Efnahagsmál

Bleyta og mygla veldur uppskerubresti í Þykkvabæ
Vætutíð seinustu vikna og mánaða hefur sett strik í reikninginn hjá kartöflubændum í Þykkvabæ. Mygla er komin í kartöflugarða þar í fyrsta sinn í 20 ár. Garðarnir eru svo blautir að ekki er hægt að komast um þá með upptökuvélar.
24.09.2021 - 13:58
Fá uppgreiðslugjaldið ekki endurgreitt
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Íbúðalánasjóð af kröfu hjóna sem fóru fram á endurgreiðslu uppgreiðslugjalds á húsnæðisláni. Hefði Hæstiréttur dæmt hjónunum í vil hefði það haft verulega áhrif á Íbúðalánasjóð og kostnaðurinn getað orðið á annan tug milljarða fyrir ríkið.
24.09.2021 - 12:47
Kínverski seðlabankinn bannar viðskipti með rafmyntir
Seðlabanki Kína segir í yfirlýsingu í dag að öll viðskipti með rafmyntir séu ólögleg. Þar segir að viðskipti með Bitcoin og fleiri rafmyntir hafi aukist mikið síðustu ár, þetta hafi haft áhrif á efnahagslífið en ekki síður auðveldað peningaþvætti og fjármögnun ólöglegrar starfsemi. Gengi Bitcoin lækkaði töluvert í maí þegar kínversk stjórnvöld hétu því að bregðast við, og því búist við sveiflum á genginu í dag.
24.09.2021 - 10:45
Um 10.900 manns atvinnulausir í síðasta mánuði
Um 211.600 manns voru á vinnumarkaði í síðasta mánuði. Af þeim voru um 200.800 starfandi, eða 75,8 prósent af vinnuaflinu, og um 10.900 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 5,5 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans.
24.09.2021 - 09:45
Spegillinn
Lág- og meðaltekjufólk hrekst frá Stokkhólmi
Þrjátíu þúsund krónur á dag, hvern einasta dag, síðustu tíu árin. Svo mikið hafa íbúar í fínustu úthverfum Stokkhólm grætt á því einu að búa í einbýlishúsunum sínum. Gríðarlega hækkanir á húsnæðisverði í Svíþjóð undanfarinn áratug hafa skapað mikil auðæfi. En um leið ýtt undir misskiptingu og margskonar samfélagslegan vanda.
24.09.2021 - 07:13
Leiguverð í hæstu hæðum á ný
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða í ágúst og vísitalan er hærri en nokkru sinni fyrr.
23.09.2021 - 15:39
Launavísitalan hækkað um 7,9% á síðustu 12 mánuðum
Laun hækkuðu að jafnaði um 0,3 prósent í ágúst 2021 frá fyrri mánuði samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,9 prósent og frá ársbyrjun og fram í ágúst hækkaði hún um 5,7 prósent.
23.09.2021 - 08:11
Vill lækka kostnað heimilanna og vinna gegn loftslagsvá
Viðreisn vill lækka kostnað heimilanna, vinna gegn loftslagsvánni með nýsköpun, gera gangskör að bættri heilbrigðisþjónustu með fleiri rekstrarformum og stokka upp kvótakerfið. Viðreisn telur unnt að lækka kostnað meðalheimilis um 72 þúsund krónur á mánuði með því að tengja krónuna.
22.09.2021 - 20:11
Lýsa yfir endalokum kórónukreppunnar
Fjöldi ferðamanna fer aftur yfir milljón á næsta ári samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir að allt bendi til þess að kórónuveirukreppunni sé lokið.
Evergrande semur við lánardrottna
Kínverski fasteignarisinn Evergrande greindi frá því í morgun að náðst hafi samkomulag við innlenda kröfuhafa. Samkomulagið ætti að duga til þess að fyrirtækið falli ekki á tíma með að greiða vexti af einu lána sinna. Fjárhagsvandi Evergrande hefur valdið miklum skjálfta á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, og valdið hruni á gengi hlutabréfa. Fari fyrirtækið í þrot gæti það orðið til mikils vansa fyrir kínverskan efnahag. 
22.09.2021 - 04:47
Ríkið ætlar að hlaupa undir bagga með útihátíðum
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að greina vanda þeirra íþrótta- og æskulýðsfélaga sem aflýsa hafa þurft viðburðum vegna sóttvarnaráðstafana. Þessar ráðstafanir ná til að mynda til útihátíða á borð við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
21.09.2021 - 16:35
Spegillinn
Aukin útgjöld þýða meiri skatta eða skuldsetningu
Ef frambjóðendur lofa útgjöldum þá þarf einnig finna út hvernig eigi að borga. Þá er um tvennt að velja; skattar eða meiri skuldsetning. Þetta segir Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík.
21.09.2021 - 07:46
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins styðja Frakka
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna lýstu yfir fullum stuðning við málstað Frakka í deilunni við Ástrali og Bandaríkjamenn vegna uppsagnar kaupa á tólf kafbátum.
Spegillinn
Að græða og gera góðverk
Bókin ,,The Key Man,“ eða Lykilmaðurinn, fjallar um ris og fall pakistansks viðskiptajöfurs, Arif Naqvi. Tveir blaðamenn Walll Street Journal, Simon Clark og Will Louch rekja sögu Naqvi sem höfðaði til milljarðamæringa og stofnanafjárfesta með boðskap um að fjárfesta til að bæta heiminn.
20.09.2021 - 20:00
Dyrnar til Bandaríkjanna að opnast
Þrír hátt settir embættismenn Evrópusambandsins segja að bráðlega verði opnað fyrir ferðalög bólusettra þegna Evrópusambandsins til Bandaríkjanna.
20.09.2021 - 14:36
Erlend áhrif og kosningaskjálfti á hlutabréfamarkaði
Verð hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað mikið í öllum félögum á markaði í dag. Einnig hefur orðið vart við lækkun í Bandaríkjunum og Evrópu sem rakin er til yfirvofandi gjaldþrots kínversks fasteignafélags. Greinandi segir að smæð markaðarins hér á landi og kosningaskjálfti ýti enn frekar undir lækkun hér.
20.09.2021 - 12:26
Niðursveifla í kauphöllinni í morgun
Gengi hlutabréfa í öllum félögum í Kauphöllinni hafa lækkað í morgun, mest í Kviku hátt í fimm prósent. Gengi stóru bankanna, bæði Íslandsbanka og Arion banka tók einnig dýfu, sem var um 3,5 prósent. Talið er að hræringar á mörkuðum erlendis sé helsta ástæða lækkunarinnar.
20.09.2021 - 11:03
Morgunútvarpið
Eitt stærsta verkefnið er að grípa langtímaatvinnulausa
Næsta stóra verkefni Vinnumálastofnunar er að grípa þá sem sjá fram á langtímaatvinnuleysi og virðast jafnvel hafa gefist upp á atvinnuleit. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
20.09.2021 - 08:00
Johnson ætlar að þrýsta á Bezos um skattgreiðslur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða skattgreiðslur Amazon-netverslanarisans við Jeff Bezos stofnanda fyrirtækisins í dag.
20.09.2021 - 05:44
Hlutabréf féllu í kauphöllinni í Hong Kong í morgun
Verð hlutabréfa féll í Kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Ástæða þess er afar erfið skuldastaða kínverska fasteignarisans Evergrande.
Norður-Kórea: Aukus skapar kjarnorkuvopnakapphlaup
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hættu á að Aukus hernaðarsamkomulag Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala komi af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
20.09.2021 - 01:19
Biden og Macron ræða saman á næstu dögum
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron forseti Frakklands ræða á næstu dögum ágreining ríkjanna vegna riftunar Ástrala á samningi um kafbátakaup.
Sjónvarpsfrétt
Kosningaloforðin - meira um útgjöld en tekjur
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flokkana lofa miklu meira útgjalda- en teknamegin og segir stjórnmálamenn þurfa að forgangsraða. Hann hefur áhyggjur af áhrifum vaxtahækkana á lán heimilanna. Drífa Snædal forseti ASÍ segir stjórnmálaflokkana þurfa að skýra hver eigi að borga fyrir samneysluna og hvernig þeir ætli að breyta henni.
„Burt með kvótakerfið og völdin af auðvaldinu!“
Sósíalistaflokkurinn kynnti stefnumál sín á þingi sem haldið var í Tjarnarbíói í dag. Flokkurinn leggur höfuðáherslu á að vinda ofan af nýfrjálshyggju, brjóta upp kvótakerfið, stöðva spillingu, útrýma fátækt og fella elítustjórnmál.