Efnahagsmál

Danskir ráðamenn verjast frétta af vopnasendingum
Hvorki Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur né varnarmálaráðherrann Morten Bødskov vilja greina nákvæmlega frá hvers konar vopn danska ríkisstjórnin hefur útvegað Úkraínumönnum.
Sala rafbíla eykst en skortur á hráefni gæti hægt þar á
Kaupendur nýrra bíla um heim allan völdu á síðasta ári í ríkara mæli en áður að velja rafdrifinn bíl en skortur á hráefnum á borð við líþín gæti orðið til að draga úr því.
Spegillinn
Costco á Íslandi 5 ára
Það er óhætt að segja að íslenskur smásölumarkaður hafi titrað fyrir sjö til átta árum þegar fréttist að alþjóðlega verslanakeðjan Costco, sem upprunnin er í Bandaríkjunum, hygðist opna stórverslun hér á landi. Og almenningur beið spenntur.
23.05.2022 - 20:00
Næsta skref í íbúðauppbyggingu
„Það var í raun og veru verið að taka næsta skref núna í íbúðauppbyggingu þar sem VR ríður á vaðið að byggja húsnæði sem er fyrir hinn almenna félaga, leiguhúsnæði, óháð tekjumörkum,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um rammasamning sem hún, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag.
23.05.2022 - 18:27
Starbucks hættir rekstri í Rússlandi
Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks tilkynnti í dag að hún ætlaði að hætta rekstri í Rússlandi. Hundrað og þrjátíu kaffihúsum fyrirtækisins verður lokað endanlega. Stjórnendur fyrirtækisins ákváðu í mars, skömmu eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu, að hætta rekstrinum tímabundið, en samktæmt nýjustu ákvörðuninni verður skrefið stigið alla leið. Bandaríska veitingahúsakeðjan McDonalds tilkynnti í síðustu viku að öllum rekstri yrði hætt í Rússlandi.
23.05.2022 - 17:00
Fréttaskýring
Hinn langi armur Sádi-Arabíu
Japanska fjármálaráðuneytið greindi frá því fyrir helgi að fjárfestingasjóður sádiarabíska ríkisins, PIF, hafi fest kaup á rétt rúmlega fimm prósenta hlut í tölvuleikjafyrirtækinu Nintendo. Sádi-Arabía er þar með orðinn fimmti stærsti eigandi fyrirtækisins.
Óvissa og verðhækkanir á byggingamarkaði
Verkkaupar þurfa að huga sérstaklega vel að verksamningum um þessar mundir. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Verð á aðföngum fyrir byggingariðnað hafi í sumum tilfellum margfaldast á síðustu mánuðum. Vöruskortur vegna heimsfaraldurs og stríðsátaka hafi mikil áhrif á stórar atvinnugreinar.
23.05.2022 - 12:00
Telja mannfall Rússa svipað og var í Afganistan
Leyniþjónusta Bretlands telur að mannfall meðal Rússa í Úkraínu jafnist á við það sem var meðan á níu ára styrjöld stóð í Afganistan. Meirihluti þingmanna á þingi Úkraínu hefur ákveðið að banna notkun bókstafanna V og Z á opinberum vettvangi.
Ardern heldur til fundar við bandaríska ráðamenn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst einkum ræða viðskipti og málefni ferðaþjónustu við nokkra öldungadeildarþingmenn. Ardern kveðst jafnframt umhugað um að sjónum verði beint að öryggismálum á Kyrrahafi.
Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til að taka þátt í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
Patríarkinn á þvingunarlista Evrópusambandsins
Nafn Kirils patríarka, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, er á næsta lista Evrópusambandsins yfir þá einstaklinga sem beita á refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum.
Póllandsforseti styður aðildarumsókn Úkraínu
Forseti Póllands heitir Úkraínu fullum stuðningi við umsóknarferlið að inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir að virða beri vilja þess fólks sem lætur lífið í þágu Evrópu.
Nokkrar tilslakanir í Shanghai
Almenningssamgöngur hófust að hluta til í kínversku borginni Shanghai í morgun. Það er til marks um að lífið þar sé smám saman að færast í fyrra horf eftir nærri tveggja mánaða einangrun vegna útbreiðslu COVID-19.
22.05.2022 - 23:00
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Sinnepsskortur blasir við Frökkum
Frakkar standa frammi fyrir sinnepsskorti í sumar. Ástæðan er margþætt. Miklir þurrkar í Kanada, léleg uppskera innanlands og stríðið í Úkraínu valda því að varla er mustarðskorn að fá.
22.05.2022 - 06:30
Costa heitir aðstoð við endurbyggingu skóla í Úkraínu
Forseti Úkraínu segir að hátt í tvö þúsund skólar hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Rússa í landinu. Forsætisráðherra Portúgals heitir aðstoð við endurreisn skólanna.
Færeyingar búast við metfjölda ferðamanna í sumar
Færeyingar búa sig nú undir annasamt sumar hvað fjölda ferðamanna áhrærir. Öll hótel eru að fyllast en hótelrekendur greina breytingu í kauphegðun ferðamanna.
21.05.2022 - 23:30
Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Starliner-farið lagði að alþjóðageimstöðinni í nótt
Ómannað Starliner-far bandaríska loftferðarisans Boeing lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni laust eftir miðnættið að íslenskum tíma. Því var skotið frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída í gærkvöld.
Tilskipun sem stöðvar för hælisleitenda áfram í gildi
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að tveggja ára gömul tilskipun skyldi halda gildi sínu en með henni má stöðva för allra sem ekki hafa vegabréfsáritun yfir landamærin frá Mexíkó. Tilskipunin átti að renna sitt skeið á mánudag.
Laða þarf háskólamenntað fólk til landsins
Skortur á vinnuafli ætti ekki að koma neinum á óvart, að sögn hagfræðings hjá Samtökum atvinnulífsins. Innlendu vinnuafli sé augljóslega ekki að fjölga og því verði að reyna að laða erlent starfsfólk til Íslands.
20.05.2022 - 09:57
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
Safnari greiddi 19 milljarða fyrir sportbíl
Sportbíll af gerðinni Mercedes-Benz 300 SLR Uhlenhaut Coupé árgerð 1955 var seldur fyrir metfjárhæð á uppboði fyrr í mánuðinum. Almennt þættu kaup á bíl ekki til tíðinda en RM Sothebys uppboðshúsið annaðist söluna.
20.05.2022 - 05:10
Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.