Evrópa

Tsimanovskaya fær dvalarleyfi í Póllandi
Hvítrússneska hlaupakonan Kristina Tsimanovskaya hefur fengið dalarleyfi í Póllandi af mannúðarástæðum. Flytja átti hana nauðuga til Hvíta-Rússlands eftir að hún gagnrýndi forsvarsmenn ólympíuliðsins sem hún var hluti af. Eiginmaður hennar hefur flúið land.
02.08.2021 - 12:07
Tregða til bólusetninga
Yfirvöld í fjölmörgum ríkjum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Víða hefur verið gripið til ráðstafana til að hvetja fólk til láta bólusetja sig. Bólusetningatregða er misjafnlega útbreidd, töluverður hluti Bandaríkjamanna, Frakka og Rússa, svo dæmi séu tekin, er tortrygginn eða andvígur bólusetningum. Hið sama gildir í mörgum ríkjum í Austur-Evrópu.
Skyldubólusetningu og heilsupassa mótmælt í Frakklandi
Þúsundir komu saman á götum Parísar og fleiri borga Frakklands í dag til þess að mótmæla nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni.
31.07.2021 - 14:48
Mesta hitabylgja í áratugi í Grikklandi
Almannavarnir í Grikklandi beina því til fólks að vinna eins lítið utandyra og unnt er vegna hitabylgju sem ríkir í landinu um þessar mundir. Búist er við að hún nái hámarki á mánudag. 
30.07.2021 - 15:53
Erlent · Evrópa · Veður · Grikkland
Drottning fékk undanþágu frá lögum um loftslagsmál
Elísabet II drottning tryggði sér undanþágu frá skoskum lögum sem ætlað er að sporna gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og Karl og Vilhjálmur prinsar berjast fyrir aðgerðum til draga úr útblæstri og vernda umhverfið. Krúnan nýtti sér löggjöf sem gerir skoskum yfirvöldum skylt að bera undir drottningu lagafrumvörp sem kunna að hafa áhrif á stöðu hennar og hagsmuni. Drottning er einn stærsti landeigandi í Skotlandi og sá eini sem er undanþeginn löggjöfinni.
30.07.2021 - 11:33
Segir stjórnvöld bera ábyrgð á morði Galizia
Morðið á maltneskri blaðakonu  árið 2017 er á ábyrgð stjórnvalda þar. Þetta er niðurstaða nýrrar opinberrar rannsóknar. Þó að stjórnvöld hefðu ekki haft beina aðkomu að því, hefðu þau getað komið í veg fyrir það.
29.07.2021 - 21:49
Útgöngubann framlengt í Katalóníu
Útgöngubann að nóttu til var framlengt öðru sinni í Katalóníu í dag. Því var komið á um miðjan júlí til að draga úr örri fjölgun kórónuveirusmita í héraðinu. 
29.07.2021 - 16:21
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Átök í Litáen vegna flóttamanna frá Hvítarússlandi
Spennan fer sívaxandi á landamærum Hvítarússlands og Litáen vegna aukins straums flóttamanna um landamæri. Íbúar hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu flóttamannabúða og hefur lögreglan þurft að beita táragasi. Þá hafa flóttamennirnir sjálfir einnig mótmælt.
28.07.2021 - 22:22
Sýrlenskur læknir ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni
Sýrlenskur læknir, sem búið hefur í Þýskalandi síðan um miðjan síðasta áratug, hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann er sakaður um að hafa pyntað sjúklinga sína á hrottalegan hátt.
Sjónvarpsfrétt
Mun færri á spítala nú en í fyrri bylgjum á Englandi
Mun færri eru á spítala á Englandi vegna COVID-19 nú en í síðustu bylgju. Einn af virtustu faraldsfræðingum Bretlands er bjartsýnn á að sjúkdómurinn verði ekki lengur faraldur þegar líða fer á haustið.
27.07.2021 - 19:30
70 prósent íbúa ESB búin að fá fyrri skammtinn
70 prósent íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins hafa fengið að minnsta kosti fyrri skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá þessu í morgun.
Öflug sprenging á iðnaðarsvæði í Þýskalandi
Einn hefur fundist látinn og fjögurra er saknað eftir öfluga sprengingu á iðnaðarsvæði skammt frá Leverkusen í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi í dag. Margir slösuðust, þar af að minnsta kosti tveir alvarlega. Fyrirtæki í efnaiðnaði eru á svæðinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir.
27.07.2021 - 10:34
Yfir 20.000 eldingar yfir Skagerak og Suður-Noregi
Þúsundum eldinga laust niður í sunnanverðum Noregi og á Skagerak í kvöld þegar ógurlegt skrugguveður gekk þar yfir með hellirigningu í farteskinu. Um 4.000 heimili í Ögðum voru rafmagnslaus þegar mest var. Á vef norska ríkisútvarpsins NRK segir að í kvöld og nótt hafi um það bil 24.000 eldingar verið skráðar á og yfir Skagerak í Danmörku, Rogalandi, Ögðum og Austurlandi í Noregi og hafsvæðinu þar á milli, þótt þeim hafi ekki öllum slegið niður.
27.07.2021 - 03:29
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Noregur · Danmörk
Mikill skógareldur í sunnanverðu Frakklandi
Mikill skógareldur hefur logað í sunnaverðu Frakklandi um helgina og brennur enn. Yfir 1.000 slökkviliðsmenn berjast við eldinn, sem kviknaði á laugardag. Um 8,5 ferkílómetrar skóglendis hafa orðið eldinum að bráð til þessa. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en afar hlýtt og þurrt hefur verið á þessum slóðum upp á síðkastið.
26.07.2021 - 06:34
Frakkland
Lög um skyldubólusetningu og „heilsupassa“ samþykkt
Franska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsfólks og kröfu um framvísun á gildum „heilsupassa" vilji fólk ferðast með lestum eða flugvélum, snæða á veitingahúsum og heimsækja ýmsa opinbera staði aðra.
Tíu létust í rútuslysi í Króatíu
Minnst tíu létu lífið og tugir slösuðust þegar rúta fór út af þjóðvegi í Króatíu og valt á hliðina. Slysið varð um sexleytið að morgni sunnudags á þjóðveginum frá höfuðborginni Zagreb að landamærum Serbíu. Haft er eftir lögreglu að bílstjórinn hafi að öllum líkindum sofnað undir stýri.
26.07.2021 - 01:11
Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales
Flætt hefur um götur og neðanjarðarlestarstöðvar í Lundúnum og flóðaviðvaranir voru gefnar út víða á sunnanverðu Englandi og Wales í gær. Mikið vatns- og þrumuveður gekk yfir Suður-England og Wales á sunnudag. Svo mikil var úrkoman að asaflóð urðu á nokkrum stöðum í höfuðborginni Lundúnum sem stöðvuðu alla bílaumferð þar sem þau voru mest. Einnig raskaðist umferð neðanjarðarlesta á nokkrum línum, þar sem vatn fossaði niður í stöðvar og göng.
26.07.2021 - 00:43
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Lundúnir · Flóð
Stonehenge í hættu ef jarðgöng verða að veruleika
Einar merkustu fornminjar Bretlands, Stonehenge, eiga á hættu að vera fjarlægðar af heimsminjaskrá Unesco.
25.07.2021 - 22:20
Myndskeið
Vígahnöttur lýsti upp norska næturhimininn
Vígahnöttur lýsti upp næturhimininn yfir Noregi í nótt. Sérfræðingar telja að loftsteinninn hafi ekki brunnið upp í gufuhvolfinu og líklega hafi nokkura tuga kílóa steinn lent á jörðinni einhvers staðar í Finnmörku.
25.07.2021 - 11:59
Tíu létu lífið í rútuslysi í Króatíu
Tíu létu lífið og tugir slösuðust í rútuslysi í austurhluta Króatíu í morgun. Rútan var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Pristína í Kósóvó.
25.07.2021 - 10:41
Bólusettir búi við meira frelsi en óbólusettir
Ef Covid-19 smitum heldur áfram að fjölga í Þýskalandi þarf að herða tökin enn frekar, að mati þýskra stjórnvalda og þá verður þrengt meira að þeim sem ekki eru bólusettir en þeim sem hafa fengið bólusetningu. Helge Braun, starfsmannastjóri Angelu Merkel þýskalandskanslara, sagði í viðtali við sunnudagsblaðið Bild am Sonntag, að bólusettir eigi á næstunni eftir að búa við meira frelsi en þeir sem ekki hafi farið í sprautu.
25.07.2021 - 09:52
Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.
Vatnsveður veldur nýjum flóðum í Belgíu
Ár flæddu yfir bakka sína í Belgíu í dag og ollu flóðum enn á ný þegar mikið slagviðri gekk þar yfir, aðeins nokkrum dögum eftir að mannskæð flóðu urðu þar og í nágrannalandinu Þýskalandi. Verst er ástandið borginni Dinant í Namur-héraði í sunnanverðri Vallóníu, þar sem áin Maas varð að beljandi stórfljóti.
24.07.2021 - 23:56
Táragasi beitt í mótmælum í Frakklandi
Mótmælt var víða um Frakkland í dag vegna lagafrumvarps sem nú liggur fyrir franska þinginu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu, sem beitti meðal annars táragasi.
24.07.2021 - 19:09