Efnahagsmál

Spegillinn
Myntin vegur 1.400 tonn og gæti fyllt heilan sal
Fyrir fjörutíu árum flykktust Íslendingur í banka til að skipta á gömlum krónum fyrir nýjar. Þá um áramótin varð gjaldmiðilsbreyting, ný mynt og nýir seðlar og hver ný króna virði hundrað þeirra gömlu. Þetta var gert í óðaverðbólgu þess tíma, hún kallaði á að gefnir yrðu út seðlar og slegin mynt með hærra verðgildi. Þá fóru menn að hugsa um hvort hægt væri að skera tvö núll aftan af krónunni eins og það var stundum orðað og færa upphæðir nær því sem var í nágrannalöndunum.
16.01.2021 - 09:33
Varar við fjárlagahalla á Grænlandi
Vittus Qujaukitsoq, fjármálaráðherra Grænlands, varar við að kórónuveirufaraldurinn geti haft mjög alvarleg áhrif á ríkissjóð landsins. Qujaukitsoq segir að grannskoða þurfi öll útgjöld í framtíðinni því efnahagsaðgerðir vegna farsóttarinnar hafi verið afar þungar fyrir ríkissjóð Grænlands.
15.01.2021 - 22:09
Spegillinn
Brexit-raunir í breskum sjávarútvegi
Hvort sem Brexit reynist sú happaleið líkt og helstu talsmenn þess, til dæmis Boris Johnson forsætisráðherra, hafa lofað þá er ljóst að hér og nú skapar Brexit ýmis vandamál. Forsvarsmenn sjávarútvegs krefjast nú styrkja og stuðnings fyrir tap, sem þeir eru að verða fyrir. Breska stjórnin lofar 100 milljónum punda í sjávarútvegsstyrki. Evrópusambandið hyggst verja 5 milljörðum evra í slíka styrki í Evrópu, þar af fá Írar einn milljarð.
15.01.2021 - 17:30
Spegillinn
200 falla af bótum 2021 í Reykjanesbæ
Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði tæplega 12 af hundraði. Í lok desember mældist atvinnuleysið 10,7%. Mesta atvinnuleysið er sem fyrr á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið meðal kvenna var yfir 26%. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ vill að bótatímabilið verði lengt. Það stefni í að um 200 manns í bænum falli af bótum á þessu ári.
15.01.2021 - 16:52
Biden kynnir efnahagsviðspyrnu stjórnar sinnar
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í kvöld aðgerðir komandi Bandaríkjastjórnar til að endurreisa efnahag ríkisins. Samanlagt nema aðgerðirnar um 1.900 milljörðum bandaríkjadala.
15.01.2021 - 01:28
Búið að sækja um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða
419 rekstraraðilar sóttu um tekjufallsstyrki fyrir um 2,7 millljarða króna fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir umsóknir 11. janúar vegna tekjufalls rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020. Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins. Búið er að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir króna.
14.01.2021 - 18:14
Ekkert ákall frá almenningi um að ríkið selji banka
„Það á greinilega bara að henda þessu í gegn af öllu afli og það liggur mikið á hjá þeim,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, um fyrirhugaða sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Drífa sat í gær fund með fjárlaganefnd Alþingis og efnahags- og viðskiptanefnd. „Það á að klára þetta fyrir kosningar og mér líst ekki á það," segir hún í samtali við fréttastofu.
14.01.2021 - 12:04
Spegillinn
Covid, matarpakkar og hjólaferð
Covid heldur Bretlandi í heljargreipum en matarpakkar, bólusetning og hjólaferð forsætisráðherra setja líka sinn svip á pólitíska umræðu í landinu.
13.01.2021 - 20:33
Stjórnvöld sýni veitingahúsum fullkomið skilningsleysi
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVF, lýsa yfir sárum vonbrigðum með það sem þau segja fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða í yfirlýsingu í dag. Skilningsleysið raungerist enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar. segir í tilkynningunni.
13.01.2021 - 19:44
Viðtal
Vill sjá Ísland leiðandi í gervigreindargarðyrkju
Fljúgandi bílar, gervigreindargarðyrkja og heilsuúr fyrir tré eru meðal viðfangsefna Davids Wallerstein, sem stýrir nýjum fjárfestingum fyrir kínverska fyrirtækið Tencent sem er áttunda stærsta fyrirtæki heims. Hann segir mörg tækifæri nú fyrir íslenska brautryðjendur til að stofna leiðandi fyrirtæki með lausnir við loftslagsbreytingum og vill sjá Ísland setja á fót risa gervigreindargarðyrkjustöð.
12.01.2021 - 23:52
Myndskeið
Óheppilegt að selja núna
Hæpið er að raunvirði fáist fyrir hlut í Íslandsbanka við þær aðstæður sem nú eru og ólíklegt að heppilegir kaupendur finnist, að mati Guðrúnar Johnsen hagfræðings og lektors við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
12.01.2021 - 22:10
Íbúðaverð hækkar en leiguverð lækkar víða
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hratt á nýliðnu ári en leiguverð stóð í stað og lækkaði víða. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
12.01.2021 - 14:07
Stefnt að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka í sumar
Fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir lok mánaðar og útboð verði eftir fimm mánuði.
12.01.2021 - 12:28
Spegillinn
Vesturlönd beita sömu efnahagsaðgerðum
Ríkissjóðir vestrænna þjóða dæla fjármagni út í laskað hagkerfi í COVID-19 faraldrinum.  Slík hagfræði hefur löngum verið kennd við John Maynard Keynes, en kenningar hans hafa um áratugaskeið verið uppspretta deilna um hlutverk ríkisins í atvinnulífinu.
Segir forsendur hlutafjárútboðs halda
Forstjóri Icelandair segir forsendur hlutafjárútboðsins halda þrátt fyrir að flug sé með minnsta móti. Hann spáir aukningu í vor og segir mikið að gera í fraktflutningum.
11.01.2021 - 19:38
Bóluefni og bankasala rædd á fundi þingflokksformanna
Forseti Alþingis fundar með formönnum þingflokka nú fyrir hádegið til að ræða upphaf þingstarfa en þing kemur saman á ný í næstu viku. Búast má við að stjórnarandstaðan ýti á eftir svörum um stöðu bólusetninga gegn Covid 19 hér á landi, og þá mun fyrirhuguð sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka líka bera á góma.
11.01.2021 - 09:59
Myndskeið
Oddný: „Tímasetningin ekki til að auka traust“
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segist ekki hafa átt von á því að hlutir í Íslandsbankanum yrðu seldir við þessar aðstæður. Hún segir ekki tilviljun að ákvörðunin skuli hafa verið tilkynnt skömmu fyrir jól og sú tímasetning sé ekki til þess að auka traust. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta hafa legið fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar; að draga skyldi úr eignarhaldi í fjármálakerfinu.
10.01.2021 - 12:31
Yfirskattanefnd fellir úr gildi úrskurð vegna Isavia
Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra í máli Isavía og gert embættinu að taka málið til meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Það snýst um uppgjör á virðisaukaskatti en innsendar virðisaukaskattskýrslur félagsins hafa ekki verið afgreiddar frá árinu 2016. Isavia telur sig eiga inni 5,2 milljarða vegna málsins.
09.01.2021 - 15:51
Býður farþegum að fljúga áður en takmarkanir taka gildi
Icelandair býður þeim 600 farþegum, sem eiga bókað far til Kaupmannahafnar á sunnudag, mánudag og þriðjudag, að fljúga til dönsku höfuðborgarinnar áður en hertar takmarkanir taka gildi í Danmörku á mánudag. Farþegar verða að framvísa neikvæðri COVID-19 sýnatöku áður en þeir fara um borð í Keflavík frá klukkan 17 á morgun.
Mótvægisaðgerðir ríkisins vegna COVID um 200 milljarðar
Beinar aðgerðir ríkisins vegna kórónuveirufaraldursins eru meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.  Mótvægisaðgerðir í ríkisfjármálum vegna faraldursins í fyrra og í ár nema samtals rúmlega 200 milljörðum króna sem samsvarar 7% af vergri landsframleiðslu ársins 2019 og gert er ráð fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs nemi rúmum 80 milljörðum á árinu 2020, 55 milljörðum meira en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Rúmar 666 milljónir í lokunarstyrki í þriðju bylgju
Skatturinn hefur greitt rúmar 666 milljónir í lokunarstyrki til 257 fyrirtækja sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins.
Spegillinn
Útlendingar áhugasamir að stunda nám í atvinnuleysi
Mikill meirihluti þeirra sem sótt hafa um að stunda nám á fullum atvinnuleysisbótum eru erlendir atvinnuleitendur. Þeir sem hafa verið á bótum lengur en í sex mánuði gefst kostur á að setjast á skólabekk í eina námsönn. Tæplega 500 manns hafa sótt um að hefja nám á vorönn. Það eru nokkuð færri en búist var við.
06.01.2021 - 09:55
Aldrei fleiri hópuppsagnir tilkynntar á einu ári
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.
Óvenjulegt og órólegt ár á íslenskum verðbréfamarkaði
Metfjöldi viðskipta síðan 2008 var í kauphöllinni á liðnu ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 20,5% á árinu og stendur nú í 2.555 stigum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir viðskipta ársins hjá Nasdaq Iceland. Skráð félög öfluðu sér alls 29 milljarða á markaði í haust auk þess að nýta hlutabréf sín sem gjaldmiðil við yfirtökur.
04.01.2021 - 13:05
Vikulokin
Langt og strangt ár með átökum á vinnumarkaði og deilum
Árið 2020 litaðist af auknu atvinnuleysi og einnig af hörðum kjaradeilum á atvinnumarkaði. Ungt fólk af erlendum uppruna á erfitt uppdráttar með að komast á atvinnumarkað. Þá er hætt við að farsóttin marki heila kynslóð ungmenna framtíðar. Ekki er víst að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem liggja í dvala geti opnað dyr sínar á ný þegar efnahagslífið glæðist á ný.
02.01.2021 - 13:28