Eldgos í Eyjafjallajökli

„Getnaðurinn varð í gosinu“
Hversu algeng eru hamfaragos í Kötlu? Eða hversu virk er Bárðarbunga núna? Svör við þessum spurningum og ótal fleirum má finna á nýrri eldfjallavefsjá sem hefur verið opnuð á netinu. Evgenia Ilyinskaya eldfjallafræðingur segir að hugmyndin að vefsjánni hafi kviknað þegar hún varð innlyksa hér á landi þegar Eyjafjallajökull gaus. Evgenia segir: „Getnaðurinn varð í gosinu.“
02.02.2017 - 22:53
Miklum lokunum vegna eldgosa hætt
Eftir á að hyggja var víðfeðm lokun á flugsvæðum vegna gossins í Eyjafjallajökli óþarfi. Nýjar rannsóknir og breyttar reglur valda því að ekki verða sett eins ströng flugbönn vegna gosösku. Þetta segja verkfræðiprófessorar og fyrrverandi flugmálastjóri.
Vísindavarpið - Ísland
Í þættinum í dag ætlum við að rannsaka Ísland - því landið okkar er nefnilega bæði dularfullt og spennandi. Við ætlum að skoða landnám, eldgos og þjóðsögur, þegar sjóræningjar rændu íslenskum sýslumanni og hvort hægt sé að koma öllum Jarðarbúum fyrir á Vatnajökli.
5 ár frá Eyjafjallajökulsgosi - myndband
Fimm ár eru í dag liðin frá því eldgosið í Eyjafjallajökli braust út. Það hófst snemma að morgni 14. apríl 2010 og stóð í sex vikur, til 23. maí. Lára Ómarsdóttir tók saman saman frétt í maí 2010 eftir að gosinu var lauk.
14.04.2015 - 08:24
Fylgjast grannt með íslenskum eldfjöllum
Hátt í hundrað mælar af ýmsu tagi eru notaðir til að fylgjast með eldfjöllum á Íslandi og var sumum þeirra komið fyrir í sumar. Mælanetið er hluti af risavöxnu rannsóknarverkefni á íslenskum eldfjöllum.
27.08.2013 - 21:34
Ryanair þarf að greiða vegna gossins
Evrópudómstóllinn úrskurðaði í morgun að lággjaldaflugfélagið Ryanair ætti að bæta farþega sínum kostnað sem hann varð fyrir þegar flugferð var aflýst í eldgosinu í Eyjafjallajökli fyrir tæpum þremur árum.
31.01.2013 - 10:33
Færri ferðamenn gista í Reykjavík
Helmingi færri gista á hótelum í Reykjavík nú en á sama tíma í fyrra. Hildur Ómarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Icelandair hótela, er þó bjartsýn á framhaldið ef það dregur úr eldgosinu í Eyjafjallajökli.
27.04.2010 - 19:06
Sjálfboðaliðar í hreinsunarstarfi
Fjöldi sjálfboðaliða reynir nú að létta undir með bændum undir Eyjafjöllum. Drunur frá gosstöðvunum heyrast nú vestan við þær en ekki sunnan og austan eins og áður.
25.04.2010 - 11:41
Öskuský enn yfir flugvöllum
Öskuský er enn yfir millilandaflugvöllum á Íslandi ef marka má gjóskudreifingarspá bresku veðurstofunnar.
25.04.2010 - 09:54
Öskumistur víða
Mistur af völdum eldgossins var þó nokkuð yfir Suður- og Suðvesturlandi í dag. Mengun í höfuðborginni var ámóta og á umferðarþungum degi.
24.04.2010 - 18:58
Vilja nota ösku í hreyflatilraunir
Einn stærsti túrbínuframleiðandi heims hefur óskað eftir því að fá senda ösku frá Íslandi í tilraunskyni. Þýska fyrirtækið MTU smíðar túrbínur í flugvélahreyfla fyrir stærstu hreyflaframleiðendur heims, eins og General Electric og Rolls Royce. MTU hafði samband við Air Atlanta í síðustu viku og bíða sendingarinnar. MTU tekur meðal annars þátt í þróun nýrrar kynslóðar af flugvélahreyflum. Rætt er við Ketill Björnsson, yfirmaður hreyflamála hjá Air Atlanta, í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag.
23.04.2010 - 16:13
Lítilsháttar öskufall
Ekki hafa orðið miklar breytingar á eldgosinu í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Lítilsháttar öskufall er í Fljótshlíð, í Landeyjum og á Hvolsvelli og mistur með fjöllum og yfir sjó, enda fýkur upp af Markarfljótsaurum. Undir Eyjafjöllum er hreinsunarstarf í fullum gangi. Þangað mættu meðal annars í morgun slökkviliðsmenn, úr Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu að spúla ösku af þökum. Aðrir skafa bæjarhlöðin og aka drullunni í burtu.
23.04.2010 - 15:50
Búist við frekari truflunum á flugi
Ný spá um gjóskudreifingu bendir til þess að takmarkanir verði á umferð um Reykjavíkur og Keflavíkurflugvöll að minnsta kosti fram til klukkan sex í fyrramálið. Icelandair gerir ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður næstu tvo sólarhringana og hefur sett upp miðstöð fyrir tengiflug í Glasgow. Stór hópur flugfarþega Iceland Express er nú á leið til Akureyrar með rútu, þaðan sem flogið verður til Kaupmannahafnar í eftirmiðdaginn.
23.04.2010 - 14:25
Mikil umferð um Akureyrarflugvöll
Mjög mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll í morgun þar sem Keflavíkurflugvöllur er lokaður vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllur eru aðal flugvellir fyrir millilandaflug á meðan. Icelandair og Iceland Express beina allri sinni áætlun um Akureyri.
23.04.2010 - 11:10
Öskumistur í norðvestur
Máttur eldgossins í Eyjafjallajökli í nótt hefur verið svipaður og undanfarna tvo sólarhringa samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð almannavarna. Öskumistur leggur nú norðvestur af jöklinum, en öskufall er lítið. Gosmökkurinn var dökkur um miðnætti en er mun ljósari nú.
23.04.2010 - 07:25
Gígurinn á stærð við flugvöll
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug yfir gossvæðið í gær. Í flugskýrslu þeirra er stærð gígsins á Eyjafjallajökli sett fram í nýtt samhengi með myndum úr ratsjá. Þar segir að Reykjavíkurflugvöllur myndi passa ágætlega inn í aðalgíg jökulsins.
22.04.2010 - 14:01
100 hektarar undir ösku
Sigurður Þórhallsson, nautgripabóndi á Önundarhorni undir Eyjafjöllum stendur frammi fyrir því að öll hans ræktarlönd, 100 hektarar, eru farin undir aur og ösku. Hann segir yfirlýsingar bænda um að bregða búi dragi mátt úr öðrum. Hann efast um að Bjargráðasjóður dekki allan kostnað sem eldgosið hefur skapað bændum. Hann segir að kostnaðurinn geti sýnt sig þegar líður á, hvað varðar tækjabúnað og vélakost.
22.04.2010 - 12:07
Öskufallið kortlagt
Guðrún Larsen, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, hefur kortlagt öskufallið úr Eyjafjallajökli. Í ljós kemur að askan er þykkust á fjögurra kílómetra breiðu belti sem liggur austan við bæinn Þorvaldseyri frá jökli og niður að sjó.
22.04.2010 - 11:33
Ný öskuspá Veðurstofunnar
Í nýrri öskuspá Veðurstofunnar, fyrir daginn í dag og næstu daga segir að í dag verði h æg austlæg átt og skýjað. Búast má við lítilsháttar öskufalli í grennd við eldstöðina, vestur af henni. Óverulegar líkur á öskufalli á Reykjavíkursvæðinu.
22.04.2010 - 10:59
Róleg nótt á gosstöðvum
Nóttin á gosstöðvunum í Eyjafjallajökli var mjög róleg, að sögn vettvangsstjórnar á Hvolsvelli. Rétt fyrir klukkan eitt jókst vatnsrennsli í Markarfljóti lítillega. Nokkur krapi barst með flaumnum. Þegar leið að morgni hafði ekki vaxið frekar í ánni.
22.04.2010 - 10:32
Flytja þarf búfénað
Meira en 9000 skepnur eru á mesta öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum. Aðgerðahópur metur hvort flytja eigi sauðfé yfir varnarlínur.
21.04.2010 - 19:30
Flúor í ösku getur valdið eitrun
Í sýnum sem tekin voru af öskunni 19. apríl og rannsökuð voru hjá Jarðvísindastofnun reyndist flúormagn vera um 850 mg/kg samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar.
21.04.2010 - 18:51
Áframhaldandi öskufall
Veðurstofa Íslands hefur spáð fyrir um öskufall næstu daga. Í dag er búist við öskufalli suður af eldstöðinni, einnig eru taldar líkur á að aska falli suðvestur af eldstöðinni í kvöld, jafnvel að Vestmannaeyjum
21.04.2010 - 16:11
Ösku sópað af vegum Sunnanlands
Víða um heim eru sérstakir blásarar notaðir til að hreinsa sand af flugbrautum og vegum og menn hafa spurt sig hvort ekki væri hægt að nota snjóblásara eða sérstaka sandblásara sem seldir eru á netinu. Blásararnir eru meðal annars útbúnir með sérstökum legum til að fínn sandurinn berist ekki í þær.
21.04.2010 - 15:59