Eyjaálfa

Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta af stærðinni 8.1
Tugir þúsunda flúðu heimili sín á Nýju Kaledóníu, Vanúatú og strandhéruðum Nýja Sjálands vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfar öflugs jarðskjálfta árla föstudagsmorguns þar eystra, eða klukkan hálfátta í kvöld að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans, sem var 8,1 að stærð og átti upptök sín við Kermanec-eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi. Þetta var þriðji stóri skjálftinn á þessum slóðum í dag, hinir tveir sem á undan fóru mældust 7,3 og 7,4 að stærð.
05.03.2021 - 00:44
Ástralía lokuð fram í miðjan júní hið minnsta
Ástralía verður lokuð erlendu ferðafólki til 17. júní hið minnsta, til að hamla útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Þetta upplýsti heilbrigðisráðherrann Greg Hunt á þriðjudag. Áströlsk stjórnvöld framlengja þannig allsherjarsóttkví landsmanna um hálfan fjórða mánuð, en þau lokuðu landinu fyrir erlendum ferðalöngum í mars í fyrra.
04.03.2021 - 03:50
Fótur meints svikahrapps finnst í fjöru
Lögreglan í Ástralíu greindi frá því í gær að fótur Melissu Caddick, sem hvarf fyrir fjórum mánuðum, hafi fundist. Caddick er grunuð um stórfelld svik gagnvart viðskiptavinum sínum, en hún hvarf daginn eftir að lögregla gerði húsleit á heimili hennar í nóvember í fyrra.
26.02.2021 - 06:42
Facebook og Ástralíustjórn ná samkomulagi
Stjórnendur Facebook tilkynntu í morgun að banni við dreifingu fréttaefnis ástralskra fjölmiðla verði aflétt, þar sem stjórnvöld í Ástralíu hefðu fallist á ákveðnar breytingar á boðaðri löggjöf um gjaldtöku vegna birtinga fréttaefnis á Facebook. Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, og stjórnendur Facebook greindu frá því í morgun að málamiðlun hefði náðst um helstu ásteytingarsteinana í löggjöfinni.
23.02.2021 - 06:57
Tíu ár frá mannskæðum skjálfta í Christchurch
Nýsjálendingar minnast þess í dag að 10 ár eru liðin frá því að jarðskjálfti varð 185 manns að fjörtjóni í borginni Christchurch og nágrenni. Efnt var til minningarathafnar í miðborg Christchurch, þar sem fólk safnaðist saman við minnismerki um fórnarlömb skjálftans. Klukkan 12.51 hófst einnar mínútu þögn í minningu þeirra sem fórust í skjálftanum, sem reið yfir klukkan 12.51 hinn 22. febrúar 2011.
22.02.2021 - 04:32
Bólusetning hafin á Nýja Sjálandi
Bólusetning gegn COVID-19 hófst á Nýja Sjálandi í dag og byrjar í Ástralíu á mánudag. Heilbrigðisyfirvöld í Auckland segja fyrstu bólusetningarnar marka tímamót en þær séu þó aðeins fyrsta skrefið á langri leið.
Facebook stöðvar deilingu ástralskra frétta
Framkvæmdastjóri Facebook í Eyjaálfu greindi frá því í gær að komið verði í veg fyrir að hægt verði að birta og deila fréttum ástralskra fjölmiðla á samskiptamiðlinum í Ástralíu. Er þetta svar Facebook við boðaðri löggjöf, sem kveður á um að Facebook, Google og sambærilegir miðlar þurfi að greiða áströlskum fjölmiðlum höfundarlaun fyrir birtingu á efni þeirra. Tekið var fyrir deilingu fréttaefnis á Facebook í Ástralíu strax í morgun, en svo virðist sem aðgerðin hafi stöðvað fleira en fréttir.
18.02.2021 - 03:40
Snarpur jarðskjálfti í Vanúatú
Snarpur jarðskjálfti af stærðinni 6,2 skók Port Vila, höfuðborg Kyrrahafseyríkisins Vanúatú, í morgun. Yfirvöld segja upptök skjálftans hafa orðið um 90 kílómetrum vestur af borginni á aðeins tíu kílómetra dýpi.
16.02.2021 - 06:12
Biður fólk að halda sig heima eftir að þrjú smituðust
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hefur fyrirskipað útgöngubann um nætur og takmarkanir á opnun skóla og fyrirtækja í Auckland eftir að þriggja manna fjölskylda greindist með COVID-19. Fólki annars staðar á Nýja Sjálandi hefur verið fyrirskipað að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngum og hundrað manna fjöldatakmarkanir hafa tekið gildi. Takmarkanir hafa verið settar við samgangi milli Auckland og annarra hluta Nýja Sjálands.
14.02.2021 - 09:07
Neitaði að bera snöru nýlenduherranna
Nýsjálenska þingmanninum Rawiri Waititi var meinað að bera frem spurningu á þinginu á þriðjudag. Þegar hann hélt áfram með spurninguna, þrátt fyrir áminningu þingforseta, var honum vísað út úr þingsal. Ástæða brottrekstursins var að hann neitar að bera það sem hann kallar hengingarsnöru nýlenduherranna um hálsinn.
11.02.2021 - 06:56
Gúmmíkúlum skotið að mótmælendum
Lögregla skaut viðvörunarskotum upp í loftið til að dreifa mótmælendum í Naypyidaw, höfuðborg Mjanmar, í morgun og skaut síðan gúmmíkúlum að þeim. Fréttamaður AFP hafði þetta eftir sjónarvottum.
09.02.2021 - 10:35
Hafa náð tökum á eldunum við Perth
Slökkviliðsmönnum í Vestur-Ástralíu hefur tekist að hemja útbreiðslu gróðureldanna sem geisað hafa í útjaðri og næsta nágrenni ríkishöfuðborgarinnar Perth að undanförnu. Darren Klemm, yfirslökkviliðsstjóri Vestur-Ástralíu, greindi frá þessu á fréttamannafundi í morgun.
06.02.2021 - 05:31
Yfir 70 heimili eyðilögð í gróðureldum við Perth
Yfir 70 heimili í útjaðri áströlsku borgarinnar Perth hafa síðustu daga orðið gróðureldum að bráð. Hundruð slökkviliðsmanna leggja dag við nótt í baráttunni við eldana en verður lítt ágengt, þar sem hlýir og hvassir vindar blása stöðugt í glæðurnar og torvelda slökkvistörfin til muna. Mikinn og þykkan reyk leggur yfir borgina og víðtækar lokanir, strangar ferðatakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir vegna COVID-19 gera ástandið enn erfiðara viðfangs en ella.
03.02.2021 - 02:21
Miklir eldar í nágrenni Perth
Að minnsta kosti þrjátíu hús hafa brunnið í gróðureldum nærri borginni Perth í Vestur-Ástralíu. Margir hafa orðið að flýja heimili sín. Ekki er vitað um upptök eldanna, sem kviknuðu í gær, en um 7.500 hektarar lands hafa brunnið.
02.02.2021 - 08:31
Bretar hefja fríverslunarviðræður við Kyrrahafsríki
Bresk stjórnvöld ætla að sækja um aðild að fríverslunarsvæði Kyrrahafsríkja, CPTPP. Liz Truss, alþjóðaviðskiptaráðherra landsins, sækir formlega um aðild á morgun, mánudag, segir í tilkynningu frá breskum stjórnvöldum. Ellefu ríki við Kyrrahaf eru aðilar að samningnum, þeirra á meðal Ástralía, Kanada, Síle, Japan, Mexíkó og Víetnam.
31.01.2021 - 01:16
Landamærin líklega lokuð stóran hluta árs
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, telur líklegt að landamæri ríkisins verði að mestu lokuð út árið.
26.01.2021 - 09:04
Þúsundir mótmæltu í Ástralíu í morgun
Þúsundir Ástrala virtu að vettugi sóttvarnarreglur í morgun og komu saman til að mótmæla degi Ástralíu, frídegi sem ber upp á daginn þegar Bretar stofnuðu þar fanganýlendu fyrir rúmum tvö hundruð árum.
26.01.2021 - 08:21
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Suðurafríska afbrigðið greindist á Nýja Sjálandi
Fyrsta samfélagssmit sem greinst hefur á Nýja Sjálandi í meira en tvo mánuði er afbrigði sem kennt er við Suður-Afríku. Chris Hipkins, heilbrigðisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.
25.01.2021 - 08:31
Nýja Sjáland krefst COVID-vottorðs af ferðalöngum
Nýja Sjáland bættist í dag í hóp þeirra ríkja sem krefjast þess að ferðamenn sem þangað koma framvísi vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Frá og með næsta mánudegi þurfa ferðamenn á leið til Nýja Sjálands að framvísa vottorði áður en þeir fara um borð í flugvélina.
19.01.2021 - 10:51
Fréttaskýring
Útbreiðsla farsóttarinnar – smit nálgast 100 milljónir
Fjöldi greindra kórónuveirusmita á heimsvísu er nú yfir 95 milljónir. Ríflega 25% smitanna hafa greinst í Bandaríkjunum. Faraldurinn er skæður í Evrópu þessa dagana, meira en 30 milljónir hafa greinst með COVID-19 í álfunni.
18.01.2021 - 18:09
Skemmdir unnar á nýsjálenska þinghúsinu
Það er víðar en í Bandaríkjunum sem ráðist er á eða í þinghús. Ríflega þrítugur karlmaður réðist með exi á þinghúsið í Nýja Sjálandi snemma í morgun að staðartíma, eða um miðjan dag í gær að íslenskum tíma. Maðurinn var einn á ferð og olli talsverðum skemmdum á húsinu.
13.01.2021 - 05:17
Farþegavélar saknað skömmu eftir flugtak frá Jakarta
Flugturn missti samband við vélina skömmu eftir flugtak frá flugvelli í Jakarta í Indónesíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-500. Ekki er víst hversu margir voru um borð en vélin tekur um 130 farþega. Talið er að hún hafi skollið í Javahaf, en myndir af sjómönnum á svæðinu með það sem talið er vera brak úr vélinni hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Hún var á leið til borgarinnar Pontianak á eynni Borneó, norður af Jakarta.
09.01.2021 - 11:40
Gengu í tólf tíma eftir aðstoð í óbyggðum Ástralíu
Áströlskum feðgum var í gær bjargað eftir að hafa þurft að hírast í nærri sólarhring í óbyggðum Queensland-fylkis.
29.12.2020 - 09:31
Mörgæsir með brostið hjarta á mynd ársins
Þær horfa á ljósin og halda um hvor aðra, mörgæsirnar á verðlaunamynd Tobiasar Baumgaertners, ljósmyndara í Melbourne í Ástralíu.
23.12.2020 - 15:23