Efnahagsmál

Heimsglugginn
Liz Truss í ólgusjó
Ný ríkisstjórn Liz Truss í Bretlandi stendur í stórræðum. Breyttri efnahagsstefnu hefur verið illa tekið, pundið hefur snarfallið og verðgildi ríkisskuldabréfa sömuleiðis. Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, þurfti í gær að grípa til neyðaraðgerða og kaupa ríkisskuldabréf til að halda uppi verði þeirra. Ella voru horfur á að sumir lífeyrissjóðir færu í þrot. Truss hefur verið sökuð um að vera í felum og dagblaðið Independent auglýsti eftir henni á forsíðunni í morgun.
Pundið heldur áfram að veikjast
Breska pundið heldur áfram að veikjast gagnvart dollaranum. Í morgun féll það í virði um meira en eitt prósent í kjölfar inngripsaðgerða Englandsbanka, seðlabanka Bretlands.
Sjónvarpsfrétt
Eldsneytisbirgðir undir viðmiðum og lyf í mánuð
Eldsneytisbirgðir í landinu eru langt undir alþjóðlegum viðmiðum og að öllu jöfnu eru einungis til hér mánaðarbirgðir af almennum lyfjum. Engar reglur eru um hversu mikið af matvælum þarf að vera til hér á landi, komi til neyðarástands. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um neyðarbirgðir.
Verðbólga verði komin niður í 8,2% fyrir árslok
Ársverðbólga er nú 9,3% og heldur því áfram að hjaðna frá í júlí þegar hún var 9,9%. Milli ágúst og september hækkaði vísitala neysluverðs um 0,09%. Hagfræðingar Landsbankans telja að verðbólga hjaðni enn á næstu mánuðum og spá því að verðbólga verði 8,3% í desember og 8,2% í árslok.
Ráðstafanir Seðlabankans skilað árangri
Efnahagshorfur á heimsvísu hafa versnað að undanförnu og þær gætu haft áhrif á íslenskan þjóðarbúskap, segir fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist nú 9,3 prósent og hefur farið minnkandi síðan í sumar. 
28.09.2022 - 12:21
Hlutabréf í Marel hríðlækkað á árinu
Virði hlutabréfa flestra félaga í íslensku kauphöllinni heldur áfram að minnka. Hlutabréf í Marel hafa lækkað um rúmlega fimmtíu prósent síðan í september í fyrra. Tvö verðmætustu félögin Marel og Eimskip hafa lækkað töluvert það sem af er septembermánuði, Eimskip um tæp átján prósent og Marel um rúm þrettán.
28.09.2022 - 11:20
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýnir aðgerðir Breta
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur varað við að aðgerðir breskra stjórnvalda í efnahagsmálum, sem ætlað er að slá á verðbólgu þar í landi, geti í raun aukið verðbólgu og ójöfnuð í landinu. 
Verðbólga hjaðnar annan mánuðinn í röð
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 9,3% og minnkar milli mánaða, fer úr 9,7%. Hæst fór hún í júlí þegar hún náði 9,9%.
Mohammed bin Salman orðinn forsætisráðherra Sádi Arabíu
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu og valdamesti maður landsins þrátt fyrir að faðir hans vermi enn konungsstólinn hefur verið skipaður forsætisráðherra. Það var Salman konungur sem skipaði son sinn og ríkisarfa sem arftaka sinn í forsætisráðuneytinu.
Sjónvarpsfrétt
Breska pundið orðið 20 krónum ódýrara en í byrjun árs
Markaðir hafa misst trú á að breska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar, segir prófessor í hagfræði. Pundið hefur hríðfallið eftir að ríkisstjórnin kynnti nýjar efnahagsaðgerðir. Breska pundið er nú 20 krónum ódýrar en það var í byrjun þessa árs.
27.09.2022 - 18:48
Hækka verð á strætómiða í 550 krónur
Stakt fargjald með Strætó á höfuðborgarsvæðinu hækkar í 550 krónur 1. október. Þetta segir í tilkynningu á vef Strætó. Fargjaldið er nú 490 krónur og nemur hækkunin því 12,5 prósenti.
27.09.2022 - 11:33
Stórfelld neyð yfirvofandi á Haítí
Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á Haítí lýsir ástandinu þar sem stórfelldri neyð. Örvænting landsmanna hefur náð nýjum hæðum að mati sendinefndarinnar en ofbeldisfullar óeirðir hafa staðið yfir í meira en hálfan mánuð.
Færeyjar
Vill að hollt verði aðgengilegra en óhollt
Færeyskur næringarfræðingur segir að um það bil tveir þriðju allra landsmanna séu of þungir. Sameiginlegt átak þurfti til að breyta reglum og hugarfari til þess að bæta mataræði, og -menningu eyjarskeggja.
27.09.2022 - 06:35
Starmer segir Verkamannaflokinn geta leyst vandann
Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, ávarpar landsfund flokksins í dag þar sem hann leggur áherslu á að áður klofinn flokkurinn sé tilbúinn að leiða Bretland út úr yfirstandandi efnahagskröggum.
Aðgerðir Seðlabanka skýri kólnandi íbúðamarkað
Sérfræðingar Íslandsbanka telja að nú sjái fyrir endann á verðhækkunum á íbúðamarkaði á Íslandi. Í nýrri þjóðhagsspá bankans segir að hækkun íbúðaverðs á árinu sé að mestu þegar komin fram, verð muni lítið hækka á næsta ári og svo standa í stað árið 2024.
26.09.2022 - 11:52
Pundið aldrei verðminna gagnvart dollaranum
Breska pundið féll snögglega við opnun markaða í morgun og var um skeið litlu verðmætara en dollarinn áður en verðmæti þess jókst lítillega. Lækkunin er ekki síst rakin til áforma breskra stjórnvalda um mestu skattalækkanir í hálfa öld. Þau hafa mælst misjafnlega fyrir meðal fjárfesta. Pundið sökk í nótt dýpra gagnvart dollaranum en hefur nokkru sinni áður gerst. Þá kostaði pundið 1,03 dollara en er nú komið í um 1,07 dollara. 
26.09.2022 - 10:54
Virðist sjá fyrir endann á hækkun fasteignaverðs
Nú virðist sjá fyrir endann á þeim miklu verðhækkunum sem einkennt hafa íbúðamarkaðinn á Íslandi nánast frá upphafi heimsfaraldurs snemma árs 2020. Árshækkun á verði íbúða hefur þó ekki verið meiri frá árinu 2006.
Útlit fyrir hægrisinnuðustu stjórn Ítalíu frá 1945
Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, kveðst reiðubúin að taka við forsætisráðherraembættinu, fyrst kvenna, og verða leiðtogi allra Ítala. Flokkur hennar hlaut allt að fjórðung atkvæða í þingkosningum í gær.
Umfangsmikil flotaæfing hafin við Kóreuskaga
Fyrsta sameiginlega flotaæfing Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna um fimm ára skeið hófst í nótt úti fyrir ströndum Kóreuskaga. Sólarhringur er síðan Norður-Kóreumenn gerðu seinast eldflaugaskottilraun.
Erlendu starfsfólki fjölgar hratt í Færeyjum
Starfsfólki af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt í Færeyjum og hagfræðingur álítur að ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. Færeysk stjórnvöld ákváðu á síðasta ári að greiða leið fólks í atvinnuleit utan Evrópusambandsins inn í landið.
Varar Rússa sterklega við að beita kjarnavopnum
Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir þarlend stjórnvöld bregðast við af hörku detti Rússum til hugar að beita kjarnorkuvopnum til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri sér. Rússlandsforseti og fleiri ráðamenn hafa haft uppi slíkar hótanir.
Blendnar tilfinningar til styttingar háskólanáms
Danska ríkisstjórnin vill að um það bil helmingur háskólastúdenta ljúki meistaragráðu á einu ári. Skólastjórnendur, nemendur, fræðimenn og hluti atvinnulífsins telur að stytting námsins komi niður á gæðum þess.
Ræða eingreiðslu til færeyskra heimila í kröggum
Lögþing Færeyja ræðir í næstu viku frumvarp þess efnis að hvert heimili í landinu fá allt að sjö þúsund danskra króna eingreiðslu vegna hækkandi matar- og orkuverðs. Lögmaður Færeyja boðaði slíka greiðslu í Ólafsvökuávarpi sínu í sumar.
Andstaða við hækkun eftirlaunaaldurs í Frakklandi
Franska verkalýðsfélagið CGT hefur með fulltingi stjórnmálaflokka á vinstri vængnum boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi fimmtudag. Upphafleg krafa verkalýðsfélagsins sneri eingöngu að hækkun launa en spjótum verður einnig beint að fyrirætlunum um hækkun eftirlaunaaldurs.
Kanslari og prins ræddu orkuviðskipti og mannréttindi
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er á ferð um miðausturlönd þar sem hann vonast til að komast að samkomulagi um kaup á jarðgasi. Hann ræddi hvort tveggja viðskipti og mannréttindi við leiðtoga Sádí-Arabíu í gær.