Eyjaálfa

Bretar senda 1.000 öndunarvélar til Indlands
Bretar ætla að senda 1.000 öndunarvélar til Indlands, þar sem algjört neyðarástand ríkir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar deyja þúsundir úr COVID-19 á degi hverjum og yfir 300.000 ný tilfelli hafa greinst þar daglega ellefu daga í röð. Mikill hörgull er á öndunarvélum, súrefnisbirgðum, lyfjum og öðrum lækningavörum auk þess sem bóluefni eru víða af skornum skammti þrátt fyrir mikla bóluefnaframleiðslu í landinu.
03.05.2021 - 04:43
Harðar reglur um komu fólks frá Indlandi víða um heim
Bandaríkin bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem lagt hafa svo gott sem blátt bann við komu fólks frá Indlandi vegna mikillar útbreiðslu COVID-19 þar í landi að undanförnu. Í Ástralíu eiga ferðalangar sem snúa aftur frá Indlandi fangelsisvist yfir höfði sér.
01.05.2021 - 04:51
Greta Thunberg gefur 15 milljónir til Covax
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að gefa andvirði ríflega 15 milljóna króna til Covax samstarfsins. Hún segir alþjóðasamfélagið, ríkisstjórnir og bóluefnaframleiðendur verða að spýta í lófana.
19.04.2021 - 16:57
Útvarpsfrétt
Ferðakúla opnuð á milli Nýja-Sjálands og Ástralíu
Svokölluð ferðakúla var opnuð í dag á milli Ástralíu og Nýja-Sjálands. Það þýðir að fólk getur nú ferðast á milli landanna tveggja án takmarkana í fyrsta sinn í meira en ár.
19.04.2021 - 13:07
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Brisbane lokað í þrjá sólarhringa vegna sjö nýrra smita
Yfir tveimur milljónum íbúa Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu, hefur verið skipað að halda sig heima næstu þrjá sólarhringa. Sjö borgarbúar reyndust smitaðir af COVID-19. Þetta eru fyrstu smitin sem koma upp í landinu í nokkrar vikur.
29.03.2021 - 08:51
Dregið hefur úr flóðunum í Ástralíu
Farið er að draga úr flóðunum í austanverðri Ástralíu og hreinsunarstarf er að hefjast. Um tuttugu þúsund manns var gert að forða sér en fólkið hefur enn ekki fengið heimild til að snúa aftur heim.
25.03.2021 - 08:20
Tugir þúsunda flýja úrhelli og flóð í Ástralíu
Ekkert lát er á úrhelli og flóðum i Nýja Suður-Wales á austurströnd Ástralíu. Þar hefur nú rignt uppstyttulaust síðan á miðvikudag, fjöldi áa hefur flætt yfir bakka sína og þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Veðurspár gera ekki ráð fyrir að vatnsveðrinu sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Enn lengra er í að flóðahættan líði hjá.
23.03.2021 - 05:57
Mestu flóð í langan tíma
Yfirvöld í Sydney í Ástralíu eru að undirbúa flutning á þúsundum manna frá úthverfum í vesturhluta borgarinnar vegna flóðahættu. Óttast er einhver mestu flóð á þeim slóðum í sex áratugi.
22.03.2021 - 08:34
Ekkert lát á úrhelli og flóðum á austurströnd Ástralíu
Ekkert lát er á vatnsveðrinu á austurströnd Ástralíu og þúsundir Sydneybúa þurftu að yfirgefa heimili sín í úthverfum Sydneyborgar og nágrenni þegar líða tók á aðfaranótt sunnudags þar eystra, vegna flóðahættu. Voru það einkum íbúar í lágt liggjandi hverfum í norðvesturborginni og aðliggjandi bæjum sem þurftu að taka föggur sínar og forða sér eftir að yfirvöld vöruðu við hættu á „lífshættulegum skyndiflóðum" víða í Nýju Suður-Wales og fyrirskipuðu rýmingu.
21.03.2021 - 02:21
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Flóð · Ástralía
Feikileg úrkoma og hættuleg flóð í Ástralíu
Almannavarnir í Ástralíu vara við lífshættulegum skyndiflóðum í austanverðu landinu vegna feikilegrar úrkomu sem þar er og verður áfram. Tugum hefur verið bjargað úr flóðum nú þegar og fjölda fólks í láglendisbyggðum Nýja Suður-Wales verið fyrirskipað að rýma heimili sín og forða sér í öruggt skjól. Lögregla í Nýju Suður-Wales segir hundruð manna þegar hafa leitað skjóls í neyðarskýlum norður af Sydneyborg.
20.03.2021 - 06:19
Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta af stærðinni 8.1
Tugir þúsunda flúðu heimili sín á Nýju Kaledóníu, Vanúatú og strandhéruðum Nýja Sjálands vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfar öflugs jarðskjálfta árla föstudagsmorguns þar eystra, eða klukkan hálfátta í kvöld að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans, sem var 8,1 að stærð og átti upptök sín við Kermanec-eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi. Þetta var þriðji stóri skjálftinn á þessum slóðum í dag, hinir tveir sem á undan fóru mældust 7,3 og 7,4 að stærð.
05.03.2021 - 00:44
Ástralía lokuð fram í miðjan júní hið minnsta
Ástralía verður lokuð erlendu ferðafólki til 17. júní hið minnsta, til að hamla útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Þetta upplýsti heilbrigðisráðherrann Greg Hunt á þriðjudag. Áströlsk stjórnvöld framlengja þannig allsherjarsóttkví landsmanna um hálfan fjórða mánuð, en þau lokuðu landinu fyrir erlendum ferðalöngum í mars í fyrra.
04.03.2021 - 03:50
Fótur meints svikahrapps finnst í fjöru
Lögreglan í Ástralíu greindi frá því í gær að fótur Melissu Caddick, sem hvarf fyrir fjórum mánuðum, hafi fundist. Caddick er grunuð um stórfelld svik gagnvart viðskiptavinum sínum, en hún hvarf daginn eftir að lögregla gerði húsleit á heimili hennar í nóvember í fyrra.
26.02.2021 - 06:42
Facebook og Ástralíustjórn ná samkomulagi
Stjórnendur Facebook tilkynntu í morgun að banni við dreifingu fréttaefnis ástralskra fjölmiðla verði aflétt, þar sem stjórnvöld í Ástralíu hefðu fallist á ákveðnar breytingar á boðaðri löggjöf um gjaldtöku vegna birtinga fréttaefnis á Facebook. Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, og stjórnendur Facebook greindu frá því í morgun að málamiðlun hefði náðst um helstu ásteytingarsteinana í löggjöfinni.
23.02.2021 - 06:57
Tíu ár frá mannskæðum skjálfta í Christchurch
Nýsjálendingar minnast þess í dag að 10 ár eru liðin frá því að jarðskjálfti varð 185 manns að fjörtjóni í borginni Christchurch og nágrenni. Efnt var til minningarathafnar í miðborg Christchurch, þar sem fólk safnaðist saman við minnismerki um fórnarlömb skjálftans. Klukkan 12.51 hófst einnar mínútu þögn í minningu þeirra sem fórust í skjálftanum, sem reið yfir klukkan 12.51 hinn 22. febrúar 2011.
22.02.2021 - 04:32
Bólusetning hafin á Nýja Sjálandi
Bólusetning gegn COVID-19 hófst á Nýja Sjálandi í dag og byrjar í Ástralíu á mánudag. Heilbrigðisyfirvöld í Auckland segja fyrstu bólusetningarnar marka tímamót en þær séu þó aðeins fyrsta skrefið á langri leið.
Facebook stöðvar deilingu ástralskra frétta
Framkvæmdastjóri Facebook í Eyjaálfu greindi frá því í gær að komið verði í veg fyrir að hægt verði að birta og deila fréttum ástralskra fjölmiðla á samskiptamiðlinum í Ástralíu. Er þetta svar Facebook við boðaðri löggjöf, sem kveður á um að Facebook, Google og sambærilegir miðlar þurfi að greiða áströlskum fjölmiðlum höfundarlaun fyrir birtingu á efni þeirra. Tekið var fyrir deilingu fréttaefnis á Facebook í Ástralíu strax í morgun, en svo virðist sem aðgerðin hafi stöðvað fleira en fréttir.
18.02.2021 - 03:40
Snarpur jarðskjálfti í Vanúatú
Snarpur jarðskjálfti af stærðinni 6,2 skók Port Vila, höfuðborg Kyrrahafseyríkisins Vanúatú, í morgun. Yfirvöld segja upptök skjálftans hafa orðið um 90 kílómetrum vestur af borginni á aðeins tíu kílómetra dýpi.
16.02.2021 - 06:12
Biður fólk að halda sig heima eftir að þrjú smituðust
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hefur fyrirskipað útgöngubann um nætur og takmarkanir á opnun skóla og fyrirtækja í Auckland eftir að þriggja manna fjölskylda greindist með COVID-19. Fólki annars staðar á Nýja Sjálandi hefur verið fyrirskipað að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngum og hundrað manna fjöldatakmarkanir hafa tekið gildi. Takmarkanir hafa verið settar við samgangi milli Auckland og annarra hluta Nýja Sjálands.
14.02.2021 - 09:07
Neitaði að bera snöru nýlenduherranna
Nýsjálenska þingmanninum Rawiri Waititi var meinað að bera frem spurningu á þinginu á þriðjudag. Þegar hann hélt áfram með spurninguna, þrátt fyrir áminningu þingforseta, var honum vísað út úr þingsal. Ástæða brottrekstursins var að hann neitar að bera það sem hann kallar hengingarsnöru nýlenduherranna um hálsinn.
11.02.2021 - 06:56
Gúmmíkúlum skotið að mótmælendum
Lögregla skaut viðvörunarskotum upp í loftið til að dreifa mótmælendum í Naypyidaw, höfuðborg Mjanmar, í morgun og skaut síðan gúmmíkúlum að þeim. Fréttamaður AFP hafði þetta eftir sjónarvottum.
09.02.2021 - 10:35
Hafa náð tökum á eldunum við Perth
Slökkviliðsmönnum í Vestur-Ástralíu hefur tekist að hemja útbreiðslu gróðureldanna sem geisað hafa í útjaðri og næsta nágrenni ríkishöfuðborgarinnar Perth að undanförnu. Darren Klemm, yfirslökkviliðsstjóri Vestur-Ástralíu, greindi frá þessu á fréttamannafundi í morgun.
06.02.2021 - 05:31
Yfir 70 heimili eyðilögð í gróðureldum við Perth
Yfir 70 heimili í útjaðri áströlsku borgarinnar Perth hafa síðustu daga orðið gróðureldum að bráð. Hundruð slökkviliðsmanna leggja dag við nótt í baráttunni við eldana en verður lítt ágengt, þar sem hlýir og hvassir vindar blása stöðugt í glæðurnar og torvelda slökkvistörfin til muna. Mikinn og þykkan reyk leggur yfir borgina og víðtækar lokanir, strangar ferðatakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir vegna COVID-19 gera ástandið enn erfiðara viðfangs en ella.
03.02.2021 - 02:21
Miklir eldar í nágrenni Perth
Að minnsta kosti þrjátíu hús hafa brunnið í gróðureldum nærri borginni Perth í Vestur-Ástralíu. Margir hafa orðið að flýja heimili sín. Ekki er vitað um upptök eldanna, sem kviknuðu í gær, en um 7.500 hektarar lands hafa brunnið.
02.02.2021 - 08:31