Eyja- og Miklaholtshreppur
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
24.02.2020 - 13:20
Segir fortíð Ólafs ekki trufla áhuga á baðlóni
Áformum Ólafs Ólafssonar um risahótel á sunnanverðu Snæfellsnesi hefur verið slegið á frest en enn er þó unnið að gerð stærðar baðlóns á svæðinu. Oddvitinn í hreppnum segir íbúa jákvæða og að fortíð Ólafs í viðskiptum trufli þá ekki.
17.02.2019 - 21:02
Eini listinn dregur framboð til baka
H-listi Betri byggðar í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur dregið til baka framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga í vor. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Þar er haft eftir Eggerti Kjartanssyni að þar sem ekki hafi komið fram annað framboð í sveitarfélaginu hafi verið ákveðið að draga framboðið til baka.
07.05.2018 - 12:09
Óeining um sameiningarmöguleika
Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps á Snæfellsnesi hefur ákveðið að fá Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi til að gera samantekt á því hvaða sameiningarkostir eru í stöðunni fyrir sveitarfélagið. Hreppsnefnd hafnar því að taka þátt í greiningarvinnu sveitarfélaga á norðanverðu Snæfellsnesi sem skoða kosti sameiningar en meirihluti kosningarbærra íbúa sveitarfélagsins skrifaði undir áskorun þess efnis.
15.06.2017 - 16:16
Óvissa eftir stórbruna á Snæfellsnesi
Óvissu fylgja tækifæri, segir oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps. Í stórbruna á Miðhrauni á Snæfellsnesi í nóvember brann vinnustaður um fimmtungs íbúa sveitarfélagsins.
11.12.2016 - 19:05
Vilja hefja sameiningarviðræður í haust
Bæjarstjórnin í Stykkishólmsbæ vill efna til viðræðna um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Forsvarsmenn hinna sveitarfélaganna vilja að viðræður eigi sér stað milli fimm sveitarfélaga, Snæfellsbæ meðtöldum, en því hefur Snæfellsbær hafnað.
05.07.2016 - 16:11
Dómi vegna ærumeiðinga á Facebook snúið við
Hæstiréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms Vesturlands þar sem kona var dæmd til að greiða sekt vegna ærumeiðinga. Héraðsdómur hafði einnig dæmt ákveðin ummæli, sem konan lét falla á Facebook, dauð og ómerk.
17.03.2016 - 17:27
Lagning ljósleiðara gegn reglum ESA?
Sveitarfélög og ríki þurfa að fara gætilega þegar farið er í lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Framkvæmdastjóri Mílu segir að fyrirtækið hafi hætt við að taka að sér verkefni, þar sem fjárveiting hins opinbera stóðst ekki reglur ESA um ríkisaðstoð.
26.08.2015 - 17:23
Póstnúmerið 311 villi um fyrir ferðamönnum
Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps skoðar nú hvort hægt sé að breyta póstnúmeri svæðisins og flokka sveitarfélagið þannig með Snæfellsnesi. Þetta kemur fram í Skessuhorni.
28.07.2014 - 09:51
Betri byggð í Eyja- og Miklaholtshreppi
Fulltrúar framboðsflokkanna tveggja í Eyja- og Miklaholtshreppi röðuðust til skiptis í sæti í kosningum í sveitarfélaginu. Framboðið Betri byggð fékk 55 atkvæði eða 56% atkvæða. Sveitarstjórnarflokkurinn Sveitin hlaut 43 atkvæði, eða 43,9% af heildinni.
01.06.2014 - 03:26
Eyja- og Miklaholtshreppur
Í Eyja- og Miklaholtshreppi bjuggu 148 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 65. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar bjóða tveir listar fram í komandi sveitarstjórnarkosningum, Sveitin og Betri byggð.
14.05.2014 - 18:27
Umdeildar framkvæmdir ekki leyfisskyldar
Umdeildar hitaveituframkvæmdir á Snæfellsnesi eru ekki framkvæmdaleyfisskyldar, samkvæmt úrskurði skipulags- og byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn tekur úrskurðinn fyrir á morgun.
27.04.2014 - 13:50
Segir Ólaf einan hafa verið á móti
Sigurður Hreinsson, ábúandi að Miðhrauni II, segir að eini landeigandinn sem hafi gert athugasemdir við framkvæmdir við heitavatnslögn í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi séu hjóninn Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Hann segir fund hreppsnefndar í gær hafa verið ólöglegan.
18.04.2014 - 18:29
Framkvæmdir við hitaveitulögn stöðvaðar
Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir ábúenda á félagsbúinu Miðhrauni 2 við umdeilda hitaveitulögn. Framkvæmdin hafi verið í leyfisleysi.
17.04.2014 - 18:17
Allt upp í loft vegna hitaveituframkvæmda
Allt er upp í loft í Eyja- og Miklaholtshreppi, á sunnanverðu Snæfellsnesi, vegna hitaveituframkvæmda. Lögregla var kölluð til í morgun. Ásakanir ganga á víxl milli þeirra sem standa að framkvæmdunum og annara sem reyna að koma í veg fyrir þær á þeim forsendum að farið hafi verið að stað í óleyfi.
17.04.2014 - 13:51
Nýr prestur kosinn í Staðastaðaprestakalli
Sóknarbörn sem tilheyra Staðastaðaprestakalli á sunnanverðu Snæfellsnesi kjósa sér nýjan prest í dag. Séra Guðjón Skarphéðinsson lætur af embætti og nýr prestur tekur við 1. desember. Prestskosningar eru fátíðar í seinni tíð.
02.11.2013 - 12:11
Laus hrútur skýrir óvenjulegan sauðburð
Níu kindur báru í haust á Vesturlandi, sem er óvenjulegt. Sauðburðurinn er útskýrður með því að í vor hafi hrútur gengið laus.
04.10.2013 - 15:29
Tekjur duga ekki fyrir gjöldum
Tekjur sex sveitarfélaga dugðu ekki fyrir venjulegum útgjöldum í fyrra. Hjá sveitarfélaginu Skagaströnd voru rekstrargjöld þriðjungi hærri en tekjur í fyrra. Þrjú sveitafélög skulda hátt í þrefaldar árstekjur sínar.
04.10.2013 - 12:27
Standa ekki undir litlum skuldum
Átta sveitarfélög sem skulda lítið geta samt ekki staðið undir skuldunum, samkvæmt nýrri úttekt. Meirihluti sveitarfélaga skuldar þó lítið og stendur vel undir skuldunum.
16.02.2013 - 12:25