Efnahagsmál

Viðtal
„Höfum beðið eftir alvöru aðgerðum frá stjórnvöldum“
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir að kjör öryrkja hafi ekki verið bætt á kjörtímabilinu. Hún vonast eftir úrbótum í síðasta fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra á kjörtímabilinu en hann leggur það fram í vikunni.
28.09.2020 - 08:30
Samtök atvinnulífsins kjósa um lífskjarasamninginn
Atkvæðagreiðsla aðildarfyrrirtækja Samtaka atvinnulífsins um hvort rifta eigi Lífskjarasamningnum hefst annað hvort í dag eða á morgun. SA á fund með stjórnvöldum í dag. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar eða ekki.
28.09.2020 - 07:11
Helmingurinn með 533 til 859 þúsund á mánuði
Helmingur launafólks var með heildarlaun á bilinu 533 til 859 þúsund krónur á mánuði í fyrra fyrir fulla vinnu samkvæmt greiningu Hagstofunnar. Tíundi hver launamaður var með 1.128 þúsund krónur á mánuði en tíu prósent með laun undir 432 þúsund krónum.
25.09.2020 - 09:55
Viðtal
Bregðast við atvinnuleysi með opinberum fjárfestingum
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ætla að leggja sérstaka áherslu á fjölgun starfa með auknum opinberum fjárfestingum sem verði kynntar í fjármálaáætlun sem lögð verði fram við upphaf þings. Það verði að tryggja að atvinnuleysi verði ekki varanlegt ástand í samfélaginu.
Viðtal
„Kórónukreppan valdið miklum búsifjum í atvinnulífinu“
Atkvæðagreiðsla aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, um hvort segja eigi upp kjarasamningum, fer af stað á næstu dögum í kjölfar þess að fundur launa- og forsendunefnda ASÍ og SA lauk án niðurstöðu síðdegis. SA telur forsendur brostnar en ASÍ ekki.
24.09.2020 - 18:44
Viðtal
„Við erum að bjóða frið á vinnumarkaði“
Langtíma forsendur Lífskjarasamningsins eiga jafnvel betur við núna en fyrir COVID. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en Samtök atvinnulífsins telja forsendur samningsins brostnar. Kosið verður um það innan SA hvort samningum verði sagt upp.
24.09.2020 - 18:26
Ósammála um forsendur kjarasamninga - kosið um uppsögn
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands komust ekki að niðurstöðu á fundi launa- og forsendunefnda í dag um það hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar eða ekki. SA telur forsendur brostnar en ASÍ telur þær hafa staðist.
24.09.2020 - 17:38
Segir að umsamdar hækkanir verði aldrei snertar
Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir að atvinnurekendur hafi lagt mikla áherslu á að gera kjarasamninga til langs tíma í samningaviðræðum í fyrravor. Þeir hafi alfarið hafnað tillögum um styttri samningstíma og að þeim hafi orðið að ósk sinni um langtímasamning.
24.09.2020 - 07:04
Myndskeið
Telur mistök að fara í mikinn niðurskurð
Borgarstjórinn í Reykjavík segir að borgin verði að taka lán til að mæta verri afkomu vegna COVID faraldursins, óskynsamlegt væri að fara í niðurskurð. Oddviti Sjálfstæðisflokks vill hagræða og segir að borgin eigi að einbeita sér að kjarnastarfsemi.
23.09.2020 - 22:21
„Þetta er ekki tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum“
Kanadísk yfirvöld lofuðu í dag umfangsmiklum fjárfestingum og kynntu fyrirætlanir um að skapa fleiri en milljón störf. Ríkisstjórn Justins Trudeau hefur gefið það út að nú sé ekki rétti tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum og lofað „að gera allt sem hægt er til að styðja við fólk og fyrirtæki eins lengi og kreppan varir, hvað sem það kostar“.
23.09.2020 - 20:05
Myndskeið
Deilur innan LIVE vegna hlutafjárútboðs Icelandair
Ágreiningur er innan stjórnar lífeyrissjóðs verzlunarmanna út af þeirri ákvörðun að taka ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Formaður VR lýsti í dag yfir vantrausti á varaformann stjórnar sjóðsins. Fjármálaeftirlit Seðlabankans ætlar að skoða aðkomu lífeyrissjóðanna að útboðinu.
SA vill efna samninga en kallar eftir sveigjanleika
ASÍ og SA greinir á um afleiðingar kauphækkunar um áramótin. Forsendunefnd þeirra tókst ekki að komast að niðurstöðu í dag um hvort forsendur kjarasamninga væru brostnar.
23.09.2020 - 19:16
Skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabankans skoðar ákvarðanir um aðkomu lífeyrissjóðanna að hlutafjárútboði Icelandair. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá þessu frá á kynningarfundi um fjármálastöðugleika í dag. Hann sagðist telja ástæðu til að endurskoða uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins. Ásgeir nefndi engin nöfn en af samhenginu var ljóst að VR og Lífeyrissjóður verslunarmanna voru honum ofarlega í huga. Formaður VR beindi spjótum sínum í dag að varaformanni Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Samningslaust Brexit þrefalt dýrara en COVID-19
Skaðleg efnahagsáhrif af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án fríverslunarsamnings verða allt að þrefalt meiri en áhrif heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum breska háskólans London School of Economics og hugveitunnar UK in a Changing Europe sem breska blaðið Guardian fjallaði um í dag.
23.09.2020 - 13:51
Ríkustu 10% eiga 44% eigna á Íslandi
Heildareignir fjölskyldna á Íslandi jukust um 8,6% frá 2018 til 2019, eða úr 6.855 milljörðum króna í 7.442 milljarða króna. Þau 10% sem eiga mest eiga um 44% af heildareignum.
Meiri óvissa vegna langvinnari faraldurs
Langdregnari barátta við COVID-19 faraldurinn en vonast var til hefur aukið óvissu og haft neikvæð áhrif á útlánasöfn fjármálafyrirtækja, segir fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í yfirlýsingu sem hún birti í morgun. Nefndin segir mikilvægt að bankarnir vinni markvisst að því að endurskipuleggja útlán og að þeir nýti það svigrúm sem aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa skapað þeim til að styðja við bakið á fyrirtækjum og heimilum.
Áhyggjuefni ef verkalýðsforysta stingur höfði í sandinn
Forsendur kjarasamninga eru brostnar og ef haldið verður fast í þær launahækkanir sem kveðið er á um í lífskjarasamningnum leiðir það annað hvort til verðbólgu eða aukins atvinnuleysis, nema hvort tveggja sé. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir áhyggjuefni ef verkalýðsforystan stingi höfðinu í sandinn frekar en að horfast í augu við efnahagslegan veruleika.
23.09.2020 - 07:10
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar á fyrri árshelmingi. Þetta kemur fram í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á árshlutauppgjöri fjögurra af fimm stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar. Í þeim búa um 60% landsmanna, nærri 220 þúsund manns.
„Er að selja mat og gistingu, þarf ég að svara þessu?“
Sjö af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi þurfa á einhvers konar neyðarfjármagni eða skammtímafjármögnun að halda vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Fyrirtækin telja sig flest þurfa á aðstoð að halda í sex til tuttugu og fjóra mánuði.
22.09.2020 - 11:33
Meta forsendur kjarasamninga
Formenn ASÍ koma saman í dag til að meta hvort forsendur kjarasamninga sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra hafi staðist.
22.09.2020 - 09:40
Myndskeið
Starfsmenn hafi vitað af umfangsmiklu peningaþvætti
Talið er að að minnsta kosti 275 þúsund milljarðar íslenskra króna af illa fengnu fé hafi frá aldamótum farið í gegnum stærstu banka heims með vitneskju starfsmanna þeirra. Sérfræðingur í fjármálamörkuðum segir að gera þurfi meira til að sporna við umfangsmiklu peningaþvætti.
21.09.2020 - 19:48
Myndskeið
Lítil smithætta laðar kvikmyndagerðarmenn til landsins
Erlendir kvikmyndagerðarmenn sækjast eftir því að koma til Íslands, meðal annars vegna þess að hér er tiltölulega öruggt að gera kvikmyndir í faraldrinum. Þetta segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Tvö stór verkefni eru í tökum, og hátt í tíu til viðbótar á teikniborðinu.
Matarkarfan hækkað um 6,3% frá áramótum
Matarkarfan, sem er tekin saman með tilteknu safni af vörum og þjónustu, hefur hækkað um 6,3% það sem af er ári. Stærstu útgjaldaliðirnir eru kjöt og næst koma mjólkurvörur og egg.
21.09.2020 - 15:58
Myndskeið
Viðbrögð við faraldrinum sennilega efst í huga kjósenda
Gauti B. Eggertsson, hagfræðiprófessor við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, segir að þótt Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti öllum brögðum til að beina athygli kjósenda frá kórónuveirufaraldrinum verði faraldurinn, og hversu illa hefur tekist að hefta útbreiðslu hans, efst í huga flestra í aðdraganda forsetakosninganna. Önnur stór kosningamál tengist óeirðum í tengslum við lögregluofbeldi, skógareldum í Kaliforníu og efnahagsástandinu.
20.09.2020 - 17:21
60 þúsund ný störf á næstu þremur áratugum
60 þúsund ný störf þurfa að verða til hér á landi á næstu 30 árum til að tryggja góð efnahagsleg lífsgæði landsmanna. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings sem haldið var í dag
18.09.2020 - 15:49