Efnahagsmál

Barnabætur skerðist við of lágar tekjur
Barnafjölskyldur á Íslandi hljóta minni fjárhagslegan stuðning en í flestum vestrænum hagsældarríkjum. Þetta sýna ný gögn frá OECD sem birt voru í Kjarafréttum Eflingar í dag. Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum, greinir frá að skerðingar barnabóta hérlendis miðist við of lágar tekjur.
06.12.2021 - 14:59
„Líkt og að loka dyrunum eftir að hrossið er strokið“
Breytingar breskra stjórnvalda á ferðatakmörkunum koma of seint til að gagnast raunverulega gegn útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta er mat Mark Woolhouse prófessors í faraldsfræði sem er einn þeirra sem ráðlagt hefur ríkisstjórninni varðandi sóttvarnir.
Vopnaframleiðendur hagnast þrátt fyrir faraldur
Efnahagssamdráttur af völdum kórónuveirufaraldursins hefur lítil áhrif haft á stærstu vopnaframleiðendur heims. Öll sýndu þau hagnað á síðasta ári að því er fram kemur í árlegri úttekt Alþjóða friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi.
Barrow endurkjörinn forseti í Gambíu
Adama Barrow var endurkjörinn forseti Vestur-Afríkuríkisins Gambíu í gær. Formaður yfirkjörstjórnar landsins tilkynnti um endurkjör Barrows í dag en hann hefur þegar setið eitt kjörtímabil.
05.12.2021 - 23:50
Örríkið sem ögrar Bretlandi og Kórónuveirunni
Pallur gerður úr málmi og steinsteypu stendur í Norðursjó rúma tíu kílómetra undan suðausturströnd Englands. Þar búa örfáir í sjálfútnefndu örríki, furstadæminu Sjálandi. Um ríflega hálfrar aldar skeið hafa íbúar þess ögrað valdi Bretlands.
05.12.2021 - 21:40
Sjónvarpsfrétt
Fagna hækkun en segja kerfið enn of flókið
Barnabótakerfið er of flókið og tekur ekki mið af hagsmunum barna. Þetta segir hagfræðingur hjá BSRB. Hún fagnar þeim hækkunum sem boðaðar eru í nýju fjárlagafrumvarpi en segir markmiðum kerfisins hvergi náð. Þá sé það áhyggjuefni að útgjöld til kerfsins aukist ekki á milli ára.
05.12.2021 - 19:37
Persónuafsláttur ekki fastur heldur fylgir verðbólgu
Persónuafsláttur verður ekki lengur föst krónutala heldur mun fylgja verðbólgu og framleiðnivexti frá áramótum. Hagfræðingur hjá ASÍ fagnar þessum breytingum þótt vissulega hefði verkalýðshreyfingin viljað sjá gengið lengra til að koma í veg fyrir sjálfkrafa hækkun skatta.
05.12.2021 - 14:41
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
Mótmæla fyrirhugaðri liþín-námuvinnslu í Serbíu
Þúsundir lokuðu vegum víða um Serbíu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að veita Rio Tinto leyfi til að vinna liþín úr jörð. Efnið er meðal annars notað í rafhlöður rafknúinna ökutækja.
05.12.2021 - 01:19
Sjónvarpsfrétt
Um 450 lóðir í boði í Reykjavík á þessu ári
Færri lóðir verða boðnar út í Reykjavík á þessu ári heldur en undanfarin ár. Engar íbúðalóðir eru í boði á Seltjarnarnesi þar sem byggingarland er uppurið. Ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu eru að taka á sig mynd og byggð að þéttast.
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Fyrsta kórónuveirutilfellið greinist á Cook-eyjum
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst á Cook-eyjum í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar hafa sjálfstjórn en eru í frjálsu sambandi við Nýja Sjáland. Þar búa um 17 þúsund manns.
Omíkron getur orðið til þess að dregur úr hagvexti
Tilkoma Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar kann að verða til þess að samdráttur verði í hagvexti heimsins líkt og gerst hefur vegna Delta-afbrigðisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að afbrigðið geti dreifst hratt og þannig orðið til þess að tiltrú á markaðinn dregst saman.
Fjárframlag heilbrigðisráðuneytis á að stytta biðtíma
Landspítala verður gert kleift að útvista á annað hundrað valinna aðgerða með sextíu milljóna króna fjárframlagi sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað að veita spítalanum.
Tugþúsundir Norðmanna verða af bótum um áramót
Tugir þúsunda atvinnulausra Norðmanna horfa fram á að þröngt verði í búi eftir áramótin en þá tapa margir rétti sínum algerlega og greiðslur verða skornar verulega niður til annarra. Ástæðan er sú að sérstökum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins verður hætt 1. janúar.
Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Álasað fyrir endurupptöku stefnu varðandi flóttafólk
Joe Biden Bandaríkjaforseti liggur nú undir þungu ámæli eftir að hann ákvað að endurlífga þá stefnu forvera síns að hælisleitendum skuli gert að bíða í Mexíkó meðan unnið er úr umsóknum þeirra.
Frjálslyndi Hollendinga kennt um útbreiðslu COVID-19
Holland er eitt þeirra landa sem hvað verst hefur orðið úti í kórónuveirufaraldrinum. Sérfræðingar telja að ástæður þess megi rekja til ríkrar hefðar fyrir einstaklingsfrelsi og samfélagsábyrgð í landinu.
NASA semur við einkafyrirtæki um smíði geimstöðva
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur samið við þrjú fyrirtæki sem ætlað er að hanna geimstöðvar sem taka muni við hlutverki Alþjóðlegu geimstöðvarinnar undir lok áratugarins.
Loftferðasamningur við Úkraínu undirritaður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu undirrituðu loftferðasamning milli ríkjanna í dag.
Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.
Spegillinn
Hallafjárlög við sérstakar aðstæður
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í faraldrinum hafa skilað hröðum efnahagsbata segir fjármálaráðherra  en stjórnarandstaðan segir hana segja pass með fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur saknar útfærslu á hvernig eigi að bæta afkomu ríkissjóðs. 
Fjármálaráðherra Tyrklands látinn fara
Forseti Tyrklands hefur rekið fjármálaráðherrann á sama tíma og efnahagsöngþveiti er í landinu og gengi tyrknesku lírunnar fellur stöðugt. Seðlabankinn fær ekkert að gert vegna afskipta forsetans.
02.12.2021 - 16:14
Rólegar loðnuveiðar en engin ástæða til örvæntingar
Loðnuveiðar fara hægt af stað og valda nokkrum vonbrigðum. Þetta segir Þorkell Pétursson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, í samtali við fréttastofu.
02.12.2021 - 15:02
Áhyggjur af því að efnahagsbatinn gæti verið brothættur
Nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála um að hækka þyrfti vexti bankans en greindi á um hversu mikið. Vextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur en nokkrir nefndarmenn vildu stíga varlega til jarðar. Áhrif vaxtahækkana væru meiri nú og atvinnuleysi gæti aukist þegar dregið verði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda vegna faraldursins. Því gæti efnahagsbatinn sem náðst hefur eftir að faraldurinn hófst verið brothættur.
02.12.2021 - 09:53