Eyja- og Miklaholtshreppur

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Kosið um sameiningu í þremur sveitarfélögum
Íslenskum sveitarfélögum fækkar um þrjú, verði sameining samþykkt í þrennum kosningum sem standa nú yfir á Vestur- og Norðurlandi. Kjörstaðir voru opnuðu klukkan tíu og er niðurstöðu að vænta í kvöld.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin vegna sameininga
Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu fyrir íbúa í sex sveitarfélögum á landinu. Úr því gætu mögulega komið þrjú ný sveitarfélög, tvö á Norðurlandi og eitt á Vesturlandi.
Sjá fyrir sér stóra sameiningu á Snæfellsnesi
Grundfirðingar sjá fyrir sér að á Snæfellsnesi verði farið í stórar sameiningar. Bæjarstjórinn væntir þess að sameiningarmál varði kosningamál í vor.
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Myndskeið
Segir fortíð Ólafs ekki trufla áhuga á baðlóni
Áformum Ólafs Ólafssonar um risahótel á sunnanverðu Snæfellsnesi hefur verið slegið á frest en enn er þó unnið að gerð stærðar baðlóns á svæðinu. Oddvitinn í hreppnum segir íbúa jákvæða og að fortíð Ólafs í viðskiptum trufli þá ekki.
Eini listinn dregur framboð til baka
H-listi Betri byggðar í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur dregið til baka framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga í vor. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Þar er haft eftir Eggerti Kjartanssyni að þar sem ekki hafi komið fram annað framboð í sveitarfélaginu hafi verið ákveðið að draga framboðið til baka.
Óeining um sameiningarmöguleika
Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps á Snæfellsnesi hefur ákveðið að fá Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi til að gera samantekt á því hvaða sameiningarkostir eru í stöðunni fyrir sveitarfélagið. Hreppsnefnd hafnar því að taka þátt í greiningarvinnu sveitarfélaga á norðanverðu Snæfellsnesi sem skoða kosti sameiningar en meirihluti kosningarbærra íbúa sveitarfélagsins skrifaði undir áskorun þess efnis.
15.06.2017 - 16:16
Óvissa eftir stórbruna á Snæfellsnesi
Óvissu fylgja tækifæri, segir oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps. Í stórbruna á Miðhrauni á Snæfellsnesi í nóvember brann vinnustaður um fimmtungs íbúa sveitarfélagsins.
11.12.2016 - 19:05
Vilja hefja sameiningarviðræður í haust
Bæjarstjórnin í Stykkishólmsbæ vill efna til viðræðna um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Forsvarsmenn hinna sveitarfélaganna vilja að viðræður eigi sér stað milli fimm sveitarfélaga, Snæfellsbæ meðtöldum, en því hefur Snæfellsbær hafnað.
Dómi vegna ærumeiðinga á Facebook snúið við
Hæstiréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms Vesturlands þar sem kona var dæmd til að greiða sekt vegna ærumeiðinga. Héraðsdómur hafði einnig dæmt ákveðin ummæli, sem konan lét falla á Facebook, dauð og ómerk.
Lagning ljósleiðara gegn reglum ESA?
Sveitarfélög og ríki þurfa að fara gætilega þegar farið er í lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Framkvæmdastjóri Mílu segir að fyrirtækið hafi hætt við að taka að sér verkefni, þar sem fjárveiting hins opinbera stóðst ekki reglur ESA um ríkisaðstoð.
Póstnúmerið 311 villi um fyrir ferðamönnum
Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps skoðar nú hvort hægt sé að breyta póstnúmeri svæðisins og flokka sveitarfélagið þannig með Snæfellsnesi. Þetta kemur fram í Skessuhorni.
28.07.2014 - 09:51
Betri byggð í Eyja- og Miklaholtshreppi
Fulltrúar framboðsflokkanna tveggja í Eyja- og Miklaholtshreppi röðuðust til skiptis í sæti í kosningum í sveitarfélaginu. Framboðið Betri byggð fékk 55 atkvæði eða 56% atkvæða. Sveitarstjórnarflokkurinn Sveitin hlaut 43 atkvæði, eða 43,9% af heildinni.
Eyja- og Miklaholtshreppur
Í Eyja- og Miklaholtshreppi bjuggu 148 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 65. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar bjóða tveir listar fram í komandi sveitarstjórnarkosningum, Sveitin og Betri byggð.
14.05.2014 - 18:27
Umdeildar framkvæmdir ekki leyfisskyldar
Umdeildar hitaveituframkvæmdir á Snæfellsnesi eru ekki framkvæmdaleyfisskyldar, samkvæmt úrskurði skipulags- og byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn tekur úrskurðinn fyrir á morgun.
27.04.2014 - 13:50
Segir Ólaf einan hafa verið á móti
Sigurður Hreinsson, ábúandi að Miðhrauni II, segir að eini landeigandinn sem hafi gert athugasemdir við framkvæmdir við heitavatnslögn í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi séu hjóninn Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Hann segir fund hreppsnefndar í gær hafa verið ólöglegan.
Framkvæmdir við hitaveitulögn stöðvaðar
Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir ábúenda á félagsbúinu Miðhrauni 2 við umdeilda hitaveitulögn. Framkvæmdin hafi verið í leyfisleysi.
17.04.2014 - 18:17
Allt upp í loft vegna hitaveituframkvæmda
Allt er upp í loft í Eyja- og Miklaholtshreppi, á sunnanverðu Snæfellsnesi, vegna hitaveituframkvæmda. Lögregla var kölluð til í morgun. Ásakanir ganga á víxl milli þeirra sem standa að framkvæmdunum og annara sem reyna að koma í veg fyrir þær á þeim forsendum að farið hafi verið að stað í óleyfi.
17.04.2014 - 13:51
Nýr prestur kosinn í Staðastaðaprestakalli
Sóknarbörn sem tilheyra Staðastaðaprestakalli á sunnanverðu Snæfellsnesi kjósa sér nýjan prest í dag. Séra Guðjón Skarphéðinsson lætur af embætti og nýr prestur tekur við 1. desember. Prestskosningar eru fátíðar í seinni tíð.
02.11.2013 - 12:11
Laus hrútur skýrir óvenjulegan sauðburð
Níu kindur báru í haust á Vesturlandi, sem er óvenjulegt. Sauðburðurinn er útskýrður með því að í vor hafi hrútur gengið laus.
04.10.2013 - 15:29
Tekjur duga ekki fyrir gjöldum
Tekjur sex sveitarfélaga dugðu ekki fyrir venjulegum útgjöldum í fyrra. Hjá sveitarfélaginu Skagaströnd voru rekstrargjöld þriðjungi hærri en tekjur í fyrra. Þrjú sveitafélög skulda hátt í þrefaldar árstekjur sínar.
Standa ekki undir litlum skuldum
Átta sveitarfélög sem skulda lítið geta samt ekki staðið undir skuldunum, samkvæmt nýrri úttekt. Meirihluti sveitarfélaga skuldar þó lítið og stendur vel undir skuldunum.