Eyjaálfa

Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.
30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Eyjaálfa · Ástralía · Japan · Úkraína · COVID-19 · Kórónuveiran
Nær þrír milljarðar dýra drápust í gróðureldum Ástralíu
Nærri þrír milljarðar dýra ýmist drápust eða hröktust frá heimkynnum sínum í gróðureldunum miklu sem herjuðu á Ástralíu í vetur sem leið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við nokkra ástralska háskóla. Í skýrslu þeirra segir að um 143 milljónir spendýra, 180 milljónir fugla, 51 milljón froska og 2,46 milljarðar skriðdýra hafi drepist eða hrakist frá sínum náttúrulegu heimkynnum í eldunum.
Helmingur allra COVID-19 smita í þremur löndum
Um helmingur allra staðfestra COVID-19 tilfella í heiminum greindust í þremur löndum: Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Alls hafa nær 16,3 milljónir greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 og bættust rúm 220.000 í þann hóp síðasta sólarhringinn. Var gærdagurinn þrettándi dagurinn í röð, þar sem nýsmit voru yfir 200.000.
27.07.2020 - 06:16
Rúmlega 16 milljónir hafa greinst með COVID-19
Staðfest kórónaveirusmit í yfirstandandi heimsfaraldri eru orðin rúmlega 16 milljónir talsins, samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland í Bandaríkjunum, nánar tiltekið16 milljónir og 47 þúsund. Dauðsföll af völdum COVID-19 eru tæplega 645.000 og hartnær 9,3 milljónir smitaðra hafa meira og minna náð sér af sjúkdómnum.
26.07.2020 - 06:30
Verðlaunahöfundur fær hæli á Nýja Sjálandi
Flóttamaður og rithöfundur, sem skrifaði verðlaunabók á farsíma sinn í flóttamannabúðum á Papúa Nýju-Gíneu, hefur fengið hæli á Nýja Sjálandi. Honum var tilkynnt um hælisveitinguna á 37 ára afmælisdegi sínum í gær. 
24.07.2020 - 08:41
Metfjöldi smita í Ástralíu
Fimm hundruð og tveir greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi nýsmita sem greinst hefur á einum degi síðan farsóttin barst til landsins.
22.07.2020 - 08:27
Frekari takmarkanir ef tilfellum fækkar ekki
Stjórnir ríkja í Ástralíu ætla að grípa til enn frekari takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar fari smitum ekki brátt að fækka. Þetta tilkynntu forsætisráðherrar ríkjanna í morgun.
15.07.2020 - 08:13
Leiðtogi nýsjálensku stjórnarandstöðunnar segir af sér
Leiðtogi og forsætisráðherraefni stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Nýja Sjálandi sagði óvænt af sér formennsku í morgun af heilsufarsástæðum, aðeins nokkrum vikum eftir að hann settist í formannsstólinn. Þingkosningar fara fram á Nýja Sjálandi í september og ljóst að flokki hans er nokkur vandi á höndum að finna arftaka sem veitt getur Jacindu Ardern raunverulega samkeppni um hylli kjósenda.
14.07.2020 - 05:49
Kínverjar fordæma ákvörðun Ástrala
Stjórnvöld í Kína fordæma ákvörðun áströlsku stjórnarinnar um að framlengja vegabréfsáritanir fólks frá Hong Kong sem dvelur í Ástralíu og einhliða riftun á framsalssamningi við Hong Kong. 
09.07.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Ástralía · Kína
Ástralir framlengja dvalarleyfi allra Hong Kong-búa
Áströlsk stjórnvöld framlengdu í dag vegabréfsáritanir þeirra um það bil 10.000 Hong Kong-búa sem eru í Ástralíu og tilkynntu yfirvöldum borgríkisins einhliða riftun á gagnkvæmum samningi Hong Kong og Ástralíu um framsal grunaðra og dæmdra brotamanna. Hvort tveggja er bein afleiðing hinna nýju öryggislaga sem Pekingstjórnin innleiddi í Hong Kong í liðinni viku og skerða mjög tjáningar- og skoðanafrelsi borgarbúa.
09.07.2020 - 04:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Stjórnmál · Ástralía · Hong Kong · Kína · Bretland
Fleiri greinast smitaðir í Viktoríufylki
Staðfest er að 134 hafi greinst með kórónuveirusmit í  Viktoríufylki í Ástralíu kórónuveirusmit síðasta sólarhring. Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana í fylkinu til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar eftir að hún blossaði upp á ný.
08.07.2020 - 08:33
Smituðum fjölgar í Melbourne
Yfirvöld í Melbourne í Ástralíu hafa fyrirskipað hertar ráðstafanir eftir að COVID-19 tilfellum fór að fjölga þar á ný. Aðgerðirnar taka gildi seinnipartinn, þegar miðvikudagur gengur þar í garð. 
07.07.2020 - 09:41
Fylkismörkum lokað í Ástralíu
Loka á fylkismörkum Viktoríu og Nýja Suður-Wales í Ástralíu eftir að COVID-19 farsóttin blossaði upp í Melbourne, höfuðborg Viktoríu. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa hundruð borgarbúa veikst. Tilfellin eru meira en 95 prósent af öllum kórónuveirusýkingum í landinu að undanförnu. Á laugardag var þrjú þúsund íbúum níu fjölbýlishúsa í Melbourne bannað að fara að heiman eftir að hópsmit uppgötvuðust meðal þeirra.
06.07.2020 - 10:45
Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands segir af sér
David Clark, heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands, sagði af sér í dag. Clark varð tvisvar sinnum uppvís að því að fara gegn tilmælum sem ríkisstjórn hans setti í baráttunni við kórónuveiruna.
02.07.2020 - 08:56
Ástralía: Herinn kallaður til aðstoðar vegna Covid 19
Þúsund hermenn hafa verið sendir til Melbourne í Viktoríu í Ástralíu vegna COVID-19 hópsýkingar sem kom upp í fylkinu. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að veiran breiðist frekar út.
25.06.2020 - 09:02
Lögreglumaður drepinn við skyldustörf í Auckland
Óvopnaður nýsjálenskur lögreglumaður lést af sárum sínum eftir að maður skaut hann og annan lögreglumann í Auckland í morgun. Hann er fyrsti lögreglumaðurinn í rúman áratug sem deyr við skyldustörf.
19.06.2020 - 06:28
Herinn sér um sóttkví í Nýja-Sjálandi
Nýsjálenski herinn hefur verið kallaður út til þess að sjá um að fylgja farþegum sem koma til landsins í sóttkví og halda þeim þar þangað til þeir verða prófaðir við COVID-19. Tveir farþegar frá Bretlandi komust úr einangrun áður en tekin voru úr þeim sýni. Þeir greindust svo með COVID-19. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði það ekki mega endurtaka sig. 
17.06.2020 - 06:42
Nýja-Sjáland ekki lengur laust við COVID-19
Nýja-Sjáland er ekki lengur laust við COVID-19. Tvö ný smit greindust þar í dag í konum sem komu frá Bretlandi til Nýja-Sjálands fyrr í þessum mánuði.
16.06.2020 - 11:55
Nýja Sjáland laust við COVID-19
Ekkert virkt kórónuveirusmit er nú í Nýja Sjálandi, og ekkert smit hefur greinst í 17 daga. Jacinda Ardern, forsætisráðherra, tilkynnti í morgun að öllum hömlum til að hefta útbreiðslu veirunnar sé nú aflétt, nema eftirliti við landamærin. 
08.06.2020 - 04:47
Rannsókn vegna lekamáls hætt
Ástralska lögreglan hefur hætt rannsókn á blaðakonunni Anniku Smethurst vegna umfjöllunar hennar sem byggð var á leyniskjölum stjórnvalda.
27.05.2020 - 08:39
Helgireitur frumbyggja eyðilagður af Rio Tinto
Helgar minjar frumbyggja í helli í Vestur Ástralíu voru eyðilagðar um helgina til þess að stækka járngrýtisnámu Rio Tinto á svæðinu. Hellirinn, sem er í Juukan gili, er einna elsti varðveitti bústaður fólks af ættum Puutu Kunti Kurrama og Pinikura þjóðanna í Ástralíu. Miðað við rannsóknir virðist hafa verið búið í honum 46 þúsund ár.
27.05.2020 - 02:35
Á fimmta hundrað létust vegna reyks af gróðureldum
Talið er að 445 hafi látið lífið og yfir fjögur þúsund hafi þurft að leita á sjúkrahús vegna reyks af völdum gróðureldanna í Ástralíu. Reykurinn hafði áhrif á um 80 prósent landsmanna. Þetta kemur fram í úttekt sérfræðinga á vegum ríkisins. 
26.05.2020 - 06:33
Óveður veldur tjóni í Ástralíu
Yfir sextíu þúsund heimili í vesturhluta Ástralíu urðu rafmagnslaus þegar kröftugt óveður brast þar á í dag með þeim afleiðingum að þök sviptust af húsum, tré féllu til jarðar og raflínur slitnuðu.
25.05.2020 - 10:44
Myndskeið
Jarðskjálfti truflar viðtal við Ardern
Nokkuð snarpur jarðskjálft varð á Norðureyju Nýja-Sjálands þegar kominn var mánudagsmorgunn þar í landi. Skjálftinn mældist 5,6 að stærð og átti upptök sín um 90 kílómetrum norður af Wellington, á um 52 kílómetra dýpi, að sögn AFP fréttastofunnar. Engin slys urðu á fólki að sögn yfirvalda, og ekki hafa borist fregnir af teljandi skemmdum vegna skjálftans. Myndband náðist af viðbrögðum forsætisráðherrans Jacindu Ardern, sem var í sjónvarpsviðtali í morgunþætti þegar skjálftinn reið yfir.
25.05.2020 - 03:25
Bíl ekið inn í verslun í Sydney
Tólf var veitt aðhlynningu eftir að maður ók bíl inn í verslun í Sydney sem selur andlitsslæður. Ökumaðurinn og ellefu vegfarendur slösuðust í atvikinu. Samkvæmt lögreglu hafði bílstjórinn ekið bílnum sínum aftan á aðra bifreið á umferðarljósum fyrir framan búðina.
21.05.2020 - 07:29