Evrópa

Vilja takmarka mjög bílaumferð í miðborg Parísar
Borgaryfirvöld í París hyggjast draga verulega úr umferð bíla í stórum hluta borgarinnar með því að banna gegnumakstursumferð í fjórum hverfum í miðborginni. Í staðinn fá almenningssamgöngur, hjólaumferð og gangandi vegfarendur aukinn forgang og meira pláss. Ætlunin er að breytingin gangi í gildi strax á næsta ári.
14.05.2021 - 05:34
Norðmenn taka AstraZeneca endanlega úr umferð
Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Erna Solberg, forsætisráðherra, tilkynnti þetta síðdegis á miðvikudag. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um framtíð Janssen-bóluefnisins í Noregi, en notkun þess verður hætt í bili.
14.05.2021 - 00:29
Lavrov og Blinken hittast í Reykjavík
Utanríkisráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að Sergei Lavrov og Anthony Blinken myndu ræðast við í Reykjavík fimmtudaginn 20. maí. Þeir sitja báðir ráðherrafund Norðurskautsráðsins. Í frétt frá Moskvu segir að ráðherrarnir hafi ræðst við í síma um ýmis alþjóðamál og og önnur sem tengjast Rússlandi og Bandaríkjunum sérstaklega. Þeir hefðu orðið ásáttir um að hittast augliti til auglitis á aukafundi í Reykjavík.
12.05.2021 - 16:40
Karadzic færður í fangelsi í Bretlandi
Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, verður fluttur frá Haag í Hollandi til Bretlands þar sem hann á að afplána lífstíðarfangelsi sem hann hlaut fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni á dögum Balkanstríðsins.  
12.05.2021 - 15:55
Viðtal
„Liggur alveg fyrir að þessi landtaka er ólögmæt“
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að afstaða Íslands í málefnum Ísraels og Palestínu sé mjög skýr og henni hafi verið komið á framfæri. Stjórnvöld styðji tveggja ríkja lausn og að landtakan sé ólögmæt.
Ungur maður skotinn til bana í blokk í Stokkhólmi
Liðlega tvítugur karlmaður var skotinn til bana í úthverfi Stokkhólms í nótt, að sögn lögreglu. Maðurinn lá í blóði sínu í stigahúsi fjölbýlishúss í Hjulsta-hverfinu þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar komu á vettvang. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var ungi maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum. Morðrannsókn er hafin og hafa lögregla og tæknideild verið að störfum á vettvangi í alla nótt.
12.05.2021 - 06:15
Myndskeið
9 látin eftir skotárás í skóla í Rússlandi
Minnst níu voru skotin til bana í framhaldsskóla í borginni Kazan í Rússlandi í morgun. Tvö börn létu lífið þegar þau stukku út um glugga skólans. Þær fregnir hafa ekki verið staðfestar. Að sögn rússneskra miðla eru flestir hinna látnu unglingar en einnig lést einn kennari. Talið er að tveir menn á tvítugsaldri hafi hafið skothríð í skólanum og hefur lögregla annan þeirra í haldi en hinn var skotinn af lögreglu.
11.05.2021 - 07:49
Hrefnunni í Thames lógað
Hrefnunni sem synti í strand á skipastiga á ánni Thames í fyrrakvöld var lógað í gær. Eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir tókst að koma henni aftur í ánna. Björgunarfólk segir henni hins vegar hafa hrakað hratt og dýralæknar bundu loks enda á þjáningar hennar. Dýralæknir við dýrafræðistofnun Lundúna svæfði hana síðdegis í gær.
11.05.2021 - 05:46
Portúgalskir landamæraverðir dæmdir fyrir manndráp
Þrír portúgalskir landamæraverðir voru í gær dæmdir í sjö til níu ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni að bana í fyrra. Verðirnir misþyrmdu Úkraínumanninum Ihor Homenyuk í varðhaldi.
11.05.2021 - 03:04
Franskur fjöldamorðingi látinn
Franski fjöldamorðinginn Michel Fourniret lést í dag á sjúkrahúsi í París, 79 ára að aldri. Hann játaði sex morð á sínum tíma, aðallega á ungum telpum. Eiginkona Fournirets sagði til hans og að hennar sögn voru fórnarlömb manns hennar níu. Yfirvöld töldu að þau væru jafnvel enn fleiri.
10.05.2021 - 14:59
Rúmenar bólusetja í Drakúla-kastala
Í kastalanum sem talið er að Bram Stoker hafi fengið innblástur sinn af fylgsni vampírunnar blóðþyrstu, Drakúla, geta vegfarendur nú fengið bólusetningu við kórónuveirunni. Heilbrigðisstarfsfólk með vígtennur í klæðum sínum tekur á móti gestum í Bran-kastalanum í miðri Rúmeníu. Er þetta liður í aðgerðum stjórnvalda þar í landi til að hvetja fólk til láta bólusetja sig. 
10.05.2021 - 11:53
Myndskeið
Hvalreki í Thames
Breska sjóbjörgunarsveitin var kölluð út að ánni Thames í Lundúnum í gærkvöld vegna lítillar hrefnu sem hafði tekist að stranda við stíflu í suðvestanverðri borginni.
10.05.2021 - 05:19
Mörg hundruð flóttamenn til Lampedusa
Yfir 1.400 flóttamenn komu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa um helgina á fimmtán bátum. Í einum þeirra voru 400 um borð, þar af 24 konur og börn. Fólkið var af ýmsum þjóðernum að sögn AFP fréttastofunnar.
10.05.2021 - 04:16
Norskar reglur hertar vegna Samherja
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefur sent norsku fiskistofunni fyrirmæli um hvernig taka eigi á erlendu eignarhaldi í norskum sjávarútvegi. Hann segir að tilmælin séu tilkomin vegna þess að Samherji hefur keypt sig inn í norskt útgerðarfélag. Samkvæmt norskum lögum mega útlendingar ekki eiga meira en 40 prósent í norskum útgerðum. Ráðherrann segir ekki ástæðu til að taka sérstaklega vel á móti fyrirtækjum sem safna undir sig veiðiheimildum í mörgum löndum.
09.05.2021 - 15:59
Upptaka
Uggur og fögnuður við afléttingu hamla á Spáni
Öllum ferðahömlum hefur verið aflétt á Spáni, eftir að viðbúnaðarstigi, sem verið hefur í gildi í meira en hálft ár, var aflétt á miðnætti. Sérfræðingar óttast nýja bylgju kórónusmita, ef almenningur taki nýfengnu frelsi af léttúð.
09.05.2021 - 12:35
Frændi drottningar sagður selja aðgang að Pútín
Breska vikublaðið The Sunday Times segir að Michael, prins af Kent og frændi Elísabetar drottningar, hafi verið reiðubúinn að beita áhrifum sínum við rússnesk stjórnvöld gegn greiðslu. Blaðamenn The Sunday Times þóttust vera stjórnendur suðurkóresks fyrirtækis sem hugðist ráðast í verkefni í Rússlandi og þyrfti á aðgangi að æðstu ráðamönnum að halda. Prinsinn er sagður hafa verið reiðubúinn til að liðka fyrir þeim samskiptum gegn 1,7 milljóna króna greiðslu á dag meðan á því stæði.
09.05.2021 - 09:25
Bein neanderdalsmanna fundust í ítölskum helli
Leifar níu neanderdalsmanna fundust í ítölskum helli, um hundrað kílómetrum suðaustur af Róm. Fornleifafræðingar telja hýenur hafa orðið mönnunum að bana fyrir allt að 100 þúsund árum síðan.
09.05.2021 - 07:58
Khan endurkjörinn borgarstjóri Lundúna
Sadiq Khan var endurkjörinn í embætti borgarstjóra Lundúna í kosningunum í vikunni. Khan, sem var fulltrúi Verkamannaflokksins, hafði betur gegn Íhaldsmanninum Shaun Bailey. Minna munaði þó á þeim en búist var við.
09.05.2021 - 02:11
Navalny aftur á lista yfir samviskufanga
Mannréttindasamtökin Amnesty International ákváðu í gær að færa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny aftur á lista sinn yfir samviskufanga. Navalny var tekinn af listanum vegna gamalla ummæla gegn innflytjendum og fyrir að mæta í göngu þjóðernissinna fyrir mörgum árum.
Efnahagsbati í Bandaríkjunum hægari en vonast var til
Efnahagsbati í Bandaríkjunum er hægari en gert var ráð fyrir, nú þegar það versta virðist yfirstaðið í faraldrinum. Atvinnuleysi jókst lítillega í apríl og er nú 6,1 prósent en nýjum störfum í mánuðinum fjölgaði um rúmlega 260 þúsund, sem er mun minna en vonast var til.
07.05.2021 - 15:36
Verkamannaflokkurinn undir í kosningum á Bretlandi
Staða breska Íhaldsflokksins styrktist nokkuð í kosningum á Bretlandseyjum í gær. Mikil spenna er í Skotlandi en Verkamannaflokkurinn tapaði sæti sínu í Hartlepool á Norðaustur-Englandi í fyrsta sinn síðan 1974.
07.05.2021 - 12:45
Bretar undir fertugu fá annað en AstraZeneca
Bresk yfirvöld hafa ákveðið að hætta að gefa bóluefni AstraZeneca til Breta undir fertugu, vegna hættu á blóðtappa. 242 tilkynningar um blóðtappa hafa borist bresku lyfjastofnuninni en alls hafa 28,5 milljónir skammta af AstraZeneca verið gefnir í Bretlandi.
07.05.2021 - 10:52
Eldur í háhýsi með sömu klæðningu og Grenfell-turninn
Eldur kviknaði í íbúðablokk í austurhluta Lundúna í morgun og vel á annað hundrað slökkviliðsmanna berst nú við eldinn. Hann logar nú á hluta af áttundu, níundu og tíundu hæð hússins og slökkvilið reynir að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.
07.05.2021 - 10:42
Kennsl borin á einn leiðangursmanna Franklins
Vísindamönnum hefur tekist að bera kennsl á líkamsleifar eins leiðangurssmanna úr Franklin-leiðangrinum svonefnda. Leiðangurinn endaði með ósköpum um miðja nítjándu öld, og er fátt vitað um afdrif leiðangursmanna. 
07.05.2021 - 06:48
Evrópuríki vilja að Ísrael láti af landtöku
Stórveldi í Evrópu kalla eftir því að Ísraelar hætti útvíkkun landtökubyggða sinna á Vesturbakkanum. Byggja á yfir 500 heimili þar á næstunni.