Evrópa

Spegillinn
Franska bagettan á menningarminjaskrá
Aðalfréttin á býsna mörgum frönskum fréttavefjum var í morgun um upphefð snittubrauðsins eða langbrauðsins sem í daglegu tali kallast baguette í Frakklandi og reyndar víðast hvar um hinn vestræna heim. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO tilkynnti þá að brauðinu góða verði bætt á menningarminjaskrá stofnunarinnar. Með í kaupunum fylgir lífsstíllinn sem fylgir bagettunni, svo sem hvar hún er keypt, borin heim og borðuð.
30.11.2022 - 18:30
Tyrkir enn á báðum áttum með NATO-aðild Finna og Svía
Betur má ef duga skal segir utanríkisráðherra Tyrklands um umsókn Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Mevlut Cavusoglu settist niður með starfssystkinum sínum frá Svíþjóð og Finnlandi samhliða fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna í Búkarest í gær.
30.11.2022 - 14:45
Hörgull gæti orðið á kalkúnum fyrir breskar jólaveislur
Bretar gætu þurft að velja sér annað en kalkún á jólaborðið þetta árið í ljósi þess að um það bil helmingur allra lausagöngufugla hefur orðið fuglaflensu að bráð.
30.11.2022 - 06:15
Samningurinn val milli efnahagsraka og siðferðisgilda
Færeyskur alþjóðastjórnmálafræðingur kveðst efins um að tímaskortur hafi valdið hugarfarsbreytingu stjórnarandstöðuþingmanna í garð fiskveiðisamnings við Rússa. Úkraínumenn búsettir í Færeyjum lýsa megnri andúð á samningnum.
Viðskiptadeilur gætu sett mark á heimsókn Macrons
Frakklandsforseti er kominn til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn. Viðskiptaágreiningur gæti sett mark sitt á heimsóknina sem þó er skipulögð út í hörgul.
Spegillinn
Rannsaka þúsundir stríðsglæpa rússneskra hermanna
Embætti ríkissaksóknara í Úkraínu hefur tekið til rannsóknar ásakanir um að Rússar fremji stríðsglæpi í landinu. Andriy Kostin ríkissaksóknari er staddur í Bretlandi. Hann segir í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC að af nógu sé að taka.
Sunak: „Gullöldin í samskiptum við Kína er liðin“
Mikill viðbúnaður lögreglu vegna mótmælanna í Kína síðustu daga virðist hafa kæft þau að mestu leyti. Lögreglan hefur girt af mótmælasvæði, handtekið mótmælendur og gert húsleit hjá þeim. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands gagnrýnir stjórnarhætti í Kína harðlega og gefur í skyn breytingar í samskiptum við landið.
29.11.2022 - 12:16
Þórdís Kolbrún komin til Kænugarðs
Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja eru nú í Kænugarði til að sýna samstöðu með Úkraínu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
28.11.2022 - 11:29
Kósóvó krefst þess að FIFA refsi Serbum
Aganefnd alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA ætlar að skoða hvort refsa beri serbneska knattspyrnusambandinu fyrir fána sem hengdur var upp í klefa landsliðsins fyrir leik þess gegn Brasilíu á HM í Katar.
27.11.2022 - 22:06
Tveir unglingar myrtir í Lundúnum í gær
Tveir sextán ára drengir voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna í gær. Lögreglan segir árásirnar tengdar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Richard McDonagh sagði á blaðamannafundi í dag að unnið yrði hörðum höndum að lausn málsins til að veita fjölskyldum fórnarlambanna svör.
27.11.2022 - 18:05
Allt brjálað í Brussel eftir leik
Ungmenni létu öllum illum látum í Brussel í Belgíu eftir tap landsliðsins gegn Marokkó á HM karla í fótbolta í Katar í dag. Kveikt var í fjölda rafhlaupahjóla og skemmdir unnar á bílum. Samkvæmt myndböndum á vettvangi virðist sem stuðningsmenn Marokkó hafi verið fremstir í flokki í óeirðunum.
27.11.2022 - 16:53
Myndskeið
Þrettán enn saknað eftir skriðuföll á Ítalíu
Björgunarsveitir á Ítalíu leituðu áfram í nótt að fólki sem saknað er eftir skriðuföll á ítölsku eyjunni Ischia, rétt utan við Napólí borg í gærmorgun
27.11.2022 - 10:37
Skógareldur ógnar norsku þorpi
27 þurftu að yfirgefa heimili sín í þorpinu Hongsand í Þrændalögum í Noregi vegna mikilla skógarelda í dag. Eldurinn er aðeins um 50 til 100 metrum frá íbúðarhúsum í þorpinu að sögn slökkviliðsmannsins Frode Lyngvær. Óttast er að eldurinn breiði hratt úr sér, því hvasst er á svæðinu og þurrt. Upptök eldsvoðans eru ókunn.
26.11.2022 - 21:39
Tugir teknir í alþjóðlegri aðgerð gegn glæpasamtökum
44 voru handtekin í sameiginlegri aðgerð ellefu Evrópusambandsríkja gegn glæpasamtökum í ríkjunum. Samtökin eru talin hafa unnið náið saman á milli ríkja, og saman myndað eina hættulegustu glæpaklíku Evrópusambandsins.
26.11.2022 - 20:28
Bannað að auglýsa ferðir til Katar
Allar auglýsingar um ferðalög til Katar hafa verið fjarlægðar af veggjum neðanjarðarlestakerfis Lundúna. Ákvörðunin var tekin vegna afstöðu þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki.
26.11.2022 - 17:53
Byrjað að rýma Kherson áður en veturinn harðnar
Borgaryfirvöld í úkraínsku hafnarborginni Kherson á vesturbakka fljótsins Dnépr eru byrjuð að rýma sjúkrahús og hjúkrunarheimili og hvetja borgarbúa til að flýja áður en veturinn harðnar enn. Um 100 manns voru flutt frá Kherson með lest í gær, sama dag og 15 manns fórust í eldfaugaárásum Rússa á borgina.
26.11.2022 - 05:45
Yfir 300.000 ótímabær dauðsföll vegna loftmengunar
Árið 2020 dóu minnst 238.000 íbúar Evrópusambandsins ótímabærum dauðdaga sem rekja má til svifryksmengunar og nær 75.000 af völdum annarrar loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópusambandsins sem birt var á fimmtudag.
Bretum vísað á brott frá Danmörku
Bretinn Will Hill er á leiðinni til Lundúna frá Danmörku þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin ár. Honum láðist að sækja um búseturétt í tæka tíð eftir að Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. 
25.11.2022 - 21:52
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Bretland · Danmörk
Breskur ráðherra sakaður um eineltistilburði
Breska forsætisráðuneytið staðfesti í dag að þrjár ásakanir gegn Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðar-forsætisráðherra, fyrir eineltistilburði væru til rannsóknar hjá ráðuneytinu. Hún nær til starfa hans sem dómsmálaráðherra, og eins þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra og ráðherra Brexitmála.
25.11.2022 - 19:01
Pútín deilir harmi mæðra fallinna hermanna
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist deila harmi mæðra sem misst hafa syni sína í innrásinni í Úkraínu. Frá þessu greindi hann á fundi með mæðrum hermanna í tilefni mæðradagsins í Rússlandi á sunnudag.
25.11.2022 - 17:44
Réttarhöld í einstöku njósnamáli hafin í Svíþjóð
Réttarhöld yfir sænskum bræðrum sem grunaðir eru um njósnir fyrir Rússa hófust í dag. Annar bræðranna er fyrrverandi starfsmaður sænsku leyniþjónustunnar. Talið er að þeir hafi njósnað fyrir GRU, leyniþjónustu rússneska hersins á árunum 2011 til 2021.
25.11.2022 - 16:36
Aldraðar norskar systur sagðar hafa drepið móður sína
Norskar systur á áttræðisaldri eru sakaðar um að hafa orðið 99 ára gamalli móður sinni að bana. Í júlí voru systurnar grunaðar um slæma meðferð á móður sinni, sem lést svo í byrjun þessa mánaðar.
25.11.2022 - 15:56
Svíþjóð
600 ungmenni kæra ríkið fyrir ólöglega loftslagspólitík
Baráttukonan unga, Greta Thunberg, og hundruð sænsk ungmenni önnur leggja í dag fram kæru á hendur sænska ríkinu fyrir að reka ólöglega umhverfis- og loftslagspólitík. Um 600 sænsk börn og ungmenni eiga aðild að kærunni sem lögð er fram af samtökum þeirra, Aurora.
Útilokar að her Hvíta Rússlands ráðist inn í Úkraínu
Hvíta Rússland mun ekki taka beinan þátt í stríðsátökunum í nágrannaríkinu Úkraínu að sögn forsetans Alexanders Lúkasjenko, sem útilokar að hvítrússneski herinn verði sendur yfir landamærin. „Við blöndum okkur ekki í þetta, við drepum engan,“ sagði forsetinn, sem segist þó styðja Rússa eindregið og gagnrýnir Vesturlönd harðlega.
Sjö fórust í eldflaugaárásum á íbúðahverfi í Kherson
Minnst sjö óbreyttir borgarar létu í dag lífið í ítrekuðum loftárásum Rússa á úkraínsku borgina Kherson, sem Úkraínumenn heimtu nýverið aftur úr klóm rússneska innrásarhersins. Ríkis- og varnarmálastjóri samnefnds héraðs, Jaroslav Janúsjevitsj, greinir frá þessu og segir um 20 til viðbótar hafa særst. Hann segir Rússa meðal annars hafa skotið eldflaugum að íbúðahverfi í borginni, þar sem íbúðablokk varð eldi að bráð.
25.11.2022 - 00:35