Efnahagsmál

Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
Pólítísk óvissa ríkir enn í Túnis
Pólítísk óvissa eykst enn í Túnis en Kais Saied forseti landsins rak fleiri embættismenn í gær, nokkrum dögum eftir að hann rak Hichem Mechichi forsætisráðherra landsins og skipaði þingmönnum í þrjátíu daga leyfi.
Óttast að Mjanmar verði næsti ofurdreifari veirunnar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.
37 milljarða hagnaður á fyrri helmingi ársins
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 37 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Er það viðsnúningur frá fyrri helmingi síðasta árs þegar hálfs milljarðs tap var af rekstrinum.
28.07.2021 - 18:08
Boeing hagnast á ný
Boeing flugvélasmiðjurnar skiluðu hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Það hafði ekki gerst síðan árið 2019. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hagnaður á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins hafi numið 587 milljónum dollara. Á sama tíma í fyrra var tapið 2,4 milljarðar dollara. Jafnframt var tilkynnt að hætt hefði verið við að fækka um tíu þúsund manns í hópi starfsfólksins. 140 þúsund verði við störf hjá fyrirtækinu eins og verið hafi. 
28.07.2021 - 14:37
Björn Ingi fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns um áfrýjunarleyfi.
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
Efnahagslegar hrakspár ótímabærar
Bólusetning gekk vel hérlendis og virðist enn sem komið er veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum, þess vegna er ótímabært að koma fram með efnahagslegar hrakspár, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann sagðist bjartsýnn á framtíðina nú þegar lífið gengi sinn vanagang þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðir.
27.07.2021 - 13:10
Vonar að lönd fari að horfa á annað en fjölda smita
Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum samhliða bólusetningu, þannig að ríki hætti að horfa til fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn.
Niðurstaða Landsréttar í síðasta hrunmálinu stendur
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í CLN-málinu svokallaða.
200 manna fjöldatakmarkanir og barir loka á miðnætti
200 manna fjöldatakmarkanir taka gildi, eins metra nálægðarregla og börum og skemmtistöðum verður gert að loka á miðnætti. Þetta eru nýjar sóttvarnareglur sem taka gildi á miðnætti annað kvöld en ríkisstjórnin grípur til þeirra vegna fjölgunar smita hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fylgt ráðum sóttvarnalæknis til þessa og ætli sér að halda því áfram.
Benedikt Árnason skipaður ráðuneytisstjóri
Benedikt Árnason er nýr ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hann tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni. Þrettán sóttu um embættið sem auglýst var 1. maí sl. Þrír voru metnir hæfastir og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði Benedikt í dag.
Neysla orðin meiri en fyrir faraldur
Kortavelta Íslendinga var 8% meiri í júní í ár en á sama tíma í fyrra. Þá var neyslan 9% meiri en í júní 2019. Neysla hefur því mælst meiri en hún var fyrir faraldurinn en hún fer í auknu mæli fram innanlands. Það má skýra með færri ferðalögum Íslendinga erlendis sökum faraldursins.
23.07.2021 - 09:44
Norðmenn mótfallnir endurupptöku erfðafjárskatts
Mikill meirihluti Norðmanna er því mótfallinn að erfðafjárskattur verði tekinn þar upp að nýju. Skoðanakönnun sem gerð var á vegum norska blaðsins Klassekampen leiðir þetta í ljós. Ríkisstjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins, undir forsæti Ernu Solberg, felldi erfðafjárskattinn niður árið 2014. Samkvæmt könnun Klassekampen eru nær sjö af hverjum tíu Norðmönnum enn hæstánægðir með þá ákvörðun og mótfallnir því að innleiða skattinn að nýju.
23.07.2021 - 02:42
Viðsnúningur hjá Icelandair milli ára
Uppgjörs annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group var birt í Kauphöll fyrr í kvöld. Þar kemur fram að félagið hóf að auka umsvif sín á ný í öðrum ársfjórðungi þegar eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins.
22.07.2021 - 20:04
Danskir fjárfestar leita hófanna varðandi minkarækt hér
Hópur danskra fjárfesta er væntanlegur til landsins áhugasamur um að kanna möguleika á minkaeldi hérlendis. Fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda sem hefur kannað möguleikana hér segir ekkert fast í hendi en að fjárfestunum sé full alvara.
22.07.2021 - 15:52
Afkoma Landsbanka batnar um 17,4 milljarða
Afkoma Landsbankans á fyrri hluta árs var rúmir 14 milljarðar króna en á sama tímabili í fyrr tapaði bankinn 3,3 milljörðum. Þetta er 17,4 milljarða aukning milli ára. Hagnaður bankans á seinni ársfjórðungi nam 6,5 milljörðum króna. Þessa uppsveiflu má meðal annars rekja til efnhagssamdráttar síðasta árs, sem reyndist þó minni en margir spáðu.
22.07.2021 - 15:06
Ferðaþjónustan illa í stakk búin fyrir niðursveiflu
Ætla má að glataður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 vegna Covid-19 faraldursins sé tæpir 150 milljarðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Ferðamálastofa birti í dag.
Elon Musk: „Ég vil styðja en ekki sturta“ 
Stofnandi Tesla, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk, sagði í dag að hann hafi persónulega fjárfest í Bitcoin og öðrum rafmyntum en þvertók fyrir að hann véli um verðmæti þeirra eða losi stórar stöður af hinum stafrænu gjaldmiðlum til að hafa áhrif á verðgildi þeirra.
21.07.2021 - 22:06
ESB neitar að semja að nýju um Norður-Írland 
Yfirvöld í Bretlandi kröfðust þess í dag að Evrópusambandið myndi semja upp á nýtt um verslun og viðskipti fyrir Norður-Írland í kjölfar Brexit. Óeirðir og ólæti í verslunum hafa ítrekað brotist þar út enda óánægja mikil. ESB hafnaði kröfunum samstundis.
21.07.2021 - 15:48
Tryggingatjón vegna flóða í Þýskalandi 5 milljarðar
Tryggingafélög í Þýskalandi þurfa að líkindum að greiða allt að fimm milljarða evra vegna flóðanna í vesturhluta landsins í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jörg Asmussen, formaður GDV, Samtaka þýskra tryggingafélaga, sendi frá sér í dag.
21.07.2021 - 13:55
Strandveiðiheimildir auknar um nær 1.200 tonn
Strandveiðimenn fá að veiða tæplega 1.200 tonn af þorski í viðbót við það sem þegar hefur verið veitt, samkvæmt reglugerð sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur undirritað.
21.07.2021 - 06:43
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Frambjóðandi ákærður fyrir fjársvik
Guðlaugur Hermannsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er meðal þeirra átta sem ákærðir eru fyrir umfangsmikil svik úr Ábyrgðasjóði launa.
15 milljarða orkufjárfesting 
Landsvirkjun og Norðurál hafa undirritað nýjan raforkusamning sem felur í sér framlengingu á fyrri samningi til þriggja ára eða út árið 2026, á föstu verði.
20.07.2021 - 14:13