Efnahagsmál

Kæru Samherja á hendur starfsmönnum SÍ vísað frá
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum vísaði frá kæru Samherja á hendur fimm starfsmönnum Seðlabankans í byrjun mars. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Samherji kærði frávísunina til ríkissaksóknara sem hefur málið nú til skoðunar. Seðlabankastjóri kallar eftir skýrari vernd opinberra starfsmanna í lögum og forsætisráðherra segir þörf á ítarlegri skoðun.
Segir húsnæðismarkaðinn vera „mikið áhyggjuefni“
„Það er augljóst að það þarf að spýta í framboðið og stýra því betur þannig að það sé á félagslegum grunni. Það er ekki hægt að treysta því að markaðurinn sjái um húsnæðismarkaðinn því hann gerir það ekki,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.
23.04.2021 - 15:42
Vara við einkavæðingu hjúkrunarheimila
Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega að breytingar á rekstri hjúkrunarheimila kunni að fela í sér kjaraskerðingu þeirra sem starfa við aðhlynningu. „Við breytingar á rekstri er greinilega ætlunin að miða við lægstu mögulega taxta á höfuðborgarsvæðinu við nýráðningar og getur þar munað allt að 48.000 krónum í grunnlaunum,“ segir í yfirlýsingu sem miðstjórnin sendi frá sér í dag. Formaður BSRB segir einnig óásættanlegt að þjónusta við aldraða verði einkavædd.
23.04.2021 - 12:23
170 föld eftirspurn eftir lóðum á Selfossi
Hátt í 9000 umsóknir bárust um 52 lóðir sem sveitarfélagið Árborg auglýsti til sölu nýverið. Draga þarf úr hópi umsækjenda til að ákvarða hver hreppir lóðirnar. Eftirspurnin er um 170 föld miðað við framboðið.
Myndskeið
Stefnir í næturbrölt á Alþingi – fundi frestað aftur
Þingfundi sem átti að hefjast klukkan 21.30 hefur verið frestað til klukkan 02:00 hið minnsta. Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarlög og lög um útlendinga er enn í meðferð velferðarnefndar. Að því loknu verður frumvarpið tekið til 2. og 3. umræðu og um það greidd atkvæði.
Fea, Birta og Fiskisund stærstu hluthafarnir
Flugfélagið Play sem hyggst hefja áætlunarflug í júní birti í dag lista yfir stærstu hluthafa sína eftir nýafstaðið lokað hlutafjárútboð sem nam hátt í sex milljörðum íslenskra króna. Fea ehf. er stærsti hluthafinn með 21,25% hlut.
21.04.2021 - 16:07
Íbúðaverð hækkaði um 1,6% milli mánaða
Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,6% milli febrúar og mars. Það er mesta hækkun sem sést hefur milli mánaða síðan í maí 2017 samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Fjöldi undirritaðra kaupsamninga í mánuði er nú svipaður og 2007 og fjórðungur eigna selst yfir ásettu verði.
21.04.2021 - 09:30
Heimskviður
Ástæða til að hafa áhyggjur af örlæti Kínverja í Afríku
Afríkuríkjunum miðar hægt að því marki sínu að bæta lífskjör almennings. Eftir stöðugan vöxt síðustu áratuga eru erfiðleikar fram undan. En það er ekki vegna faraldursins heldur skuldavanda. Skuldum vafin eru sum þeirra að þrotum komin. Keníumenn vilja að alþjóðastofnanir hætti að lána stjórnvöldum í Keníu vegna óráðsíu og spillingar innan stjórnkerfisins. Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segir meiri ástæðu til að hafa áhyggjur af örlæti Kínverja í Afríku en lánastarfsemi alþjóðastofnana.  
21.04.2021 - 08:05
Viðtal
Segir hagsmuni WOW ekki hafa ráðið för
Forstjóri Samgöngustofu segir af og frá að viðskiptalegir hagsmunir WOW Air hafi ráðið för þegar kom að því að fylgjast með bókhaldi félagsins. Samgönguráðherra segir að atburðarásin í kringum fall WOW hafi átt þátt í því að ákveðið var að auglýsa stöðu þáverandi forstjóra Samgöngustofu.
Um 69 prósent færri gistinætur en í fyrra
Áætlaðar gistinætur á hótelum í síðasta mánuði voru um 54 þúsund. Það er fækkun um 69 prósent samanborið við mars í fyrra þegar gistinætur voru rúmlega 174 þúsund. Þetta kemur fram í nýjum skammtímahagvísi Hagstofu Íslands fyrir ferðaþjónustuna.
20.04.2021 - 12:44
Myndskeið
Ísland of háð ferðaþjónustu þegar faraldurinn skall á
Of mikil áhersla á ferðaþjónustu var einn helsti veikleiki Íslands þegar kórónuveirufaraldurinn skall á, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn varar jafnframt við bólumyndun á fasteignamarkaði.
Níu ráðgjafar ráðnir til viðbótar vegna söluferlisins
Bankasýsla ríkisins hefur ráðið níu söluráðgjafa til viðbótar vegna sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Arion banki hf., Arctica Finance hf., Barclays Bank Ireland PLC, Fossar Markets hf., HSBC Continental Europe, Íslensk verðbréf hf., Íslenskir Fjárfestar hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf. voru valin úr hópi 24 fyrirtækja sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar.
19.04.2021 - 15:50
Telur hægt að auglýsa Íslandsbanka til sölu í júní
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að undirbúningur fyrir sölu á hlut í Íslandsbanka gangi samkvæmt áætlun og að líklega verði hægt að auglýsa hlutinn til sölu strax í byrjun júní.
18.04.2021 - 15:17
Núningur milli ráðuneytis og Samgöngustofu
Ágreiningur var á milli stjórnvalda og Samgöngustofu um hvernig haga bæri fjárhagslegu eftirliti með WOW air. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW, en þar kemur fram að stjórnvöld hafi ekki borið traust til Samgöngustofu til að sinna þessu eftirliti.
16.04.2021 - 14:29
Konur frekar í foreldrahúsum en karlar
Hlutfall kvenna, 18 ára og eldri, sem býr í foreldrahúsum er marktækt hærra en hlutfall karla. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og er í samræmi við mælingar síðasta árs. Alls búa 14,3 prósent kvenna yfir 18 ára hjá foreldrum sínum en 8,5 prósent karla. 
16.04.2021 - 13:30
Íbúðum til sölu fækkaði um 58,4 prósent á tólf mánuðum
Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 58,4 prósent og hvergi hefur þeim fækkað jafnmikið. Dregið hefur úr fjölda íbúða til sölu í öllum landshlutum nema á Norðvesturlandi þar sem þeim fjölgaði um 24,1 prósent. Þetta kemur fram í apríl-skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Myndskeið
Lifnar senn yfir Keflavíkurflugvelli
Það styttist í að líf færist yfir Keflavíkurflugvöll á ný. Amerísk flugfélög hefja áætlunarflug hingað í maí og fjöldi evrópskra flugfélaga hefur tryggt sér lendingapláss í sumar. Þá fjölgar senn í hópi starfsmanna á flugvellinum.
Starfsmanni Elkem dæmdar bætur vegna mengunar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga bætur vegna tjóns sem hann varð fyrir við störf sín í verksmiðjunni. Starfsmaðurinn starfaði sem tappari við ofn í verksmiðjunni.
Spegillinn
Fyrirtæki ættu að hafa svigrúm til að lækka vöruverð
Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ segir vegna aukinnar sölu og hagstæðs vaxtaumhverfis hafi fyrirtækin svigrúm til að lækka verð. Aðeins hafi dregið úr verðhækkunum. Róbert Farestveit, sviðstjóri og hagfræðingur hjá ASÍ, segir ekki æskilegt að hækka vexti til að halda aftur af verðbólgu
15.04.2021 - 16:57
Rúmlega 6,3 milljarða króna arðgreiðsla til ríkisins
Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar um 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Landsvirkjun greiddi 10 milljarða króna í arð fyrir árið 2019 og 4,25 milljarða árið á undan.
15.04.2021 - 16:25
Myndskeið
Sárafátækir fengið þónokkrar hafragrautsskálar
Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra segir að þeir sem glíma við sára fátækt hér á landi hafi fengið aukin stuðning hér á landi. Einstæðir foreldrar hafi fengið hærri barnabætur. Það megi útbúa margar skálar af hafragraut fyrir þann aukna stuðning.
15.04.2021 - 14:31
Úrvalsvísitalan hækkað um þrettán prósent á 3 mánuðum
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um þrettán prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur nú hækkað um 82 prósent frá því að hún náði lággildi í mars á síðasta ári. „Helsta ástæðan eru þessar miklu vaxtalækkanir sem hafa verið á mörkuðum. Skammtímavextir eru mjög lágir sem þýðir að verðmæti hlutabréfa aukast. Það er sóst eftir frekari ávöxtun og leitað í hlutabréf,“ segir Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá hagfræðideild Landsbankans.
15.04.2021 - 12:58
Stórhuga áform um fiskeldi og orkuframleiðslu
Stórhuga áform eru uppi um mikla uppbyggingu fiskeldis á landi í og við Þorlákshöfn. Stefnt er á svo mikla framleiðslu á eldisfiski að sveitarfélagið Ölfus er farið að huga að stofnun nýs orkufyrirtækis til að mæta orkuþörfinni sem af því skapast.
15.04.2021 - 07:00
Heimilin hafa staðið af sér faraldurinn
Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi náð sögulegum hæðum í faraldrinum er staða íslenskra heimila mun betri en búist var við. Einstaklingum á vanskilaskrá fækkar og fasteignamarkaðurinn er í fullum blóma.
Óttast að greiðsluvandi breytist í skuldavanda
Seðlabankinn óttast að greiðsluvandi ferðaþjónustufyrirtækja breytist í skuldavanda nú þegar hillir undir lok kórónuveirufaraldursins og fyrirtæki þurfa að byrja að borga af lánum sínum á ný.