Eyjaálfa

Ardern heldur til fundar við bandaríska ráðamenn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst einkum ræða viðskipti og málefni ferðaþjónustu við nokkra öldungadeildarþingmenn. Ardern kveðst sömuleiðis umhugað að sjónum verði beint að öryggismálum á Kyrrahafi.
Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til þátttöku í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Boðar stórveldi grænna lausna eftir kosningasigur
Anthony Albanaese, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ástralíu, verður næsti forsætisráðherra landsins eftir sigur í þingkosningum sem þar fóru fram í dag. Albanese segist vilja gera Ástralíu að ofurveldi þegar kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum.
21.05.2022 - 14:45
Kosningar í Ástralíu
Talið er að mjótt geti orðið á munum í Ástralíu
Kosningar til sambandsþings Ástralíu standa nú yfir og hafa milljónir landsmanna flykkst á kjörstaði. Slagurinn stendur milli formanns Frjálslyndra Scotts Morrison forsætisráðherra og Anthony Albanese, formanns verkamannaflokksins. Talið er að mjótt geti orðið á munum.
Ástralir og fleiri rannsaka tilfelli apabólu
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Ástralíu rannsaka nú hvort apabóla hafi komið upp þar í löndum. Staðfest er að smit hafa komið upp í Bandaríkjunum, á Spáni, Bretlandi og í Portúgal og Kanadamenn eru enn að rannsaka hvort vísbendingar um þrettán smit þar í landi eigi við rök að styðjast.
20.05.2022 - 06:48
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 í Kyrrahafi
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð í nótt í Bismarck-hafi um það bil 200 kílómetra norðaustan við strandir Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi. Samkvæmt bráðabirgðamati Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er lítil hætta á að manntjón eða skemmdir hafi orðið af völdum skjálftans.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna á flótta
Það er mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna og stúlkna í ríkjum þar sem átök geisa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra sem er nýsest í stjórn UN Women á Íslandi. Samtökin hafa hrint úr vör nýrri herferð til þess að vekja almenning til umhugsunar um áhrif stríðs.
Hyggjast hefja beint flug frá Sydney til London 2025
Ástralska flugfélagið Qantas gerir ráð fyrir að unnt verði að fljúga beint frá Sydney til London og New York eigi síðar en undir árslok 2025. Það yrði í fyrsta sinn í sögunni að félagið flygi slíkar vegalengdir án millilendingar.
Mesta verðbólga í Ástralíu í 20 ár
Verðbólga í Ástralíu mælist 5,1 prósent á ársgrundvelli um þessar mundir og hefur ekki verið meiri síðan aldamótaárið 2001, samkvæmt tölum áströlsku hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Þær sýna líka að verðlagshækkanir hafa ekki verið meiri frá innleiðingu núgildandi virðisaukaskattskerfis, hvorki á ársfjórðungs- né ársgrundvelli.
27.04.2022 - 05:37
„Innrásin ógn við alþjóðalög og atlaga að mennskunni“
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og hvetur til að allt verði gert til að koma á friði. Þetta kom fram í ræðu sem hún flutti í tilefni af Anzac-deginum sem haldinn er hátíðlegur 25. apríl ár hvert.
Ástralir leggjast ekki gegn framsali Assanges
Áströlsk stjórnvöld leggjast ekki gegn því að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Ástralíu kveðst hafa fulla trú á bresku réttarkerfi.
Þingkosningar í Ástralíu boðaðar 21. maí
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til sambandsþingskosninga 21. maí næstkomandi. Hann hefur setið að völdum í þrjú ár sem einkennst hafa af glímunni við kórónuveirufaraldurinn, mannskæð flóð og gróðurelda.
Rússar leggja refsiaðgerðir á Ástrala og Nýsjálendinga
Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að beita ástralska og nýsjálenska ríkisborgara refsiaðgerðum. Utanríkisráðuneyti Rússlands greindi frá þessu og að aðgerðirnar nái meðal annars til forsætisráðherra beggja ríkjanna sem verður óheimilt að sækja Rússland heim.
Bætt við eldflaugavarnir á Taívan
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hefði lagt blessun sína yfir sölu á búnaði til uppfærslu á Patriot-eldflaugavarnarkerfi Taívan. Söluverðið nemur 95 milljónum bandaríkjadala og felur einnig í sér þjónustu við kerfið.
Flóðbylgjuviðvörun á Kyrrahafi eftir jarðskjálfta
Jarðskjálfti 6,8 að stærð reið yfir nærri eyjaklasanum Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi í morgun.
31.03.2022 - 07:36
Slakað á takmörkunum á Nýja-Sjálandi
Slakað verður á ströngum sóttvarnartakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Jacinda Ardern forsætisráðherra segir að faraldurinn hafi náð hámarki og að ónæmi gegn veirunni sé orðið verulegt.
Mannskaðaveður á Nýja Sjálandi
Minnst þrir drukknuðu þegar fiskiskip sökk undan ströndum Norðureyju Nýja Sjálands í miklu illviðri sem þar geisar og ringulreið ríkir í Auckland, fjölmennustu borg landsins, vegna veðurofsans, að sögn borgaryfirvalda. AFP-fréttastofan hefur eftir lögreglu að lík þriggja skipverja á hinu sokkna skipi hafi þegar fundist en tveggja sé enn saknað. Fimm skipverjum var bjargað við illan leik og njóta nú aðhlynningar á sjúkrahúsi. Er líðan þeirra sögð stöðug og eftir aðstæðum góð.
21.03.2022 - 03:18
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Enn þurfa tugir þúsunda að flýja flóð í Ástralíu
Tugir þúsunda Sydneybúa fengu í morgun fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín vegna mikillar flóðahættu. Stormur, stólparigning og skyndiflóð hafa dunið á þessari fjölmennustu borg Ástralíu í dag og veðurstofa Nýja Suður-Wales varar borgarbúa við „tveimur erfiðum sólarhringum“ framundan.
08.03.2022 - 03:54
Aftur steypiregn og flóð í Ástralíu eftir stutt hlé
Íbúar Sydney, fjölmennustu borgar Ástralíu, vöknuðu upp við ausandi rigningu í morgun eftir stutt hlé á afar úrkomusömum óviðrakafla sem geisað hefur á austurströnd landsins dögum saman. Í Brisbane, nokkru norðar, er líka varað við hellidembum og flóðahættu. Sautján manns hafa farist í óveðrum sem hamast hafa á sunnanverðu Queensland og norðurhluta Nýja Suður-Wales undanfarna daga.
06.03.2022 - 06:21
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Flóð · Aurskriður · Sydney · Brisbane
Enn mikil flóðahætta á austurströnd Ástralíu
Fjórtán manns hafa farist í óveðri og flóðum sem geisað hafa á austurströnd Ástralíu í rúma viku, tíu í Queensland-ríki og fjögur í Nýja Suður-Wales. Annastacia Palaszczuk, forsætisráðherra Queensland, greindi frá tíunda dauðsfallinu í ríkinu í morgun. Sagði hún að lík 53 ára gamals manns, sem saknað hefur verið síðan á mánudag, hefði fundist undir bryggju í höfninni í Brisbane í gærkvöld. Eins manns er enn saknað í Queensland.
04.03.2022 - 04:57
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Stormur · Flóð · Aurskriður
Mannskaðaveður í Ástralíu
200.000 skipað í skjól og 300.000 bíða fyrirmæla
Almannavarnir í Ástralíu hafa fyrirskipað um 200.000 manns í ríkjunum Queensland og Nýja Suður-Wales að yfirgefa heimili sín hið bráðasta og koma sér í öruggt skjól frá miklum og afar vætusömum óveðursbálki sem mjakar sér suður eftir austurströndinni í áttina að stórborginni Sydney. Um 300.000 til viðbótar hefur verið sagt að búa sig undir að þurfa að stökkva af stað með litlum fyrirvara vegna vaxandi flóðahættu í grennd við ár og stíflur og yfirfull uppistöðulón.
03.03.2022 - 05:44
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Sydney · Flóð · Stormur · Óveður
Mannskætt óveður á austurströnd Ástralíu nálgast Sydney
Ekkert lát er á flóðum á austurströnd Ástralíu, þar sem stormur og stólparegn hafa valdið mannskæðum flóðum undanfarna viku. Tólf hafa dáið í hamförunum til þessa. Tugir þúsunda hafa neyðst til að flýja heimil sín, sem eru meira og minna á kafi í vatni. Óveðrið þokast nú suður með Nýja Suður-Walesríki á austurströndinni, í átt að stórborginni Sydney, eftir að hafa valdið miklum usla í Queensland síðustu daga.
02.03.2022 - 07:04
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Flóð