Evrópa

Erik Jensen nýr formaður Siumut á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, tapaði í gærkvöld í formannskjöri í flokki sínum Siumut. Erik Jensen, þingmaður Siumut á grænlenska landsþinginu, bar sigurorð af Kielsen í kosningum á landsþingi í Nuuk.  Kim Kielsen hafði verið formaður Siumut frá því 2014 og formaður landsstjórnarinnar frá sama tíma. Arftaki Kielsens, Erik Jensen, er 45 ára hagfræðingur og hefur setið á grænlenska þinginu frá því 2018.
30.11.2020 - 12:38
„Vinnan heldur áfram, líka á sunnudögum“
Viðræður héldu áfram í dag í Lundúnum um viðskiptasamning milli Bretlands og Evrópusambandsins sem taka á við eftir að Bretland gengur úr sambandinu um áramót.
29.11.2020 - 16:21
Tugir handteknir í áköfum en fámennum mótmælum
Lundúnalögreglan handtók í gær yfir 60 manns sem létu til sín taka í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum og -reglum yfirvalda í bresku höfuðborginni í gær. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu snemma kvölds og sagði jafnframt að líkast til yrðu handtökurnar fleiri áður en yfir lyki. Fram kemur að fólkið hafi verið handtekið fyrir ýmsar sakir, meðal annars fyrir brot á nokkrum af sóttvarnareglunum sem það var að mótmæla, þar á meðal um hópamyndun.
29.11.2020 - 05:23
Serbar og Svartfellingar reka sendiherra úr landi
Deilur Serba og Svartfellinga hörðnuðu í dag þegar utanríkisráðuneyti Svartfjallalands vísaði sendiherra Serbíu úr landi og Serbar svöruðu í sömu mynt. Þessi diplómatíska senna er nýjasta vendingin í langtímaþrætum nágrannaríkjanna, sem áður voru bæði hluti af Júgóslavíu. Aðeins eru nokkrir dagar þar til ný ríkisstjórn tekur við í Svartfjallalandi, sem er mun hliðhollari Serbum en núverandi stjórn.
29.11.2020 - 00:31
Jólasveinninn fær undanþágu frá sóttkví
Ríkisstjórn Írlands hefur samþykkt að veita jólasveininum undanþágu frá sóttkví við komuna til landsins. Stjórnin metur ferðalög jólasveinsins og öll hans störf nauðsynleg.
28.11.2020 - 13:03
„Aldrei verið vissari“ um sjálfstæði Skotlands
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins, hefur „aldrei verið vissari" um að sjálfstætt Skotland verði að veruleika. Þetta mun koma fram í ræðu hennar á ársfundi Skoska þjóðarflokksins í dag, að því er segir í tilkynningu frá flokknum.
Írar slaka verulega á takmörkunum en Belgar pínulítið
Stjórnvöld á Írlandi og í Belgíu hafa boðað tilslakanir á sóttvarnareglum. Þær eru umtalsverðar á Írlandi, en öllu minni í Belgíu.
28.11.2020 - 03:40
Myndskeið
Myndskeiðinu að þakka að Michel sé ekki í fangelsi
Fjórir franskir lögreglumenn voru leystir frá störfum í gærkvöld eftir að myndbandi var dreift um samfélagsmiðla þar sem þeir sjást berja svartan mann illa í París. Þetta gerist á sama tíma og frönsk stjórnvöld reyna að fá samþykkt frumvarp sem setur skorður við myndbirtingum af lögreglu við störf.
27.11.2020 - 19:48
Ellefu milljón minkum fargað í Danmörku
Búið er að lóga ellefu milljónum minka í Danmörku sem höfðu smitast af kórónuveirunni eða hætta var á að smituðust. Matvælastofnun landsins tilkynnti þetta í dag.
27.11.2020 - 16:59
Lögðu hald á 70 lúxusbíla og 37 flugvélar
Fjörutíu og fimm voru handteknir í dag þegar lögregluyfirvöld í Evrópu létu til skarar skríða gegn kókaínsmyglhring sem teygði anga sína frá Brasilíu til Evrópu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta séu umfangsmestu aðgerðir sem Europol hefur ráðist í gegn fíkniefnahring. Meðal annars lagði lögregla hald á 70 lúxusbifreiðar í Brasilíu, Belgíu og á Spáni og 37 flugvélar í Brasilíu.
Finnar vilja ekki loka skíðasvæðum
Mika Lintilä, efnahagsmálaráðherra Finnlands, er andvígur hugmyndum Þjóðverja um að hafa skíðasvæði í ríkjum Evrópusambandsins lokuð um jól og áramót til að draga úr hættunni á kórónuveirusmitum. Ráðherrann segir í viðtali við AFP fréttastofuna að það séu aðallega Finnar sjálfir sem noti skíðaaðstöðuna.
27.11.2020 - 15:11
Lúkasjenkó kveðst tilbúinn að fara frá
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, kveðst vera reiðubúinn að láta af embætti eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Ríkisfréttastofan Belta greinir frá þessu í dag. Ekki kemur fram í fréttinni hvenær útlit er fyrir að það geti gerst.
27.11.2020 - 14:13
Brexit-viðræður í Lundúnum í dag
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, ætlar til Lundúna í dag til viðræðna um viðskiptasamning við Breta vegna útgöngu þeirra úr sambandinu. 
27.11.2020 - 10:09
Vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, vill nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á næsta ári. Lundúnablaðið Times greinir frá þessu. Fram hafi komið í viðtali við Sturgeon að hún vildi að atkvæðagreiðslan færi fram á fyrri hluta næsta þings sem hæfist á næsta ári.
27.11.2020 - 08:35
Indverjar framleiða rússneskt bóluefni
Indverskt lyfjafyrirtæki ætlar að framleiða meira en eitt hundrað milljónir skammta af rússneska bóluefninu við kórónuveirunni, Sputnik V. Þetta sagði í tilkynningu frá rússneskum fjárfestingarsjóði sem meðal annarra hefur staðið á bak við þróun bóluefnisins.
27.11.2020 - 08:23
Yfir milljón kórónaveirusmit í Þýskalandi
Fjöldi staðfestra COVID-19 tilfella í Þýskalandi er nú kominn yfir eina milljón. 22.806 smit greindust þar í landi í gær, samkvæmt gögnum Robert Koch-stofnunarinnar, sem heldur utan um tölfræði farsóttarinnar í Þýskalandi. Þar með hafa alls 1.006.394 greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 þar í landi frá upphafi farsóttarinnar í vetur.
27.11.2020 - 06:31
Lögreglumenn í París settir af fyrir ofbeldi og rasisma
Þremur frönskum lögreglumönnum var vikið frá störfum í gær eftir að myndskeiði var dreift á veffréttamiðlinum Loopsider, þar sem þeir sjást ganga í skrokk á tónlistarmanni og upptökustjóra í hljóðveri sínu í Parísarborg af miklum hrottaskap. Þeir sparka margoft í manninn og láta höggin dynja á honum, jafnt með hnefum sem kylfum. Maðurinn, blökkumaður sem einungis hefur verið nafngreindur sem Michel, var upphaflega stöðvaður fyrir þá sök að vera ekki með grímu.
27.11.2020 - 05:36
Yfir 300 Tyrkir til viðbótar dæmdir í lífstíðarfangelsi
Tyrkneskur dómstóll dæmdi nýverið á fjórða hundrað fyrrverandi tyrkneskra hermanna í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, flesta án möguleika á reynslulausn. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem AFP-fréttastofan fékk í hendur í gær.
Plastpokar bannaðir í þýskum verslunum frá 2022
Plastpokabann blasir við viðskiptavinum þýskra stórmarkaða og annarra verslana eftir að þýska þingið samþykkti löggjöf þar að lútandi í gær. Bann við sölu og dreifingu einnota innkaupapoka úr plasti í þýskum verslunum tekur gildi 1. janúar 2022.
27.11.2020 - 02:41
Bylgjan nær hámarki í Svíþjóð um miðjan desember
Samkvæmt nýju spálíkani sem heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð kynntu í dag er útlit fyrir að COVID-19 faraldurinn nái hámarki í desember. Það veltur þó á að fólk fylgi þeim sóttvarnareglum sem settar hafa verið.
26.11.2020 - 17:48
Opinberir starfsmenn í verkfalli í Grikklandi
Almenningssamgöngur hafa raskast í Grikklandi og ýmis þjónusta liggur niðri vegna sólarhringsverkfalls opinberra starfsmanna. Þeir hafa lagt fram ýmsar kröfur, svo sem launahækkun, bætt vinnuskilyrði og betri vernd gegn kórónuveirunni.
26.11.2020 - 15:59
Borgarstjóri Óslóar sendir stjórnvöldum neyðarkall
Borgarstjórinn í Ósló biður borgarbúa að láta það vera að ferðast til útlanda um jólin. Hann biður stjórnvöld um fjárhagsaðstoð og segir ástandið í landinu hvergi verra en í höfuðborginni. Sóttvarnarreglur, sem átti hugsanlega að slaka á um næstu mánaðamót hafa verið framlengdar fram í miðjan desember.
26.11.2020 - 15:39
Biden ætlar að breyta utanríkisstefnunni
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Búist er við að veruleg breyting verði á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og öryggismálum þegar Joe Biden tekur við sem forseti 20. janúar.
26.11.2020 - 14:31
Karl Filippus og Soffía greindust smituð
Karl Filippus Svíaprins og eiginkona hans Soffía prinsessa eru með COVID-19. Þetta kemur fram á vefsíðu sænsku konungsfjölskyldunnar.
26.11.2020 - 09:33
Minnst átta drukknuðu við strönd Lanzarote
Minnst átta fórust þegar bát fullum af flótta- og förufólki hvolfdi skammt frá strönd Kanaríeyjunnar Lanzarote á þriðjudag. Tuttugu og átta var bjargað í land, nokkurra er enn saknað en ekki vitað með vissu hversu mörg þau eru. Fjögur lík fundust strax á þriðjudag og fjögur til viðbótar í gær, miðvikudag. Bátnum hvolfdi rétt áður en hann náði landi í sjávarplássinu Orzola á norðurodda Lanzarote.
26.11.2020 - 04:30