði í dag á þjóðhátíðardaginn, mismikið þó eftir sveitarfélögum. Langar biðraðir mynduðust við leiktæki í blíðunni í Kópavogi en sum sveitarfélög slepptu næstum alveg hátíðahöldum.
17.06.2020 - 19:57
Nærri tuttugu stiga hitamunur á Hallormsstað í dag
Tæplega tuttugu stiga hitamunur hefur verið á Hallormsstað það sem af er degi. Lægst fór hitinn í rúm fjögur stig um klukkan þrjú í nótt en hiti hefur farið í 23,3 stig í dag sem er mesti hiti sem mælst hefur á landinu í dag, og það sem af er ári.
11.06.2020 - 15:44
Sex smit á Fljótsdalshéraði
Engin smit kórónuveiru hafa greinst á Austurlandi síðustu tvo daga. Sex staðfest smit eru á Austurlandi, öll á Fljótsdalshéraði. Enginn telst alvarlega veikur. Beðið er eftir niðurstöðum úr sýnum sem enn hefur ekki náðst að greina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi.
31.03.2020 - 20:35
62 hugmyndir um nafn á nýtt sveitarfélag
Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til þess að veita umsagnir um 62 hugmyndir um nafn nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út 7. febrúar og bárust alls 112 tillögur með 62 hugmyndum.
12.02.2020 - 06:17
Langbylgjuútsending datt út á Austurlandi í gær
Langbylgjuútsendingar duttu út á Austurlandi í gær. Talið er að útsendingin hafi legið niðri í um þrjár klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá tæknideild RÚV varð bilun í búnaði í langbylgjustöðinni á Eiðum. Ekki hafi tekið langan tíma að koma því í samt lag.
12.12.2019 - 15:38
Flugturninum á Akureyri stýrt á Egilsstöðum
Flugturninum á Akureyri verður stjórnað frá Egilsstöðum með nýjum myndavélum og búnaði til að fjarstýra flugumferð. Búnaðurinn er sagður þola íslenskt veðurfar og gæti nýst minni flugvöllum, til dæmis á Norðurslóðum.
09.10.2019 - 20:49
Ráðherra vill að flugið verði niðurgreitt
Samgönguráðherra vill hrinda í framkvæmd tillögum um að flugfargjöld íbúa á landsbyggðinni verði niðurgreidd um helming. Þetta er meðal tillagna starfshóps sem skilaði samgönguráðherra skýrslu í dag.
04.12.2018 - 20:11
Ræða sameiningu fjögurra sveitarfélaga
Hafnar eru óformlegar viðræður um sameiningu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðarhrepps. Sameinað sveitarfélag myndi telja tæplega 5.000 íbúa.
28.09.2018 - 08:59
B og D í meirihluta í Fljótsdalshéraði
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur og óháðir, mynda nýjan meirihluta í Fljótsdalshéraði á komandi kjörtímabili. Er það niðurstaðna viðræðna fulltrúa flokkanna undanfarna daga, segir í fréttatilkynningu. Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokks, verður forseti bæjarstjórnar og Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra, verður formaður bæjarráðs.
07.06.2018 - 01:36
Viðræður helgarinnar stóráfallalausar
Meirihlutaviðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á Fljótsdalshéraði gengu vel um helgina að sögn Stefáns Boga Sveinssonar, oddvita framsóknarmanna. „Það hefur ekkert komið upp sem hefur orðið til verulegra vandræða í þessu samtali,“ segir hann.
04.06.2018 - 15:50
Telur meiri líkur á lendingu í fráveitumálum
Fulltrúar Héraðslistans og Sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði eru nálægt því að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Steinar Ingi Þorsteinsson, oddviti Héraðslistans, segir að fulltrúar flokkanna hafi kastað á milli sín drögum að málamiðlun í fráveitumálum en þeir voru ekki sammála um hver væri besta framtíðarlausnin fyrir kosningar. Hann telur meiri líkur en minni á að lending náist í dag og segir að samhljómur sé í öðrum málum.
30.05.2018 - 10:28
Bera fráveitumálin undir baklandið á Héraði
Á Fljótsdalshéraði hafa bæði Héraðslisti og Framsókn lýst yfir áhuga á að starfa með Sjálfstæðisflokki og óháðum. Þreifingar virðast lengra komnar milli Sjálfstæðismanna og Héraðslista sem kanna nú í baklandi sínu hvort málamiðlun finnist í fráveitumálum. Flokkarnir voru ekki sammála í fráveitumálum fyrir kosningar.
29.05.2018 - 12:16
Meirihlutar falla unnvörpum fyrir austan
Stærstu tíðindin á Austurlandi í sveitarstjórnarkosningunum í gær eru þau að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Fjarðabyggð féll á einu atkvæði að því er virðist, Seyðisfjarðarlistinn náði hreinum meirihluta á Seyðisfirði og Framsóknarflokkur felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins og náði hreinum meirihluta á Hornafirði.
27.05.2018 - 02:34
Fráveita og leikskóli þrætuepli á Héraði
Fjölmenni var framboðsfundi á Egilsstöðum í gærkvöld þar sem fjögur framboð til sveitarstjórnarkosninga kynntu áherslumál sín. Tekist var á um fráveitumál og hvernig ætti að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu.
22.05.2018 - 16:38
Framboðsfundur á Fljótsdalshéraði
Frambjóðendur flokkanna sem bjóða fram í Fljótsdalshéraði sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinnu eru fimm flokkar sem bjóða fram, Héraðslistinn, samtök félagshyggjufólks,Sjálfstæðisflokkur og óháðir, Framsókn á Fljótsdalshéraði og Miðflokkurinn
18.05.2018 - 11:41
Hannes og Hrefna leiða Miðflokkinn á Héraði
Hannes Karl Hilmarsson skipar efsta sæti á lista Miðflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí.
07.05.2018 - 12:59
Héraðslista tókst að manna efstu sæti
Aðalfundur Héraðslistans á Fljótsdalshéraði felldi á laugardag tillögu stjórnar um að listinn myndi ekki bjóða fram í kosningunum í næsta mánuði. Stjórnin lagði til að listinn drægi sig í hlé þar sem ekki hafði tekist að manna efstu sæti, en Héraðslistinn á tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Aðalfundurinn ákvað hins vegar að í stað þess að gefast upp á leitinni skyldi skipuð uppstillingarnefnd sem ynni að því að manna listann.
16.04.2018 - 12:12
Á-listi býður ekki fram á Héraði
Á-listinn á Fljótsdalshéraði ætlar ekki að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði. Þá eru tvö af fjórum framboðum sem eiga bæjarfulltrúa á Héraði búin að tilkynna slíkt en Héraðslistinn ætlar heldur ekki fram. Eftir eru framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Miðflokkurinn en nánast klár með lista.
12.04.2018 - 10:44
Stefán Bogi leiðir Framsókn aftur
Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi, leiðir lista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi, skipar annað sætið á eftir honum. Stefán Bogi og Gunnhildur skipuðu einnig efstu tvö sætin í kosningunum fyrir fjórum árum.
09.04.2018 - 06:47
Krunk hrafna heldur vöku fyrir íbúum
Heilbrigðiseftirliti Austurlands hefur borist kvörtun vegna fólks sem hefur fóðrað hrafna í útjaðri Egilsstaða. Gögn sem heilbrigðiseftirlitið hefur undir höndum sýna að mikið magn matarafganga er borið út og allt að tugur hrafna hópast þar að. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fljótsdalshéraðs.
03.02.2018 - 08:15