Evrópa

Fjöldahandtökur í Hvíta-Rússlandi
Lögreglusveitir Lúkasjenkós, forseta Hvíta-Rússlands, hafa handtekið hundruð stjórnarandstæðinga frá því að hann sór embættiseið með leynd í gær. Evrópusambandið viðurkennir hann ekki sem réttmætan forseta landsins.
24.09.2020 - 17:54
Metfjöldi smita í Bretlandi og Ísland á rauðan lista
Bresk stjórnvöld fjarlægðu Ísland í dag af lista yfir þau ríki sem teljast örugg vegna kórónuveirufaraldursins. Bretar tilkynntu um metfjöldi nýrra smita í dag.
24.09.2020 - 16:48
Dönum ráðið frá því að ferðast til Íslands
Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn ræður Dönum frá því að ferðast til Íslands eins og sakir standa. Þetta kemur fram í nýjum lista sem ráðuneytið birti í dag. Auk Íslands hefur þremur ríkjum til viðbótar verið bætt á listann; Bretlandi, Írlandi og Slóveníu.
24.09.2020 - 16:33
ESB: Ástandið víða verra en í vor
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti í morgun aðildarríki til að útskýra betur fyrir almenningi reglur um fjarlægðarmörk og hreinlæti vegna kórónuveirufaraldursins og framfylgja þeim til að reyna að stöðva nýja bylgju smita. Yfir fimm milljónir hafa greinst smitaðar af kórónuveirunni síðan faraldurinn barst þangað.
24.09.2020 - 12:11
Verðlaunafé Nóbelsverðlauna hækkað
Verðlaunafé Nóbelsverðlaunahafa þessa árs verður hærra en í fyrra, hækkar úr níu milljónum sænskra króna í tíu milljónir, jafnvirði ríflega 150 milljóna íslenskra króna. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri hefur þetta eftir Lars Heikensten, yfirmanni Nóbelsstofnunarinnar.
24.09.2020 - 08:43
ESB viðurkennir ekki Lúkasjenkó
Evrópusambandið viðurkennir ekki Aleksander Lúkasjenkó sem forseta Hvíta-Rússlands. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, lýsti þessu yfir í morgun.
24.09.2020 - 08:02
Maður sem kveðst Kristur endurborinn handtekinn
Rússneski sértrúarleiðtoginn Sergey Torop var handtekinn af rússneskum yfirvöldum á mánudag. Tveir aðstoðarmanna hans voru jafnframt handteknir. Torop kveðst vera sjálfur Jesús Kristur endurfæddur, og stýrði nokkur þúsund manna söfnuði í Síberíu.
24.09.2020 - 06:49
Aðgerðir gegn veirunni hertar í Madríd
Sóttvarnaaðgerðir í Madríd og nágrenni verða hertar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar að undanförnu. Til stendur að leita aðstoðar spænska hersins við skimun og sótthreinsun.
23.09.2020 - 16:39
Freigáta og flutningaskip rákust á
Rúsnesk freigáta og 145 metra langt vöruflutningaskip, Ice Rose, rákust á í morgun á Eyrarsundi. Áreksturinn varð skammt frá Eyrarsundsbrúnni Danmerkurmegin. Fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni í stjórnstöð danska sjóhersins að skipin hafi verið á siglingu í sömu átt.
23.09.2020 - 13:27
Lúkasjenkó sór embættiseið í morgun
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sór í morgun embættiseið sem forseti næsta kjörtímabil. Ríkisfréttastofan landsins greindi frá þessu og sagði að hundruð manna hefðu verið við athöfnina, en almenningi var ekki greint frá henni fyrir fram. 
23.09.2020 - 10:12
Navalny útskrifaður af sjúkrahúsi
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi í morgun.
23.09.2020 - 07:45
Spegillinn
COVID-19 og ósammála vísindamenn
Það hefur verið viðloðandi ágreiningur í bresku stjórninni um hvernig eigi að taka á veirufaraldrinum. Stjórnin hefur gjarnan vísað til vísindamanna um úrræði en nú er ljóst að tvær fylkingar vísindamanna greinir á um bestu leiðina til að hefta útbreiðslu veirunnar.
22.09.2020 - 18:51
Hreyfing nýnasista bönnuð í Finnlandi
Hæstiréttur Finnlands staðfesti í dag niðurstöðu undir- og áfrýjunarréttar um að banna starfsemi Norrænu andspyrnuhreyfingarinnar, samtaka finnskra nýnasista. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem starfsemi félagasamtaka er bönnuð í Finnlandi.
22.09.2020 - 16:34
Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi aflýst
Hátíðlegri athöfn þegar Nóbelsverðlaunin eru afhent í Stokkhólmi hefur verið aflýst í ár. Það hefur ekki gerst síðan árið 1944. Athöfnin fer ávallt fram tíunda desember að viðstaddri sænsku konungsfjölskyldunni.
22.09.2020 - 14:20
„Rosa mikið sem gerist á börunum og göngunum“
Sigríður Torfadóttir Tuliníus hefur búið í London undanfarin ár og verið í hringiðu breskra stjórnmála. Hún lærði myndlist á Íslandi en skipti svo yfir í borgarhönnun og þaðan í lögfræði og starfar nú fyrir Skoska þjóðarflokkinn á breska þinginu.
22.09.2020 - 11:58
Spegillinn
Bandarískur Brexit-áhugi
Það kom á óvart þegar Joe Biden forsetaframbjóðandi demókrata í bandarísku forsetakosningunum tísti um að Bretar ættu ekki að brjóta írska friðarsamkomulagið frá 1998. Gott dæmi um áhuga bandarískra stjórnmála á írskum málefnum þar sem írskir innflytjendur hafa lengi verið áhrifamiklir í bandarískum stjórnmálum.
Ekkert samkomulag um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja komust ekki að samkomulagi um að beita Hvíta-Rússland refsiaðgerðum vegna stjórnmálakreppunnar þar í landi. Kýpverjar neituðu að fallast á þær nema gripið yrði til aðgerða gagnvart Tyrkjum vegna gasleitar þeirra á austanverðu Miðjarðarhafi.
21.09.2020 - 18:43
Heilbrigðisráðherra Tékklands segir af sér
Adam Vojtech sagði í morgun af sér sem heilbrigðisráðherra Tékklands, í kjölfar gagnrýni sem hann og heilbrigðisyfirvöld hafa sætt vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi smita hefur farið ört vaxandi í landinu að undanförnu.
21.09.2020 - 15:13
Smitvarnir hertar í Ósló
Borgaryfirvöld í Ósló tilkynntu í dag um hertar aðgerðir í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Allir borgarhlutarnir eru orðnir rautt svæði vegna þess hve veiran hefur breiðst hratt út upp á síðkastið.
21.09.2020 - 14:19
Refsiaðgerðir ræddar í Brussel
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, ræddi við Josep Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og utanríkisráðherra aðildarríkja, á morgunvarðarfundi í Brussel í morgun um ástandið í heimalandi hennar. Ræddar verða refsiaðgerðir gegn ráðamönnum í Hvíta-Rússlandi í dag.
21.09.2020 - 11:04
Björguðu flóttafólki af bátum á sjó úti
Forsvarsmenn þýsku samtakanna Sea-Eye sögðust í dag hafa bjargað 114 flóttamönnum af bátum á Miðjarðarhafi. Fyrst hefði Alan Kurdi, skip samtakanna, bjargað 90 manns af drekkhlöðnum gúmbát vestur af strönd Líbíu og skömmu síðar hefði það tekið 24 um borð af fiskibát.
19.09.2020 - 17:53
Heimskviður
Líklegt að Brexit-frumvarp taki breytingum
Brexit-sagan endalausa tók á sig nýja mynd í síðustu viku þegar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands lagði fram nýtt frumvarp, sem brýtur í bága við alþjóðalög og útgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Margir hafa brugðist ókvæða við, þar á meðal Evrópusambandið, sem er einmitt í viðræðum við Bretland um fríverslunarsamning. Það er óhætt að segja að þetta frumvarp hafi ekki liðkað fyrir þeim viðræðum.
19.09.2020 - 08:05
Drottningin sviptir Weinstein viðurkenningu
Elísabet Bretlandsdrottning hefur svipt Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðanda, heiðri sem honum hlotnaðist árið 2004. Hann hlaut orðu breska heimsveldisins fyrir framlag til breskrar kvikmyndagerðar. Nú hefur sú orðuveiting verið afturkölluð og nafni hans eytt út af lista yfir þá sem hlotið hafa heiðurinn. Weinstein afplánar 23 ára fangelsisdóms vegna nauðgunar og fleiri kynferðisbrota. Hann braut gegn fjölda kvenna þegar hann var einn valdamesti kvikmyndaframleiðandi heims.
18.09.2020 - 21:04
Danir herða aðgerðir eftir metfjölda smita
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um hertar sóttvarnir þar í landi á fréttamannafundi nú fyrir skömmu. Faraldurinn hefur verið á hraðri uppleið í Danmörku síðustu daga.
18.09.2020 - 12:25
Flóttamenn í neyð undan strönd Grikklands
Gríska strandgæslan segir að borist hafi í morgun neyðarkall frá báti flóttamanna og hælisleitenda undan vesturströnd Grikklands. Í bátnum séu allt að fimmtíu og fimm manns.
18.09.2020 - 11:03