Efnahagsmál

Greiðslur ríkis vegna hlutabóta og uppsagna samþykktar
Alþingi samþykkti í gærkvöld frumvörp ríkisstjórnarinnar um greiðslu launa á uppsagnarfresti og hlutabótaleiðina. Efnahags- og viðskiptanefnd gerði í gær enn frekari breytingar á því fyrrnefnda, eftir gagnrýni frá Alþýðusambandi Íslands. Áætlaður kostnaður við það er um 27 milljarðar.
Dæmalaus samdráttur einkaneyslu í Bandaríkjunum
Einkaneysla í Bandaríkjunum dróst saman um 13,6 prósent í apríl. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur á einum mánuði frá árinu 1959, þegar efnahagsráðuneytið hóf að mæla hana með reglubundnum hætti. Í mars dróst einkaneyslan saman um 6,9 prósent, sem einnig var met.
29.05.2020 - 14:00
Capacent óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Ráðgjafafyrirtækið Capacent ehf. óskaði í dag eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins segir að reynt hafi verið að bjarga því frá falli síðustu vikur. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins störfuðu þar um fimmtíu manns.
28.05.2020 - 17:15
Segir fáa dómara hafa átt sambærilegra hagsmuna að gæta
Ólíklegt er að sú ákvörðun Hæstaréttar að mál þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og Elínar Sigfúsdóttur verði tekin til efnismeðferðar í réttinum á ný, hafi áhrif á fleiri mál, að mati lögfræðings Sigurjóns.   
28.05.2020 - 13:31
Bláa lónið segir upp 403 starfsmönnum
403 starfsmönnum Bláa lónsins verður sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Uppsagnir eru þegar hafnar, að sögn Báru Mjallar Þórðardóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.
28.05.2020 - 09:48
Samstarf Norðurlandanna um lyfjakaup er hafið
Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa saman óskað eftir því að kaupa lyfið Zynteglo. Þetta er fyrsta lyfið sem Norðurlöndin sækjast eftir að kaupa sameignlega en samstarf Norðurlandanna á þessu sviði hefur lengi verið til umræðu.
27.05.2020 - 17:30
Lufthansa þiggur ekki björgunarpakka
Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa ætlar ekki að ganga að tilboði stjórnvalda um að bjarga því frá gjaldþroti. Hún gerir ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafni björgunaraðgerðunum.
27.05.2020 - 14:50
Samþykkja 103 milljarða hækkun fjárheimilda
Gert er ráð fyrir 34 milljörðum til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli og 27 milljörðum til greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfesti í nýju fjáraukalagafrumvarpi sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun.
26.05.2020 - 16:24
Takmarkaður áhugi fyrirtækja á brúarlánum
Fyrirtæki hafa takmarkaðan áhuga á brúarlánum, sem er eitt af efnahagslegum úrræðum sem ríkisstjórnin kynnti í lok mars. Arion banki hefur opnað fyrir umsóknir en Íslandsbanki og Landsbankinn eru enn að vinna að útfærslu lánanna, níu vikum eftir að þau voru kynnt.
„Mjög skýr skilaboð um það hver krafan er“
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar er fólki skipt upp í vinnuhópa sem fer yfir stöðuna heilt yfir. „Við ætlum að funda sem mest alla þessa viku og taka stöðuna í vikulokin,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
25.05.2020 - 19:57
Myndskeið
Má treysta á gull og verðtryggingu
Hraðar stýrivaxtalækkanir valda því að þau sem eiga sparifé eiga orðið erfiðara með að finna leiðir til að ávaxta það. Gull og verðtrygging virðist vera það sem hægt er að treysta á í ástandi sem þessu.
24.05.2020 - 19:28
Vilja draga úr innflutningi vegna ferðamannafæðar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, hafnaði í vikunni beiðni Bændasamtaka Íslands um að fallið verði frá úthlutun tollkvóta á landbúnaðarafurðir vegna kórónaveirufaraldursins. Formaður Bændasamtakanna segir að forsendur samningsins séu breyttar þar sem engir ferðamenn séu á landinu.
22.05.2020 - 18:10
Flugfreyjur hafa boðið tímabundinn fleytisamning
Flugfreyjur hafa boðið Icelandair svokallaðan fleytisamning til að hjálpa flugfélaginu yfir erfiðasta hjallann í kreppunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins segir þó ekki koma til greina að skerða laun og réttindi  flugfreyja til frambúðar.
22.05.2020 - 15:58
Icelandair fær sennilega að auka hlutafé
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna á ekki von á öðru en að stjórn Icelandair fái heimild til að auka hlutafé í félaginu á hluthafafundi í dag. Lífeyrissjóðurinn hefur ekki ákveðið hvort hann taki þátt í hlutafjárútboðinu.
22.05.2020 - 12:45
útvarpsfrétt
Þekkt aðferð til að rjúfa samstöðu
Flugfreyjur sitja nú á félagsfundi og ræða stöðuna í kjaradeilunni við Icelandair. Forseti Alþýðusambandsins segir að forstjóri Icelandair beiti þekktum aðferðum til að rjúfa samstöðu flugfreyja. Aðfarir félagsins verði ekki látnar óátaldar.
Viðtal
Þrauka þótt tekjur verði engar út árið
Isavia getur þraukað þetta ár þótt svo tekjurnar verði engar segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri fyrirtækisins. Hann segir að nú eigi Keflavíkurflugvöllur að geta tekið við aukinni flugumferð hvenær sem er.
22.05.2020 - 08:22
Drífa: „Launafólk tekur nú þegar skellinn"
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir yfirlýsingar Seðlabankastjóra ótrúlegar. Hann telur að verkalýðsfélögin mættu sýna meiri ábyrgð á Covid-kreppunni. Drífa segir að launafólk taki nú þegar skellinn í gegnum kjarasamninga sína.
21.05.2020 - 21:00
Fátækum unglingum líður verr
Fjárhagur foreldra hefur mikil áhrif á hvernig íslenskum unglingum líður. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna alþjóðlegrar könnunar um heilsu og líðan ellefu, þrettán og fimmtán ára barna.
21.05.2020 - 14:29
Verkalýðsfélög mættu sýna meiri ábyrgð
Seðlabankastjóri segir að verkalýðsfélögin mættu sýna meiri ábyrgð vegna Covid-kreppunnar, og hjálpa til við að fleyta fyrirtækjum yfir erfiðleikatímabilið. Leigusalar gætu líka lagst betur á árarnar með atvinnulífinu. Ríkissjóður ætti að koma síðastur að borðinu.
21.05.2020 - 14:14
Reikna út áhrif COVID-19 á ríkissjóð
Unnið er að því í fjármálaráðuneytinu þessa dagana að gera nýjar áætlanir um tekjur, útgjöld og afkomu ríkissjóðs í ár. Áætlanirnar sem fjárlög ársins byggðu á fóru fyrir lítið þegar efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins fór að gæta. Að auki hefur ríkissjóður gripið til ýmissa aðgerða til að létta efnahagsáfallið.
Mega vænta betri lánskjara
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í morgun í fjórða sinn í ár. Þess er vænst að lækkunin skili sér í betri lánskjörum fyrir fólk og fyrirtæki.
„Erum að gera það sem við getum"
Seðlabankastjóri segir að útgjöld íslenskra heimila hafi flust frá útlöndum til Íslands, vegna þess að þjóðin sé hætt að ferðast. Það hjálpi þjóðarskútunni að halda sjó. Stýrivextir Seðlabankans eru komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri.
20.05.2020 - 12:35
ASÍ fordæmir Icelandair og hótar samúðaraðgerðum
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega þeim áformum Icelandair, sem greint var frá í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, um að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja og að láta reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningur í kjaradeilu Icelandair og FFÍ. ASÍ bendir á að aðildarfélögum þess sé heimilt að grípa til samúðaraðgerða með flugfreyjum.
20.05.2020 - 12:21
200 milljarða kostnaður í ár
Bein útgjöld ríkissjóðs vegna mótvægisráðstafana við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins nema ríflega hundrað milljörðum króna í ár. Að auki verða tekjur ríkisins 95 milljörðum króna lægri í ár en ráð var fyrir gert vegna heimilda fyrirtækja til að fresta skattgreiðslum fram á næsta ár. Óljóst er hversu mikill kostnaður ríkisins verður vegna ríkisábyrgða á lánum sem bankarnir veita fyrirtækjum en hann yrði að hámarki 45 milljarðar.
Segir Icelandair ekki í viðræðum við önnur stéttarfélög
Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til Flugfreyjufélags Íslands í dag.
20.05.2020 - 11:26