Eyjaálfa

Ástralir búa sig undir fyrstu hitabylgju sumarsins
Ástralir búa sig nú undir fyrstu hitabylgju sumarsins, með hita um og yfir 40 gráðum, þurrum og hlýjum vindum og þar með kjöraðstæðum fyrir gróðurelda. Skógar- og gróðureldar síðasta sumars eru Áströlum enn í fersku minni, enda þeir verstu og víðfeðmustu sem sögur fara af þar í landi. 33 fórust í eldunum, sem sviðu um 190.000 ferkílómetra gróðurlendis frá september 2019 til mars 2020, og áætlað er að allt að þrír milljarðar dýra af öllu tagi hafi drepist í eða vegna eldanna.
Lygi eins manns setti heilt fylki í útgöngubann
Steven Marshall forsætisráðherra í Suður-Ástralíu fylki segist miklu meira en öskureiður yfir hegðun manns sem laug að smitrakningarteymi í borginni Adelaide. Lygin varð til þess að allir í fylkinu þurftu að sæta útgöngubanni.
20.11.2020 - 14:30
Feitur, feiminn og ófleygur páfagaukur er fugl ársins
Kjörstöðum hefur verið lokað, atkvæði hafa verið talin og sigurvegarinn krýndur: kākāpō, feitasti og feimnasti páfagaukur í heimi, er fugl ársins á Nýja Sjálandi.
16.11.2020 - 04:06
Stærsti fríverslunarsamningur heims undirritaður
Fulltrúar Kína, Japans, Ástralíu og tólf annarra þjóða í Asíu og Eyjaálfu undirrituðu í morgun fríverslunarsamning sem að líkindum er sá stærsti sem gerður hefur verið, þegar horft er til landsframleiðslu ríkjanna sem eiga aðild að honum.
15.11.2020 - 08:08
Meintir stríðsglæpir Ástrala rannsakaðir
Stjórnvöld í Ástralíu hafa stofnað embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna í Afganistan. Þetta var ákveðið eftir frumrannsókn á vegum ástralska hersins, sem leiddi ljós tugi alvarlegra atvika tengd áströlskum hermönnum. 
12.11.2020 - 08:35
Stórfelld kosningasvik valda fjaðrafoki á Nýja-Sjálandi
Ekki hefur tekist að finna nein sönnunargögn sem renna stoðum undir endurteknar fullyrðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hans fólks um víðtækt kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum vestra. Á Nýja-Sjálandi komst hins vegar upp um stórfellt kosningasvindl í vikunni.
12.11.2020 - 05:49
Börnum bjargað úr klóm níðinga
Lögreglan í Ástralíu segist hafa bjargað fjörutíu og sex börnum og handtekið fjórtán manns í tengslum við rannsókn á alþjóðlegum hring barnaníðinga. Þetta er eitt umfangsmesta mál sinnar tegundar sem ástralska lögreglan hefur rannsakað.
11.11.2020 - 12:08
COVID-fríum ríkjum fækkaði um eitt í gær
Þeim ríkjum sem laus eru við COVID-19 hefur fækkað um eitt, því heilbrigðisyfirvöld á Kyrrahafseyríkinu Vanúatú greindu frá því nú í morgunsárið að þar hefði fyrsta tilfellið verið staðfest í gær. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Vanúatú segir að 23 ára karlmaður, nýkominn frá Bandaríkjunum, hefði greinst með veiruna.
11.11.2020 - 04:03
Nýja Sjáland: Dánaraðstoð leyfð, kannabis bannað áfram
Meirihluti kjósenda á Nýja Sjálandi samþykkti lögleiðingu dánaraðstoðar en felldi tillögu um lögleiðingu á almennri neyslu kannabisefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um þetta tvennt samfara þingkosningunum 17. október síðastliðinn og voru bráðabirgðaniðurstöður birtar í dag. Samkvæmt þeim samþykktu nær tveir af hverjum þremur kjósendum, 65,2 prósent, löggjöf um virka dánaraðstoð. Rúmur helmingur þeirra sem greiddu atkvæði, 53,1 prósent, var hins vegar mótfallinn lögleiðingu kannabisefna.
30.10.2020 - 03:58
Býst við að mynda samsteypustjórn á Nýja-Sjálandi
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gefið í skyn að hún hyggist mynda samsteypustjórn. Talningu atkvæða í þingkosningum er ekki lokið en allt bendir til þess að Verkamannaflokkur Ardern hafi fengið hreinan meirihluta þingsæta. Verkamannaflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum og hefur líklega fengið 64 þingsæti af 120 á þingi Ný-Sjálendinga. Það er besti árangur flokksins í meira en hálfa öld.
19.10.2020 - 10:12
Ardern og Verkamannaflokkurinn ná meirihluta á þingi
Kjörstöðum var lokað á Nýja Sjálandi klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og fyrstu tölur benda til þess að spár um öruggan sigur forsætisráðherrans Jacindu Ardern og Verkamannaflokksins í þingkosningunum muni ganga eftir. Þegar búið var að telja 10 prósent atkvæða var útlit fyrir að flokkurinn fengi 65 af 120 þingsætum og Ardern því ekkert að vanbúnaði að mynda ríkisstjórn án annarra flokka, en hún hefur farið fyrir meirihlutastjórn Verkamannaflokks og mið-hægri flokks síðustu þrjú árin.
17.10.2020 - 07:37
Kosið á Nýja Sjálandi: Ardern næsta örugg um sigur
Þingkosningar standa nú yfir á Nýja Sjálandi og fátt bendir til annars en að Verkamannaflokkurinn, með forsætisráðherrann Jacindu Ardern í fylkingarbrjósti, muni vinna öruggan sigur. Flokkurinn hefur raunar misst nokkuð fylgi síðustu daga ef marka má nýjustu skoðanakannanir, en mun engu að síður geta myndað meirihlutastjórn einn og óstuddur, gangi þær eftir.
17.10.2020 - 01:46
Myndskeið
600 þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á barmi gjaldþrots
Eitt af hverjum fimm ferðaþjónustufyrirtækjum í Evrópu er á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirufaraldursins að mati sérfræðinga. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar víða í Evrópu.
28.09.2020 - 22:10
Banki greiðir milljarðasekt vegna peningaþvættis
Ástralski bankinn Westpac samþykkti í morgun að að greiða 1,3 milljarða ástralíudala sekt, jafnvirði nærri 130 milljarða króna, vegna 23 milljóna brota á lögum um peningaþvætti. Peter King, framkvæmdastjóri Westpac, notaði tækifærið og baðst afsökunar á lögbrotum bankans.
24.09.2020 - 01:23
Hundruð hvala strandaðir við Tasmaníu
Björgunarfólk í Ástralíu segir 200 hvali hafa komist í ógöngur til viðbótar við þá 270 sem fyrir voru í afskekktum flóa í Tasmaníu. Talskona ráðuneytis umhverfismála í Tasmaníu greindi AFP fréttastofunni frá því í gærkvöld að grindhvalirnir 200 hafi fundist um sjö til tíu kílómetrum innar í flóanum. Nú er talið að aðeins tugir hvala séu enn lifandi.
23.09.2020 - 03:42
Slakað á takmörkunum í Ástralíu
Byrjað er að slaka á aðgerðum sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins í Viktoríkuríki í Ástralíu, en verulega hefur dregið þar úr staðfestum smitum og dauðsföllum að undanförnu.
15.09.2020 - 09:21
Brutu gegn útgöngubanni og mótmæltu aðgerðum yfirvalda
Yfir 70 manns voru handteknir í Melbourne í Ástralíu í gær fyrir að safnast saman til mótmæla og þannig brjóta gegn tilmælum yfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins.
13.09.2020 - 10:20
Framkvæmdastjóri Rio Tinto hættir vegna hellasprenginga
Framkvæmdastjóri Rio Tinto og tveir hátt settir stjórnendur fyrirtækisins munu hætta störfum hjá fyrirtækinu vegna sprengingar sem lagði merkar fornminjar í Ástralíu í rúst. Fjárfestar fyrirtækisins hafa beitt stjórn fyrirtækisins miklum þrýstingi eftir að hellar í Juukan-gili í Pilbara í Ástralíu voru sprengdir. Hellarnir eru mikilvægir Puutu Kunti Kurrama og Pinikura þjóðunum, þar sem forfeður þeirra dvöldu þar fyrir um 46 þúsund árum.
11.09.2020 - 01:05
Færri greinast smitaðir í Ástralíu
Sjötíu og þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni í Viktoríuríki í Ástralíu síðasta sólarhring, en ekki hafa færri greinst þar smitaðir í næstum tvo mánuði eða síðan 3. júlí.
31.08.2020 - 08:15
Ungur drengur meðal látinna í miklu óveðri í Melbourne
Þrír dóu, þar á meðal fjögurra ára drengur, í miklu óveðri í Melbourne í Ástralíu í gær. Björgunarsveitir stóðu í ströngu við að koma á rafmagni og vatni til þúsunda heimila eftir að veðrið var gengið yfir.
28.08.2020 - 08:12
Myndskeið
Hlýtur þyngsta dóm í nýsjálenskri réttarsögu
Ástralinn Brenton Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn í morgun. Tarrant myrti 51 í skotárás á tvær moskur í Christchurch í Nýja-Sjálandi í mars í fyrra. Dómari sagði Tarrand vart mennskan og dómstólar verði að taka hart á þeim sem fremja voðaverk af þessu tagi. Dómurinn er sá þyngsti í nýsjálenskri réttarsögu, og á sér engin fordæmi.
27.08.2020 - 02:27
Áhrif loftslagsbreytinga greinileg
Loftslagsbreytingar höfðu greinilega talsverð áhrif á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu síðari hluta árs í fyrra og á fyrri hluta þessa árs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem stjórnvöld í Nýja Suður-Wales birtu í morgun um eldana þar. 
25.08.2020 - 10:14
Kosningum frestað vegna faraldursins í Nýja-Sjálandi
Þingkosningum í Nýja-Sjálandi hefur verið frestað um fjórar vikur vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Ganga átti til kosninga 19. september, en Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í morgun að þær verði 17. október. 
17.08.2020 - 01:09
Fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi í 102 daga
Útgöngubanni hefur verið komið á í Auckland í Nýja-Sjálandi eftir að fjögur ný kórónuveirusmit greindust þar. Þetta eru fyrstu innanlandssmit kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi í 102 daga. Smitin fjögur greindust í sömu fjölskyldunni og uppruni þeirra er ekki þekktur.
11.08.2020 - 10:52
Loka Norðursvæði Ástralíu fyrir öðrum Áströlum
Næstu átján mánuði verður hið víðáttumikla Norðursvæði Ástralíu lokað öllum sem búsett eru á svæðum þar sem útbreiðsla kórónaveirunnar er mikil. Norðursvæðið er afar strjálbýlt; þar búa um 250.000 manns á rúmlega 1.400.000 ferkílómetrum. Óvenju hátt hlutfall íbúa eru frumbyggjar, eða um þriðjungur allra sem þar búa. Er lokunin ekki síst hugsuð til að verja þá, þar sem þeir eru taldir í sérstökum áhættuhópi.
11.08.2020 - 06:49