Evrópa

Kampavínsbændur í krísu
Vínbændur og -framleiðendur í franska héraðinu Champagne hafa farið verr út úr COVID-19 faraldrinum en margir kollegar þeirra annars staðar, enda færri tilefni á þessum farsóttartímum til að skála í freyðandi gullnu einkennisvíni héraðsins, kampavíninu, en venja er til. Brúðkaupum og afmælisveislum er frestað unnvörpum um heim allan, veitingastaðir hafa verið meira og minna lokaðir mánuðum saman jafnt austan hafs sem vestan og kampavínssalan minnkað eftir því.
05.08.2020 - 05:39
Bíll morðingjanna í Botkyrka mögulega fundinn
Tæknideild Stokkhólmslögreglunnar rannsakar nú hálfbrunnið bílflak, sem talið er líklegt að morðingjar tólf ára stúlku hafi notað við illvirki sitt. Stúlkan var skotin til bana í bænum Botkyrka, skammt frá Stokkhólmi, þar sem hún var á gangi með hund sinn um helgina. Talið er víst að hún hafi ekki verið skotmark morðingjanna, heldur meðlimir glæpagengis sem voru á ferli á sömu slóðum á sama tíma.
05.08.2020 - 02:16
Vilja fresta tilslökunum vegna fleiri smita í Danmörku
Kåre Mølbak, hjá Statens Serum Institut, rannsóknastofnun ríkisins í ónæmisfræðum í Danmörku, segir að vegna fjölgunar smita undanfarna daga yrði það mikil áhætta að slaka frekar á sóttvarnareglum.  
04.08.2020 - 18:19
Vill nota alkóhól eða steinolíu til sótthreinsunar
Kórónuveirufaraldurinn magnast víða um heim, yfirvöld á Indlandi skýrðu frá því að 803 hefur látist úr COVID-19 í gær og 50 þúsund ný tilfelli hefðu verið staðfest í gær. Það er meira en í nokkru öðru landi. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ráðleggur fólki að sótthreinsa sig með alkóhóli eða steinolíu.  
04.08.2020 - 12:35
Fleiri Bretar fluttu til ESB landa eftir Brexit
Þrjátíu prósentum fleiri Bretar hafa flutt til ríkja Evrópusambandsins á hverju ári frá því að Brexit var samþykkt 2016, að því er dagblaðið Guardian segir frá í dag. Þá hefur þeim fjölgað mjög sem hafa sótt um ríkisborgararétt í ESB-ríkjum.
04.08.2020 - 11:49
Hurtigruten aflýsir siglingum skemmtiferðaskipa
Norska skipafélagið Hurtigruten hefur aflýst siglingum allra skemmitferðaskipa sinna vegna kórónuveirusmita, en 36 skipverjar félagsins greindust fyrir helgi. Lögregla rannsakar nú málið þar sem bæði Hurtigruten og skipverjar um borð gætu þurft að svara til saka.
03.08.2020 - 10:13
36 skipverjar á einu skipa Hurtigruten með Covid-19
36 skipverjar á einu skipa norska skipafélagsins Hurtigruten greindust með Covid-19 í gær og í dag, en skipið er á ferð upp með ströndum Noregs og um 200 farþegar fóru frá borði fyrr í vikunni. Skipið sem heitir eftir norska heimskautafaranum Roald Amundsen kom til hafnar í Tromsö í gærmorgun en þá var enginn grunur um smit um borð, að sögn forsvarsmanna Hurtigruten.
01.08.2020 - 19:02
Danmörk: Mælt með grímum í almenningsfarartækjum
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku mæltu með því í dag að fólk setji upp andlitsgrímur ef margir farþegar eru í strætisvögnum, lestum, jarðlestum eða ferjum.
31.07.2020 - 10:52
Efnahagskreppa á Spáni
Landsframleiðsla á Spáni dróst saman um 18,5 prósent á öðrum ársfjórðungi. Á þeim fyrsta nam samdrátturinn 5,2 prósentum. Tæknilega séð er þar með brostin á efnahagskreppa í landinu.
31.07.2020 - 09:46
Yfir níutíu smit í Danmörku
Níutíu og eitt kórónuveirusmit var greint í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan 18. maí. Sextán starfsmenn sláturhúss Danish Crown í Ringsted á Sjálandi voru þeirra á meðal. Alls hafa 32 verið greindir hjá fyrirtækinu síðustu daga.
30.07.2020 - 17:15
Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.
30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Eyjaálfa · Ástralía · Japan · Úkraína · COVID-19 · Kórónuveiran
Lögregla sögð hafa fundið hulinn kjallara
Þýska lögreglan er sögð hafa fundið hulinn kjallara undir húsi nærri Hannover þar sem  maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann bjó um tíma.
30.07.2020 - 08:32
Býst við langri baráttu við kórónuveiruna
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, sagði í morgun að baráttan við kórónuveirufaraldurinn yrði löng og hvatti hann almenning til að virða reglur yfirvalda svo koma mætti í veg fyrir að gripið yrði til harkalegra aðgerða á ný á borð við útgöngubann. 
29.07.2020 - 08:38
Reglur hertar í Madríd vegna veirusmita
Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni hafa að nýju hert reglur eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga í landinu. Meðal annars verður fólk skyldað til að vera með andlitsgrímur alls staðar. Einungis tíu manns mega koma saman að hámarki. Mælst er til þess að sú regla gildi einnig á heimilum. Börum í borginni verður lokað klukkan eitt eftir miðnætti.
28.07.2020 - 14:49
Vísbendinga leitað um Madeleine McCann
Lögregla leitar nú á svæði nærri Hannover í Þýskalandi að vísbendingum sem varpað gætu ljósi á hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCann í Portúgal fyrir þrettán árum. Saksóknarar í Þýskalandi greindu fjölmiðlum frá þessu í morgun.
28.07.2020 - 11:04
Mæla gegn ferðalögum Íslendinga til Spánar
Sóttvarnaryfirvöld á Íslandi mæla gegn ferðalögum til Spánar. „Spánn er á áhættulista vegna COVID-19. Og við mælum gegn ferðalögum til landa á áhættulistanum,“ segir í skriflegu svari frá Embætti Landlæknis.
28.07.2020 - 10:35
Þjóðverjar hafa áhyggjur af fjölgun smita
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa áhyggjur af fjölgun kórónuveirusmita í landinu að undanförnu. Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch-stofnununarinnar, sem annast þar smitsjúkdómavarnar, sagði við fréttamenn í morgun að koma yrði í veg fyrir að veiran næði sér aftur á strik.
28.07.2020 - 10:03
Búist við að Jóakim nái sér að fullu
Jóakim Danaprins mun líklega ná sér að fullu eftir aðgerð sem hann gekkst undir í síðustu viku  vegna blóðtappa í heila. Þetta sagði í tilkynningu frá dönsku hirðinni í morgun.
28.07.2020 - 09:17
„Yrði reiðarslag fyrir réttindabaráttu kvenna í Evrópu“
Það væri reiðarslag fyrir réttindabaráttu kvenna í Evrópu ef Pólland drægi sig úr Istanbúlsáttmálanum, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður og fyrrverandi formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsins. Það sé þó ekki víst að af þessari afsögn verði, þó dómsmálaráðherrann hafi lagt það til.
27.07.2020 - 21:57
Breskur köttur með kórónuveiruna
Breskur heimilisköttur er smitaður af kórónuveirunni. Hann er fyrsta dýrið sem greinist með veiruna í Bretlandi. Sýni úr honum var tekið á rannsóknarstofu í Weybridge í Surrey á miðvikudag í síðustu viku, að því er Sky fréttastofan greinir frá. Engar vísbendingar eru um að mannfólkið hafi smitast af honum.
27.07.2020 - 13:25
Myndskeið
Hafa náð tökum á eldum í Portúgal
Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á kjarr- og skógareldum sem hafa brunnið síðustu níu daga um miðbik Portúgals. Þeir loga í þremur héruðum og hafa valdið því að fjöldi fólks hefur flúið. Flestum hefur verið leyft að snúa aftur heim. 21 árs slökkviliðsmaður lést á laugardagskvöld og að minnsta kosti sex hafa slasast vegna eldanna.
27.07.2020 - 12:48
Nýtt vopnahlé í Úkraínu
Nýtt vopnahlé hófst í austurhluta Úkraínu í gærkvöld. Það er í samræmi við samkomulag sem náðist í viðræðum milli Úkraínumanna og Rússa í síðustu viku sem Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hafði milligöngu í.
27.07.2020 - 09:16
Helmingur allra COVID-19 smita í þremur löndum
Um helmingur allra staðfestra COVID-19 tilfella í heiminum greindust í þremur löndum: Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Alls hafa nær 16,3 milljónir greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 og bættust rúm 220.000 í þann hóp síðasta sólarhringinn. Var gærdagurinn þrettándi dagurinn í röð, þar sem nýsmit voru yfir 200.000.
27.07.2020 - 06:16
Pútín boðar öflugri og fullkomnari kjarnavopn flotans
Rússneski flotinn verður brátt vopnaður fullkomnari og hraðfleygari kjarnorkuflaugum en hingað til og kafbátar flotans verða búnir kjarnorkudrónum. Vladimír Pútín greindi frá þessu þegar hann ávarpaði árlega hersýningu flotans í Sankti Pétursborg, þar sem öflugustu herskip, kjarnorkukafbátar og herþotur flotans eru í öndvegi. Þá sagði forsetinn að flotinn fengi 40 ný skip til umráða á þessu ári.
27.07.2020 - 05:32
Miklir skógareldar í Portúgal
Á áttunda hundrað slökkviliðsmanna berjast við mikla skógarelda um miðbik Portúgals þessa dagana. Eldarnir kviknuðu fyrir rúmri viku og loga enn stjórnlaust þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs. Nokkur hús hafa þegar orðið eldunum að bráð og stór svæði verið rýmd. Stífir og hlýir vindar torvelda starf þeirra rúmlega 700 slökkviliðsmanna sem staðið hafa vaktina frá því að fyrstu eldarnir kviknuðu í Oleiros-héraði 18. júlí. Þaðan hafa þeir breiðst út til tveggja aðliggjandi héraða.
27.07.2020 - 04:20