Evrópa

Sorptunnur fyllast vegna bílstjóraskorts á Bretlandi
Yfirvöld víða um Bretland vara íbúa við því að töf gæti orðið á því að sorp þeirra verði tæmt næstu vikur og mánuði. Mannekla meðal meiraprófsbílstjóra kemur þar við sögu, því margir sorpbílstjórar hafa haldið til starfa sem bílstjórar hjá stórmörkuðum sem borga betur.
24.10.2021 - 06:54
Erlent · Evrópa · Bretland · Brexit
Stuðningsmenn harðorðir gegn eigendum Newcastle
Lögreglan í Croydon í Bretlandi hóf í gær rannsókn vegna borða sem stuðningsmenn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni héldu á lofti á meðan leik liðsins gegn Newcastle stóð. Lögreglan segir að henni hafi borist tilkynning um særandi borða, og öllum ásökunum um kynþáttaníð verði tekið alvarlega, hefur Guardian eftir yfirlýsingunni.
24.10.2021 - 05:30
Réttarhöld yfir Salvini hafin
Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtoga Fylkingarinnar, vegna ákvörðunar hans um að koma í veg fyrir komu skips með flóttamenn um borð hófust í gær. Hann er sakaður um mannrán og að misnota völd sín sem ráðherra til þess að halda 147 flóttamönnum föngnum úti á sjó í ágúst árið 2019. Salvini á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hann dæmdur.
Tvær hnífaárásir í Þrándheimi í kvöld
Tvær hnífaárásir voru gerðar í Þrándheimi í kvöld. Önnur árásin var gerð í Møllenberg hverfinu og hin í Ila. Sá sem varð fyrir árásinni í Møllenberg er alvarlega slasaður. Bæði fórnarlömbin voru flutt á St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi.
23.10.2021 - 22:44
Leiðtogarnir kvöddu Angelu Merkel með virktum
Leiðtogar Evrópusambandsríkja kvöddu með virktum Angelu Merkel, fráfarandi kanslara Þýskalands, á leiðtogafundi sem nú stendur yfir í Brussel. Hún hefur setið á annað hundrað slíka fundi á síðastliðnum sextán árum.
22.10.2021 - 16:10
Fimmti hver seldur bíll var rafbíll
Um það bil fimmti hver nýr bíll sem seldur var í löndum Evrópusambandsins á þriðja ársfjórðungi var rafdrifinn. Sala bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísilolíu dróst verulega saman. Bensínbílarnir eru þó enn eftirsóttastir.
Vinsæll sænskur rappari skotinn til bana
Lögregla var kölluð til vegna skotárásar í Hammarby suður af Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöld. Nítján ára karlmaður hafði verið skotinn í höfuðið og bringuna og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. Sænskir miðlar nafngreindu manninn í morgun en hann hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg. Hann var landsþekktur sem rapparinn Einár.
22.10.2021 - 07:27
Elísabet slakar á í Windsor-kastala eftir sjúkrahúsdvöl
Elísabet Englandsdrottning er komin heim í Windsor-kastala eftir næturdvöl á sjúkrahúsi. AFP fréttastofan hefur eftir fréttatilkynningu frá konungsfjölskyldunni að drottningin hafi verið send í skoðun og læknir hafi ráðlagt henni að hvíla sig í nokkra daga.
22.10.2021 - 04:17
Yfir 20 þúsund hafa verið stöðvaðir frá Hvíta-Rússlandi
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að flytja flóttafólk þangað til að skapa glundroða í Evrópu. Yfir 20 þúsund flóttamenn hafa verið stöðvaðir við að reyna að komast þaðan. Utanríkisráðherra Þýskalands segir forseta Hvíta-Rússlands reka ríkisrekinn smyglhring með flóttafólk.  
21.10.2021 - 22:03
„Sambandið við Rússa það versta síðan í kalda stríðinu“
Framkvæmdastjóri NATO segir samskiptin við Rússa ekki hafa verið jafn slæm síðan í lok kalda stríðsins. NATO muni þó ekki fara í eldflaugaprófanir eins og Rússar gerðu fyrr í mánuðinum. Forseti Rússlandi segir hernað NATO í Úkraínu ógna Rússlandi.
21.10.2021 - 21:59
Erlent · Evrópa · NATO · Rússland
Ýmsar covid-takmarkanir í Moskvu - faraldurinn í vexti
Öllum fyrirtækjum og stofnunum í Moskvu í Rússlandi, sem ekki veita bráðnauðsynlega þjónustu, verður lokað frá 28. október til 7. nóvember til að reyna að stemma stigu við mikilli útbreiðslu covid í borginni. Þeim fjölgar dag hvern sem látast í Rússlandi vegna sjúkdómsins. Síðasta sólarhringinn voru dauðsföllin 1.036.
21.10.2021 - 20:31
Fjórir fórust í óveðri í Póllandi
Mikið hvassviðri hefur verið í Póllandi í dag og í suðurhluta landsins hafa fjórir farist og sex slasast í veðurhamnum. Slökkvilið í landinu höfðu fengið 3.200 hjálparbeiðnir á hádegi. Öll voru dauðsföllin í Slésíu-héraði í suðri.
21.10.2021 - 18:13
Erlent · Evrópa · Pólland · Óveður · veður
Óveðurslægðin Áróra olli usla úti í Evrópu
Um það bil hundrað og tuttugu þúsund heimili í Frakklandi eru án rafmagns eftir að óveðurslægðin Áróra fór þar yfir í nótt. Ferðir járnbrautarlesta stöðvuðust sums staðar vegna veðurs. Íbúar í Þýskalandi, á Suður-Englandi og víðar fengu einnig að kenna á lægðinni.
21.10.2021 - 17:25
Erlent · Evrópa · Veður
Spegillinn
Orkuverð í Noregi himinhátt
Rafmagn hefur verið dýrara í Noregi í haust en nokkru sinni áður í sögunni. Talað er um allt að tíföldun á verði frá í fyrra. Og verðið sveiflast svo mikið að venjulegt fólk sundlar að sögn við að horfa á rafmagnsmælana.
21.10.2021 - 17:13
Læknaverkfall í Aþenu í sólarhring
Læknar í Aþenu, höfuðborg Grikklands, eru í sólarhringsverkfalli til að mótmæla skorti á starfsfólki og fleira. Stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks hafa lýst sig andvíg fyrirhuguðum breytingum á starfskjörum þess, líkt og stjórnvöld hafa kynnt.
21.10.2021 - 16:06
Fyrrverandi hershöfðingi reynir stjórnarmyndun
Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, fól í dag Nicolae Ciuca, fyrrverandi hershöfðingja, að mynda ríkisstjórn og binda þannig enda á stjórnarkreppu sem hefur varað í landinu í meira en mánuð. Ciuca hefur að undanförnu gegnt embætti varnarmálaráðherra til bráðabirgða. Hann stýrði rúmenska herliðinu þegar það tók þátt í aðgerðum í Írak og Afganistan ásamt Bandaríkjamönnum og fleiri þjóðum á árunum 2001 til 2004.
21.10.2021 - 15:09
Einum milljarði bóluefnaskammta dreift í Evrópu
Búið er að deila út einum milljarði bóluefnaskammta gegn kórónuveirunni í Evrópuríkjum samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Dreifingin hefur þó tekist misvel. Stofnunin varar við að heimsfaraldurinn geisi að líkindum fram eftir næsta ári þar sem illa gangi að koma bóluefnum til efnaminni ríkja í heiminum.
Öfgahreyfing upprætt í Þýskalandi
15 voru handteknir og fjöldi vopna og skotfæra gerður upptækur í aðgerðum þýsku lögreglunnar gegn öfgasamtökum. Mennirnir eru allir grunaðir um að stofna, eða vera félagar í hægri sinnaðri öfgahreyfingu sem kennir sig við berserki. Húsleit var gerð í 14 húsum í Berlín og sambandsríkjunum Slésvík-Holstein, Baden-Württemberg og Hesse. 
21.10.2021 - 05:50
Mögulega takmarkanir haski fólk sér ekki í bólusetningu
Ef raunin verður sú að ekki nógu hátt hlutfall fólks láti bólusetja sig við covid á Englandi þá þarf líklega að grípa til takmarkana á ný. Þetta kom fram í máli Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, á upplýsingafundi nú síðdegis. Smitum hefur fjölgað hratt á Englandi að undanförnu.
20.10.2021 - 18:55
Spegillinn
Bólusetning leysir ekki allan COVID-vandann
Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn COVID-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi eins og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur.
Rússar verða sendir í frí vegna COVID-19
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í dag að landsmenn taki sér frí frá vinnu dagana 30. október til 7. nóvember. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
20.10.2021 - 14:06
Spánn
Freista þess að bjarga hundum úr eldgosi með dróna
Drónafyrirtæki á Spáni fékk í gær leyfi frá yfirvöldum til að freista þess að bjarga fjórum hundum sem eru fastir á eldgosasvæðinu á Kanaríeyjunni La Palma. Eldgosið hófst 19. september og hafa hundarnir verið fastir síðan í bænum Toduque. Smærri drónar hafa verið nýttir til að koma mat til hundanna.
20.10.2021 - 10:54
Drottning segist ekki nógu gömul fyrir öldungaverðlaun
Hin hálftíræða Elísabet Englandsdrottning hafnaði nýverið heiðursverðlaunum breska tímaritsins Oldie sem öldungur ársins. Hún sendi tímaritinu bréf þar sem hún hafnaði verðlaununum kurteislega, en þó ákveðið, á þeim forsendum að hún falli ekki í hóp þeirra sem hægt sé að tilnefna. Aldur sé afstæður, maður er bara jafn gamall og manni líður, skrifaði drottningin.
20.10.2021 - 06:29
Leggja til átta daga frí í Rússlandi
Rússneska stjórnin leggur til að landsmenn fái átta daga frí frá vinnu um næstu mánaðamót í þeirri von að smitum af kórónuveirunni fækki. Ástandið fer hríðversnandi og bólusetning gegn veirunni gengur mun hægar en stefnt var að.
19.10.2021 - 17:31
Gosið á Kanaríeyjum mánaðargamalt
Einn mánuður er síðan eldgos hófst á Kanaríeyjunni La Palma. Það hefur valdið miklu tjóni og þúsundir eyjarskeggja hafa orðið að flýja að heiman. Jarðvísindamenn segja ógerlegt að spá fyrir um endalok þess. 
19.10.2021 - 15:56
Erlent · Evrópa · Spánn · kanaríeyjar · eldgos · La Palma