Evrópa

Grunaður hryðjuverkamaður í haldi á Ítalíu
Ítalska lögreglan segist hafa haldi mann frá Alsír grunaðan um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og tengjast hryðjuverkunum í París í nóvember 2015.
08.03.2021 - 10:08
Ætlar að halda baráttunni áfram
Svetlana Tíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, kveðst staðráðin í að halda áfram baráttu sinni gegn Alexander Lúkasjenkó og stjórn hans. 
08.03.2021 - 09:07
Heimsókn páfa til Íraks lokið
Frans páfi hélt í morgun heim eftir vel heppnaða ferð til Íraks. Þetta er fyrsta ferð páfa til landsins. Hann kom víða við og ferðaðist um og ferðaðist meira en fjórtán hundruð kílómetra á meðan hann dvaldi í landinu.
08.03.2021 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Írak · Páfagarður
Eldur í nýbyggingu hótels í Ilulissat á Grænlandi
Mikill eldur kom upp í ókláraðri nýbyggingu hótels í bænum Ilulissat á vesturströnd Grænlands í gærkvöld. Mikinn reyk lagði frá eldinum og var íbúum ráðlagt að halda sig innandyra og loka öllum gluggum. Tilkynning barst um eldinn laust eftir átta í gærkvöld að staðartíma og tók það slökkvilið rúmar tvær klukkustundir að ná tökum á honum og enn lengur að ráða endanlegum niðurlögum hans.
08.03.2021 - 05:47
Ensk börn snúa aftur í skólann í dag
Börn í Englandi mæta aftur í skólann í dag, í fyrsta skipti síðan í janúar. Opnun skólanna er liður í tilslökunum stjórnvalda í sóttvarnamálum, nú þegar um 23 milljónir Breta hafa fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni. Börn voru send í skólann strax eftir áramót en send heim á ný að loknum fyrsta degi, til að hemja útbreiðslu kórónaveirunnar. Börn framlínustarfsfólks fengu þó að sækja skóla áfram.
08.03.2021 - 05:40
ESB reiknar með 100 milljónum bóluefnaskammta á mánuði
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, gerir ráð fyrir að aukinn kraftur færist í bólusetningaraðgerðir aðildarríkjanna frá næstu mánaðamótum, í takt við stóraukna framleiðslu og aðgang að bóluefnum. Í viðtali við þýsku blöðin Stuttgarter Zeitung og Stuttgarter Nachrichten segir von der Leyen að gangi áætlanir bóluefnaframleiðenda eftir geti Evrópusambandið reiknað með allt að tvöfalt fleiri bóluefnaskömmtum í apríl en í mars, eða 100 milljónir skammta.
Franski auðkýfingurinn Dassault fórst í þyrluslysi
Franski auðkýfingurinn og þingmaðurinn Olivier Dassault lést í þyrluslysi í Normandí í Norðvestur-Frakklandi síðdegis í dag. Flugmaður þyrlunnar fórst einnig þegar hún hrapaði nærri strandbænum Deauville um klukkan átján að staðartíma. Fleiri voru ekki um borð.
07.03.2021 - 23:22
Meirihluti Svisslendinga vill banna búrkur
Bann við því að hylja andlit sitt á almannafæri var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss í dag. Naumur meirihluti, eða 51%, kusu með banninu. Andlitsgrímur verða þó ekki bannaðar, þær falla undir undantekninguna að það sé leyfilegt að hylja andlit sitt af heilsufarsástæðum, vegna veðurs og við trúarathafnir.
07.03.2021 - 22:22
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum í Vínarborg
Þúsundir hópuðust saman í Vínarborg á laugardag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Nokkur úr hópi mótmælenda voru handtekin fyrir brot á sóttvarnareglum og lögum um almannafrið, að sögn lögreglu. Stór hluti mótmælenda virti hvorki fjarlægðarmörk né tilmæli um grímunotkun, auk þess sem mun fleiri voru saman komin en sóttvarnareglur leyfa. Frelsisflokkurinn, flokkur yst á hægri væng stjórnmálanna, boðaði til mótmælanna í dag, eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður.
07.03.2021 - 02:15
Páfi hélt af stað í morgun til Íraks
Frans páfi lagði í morgun af stað í þriggja daga heimsókn til Íraks sem er söguleg í ýmsum skilningi. Þetta er í fyrsta skipti sem páfi heimsækir Írak og er jafnframt fyrsta utanlandsför páfa síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. 
05.03.2021 - 09:50
Vinna saman í baráttu við veiruna
Leiðtogar Danmerkur, Austurríkis og Ísraels sammæltust í dag um að stofna sjóð til að efla þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19. Þau hittust í dag á fundi í Jerúsalem. Mette Frederiksen vísar á bug að með fundinum hafi hún átt þátt í að styrkja stöðu Benjamíns Netanyahus fyrir komandi þingkosningar.
04.03.2021 - 17:53
Árásarmaður í Vetlanda í varðhald
Ungur maður sem réðist í gær á sjö manns með hnífi í bænum Vetlanda í Smálöndum í Svíþjóð var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan segist líta á árásina sem morðtilraun. Maðurinn er 22 ára, afganskur ríkisborgari. Hann er á sjúkrahúsi þar sem hann var skotinn í fótinn þegar lögreglumenn stöðvuðu ofbeldisverkið. Hann hafði engin tengsl við mennina sem hann réðist á. Nokkrir særðust alvarlega, en enginn er í lífshættu, að sögn lögreglunnar. Árásarmaðurinn hefur enn ekki verið yfirheyrður.
04.03.2021 - 15:59
Búið að bólusetja 4 milljónir Rússa
Rúmlega tvær milljónir Rússa hafa verið bólusettar tvisvar sinnum með Sputnik V bóluefninu og tvær milljónir til viðbótar einu sinni. Vladimír Pútín upplýsti þetta þegar hann ræddi við sjálfboðaliða í Moskvu í dag.
04.03.2021 - 14:57
Sputnik til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið til skoðunar Sputnik, rússneska bóluefnið við kórónuveirunni. Verði bóluefnið samþykkt verður það hið fyrsta sem tekið er í notkun í Evrópusambandsríkjum framleitt utan Vesturlanda. 
04.03.2021 - 11:53
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Hádegið
Kókaínhöfnin Antwerpen og baráttan gegn glæpastarfsemi
Skipulögð glæpastarfsemi snýst fyrst og fremst um að græða peninga og að koma illa fengnum ágóða í löglega starfsemi. Þá geta glæpamennirnir ávaxtað hann frekar og erfiðara er fyrir yfirvöld að gera fjármuni og eignir upptækar. Margir glæpahópar starfa á alþjóðavísu og Íslendingar eru þar engin undantekning. Stjórnvöld víða um heim hafa brugðist við þessari þróun með auknu samstarfi, m.a. í alþjóðlegum stofnunum.
04.03.2021 - 09:00
Þrennt í lífshættu eftir hnífaárás í Smálöndum
Þrennt er í lífshættu eftir að maður réðist á gangandi vegfarendur í bænum Vetlanda í sænsku Smálöndunum síðdegis í gær og lagði til þeirra með eggvopni. Alls særðust átta manns í árásinni; þrjú lífshættulega, tvö alvarlega en þrjú hlutu minni áverka, samkvæmt frétt sænska ríkissjónvarpsins SVT. Þá hlaut árásarmaðurinn skotsár þegar lögregla greip inn í, en sár hans munu ekki vera lífshættuleg. Lögregla kannar nú hvort flokka skuli árásina sem hryðjuverk.
04.03.2021 - 01:44
Slakað á sóttvarnaaðgerðum í Þýskalandi
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, boðar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum frá og með mánudegi. Mjög hefur verið þrýst á stjórnina í Berlín síðustu vikur, að draga úr fjölda- og samkomutakmörkum og heimila opnun og starfsemi margs konar verslana og þjónustufyrirtækja sem verið hafa lokuð mánuðum saman. Hefur sá þrýstingur ekki síst komið frá stjórnvöldum hinna einstöku sambandsríkja, en líka frá almenningi, sem er orðinn langþreyttur á þeim þröngu skorðum sem hversdeginum er settur í farsóttinni.
04.03.2021 - 00:50
Svíþjóð: Réðst á fólk með barefli
Að minnsta kosti átta slösuðust síðdegis í miðbæ Vetlanda í Svíþjóð þegar maður á þrítugsaldri réðst á fólk með barefli að vopni. Að sögn sænskra fjölmiðla eru nokkrir alvarlega slasaðir. Lögreglumenn sem komu á vettvang skutu árásarmanninn. Hann var fluttur á sjúkrahús. Ekki er vitað hvort hann særðist alvarlega.
03.03.2021 - 17:21
Útgöngubann í Slóvakíu
Stjórnvöld í Slóvakíu lýstu í dag yfir útgöngubanni frá átta að kvöldi til fimm að morgni. Það gengur í gildi í kvöld og stendur að minnsta kosti til nítjánda mars. Jafnframt er því beint til landsmanna að halda sig sem mest heima að degi til nema til að fara til og frá vinnu, til læknis eða til að viðra heimilisdýrin. 
03.03.2021 - 16:02
Þýskaland: Fylgst verður með AfD flokknum
Þýskar leyniþjónustustofnanir ætla að fylgjast með félögum í stjórnmálaflokknum Öðrum kosti fyrir Þýskaland, AfD, þar sem aðgerðir þeirra kunna að vera ógnun við lýðræðið. Þetta þýðir að símar þeirra kunna að verða hleraðir og fylgst með pólitískum afskiptum þeirra á netinu. Þingmenn flokksins og frambjóðendur á hans vegum verða þó undanþegnir þessu eftirliti.
03.03.2021 - 14:04
Páfi ætlar til Íraks þrátt fyrir ólgu
Frans páfi heldur til Íraks á föstudag, en það verður hans fyrsta ferð til útlanda síðan kórónuveirufaraldurinn braust út og fyrsta ferð páfa til Íraks.
03.03.2021 - 09:08
Láðist að tilkynna dóma hættulegra glæpamanna
Breskum yfirvöldum láðist að tilkynna Evrópusambandsríkjum dóma yfir nærri tvö hundruð morðingum og nauðgurum frá ríkjunum. Það eru lang alvarlegustu brotin meðal rúmlega 112 þúsund dóma sem voru ekki sendir til réttmætra yfirvalda í heimalandi hinna dæmdu á átta ára tímabili.
02.03.2021 - 19:29
Fjöldi sóknarbarna fórnarlömb ofbeldis í Frakklandi
Mögulega hafa allt að tíu þúsund börn verið fórnarlömb ofbeldis af hálfu starfsmanna kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá árinu 1950. Frá þessu greinir Jean-Marc Sauve, yfirmaður rannsóknarnefndar sem kaþólska kirkjan setti á laggirnar. 
02.03.2021 - 18:27
Angela Merkel vill slaka lítillega á sóttvörnum
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hyggst leggja til á morgun á fundi með leiðtogum sambandsríkjanna sextán að slakað verði á sóttvarnarreglum frá næsta mánudegi. Kannanir sýna að landsmenn eru orðnir langþreyttir á ströngum takmörkunum vegna COVID-19.
02.03.2021 - 17:40