Efnahagsmál

Sumarið mjög gott en ekki hægt að lifa veturinn af
Ferðagleði Íslendinga innanlands í sumar dugir ekki til að lifa veturinn af, segir hótelstjóri við Mývatn. Hún neyðist til að skella í lás í haust og flytja burt með fjölskylduna.
13.08.2020 - 19:20
Aldrei hærra hlutfall þeirra sem kaupa fyrstu eign
Aldrei hefur hlutfall kaupenda fyrstu íbúðar verið jafnhátt og nú, samkvæmt nýjum tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Fjórði hver sem býr í foreldrahúsum segist vera að íhuga að kaupa sér íbúð á næstu sex mánuðum.
Morgunvaktin
„Ferðamaðurinn ekki búinn að borga fyrir ferð sína“
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að gjald fyrir hverja sýnatöku á landamærum þyrfti að hlaupa á tugum þúsunda til þess að svara kostnaðinum sem stafar af áhættunni sem fylgir „opnum“ landamærum. Hún segir að töluverður kostnaður falli á aðra en ferðamanninn vegna áhættu af komu hans. Tinna var í viðtali á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
Ríkisskuldir jukust um 250 milljarða á sex mánuðum
Heildarskuldir ríkissjóðs jukust um 250 milljarða króna frá lok janúar til júlíloka. Þetta kemur fram í Markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins í Seðlabanka Íslands, en Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun. Ríkisskuldir voru miklar í kjölfar efnahagshrunsins 2008 en lækkuðu svo í kjölfar fjarmagnshafta, og svo enn meir í uppsveiflu á árunum 2015 til 2018. Þær hafa tekið að aukast aftur samhliða heimsfaraldri kórónuveiru. 
13.08.2020 - 07:21
Rekstraráætlanir gera ráð fyrir röskun á flugi áfram
Forstjóri Icelandair segir áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi takmörkunum í flugrekstri og miklum sveiflum. Mikilvægur áfangi hafi náðst með samningum við Boeing og lánardrottna. Boeing MAX verða aðal flugvélar Icelandair.
12.08.2020 - 12:27
Icelandair Hotels tekur fyrsta brúarlánið
Icelandair Hotels fá 1.200 milljóna brúarlán frá Arion banka. Ríkið ábyrgist 70% af fjárhæð lánsins. Þetta er fyrsta brúarlánið sem veitt er eftir að opnað var fyrir umsóknir í maí.
Dýpsta kreppa sögunnar í Bretlandi samkvæmt hagtölum
Dýpsta efnahagslægð sögunnar er nú í Bretlandi, en samkvæmt hagstofunni þar í landi minnkaði verg landsframleiðsla um rúmlega fimmtung í öðrum ársfjórðungi. Þetta er jafnframt fyrsta efnahagslægðin í landinu í ellefu ár.
12.08.2020 - 09:10
Útlit fyrir aukið framboð skrifstofuhúsnæðis í miðbænum
Útlit er fyrir að framboð skrifstofuhúsnæðis í miðborg Reykjavíkur komi til með að aukast verulega á næstu þremur árum, ef marka má samantekt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Samvæmt samantektinni geta um 44 þúsund fermetrar flætt inn á markaðinn á næstu misserum.
12.08.2020 - 06:47
Vantar heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra 
Efnahagskerfi heimsins og ekki síst heilbrigðiskerfi ríkja heimsins ráða mjög misjafnlega vel við veirufaraldurinn. Þetta segir Guðrún Johnsen, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi VR. Hagsmunir ferðaþjónustunnar hér á landi hafi verið kortlagðir en síður hagsmunir annarra starfsgreina. Gera þurfi heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra á Ísland. 
11.08.2020 - 16:11
Þórdís Kolbrún: Rétt að hleypa ferðamönnum inn
Ferðamálaráðherra segir að rétt hafi verið að opna fyrir flæði erlenda ferðamanna til landsins. Góð innlend eftirspurn í ferðaþjónustu sé ekki sjálfbær þar sem hún komi að hluta úr sameiginlegum sjóðum. 
Vill að hagfræðin taki meira mið af raunveruleikanum
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að greinin hafi beitt þrýstingi til að opna landið fyrir ferðamönnum. Málið snúist um sóttvarnir og efnahagslegar afleðingar vegna COVID og sóttvarnir hafi ráðið ferðinni. Hann telur að hagfræðin þyrfti stundum að taka aðeins meira mið af raunveruleikanum.
08.08.2020 - 12:42
Opnun landamæra stefndi almannagæðum og efnahag í hættu
„Það er ekki rétt að það hafi verið nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að opna fyrir flæði ferðamanna,“ skrifar Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í grein sem birtist í Vísbendingu í dag. Greinin ber yfirskriftina „Voru gerð mistök í sumar?“ og þar færir Gylfi rök fyrir því að stjórnvöld hafi gert mistök með því að „opna“ landið fyrir ferðamönnum.  
Segir að fjölgun starfa sé kostnaður fyrir borgina 
„Fyrirtækin glíma við að þurfa að segja upp fólki og ég er að benda á að borgin er að bólgna út frekar en hitt,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu um færslu sem hann birti á Facebook í gær.  
07.08.2020 - 13:22
Met í bíla- og tækjalánum í sumar
Met var slegið í júní hjá Landsbankanum í lánum til bíla- og tækjakaupa. Samtals lánaði bankinn 1.198 milljónir í þessum flokki og hefur aldrei svo mikið verið lánað í einum mánuði.
05.08.2020 - 07:38
Segir þurfa plan til að lifa með veirunni áfram
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa mjög miklar áhyggjur af því að samfélagið skorti þolinmæði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Hann hefur stungið upp á því við stjórnvöld að samráðsvettvangur verði settur á laggirnar sem skoði hvernig samfélagið ætli að takast á við faraldurinn á sama tíma og aðrar áskoranir blasi við.
04.08.2020 - 08:29
Sögulegur samdráttur á Evrusvæðinu
Verg landsframleiðsla í Evruríkjunum dróst saman um 12,1 prósent að meðaltali á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar. Samdrátturinn hefur aldrei verið meiri síðan mælingar evrópsku hagstofunnar hófust árið 1995. BBC greinir frá.
01.08.2020 - 09:04
Icelandair stefnir á að ljúka samningum í næstu viku
Icelandair stefnir á að klára að semja við kröfuhafa sína í næstu viku. Samningaviðræður við kröfuhafa eru vel á veg komnar, segir í tilkynningu frá félaginu í kvöld, en þeim er ekki lokið.
31.07.2020 - 23:02
Alls 79 sagt upp í tveimur hópuppsögnum í júlí
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí og ná þær til 79 manns.
31.07.2020 - 16:16
Efnahagskreppa á Spáni
Landsframleiðsla á Spáni dróst saman um 18,5 prósent á öðrum ársfjórðungi. Á þeim fyrsta nam samdrátturinn 5,2 prósentum. Tæknilega séð er þar með brostin á efnahagskreppa í landinu.
31.07.2020 - 09:46
Dæmalaus efnahagssamdráttur í Bandaríkjunum
Efnahagssamdrátturinn í Bandaríkjunum öðrum ársfjórðungi nam 32,9 prósentum. Hann hefur ekki orðið meiri frá því að skráning hófst árið 1947. Ástandið var þó lítið eitt betra en hagfræðingar höfðu reiknað með.
30.07.2020 - 16:22
Jákvæður viðsnúningur í afkomu Arion banka
Jákvæður viðsnúningur er í afkomu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2020. Afkoma af áframhaldandi starfsemi var 4.958 milljónir króna. Þetta er 76 prósenta aukning frá öðrum ársfjórðungi ársins 2019.
29.07.2020 - 17:23
Verulegur samdráttur hjá McDonalds
Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonalds dróst saman um 68 prósent á öðrum ársfjórðungi. Hann nam 483,8 milljónum dollara. Tekjurnar minnkuðu um þrjátíu af hundraði, niður í 3,8 milljarða dollra. Viðskiptin drógust saman á flestum viðskiptasvæðum fyrirtækisins.
28.07.2020 - 14:06
S-Afríka fær 4,3 milljarða dollara frá AGS vegna COVID
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur samþykkt að veita Suður-Afríku neyðarlán að andvirði 4,3 milljarða bandaríkjadollara, eða sem nemur rúmlega 580 milljörðum íslenskra króna.
Yfirlýsingar Ragnars Þórs „út úr öllu korti“
Seðlabankastjóri segir að tryggja þurfi sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða, í samþykktum sjóðanna og mögulega með lögum. Hann segir yfirlýsingar formanns VR, um að stjórnarmönnum VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna verði skipt út ef þeir fari ekki að tilmælum stéttarfélagsins, út úr öllu korti.
24.07.2020 - 12:43
Evrópuþingið krefst breytinga á fjárhagsáætlun ESB
Evrópuþingið samþykkti í dag með miklum meirihluta að krefjast þess að fjárhagsáætlun Evrópusambandsins til næstu sjö ára verði breytt. Í ályktuninni segir að ólíklegt sé að þingið fallist á fjárhagsáætlunina án þess að hún verði löguð. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti hana á fundi sínum sem stóð frá síðasta föstudegi til þriðjudags.
23.07.2020 - 16:21