Eyjaálfa

Fjórtán búrhvalir drápust við strönd Tasmaníu
Ástralskir náttúrulífssérfræðingar gera nú hvað þeir geta til að varpa ljósi á ástæður þess að fjórtán ungir búrhvalir drápust eftir að hafa synt á land á afskekktri strönd Tasmaníu.
21.09.2022 - 03:33
Handtekin fyrir að myrða börnin sín
Kona var handtekin í Suður-Kóreu í nótt, grunuð um að hafa myrt börnin sín tvö. Lík barnanna fundust í ferðatöskum í Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Nýsjálensk yfirvöld óska eftir því að konan verði framseld frá Suður-Kóreu.
15.09.2022 - 09:38
Óttast að fjöldi hafi orðið undir aurskriðum
Sjö hafa fundist látin eftir öflugan jarðskjálfta sem skók Papúa Nýju-Gíneu á sunnudag. Óttast er að fjöldi fólks hafi orðið undir aurskriðum af völdum skjálftans. 
13.09.2022 - 10:15
Kengúra banaði Ástrala sem hélt hana sem gæludýr
Grunur leikur á að villt kengúra hafi orðið 77 ára gömlum Ástrala að bana sem hélt hana sem gæludýr. Lögregla segir þetta fyrstu banvænu kengúruárásina í landinu um 86 ára skeið.
13.09.2022 - 05:35
Jarðskjálfti af stærðinni 7,6 á Papúa Nýju-Gíneu
Að minnsta kosti einn fórst þegar jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir austanverða Papúa Nýju-Gíneu í nótt. Margir eru alvarlega slasaðir.
11.09.2022 - 00:26
Myndskeið
Einstakt myndband sýnir fyrsta fund Karls III og Truss
Karl III konungur hitti Liz Truss forsætisráðherra Bretlands í Buckingham-höll síðdegis í gær á þeirra fyrsta fundi frá því Karl varð konungur við fráfall móður hans. Karl verður formlega lýstur konungur í dag.
Þrír stórir jarðskjálftar riðu yfir Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir Papúa-hérað í Indónesíu þegar laugardagsmorgunn var runninn upp þar í landi. Skjálftar af stærðinni 5,8 og 5,9 fylgdu í kjölfarið samkvæmt tilkynningu frá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna (USGS).
10.09.2022 - 00:30
Kanna tengsl vopnaðs árásarmanns við hryðjuverkasamtök
Maður vopnaður hnífi réðist að fólki og særði tvennt í bænum Ansbach í Suður-Þýskalandi í gær. Lögreglumaður skaut árásarmanninn til bana. Grunur leikur á að hann hafi tengst hryðjuverkasamtökum.
Sakfelldur eftir uppljóstranir í hlaðvarpi
Dómari í Sidney í Ástralíu dæmdi í dag 74 ára karlmann sekan um morð á eiginkonu sinni. Konan hvarf fyrir 40 árum og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Maðurinn neitaði ávallt sök en hlaðvarpsþættir um hvarf konunnar leiddu til þess að rannsókn á morðinu hófst á ný.
30.08.2022 - 16:34
Sakar forvera sinn um brot á leikreglum lýðræðisins
Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir Scott Morrison forvera sinn hafa brotið leikreglur lýðræðisins með því að færa verkefni fjölda ráðuneyta til sín. Morrison segir það hafa verið nauðsyn vegna heimsfaraldursins.
Neyðarástandi lýst yfir á Marshalleyjum
Stjórnvöld á Marshalleyjum í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna heilbrigðisvár eftir að ríflega tíundi hver íbúi höfuðborgarinnar Majuro greindist með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á einni viku.
15.08.2022 - 05:30
Skotmaður yfirbugaður í flugstöð við Canberra-flugvöll
Enginn særðist í morgun þegar karlmaður hleypti af nokkrum skotum innandyra í flugstöð helsta flugvallar Canberra, höfuðborgar Ástralíu. Lögregla yfirbugaði manninn fljótlega meðan viðvörunarflautur hljómuðu um alla bygginguna.
14.08.2022 - 06:17
Ástralar halda Oliviu Newton-John veglega kveðjuathöfn
Leik- og söngkonunni Oliviu Newton-John verður haldin vegleg kveðjuathöfn í Ástralíu þar sem hún ólst upp frá unga aldri. Þarlend stjórnvöld greindu frá þessu í morgun og sögðust vilja efna til kveðjuhátíðar fyrir Oliviu.
11.08.2022 - 06:15
Spegillinn
Geimruslið fellur
Úti í geimnum er aragrúi af rusli stóru sem smáu sem svífur þar um. Á hverjum degi fellur eitthvað af því til jarðar og eftir því sem gervihnöttum fjölgar bætist við brakið, stórt sem smátt.
09.08.2022 - 07:45
Mikið mannfall tengt þingkosningum á Papúa Nýju-Gíneu
Gríðarmikið ofbeldi hefur varpað dökkum skugga á yfirstandandi þingkosningar á Papúa Nýju-Gíneu. Um það bil 50 manns liggja í valnum en kosningar standa til mánaðamóta.
Um 50.000 COVID-19 tilfelli í Ástralíu í gær
Í Ástralíu, þar sem til skamms tíma giltu einhverjar ströngustu sóttvarnareglur sem um getur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, berjast heilbrigðisyfirvöld við feikimikla COVID-bylgju. Þar greindust um 50.000 manns með veiruna síðasta sólarhringinn og hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring í rúmlega tvo mánuði. Um 5.300 manns liggja á sjúkrahúsum landsins með COVID-19 og síðustu vikuna hafa ríflega 300.000 tilfelli verið staðfest.
20.07.2022 - 06:24
Enn geisa hamfaraflóð á austurströnd Ástralíu
Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín á austurströnd Ástralíu, þar sem hamfaraflóð í kjölfar ofsarigninga geisa fjórða sinni á átján mánaða tímabili. Vatnsveðrið fikrar sig nú norður með austurströndinni eftir að hafa valdið miklum flóðum í milljónaborginni Sydney og nærsveitum síðustu daga.
06.07.2022 - 04:31
Ástralía herðir sig í baráttu við loftslagsbreytingar
Ástralía hefur ákveðið að spíta í lófana í baráttunni við loftslagsbreytingar. Athony Albanese forsætisráðherra hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum það að landið ætli sér nú að minnka útblástur um fjörutíu og þrjú prósent fyrir tvö þúsund og þrjátíu. Þetta er stökk frá fyrri markmiðum þar sem aðeins var stefnt að tuttugu og sex til átta prósenta minnkun.
16.06.2022 - 04:28
Ástralía
Milljarðabætur vegna samningsrofs við kafbátaverksmiðju
Áströlsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau hefðu náð samkomulagi við franska stórfyrirtækið Naval Group um bætur fyrir að hafa rift samningi sínum við fyrirtækið um smíði fjölda dísilknúinna kafbáta fyrir ástralska flotann. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði stjórnendur Naval Group hafa samþykkt „sanngjarna og réttláta sátt“ um 555 milljónir evra, jafnvirði 77 milljarða króna, í bætur fyrir riftun samningsins, sem hljóðaði upp á margfalt hærri upphæð.
Vanúatú
Lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga
Forsætisráðherra eyríkisins Vanúatú á Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna loftslagsbreytinga og hamfarahlýnunar. Landið er sagt í bráðri hættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga, ekki í framtíðinni heldur nú þegar.
Ardern heldur til fundar við bandaríska ráðamenn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst einkum ræða viðskipti og málefni ferðaþjónustu við nokkra öldungadeildarþingmenn. Ardern kveðst jafnframt umhugað um að sjónum verði beint að öryggismálum á Kyrrahafi.
Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til að taka þátt í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Boðar stórveldi grænna lausna eftir kosningasigur
Anthony Albanaese, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ástralíu, verður næsti forsætisráðherra landsins eftir sigur í þingkosningum sem þar fóru fram í dag. Albanese segist vilja gera Ástralíu að ofurveldi þegar kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum.
21.05.2022 - 14:45
Kosningar í Ástralíu
Talið er að mjótt geti orðið á munum í Ástralíu
Kosningar til sambandsþings Ástralíu standa nú yfir og hafa milljónir landsmanna flykkst á kjörstaði. Slagurinn stendur milli formanns Frjálslyndra Scotts Morrison forsætisráðherra og Anthony Albanese, formanns verkamannaflokksins. Talið er að mjótt geti orðið á munum.