Evrópa

Mun fleiri létust í Moskvu en skýrt var frá
Heilbrigðisyfirvöld í Moskvu upplýstu í dag að meira en tvöfalt fleiri hefðu dáið af völdum COVID-19 farsóttarinnar í borginni í apríl en áður hafði verið greint frá. Til stendur að aflétta útgöngubanni borgarbúa frá næsta mánudegi.
29.05.2020 - 17:44
Grikkir opna fyrir flug frá 29 löndum
Flugvellirnir í Þessalóníku og Aþenu í Grikklandi verða opnaðir 15. júní fyrir ferðafólki frá 29 löndum, þar á meðal sextán ríkjum Evrópusambandsins. Danmörk, Noregur og Finnland eru á listanum, en ekki Ísland og Svíþjóð. Lönd sem hafa orðið verst úti í COVID-19 farsóttinni, svo sem Frakkland, Spánn, Bretland og Ítalía eru heldur ekki á listanum.
29.05.2020 - 14:47
Frönsk veitinga- og kaffihús opnuð á ný
Veitingamönnum í Frakklandi verður heimilt frá næsta þriðjudegi, öðrum júní, að opna matsölustaði sína, bari og kaffihús. Þeim var lokað um miðjan mars. Almenningsgarðar verða einnig opnaðir að nýju eftir helgi.
28.05.2020 - 17:42
Nissan lokar í Barcelona
Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Barcelona þrátt fyrir tilraunir spænskra stjórnvalda til að tryggja þar áfram starfsemi.
28.05.2020 - 09:28
Erlent · Asía · Evrópa · Spánn · Japan
COVID-19: Yfir 175.000 hafa látist í Evrópu
Yfir 175.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í Evrópu, en ríflega tvær milljónir manna hafa greinst þar með kórónuveirusmit. Þetta kemur fram í samantekt fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun.
Þriðjungur starfsmanna missir vinnuna
Breska flugfélagið EasyJet áformar að segja upp allt að þriðjungi starfsmanna og minnka flugvélaflota sinn. Þetta sagði í tilkynningu sem Johan Lundgren, framkvæmdastjóri EasyJet, sendi frá sér í morgun.
28.05.2020 - 08:25
Tvö þúsund ára gólf sveitaseturs fannst nærri Veróna
Nánast óaðfinnanlegt mósaík-lagt gólf frá tímum Rómaveldis fannst undir vinviðarakri nærri Veróna á Ítalíu á dögunum. Uppgötvunin varð þar sem fornleifafræðingar fundu leifar sveitaseturs árið 1922. Setrið er talið er vera frá þriðju öld okkar tímatals. 
28.05.2020 - 02:11
Áætlunarflug SAS hefst senn
Áætlunarflug SAS hefst að nýju í byrjun næsta mánaðar, að því er norrænir fjölmiðlar hafa eftir fréttafulltrúa flugfélagsins. Fyrst í stað verður flogið til fjörutíu ákvörðunarstaða af 290, aðallega innan norrænu ríkjanna. Ferðunum fjölgar smám saman eftir því sem fleiri þjóðir opna landamæri sín og eftirspurn eftir flugsætum eykst.
27.05.2020 - 17:50
Handtökur vegna smygls á fólki frá Víetnam
Franska lögreglan er með þrettán manns í haldi, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að smygla 39 víetnömskum hælisleitendum til Bretlands kæligámi flutningabíls til Bretlands í fyrrahaust. Sameiginlegt átak frönsku og belgísku lögreglunnar leiddi til þessa. Í Belgíu voru einnig þrettán handteknir vegna rannsóknarinnar.
27.05.2020 - 17:28
Lufthansa þiggur ekki björgunarpakka
Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa ætlar ekki að ganga að tilboði stjórnvalda um að bjarga því frá gjaldþroti. Hún gerir ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafni björgunaraðgerðunum.
27.05.2020 - 14:50
Sprengjusérfræðingar kallaðir til SVT í Malmö
Útibú sænska ríkissjónvarpsins SVT í Malmö var rýmt í morgun eftir að þangað barst grunsamlegur pakki með pósti.
27.05.2020 - 10:17
Frakkar takmarka notkun á umdeildu lyfi
Franska stjórnin tilkynnti í morgun að bannað væri að nota lyfið hydroxychloroquine við meðferð á sjúklingum með COVID-19.
27.05.2020 - 09:49
Yfir 40 þúsund látnir af völdum COVID-19 í Bretlandi
Samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar höfðu yfir 40 þúsund látið lífið af völdum COVID-19 í Englandi og Wales 15. maí. Samkvæmt tölum yfirvalda eru rúmlega 37 þúsund látnir af völdum faraldursins á Bretlandi öllu. Misræmið er fólgið í því að opinberar tölur yfirvalda innihalda aðeins dauðsföll á sjúkrahúsum.
27.05.2020 - 03:47
Myndskeið
Rannsaka embættisverk Støjberg
Sérstök rannsóknarnefnd skoðar nú hvort fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku hafi brotið lög með því að láta aðskilja gifta hælisleitendur undir átján ára. Ráðherrann segist hafa verið að vernda ungar stúlkur gegn þvinguðu hjónabandi.
26.05.2020 - 19:22
Ráðgjafinn og forsætisráðherrann hans
Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum.
26.05.2020 - 18:53
Hersýning boðuð í Rússlandi í júní
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að hersýning verði í Moskvu 24. júní til að fagna því að 75 ár eru liðin frá sigri herja bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Forsetinn tilkynnti þetta í dag. Hann hefur falið Sergei Shoigu varnarmálaráðherra að undirbúa sýninguna.
26.05.2020 - 17:03
Sóttvarnalækni Svíþjóðar hótað lífláti
Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, hafa borist líflátshótanir að undanförnu, að því er Aftonbladet greinir frá í dag. Sveit lögreglunnar sem hefur hatursglæpi og brot gegn lýðræðinu á sinni könnu reyndi að hafa uppi á þeim sem ógnuðu lífi læknisins, en hafði ekki erindi sem erfiði. Hans nánustu hefur einnig verið hótað.
26.05.2020 - 13:30
Hættir vegna deilna um Cummings
Douglas Ross, sem fer með málefni Skotlands í bresku stjórninni, sagði af sér í morgun vegna ágreinings um Dominic Cummings, aðstoðarmann Boris Johnsons forsætisráðherra, og ferðalög hans í útgöngubanni og heimsfaraldri.
26.05.2020 - 10:12
Þjóðverjar opna fyrir flugferðir til Íslands
Ísland verður meðal þeirra áfangastaða sem þýska ríkisstjórnin er tilbúin að létta ferðahömlur af um miðjan næsta mánuð, ef kórónuveirufaraldurinn leyfir. Frá þessu greinir þýska fréttaveitan DPA.
26.05.2020 - 06:11
Þýska ríkið eignast fimmtungshlut í Lufthansa
Þýska flugfélagið Lufthansa náði samkomulagi við þýsk stjórnvöld í gær um níu milljarða evra björgunarpakka til þess að forða því frá gjaldþroti. Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í fyrirtækinu, sem það hyggst svo selja fyirr árslok 2023. Samkomulagið á eftir að fá samþykki hluthafa í Lufthansa og framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins áður en það öðlast gildi. 
26.05.2020 - 04:36
Rutte gat ekki fylgt móður sinni til hinstu hvílu
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, gat ekki heimsótt móður sína á dánarbeðinum vegna heimsóknarhafta í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Ráðuneyti Ruttes greindi frá þessu í dag. Hann greindi frá því fyrr í dag að móðir hans, hin 96 ára gamla Mieke Rutte-Dilling, hafi látið lífið á dvalarheimili í Haag 13. maí. Þá voru um tveir mánuðir síðan öllum dvalarheimilum var lokað fyrir utanaðkomandi heimsóknum í Hollandi.
26.05.2020 - 02:11
Lögregludeild leyst upp vegna nauðgunar á lögreglustöð
Heil deild innan úkraínsku lögreglunnar var leyst upp eftir að einn lögreglumanna hennar var handtekinn fyrir að nauðga vitni. Rannsóknarlögregla ríkisins greindi frá því í dag að lögreglumaður í bænum Kagarlyk hafi pyntað 26 ára gamla konu inni á lögreglustöðinni, þangað sem hún var kölluð til sem vitni.
26.05.2020 - 01:08
Ágreiningur um veiruviðbrögð í Þýskalandi
Ágreiningur er kominn upp meðal stjórnvalda í Þýskalandi um hvort ástæða sé til að framlengja ýmsar varúðarráðstafanir gegn kórónuveirunni fram í júlí. Stjórnendur tveggja sambandsríkja í austurhluta landsins vilja aflétta takmörkunum að mestu.
25.05.2020 - 18:00
Paul Whelan á 18 ára fangelsi yfir höfði sér
Ákæruvaldið í Rússlandi krefst þess að Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan verði dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Hann var tekinn höndum í Moskvu í desember 2018 sakaður um að hafa komist yfir ríkisleyndarmál. Þar hefur hann setið í varðhaldi síðan.
25.05.2020 - 16:20
Lufthansa flýgur á ný í júní
Áætlunarferðir þýska flugfélagsins Lufthansa hefjast að nýju í júní. Flug er áformað frá Frankfurt til tuttugu ákvörðunarstaða um miðjan mánuðinn, einkum vinsælla ferðamannastaða og annarra borga í Evrópu. Í lok júní vonast forsvarsmenn félagsins til þess að flug verði komið í gang til 106 staða í Evrópu.
25.05.2020 - 08:43