Eyjaálfa

Rannsókn vegna lekamáls hætt
Ástralska lögreglan hefur hætt rannsókn á blaðakonunni Anniku Smethurst vegna umfjöllunar hennar sem byggð var á leyniskjölum stjórnvalda.
27.05.2020 - 08:39
Helgireitur frumbyggja eyðilagður af Rio Tinto
Helgar minjar frumbyggja í helli í Vestur Ástralíu voru eyðilagðar um helgina til þess að stækka járngrýtisnámu Rio Tinto á svæðinu. Hellirinn, sem er í Juukan gili, er einna elsti varðveitti bústaður fólks af ættum Puutu Kunti Kurrama og Pinikura þjóðanna í Ástralíu. Miðað við rannsóknir virðist hafa verið búið í honum 46 þúsund ár.
27.05.2020 - 02:35
Á fimmta hundrað létust vegna reyks af gróðureldum
Talið er að 445 hafi látið lífið og yfir fjögur þúsund hafi þurft að leita á sjúkrahús vegna reyks af völdum gróðureldanna í Ástralíu. Reykurinn hafði áhrif á um 80 prósent landsmanna. Þetta kemur fram í úttekt sérfræðinga á vegum ríkisins. 
26.05.2020 - 06:33
Óveður veldur tjóni í Ástralíu
Yfir sextíu þúsund heimili í vesturhluta Ástralíu urðu rafmagnslaus þegar kröftugt óveður brast þar á í dag með þeim afleiðingum að þök sviptust af húsum, tré féllu til jarðar og raflínur slitnuðu.
25.05.2020 - 10:44
Myndskeið
Jarðskjálfti truflar viðtal við Ardern
Nokkuð snarpur jarðskjálft varð á Norðureyju Nýja-Sjálands þegar kominn var mánudagsmorgunn þar í landi. Skjálftinn mældist 5,6 að stærð og átti upptök sín um 90 kílómetrum norður af Wellington, á um 52 kílómetra dýpi, að sögn AFP fréttastofunnar. Engin slys urðu á fólki að sögn yfirvalda, og ekki hafa borist fregnir af teljandi skemmdum vegna skjálftans. Myndband náðist af viðbrögðum forsætisráðherrans Jacindu Ardern, sem var í sjónvarpsviðtali í morgunþætti þegar skjálftinn reið yfir.
25.05.2020 - 03:25
Bíl ekið inn í verslun í Sydney
Tólf var veitt aðhlynningu eftir að maður ók bíl inn í verslun í Sydney sem selur andlitsslæður. Ökumaðurinn og ellefu vegfarendur slösuðust í atvikinu. Samkvæmt lögreglu hafði bílstjórinn ekið bílnum sínum aftan á aðra bifreið á umferðarljósum fyrir framan búðina.
21.05.2020 - 07:29
Ardern vinsælust leiðtoga á Nýja Sjálandi
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er vinsælasti leiðtogi landsins í heila öld eða frá upphafi kannana þar í landi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem birt var þar í morgun. Ástæðan er sögð frammistaða hennar og ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.
18.05.2020 - 08:09
Braust inn á safn og tók sjálfsmynd með risaeðlu
Lögreglan í Ástralíu leitar nú að manni sem braust inn í ástralska safnið í Sidney. Maðurinn stal kúrekahatti og tók sjálfsmynd af sér með beinagrind af risaeðlu.
16.05.2020 - 04:34
Pell vissi af barnaníði á áttunda áratugnum
Ástralski kardinálinn George Pell vissi af kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Pell var sjálfur sýknaður af barnaníði í síðasta mánuði.
Heimskviður
Sjónvarp- og kvikmyndaframleiðsla í frosti - nánast
Þótt eigendur streymisveitna á borð við Netflix hafi það gott um þessar mundir og horfi á áskriftartölur hækka, sitja leikarar, leikstjórar, kvikmyndatökumenn, hljóðmenn heima í stofu og bíða eftir því að hjólin geti farið að snúast að nýju. Búið er að fresta fjölmörgum frumsýningum stórmynda og segja má að Hollywood skjálfi og nötri. En faraldurinn hefur þó ekki stöðvað göngu eins langlífasta sjónvarpsþáttar sögunnar.
28.04.2020 - 07:30
Takmarkanir áfram í gildi í Ástralíu
Takmarkanir sem hafa verið í gildi til að reyna að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar í Ástralíu verða áfram í gildi í mánuð í viðbót. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun.
16.04.2020 - 08:04
Slóð eyðileggingar eftir fellibylinn Harold
Fellibylurinn Harold er kominn að Fiji-eyjum á Kyrrahafi eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á Salómonseyjum og Vanúatú. Vindhraði minnkaði heldur í nótt þannig að Harold telst nú fjórða stigs fellibylur.
08.04.2020 - 08:59
Pell kardínáli sýknaður af öllum ákærum í hæstarétti
George Pell, ástralski kardínálinn sem sakfelldur var og dæmdur til fangelsisvistar fyrir barnaníð, hefur verið látinn laus þar sem hæstiréttur Ástralíu sneri dómi undirréttar og sýknaði hann af öllum ákærum.
07.04.2020 - 01:51
Skipverjar veikir í Ruby Princess
Farþegaskipið Ruby Princess fékk að koma að koma til hafnar í Port Kembla nærri Sydney í Ástralíu í morgun eftir að um 200 skipverjar fóru að sýna einkenni COVID-19. Hjúkrunarfólk ætlar um borð og kanna líðan skipverja og hugsanlega flytja í land þá sem veikastir eru.
06.04.2020 - 08:41
Öflugur fellibylur við Vanúatú
Öflugur fellibylur kallaður Harold hefur færst í aukana á Kyrrahafi og er nú við eyríkið Vanúatú. Yfirvöld óttast bæði manntjón og skemmdir, en 27 fórust þegar óveðrið fór yfir Salómonseyjar í síðustu viku. 
06.04.2020 - 08:18
Banna Áströlum að hamstra áfengi
Vínhneigðum Áströlum hefur verið bannað að kaupa meira en tólf vínflöskur og tvo kassa af bjór á dag. Áfengissala hefur stóraukist að undanförnu, eftir að stjórnvöld fyrirskipuðu að öllum fyrirtækjum skyldi lokað vegna COVID-19 farsóttarinnar nema þeim sem þyrftu bráðnauðsynlega að hafa opið. Barir og knæpur eru ekki þeirra á meðal.
31.03.2020 - 15:05
Fjöldamorðingi skiptir um skoðun og játar
Fjöldamorðinginn sem var 51 að bana í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra játaði í dag sök í öllum ákæruatriðum. Hann hafði áður neitað sök vegna 51 morðs, 40 morðtilrauna og fyrir að fremja hryðjuverk. Engar ástæður voru gefnar upp um hvers vegna maðurinn skipti um skoðun. 
26.03.2020 - 01:35
Farþegaskip í vanda vegna COVID-19
Tvö farþegaskip, sem eru undan ströndum Ástralíu, hafa beðið um aðstoð vegna COVID-19. Bæði skipin voru á leið til borgarinnar Perth.
25.03.2020 - 08:10
Mynd með færslu
Sótti fimm metra snák í garð aldraðrar konu
„Þetta er stærsti snákur sem ég hef séð í 27 ár," sagði snákaeftirlitsmaðurinn Tony Harrison eftir að hann aðstoðaði aldraða konu við að fjarlægja snák sem var við útidyr húss hennar við Oxenford í Ástralíu. Snákurinn reyndist fimm metra langur búrmískur pýton-snákur, sem vó um 80 kílógrömm. 
25.03.2020 - 04:55
Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021
Ólympíunefndir Kanada og Ástralíu hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að senda keppendur til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, og fara fram á að leikunum verði frestað til 2021. Bæði forsætisráðherra Japans og framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa nú fyrsta sinni viðrað þann möguleika að fresta leikunum.
23.03.2020 - 04:09
Yfir 11 þúsund manns látnir af Covid 19
Yfir 11 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid 19 sjúkdómsins. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa nánast komið á útgöngubanni á sama tíma brátt þarf fimmti hver Bandaríkjamaður að halda sig að mestu heima. Ítalir hafa lokað almenningsgörðum.
21.03.2020 - 12:22
Aðgerðir boðaðar til að verja frumbyggja
Stjórnvöld í Ástralíu hafa gripið til ráðstafana til að verja samfélög frumbyggja vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun og sagði að meðal annars yrðu ferðir inn á svæði frumbyggja takmarkaðar verulega.
20.03.2020 - 10:35
Ástralía lokar á útlendinga og flug leggst nánast af
Útlendingar fá ekki að stíga á land í Ástralíu frá og með morgundeginum nema þeir hafi þar gilt landvistarleyfi. Flug til og frá landinu verður afar takmarkað næstu mánuðina og gæti jafnvel lagst alveg af um hríð. Hvort tveggja er liður í baráttu stjórnvalda gegn farsóttinni sem nú geisar um allan heim, COVID-19.
19.03.2020 - 05:45
Þungunarrof ekki lengur refsivert á Nýja Sjálandi
Meirihluti þingsins á Nýja Sjálandi samþykkti í morgun breytingar á lögum þannig að þungunarrof verður ekki lengur refsivert. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja Sjálands, segir þetta mikið framfaraskref og tryggja sjálfsákvörðunarrétt kvenna í þessum málum.
18.03.2020 - 09:25
Sýktur ástralskur ráðherra hitti Ivönku Trump
Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, er á sjúkrahúsi eftir að staðfest var að hann hefði greinst með kórónaveiruna. Haft er eftir ráðherranum í áströlskum fjölmiðlum að hann hafi vaknað í gærmorgun með hita og eymsli í hálsi. Honum þótti vissast að láta kanna hvort hann hefði smitast af kórónaveirunni. Þegar í ljós kom að svo var ráðlögðu heilbrigðisyfirvöld í Queensland honum að leggjast inn á sjúkrahús. Hann hafi að sjálfsögðu farið að þeim ráðum.
13.03.2020 - 10:05