Eyjaálfa

Leita stúlku sem hvarf af tjaldsvæði um helgina
Yfirvöld í Ástralíu heita einni milljón ástralíudala fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að fjögurra ára stúlka finnist. Stúlkan, sem heitir Cleo, hvarf úr tjaldi fjölskyldu sinnar á tjaldsvæði í Macleod snemma á laugardagsmorgun.
22.10.2021 - 06:47
Lögregla staðfesti grun um svalt dót
Nýsjálenski lögreglumaðurinn Kurt fór í nokkuð óvenjulegt útkall á dögunum, en staðfesti þó grun fjögurra ára drengs sem hringdi í neyðarlínuna. Drengurinn hafði samband við neyðarlínuna og sagðist þurfa að segja konunni sem svaraði svolítið. Hann sagðist vera með dót sem hann vildi fá að sýna lögreglunni.
21.10.2021 - 06:49
Metfjöldi covid-smita á Nýja-Sjálandi
Metfjöldi COVID-19 smita greindist á Nýja-Sjálandi í gær. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun að 94 hefðu greinst með COVID-19 síðasta sólarhringinn. Fyrra met hljóðaði upp á 89 smit á einum degi og er síðan í apríl á síðasta ári. Tilkoma delta-afbrigðisins veldur þessu, en hröð útbreiðsla þess varð til þess að stjórnvöld á Nýja-Sjálandi sáu sér ekki annað fært en að hverfa frá fyrri stefnu sinni um „Núll-covid.“
Ástralía mögulega opnuð fyrir umferð að utan fyrir jól
Ástralía verður opnuð fyrir heimsóknum erlendra ferðalanga sem fullbólusettir eru gegn COVID-19 áður en langt um líður. Viðskiptaráðherra landsins tilkynnti þetta í morgun og sagðist vonast til þess að hægt yrði að opna fyrir umferð alþjóðlegra ferðalanga til landsins fyrir jól.
Melbourne opnuð á ný eftir heimsins lengstu lokanir
Heilbrigðis- og borgaryfirvöld í Melbourne, höfuðborg Viktoríuríkis og næst-fjölmennustu borg Ástralíu, búa sig undir að slaka verulega á ströngum takmörkunum á ferða- og samkomufrelsi borgarbúa síðar í vikunni, eftir lengstu COVID-19 lokanir sem þekkjast í borgum heims.
17.10.2021 - 07:36
Ástralía
Lögðu hald á milljarða virði af heróíni
Áströlsk lögregluyfirvöld greindu frá því á fréttamannafundi í Melbourne í morgun að toll- og löggæslumenn hefðu lagt hald á stærstu heróínsendingu sem nokkurn tímann hefur fundist í Ástralíu. Meta þeir verðmæti fengsins á um 140 milljónir ástralska dollara, jafnvirði tæplega 14 milljarða króna. Einn malasískur ríkisborgari var handtekinn og ákærður fyrir saknæman innflutning og vörslu á ólöglegu fíkniefni. Ástralskir fjölmiðlar greina frá þessu.
16.10.2021 - 05:36
Framlínustarfsfólk skyldað í bólusetningu
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi tilkynntu í morgun að framlínustarfsfólk í ýmsum greinum verði skyldað í bólusetningu við COVID-19. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að verða orðið fullbólusett í síðasta lagi í desember og kennarar í janúar, ef það ætlar sér að halda vinnunni.
11.10.2021 - 07:49
Fiji afléttir takmörkunum vegna faraldursins
Stjórnvöld á Fiji-eyjum tilkynntu í dag að felldar verði úr gildi allar takmarkanir vegna heimsfaraldursins og leyfa ferðalög til og frá landinu. Forsætisráðherra landsins, Frank Bainimarama, segir þetta mögulegt í ljósi þess að 80 prósent fullorðinna íbúa landsins hafa nú fengið báða skammtana af bóluefni gegn COVID-19 og það þremur vikum á undan áætlun.
09.10.2021 - 08:51
Ástralir hætta að senda flóttamenn til Manus
Stjórnvöld í Ástralíu samþykktu í morgun að hætta að senda flóttamenn sem koma sjóleiðina til landsins í flóttamannabúðir á eyjuna Manus við Papúa Nýju-Gíneu. Stjórnir landanna greindu frá þessu í morgun.
06.10.2021 - 04:44
Snarpur jarðskjálfti í Ástralíu
Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 varð í suðaustanverðri Ástralíu þegar klukkan var rétt rúmlega níu á miðvikudagsmorgni þar í landi. Borgarbúar í Melbourne fundu vel fyrir skjálftanum og þustu skelkaðir út á götur borgarinnar, að sögn AFP fréttastofunnar.
22.09.2021 - 01:27
Spegilinn
Ný heimsmynd í mótun
Nýr hernaðarsamningur Ástrala, Breta og Bandaríkjamanna kann að marka meiri tímamót en margan myndi gruna. Vísað er til jarðhræringa í utanríkismálum, tilraunar til að skapa nýja heimsmynd.
Enn langt í land milli Frakka og Bandaríkjamanna
Frakkar hafa kallað heim sendiherra sína í Ástralíu og Bandaríkjunum en slíkt er afar óvenjulegt á meðal vinaþjóða. Forseti Frakklands er sagður bálreiður og telja greinendur að heimköllun sendiherra gæti aðeins verið byrjunin.
18.09.2021 - 12:39
Myndskeið
„Sannkallað kraftaverk"
Þriggja ára drengur sem hvarf frá heimili sínu á föstudag í Nýju Suður Wales í Ástralíu fannst heill á húfi í morgun. Þá hafði hann verið týndur í rúma þrjá sólarhringa.
06.09.2021 - 17:27
Notuðu meiri sólarorku en kolaorku í fyrsta sinn
Suður í Ástralíu gerðist það í fyrsta skipti í gær að meira en helmingur alls rafmagns sem framleitt var í landinu kom frá sólarorkuverum. Ekki liðu þó nema nokkrar mínútur þar til kolaorkuverin sáu aftur um meirihluta orkuframleiðslunnar eins og jafnan áður og sérfræðingar segja að Ástralía eigi enn langt í land á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
Yfir 900 smit í Ástralíu
Enn fjölgar nýsmitum í þeirri bylgju kórónaveirufaraldursins sem nú hrellir Ástrali, og þá einkum íbúa Sydneyborgar og Nýja Suður-Wales. 902 greindust með COVID-19 í Ástralíu síðasta sólarhringinn, þar af 832 í Nýja Suður-Wales, samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem yfir 800 smit greinast í Nýja Suður-Wales, þar sem smit hafa nú verið yfir 600 í eina viku.
Smitum heldur áfram að fjölga í Eyjaálfu
COVID-19 smitum heldur áfram að fjölga í Ástralíu og á Nýja Sjálandi, þar sem heilbrigðisyfirvöld eru tekin að efast um að svokölluð „Núll-covid"-stefna þeirra sé raunhæfur möguleiki eftir tilkomu hins bráðsmitandi delta-afbrigðis kórónaveirunnar. Öll smit sumarsins í ríkjunum tveimur eru af þeim skæða stofni.
Mótmæli og metfjöldi smita í Ástralíu
Þúsundir Ástrala mótmæltu takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í Brisbane og Melbourne í morgun og lögregla freistar þess að koma í veg fyrir sams konar mótmæli í Sydney, þar sem metfjöldi greindist með COVID-19 síðasta sólarhringinn.
Útgöngubann og hertar reglur til septemberloka
Strangt útgöngubann mun gilda í áströlsku borginni Sydney og nærsveitum hennar út september. Samkvæmt því ber fólki að halda sig heima nema til að sinna brýnum og skýrt afmörkuðum erindum, sem tilgreind eru í reglugerð. Heimilt er að ferðast til og frá skóla , til að sinna samfélagslega mikilvægum störfum, versla nauðsynjar, sækja heilbrigðisþjónustu og sinna nánum aðstandendum. Auk þess er leyfilegt að skokka og stunda hreyfingu úti undir beru lofti, en þó ekki í hópum.
20.08.2021 - 03:47
Ástralía
Metfjöldi smitaðra og hátt hlutfall barna
Metfjöldi COVID-19 smita greindist í Nýja Suður-Wales í Ástralíu í gær, rúmum átta vikum eftir að fyrsta smit yfirstandandi bylgju greindist í Sydney. 633 smit voru staðfest í ríkinu síðasta sólarhringinn, um 180 fleiri en daginn áður, og þrjú dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins. Flest voru tilfelin í Sydney, nú sem fyrr. Yfirvöld í nágrannaríkinu Viktoríu hafa áhyggjur af háu hlutfalli barna í hópi smitaðra.
18.08.2021 - 05:36
Útgöngubann á öllu Nýja Sjálandi vegna nokkurra smita
Nær algjört útgöngubann var innleitt um gjörvallt Nýja Sjáland í gær eftir að einn maður greindist með COVID-19 í stærstu borg landsins, Auckland. Jacinda Ardern, forsætisráðherra, staðfesti í morgun að maðurinn hafi smitast af delta-afbrigði veirunnar og sagði sex til viðbótar hafa greinst með veiruna í kjölfarið. Þeirra á meðal er hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í borginni.
Delta-afbrigðið heldur áfram að dreifast um Sydney
Kórónaveirusmitum fjölgar enn í Sydney þar sem metfjöldi fólks greindist með COVID-19 síðasta sólarhringinn. 356 greindust í Nýju Suður-Wales í gær, öll með delta-afbrigði veirunnar, sem greindist fyrst í Sydney um miðjan júní. Um fimm milljónir Sydneybúa hafa mátt sæta mis-ströngu útgöngubanni nánast óslitið þær sjö vikur sem liðnar eru síðan og það gildir að mestu um aðra íbúa Nýju Suður-Wales líka.
Heimsglugginn
Meira bóluefni en eftirspurn víða á Vesturlöndum
Víðast á Vesturlöndum er nú meira framboð af bóluefni gegn COVID-19 en eftirspurn. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að hvetja almenning til að láta bólusetja sig, en í mörgum ríkjum er tortryggni á bólusetningar, einkum þar sem traust á stjórnvöldum er ekki jafn mikið og á Íslandi. Um þetta var fjallað í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1
Búast við því að Sydney verði lokuð vikum saman
Íbúar í Sydney, fjölmennustu borg Ástralíu, mega eiga von á því að lokanir og útgöngubann vari áfram vikum og jafnvel mánuðum saman. Yfir 170 COVID-19 smit greinast þar að meðaltali á dag. Íbúar í nokkrum fjölbýlishúsum í borginni, þar sem smit eru útbreidd, fá ekki að fara út fyrir hússins dyr og stendur lögregla vörð um blokkirnar til gæta þess að enginn rjúfi útgöngubannið.
Hundruð sektuð og tugir ákærð vegna sóttvarnarmótmæla
Hundruð fengu sekt og tugir hafa verið ákærð í Sydney vegna mótmæla gegn sóttvarnaraðgerðum. Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu segir að mótmælin geti orðið til þess að það þurfi að strangar takmarkanir.
25.07.2021 - 15:15
Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.