Efnahagsmál

Ísland, Noregur og Bretland semja um verslun
Gengið hefur verið frá samningi milli Íslands, Noregs, Liechtenstein og Bretlands um tímabundinn verslunarsamning vegna útgöngu Breta úr ESB. Samningurinn gildir frá 1. janúar uns formlegt fríverslunarsamkomulag verður undirritað.
23.11.2020 - 13:12
Efnahagsmál · Atvinnulíf · Viðskipti · Erlent · Evrópa · Innlent · Brexit · Bretland · Noregur · EES · ESB
Laun á Íslandi með þeim hæstu í Evrópu
Laun hérlendis, mæld í evrum, hafa hækkað mikið í samanburði við önnur ríki Evrópu eða um 84,4% frá 2008 til 2019 samkvæmt hagsjá Landsbankans. Á sama tíma hækkuðu laun um að meðaltali 28,7% innan ESB. Laun hér voru um 60% hærri í fyrra en þar.
23.11.2020 - 12:30
Vinna allan sólarhringinn við að afgreiða pantanir
Ein stærsta verslunarvika ársins, kennd við svartan föstudag, er gengin í garð og það er flókin staða fyrir verslanir þegar ekki mega fleiri en tíu koma saman. Í vöruhúsi Elko er unnið allan sólarhringinn við að koma pöntunum út. Annars tækist það vart fyrir jól. Fleiri þúsund pantanir fara þar í gegn á hverjum degi í þessari viku. 
23.11.2020 - 11:35
Hagræðingarkröfur hættulegar í miðjum heimsfaraldri
„Það er hættulegt að leggja stífar aðhalds- og hagræðingarkröfur á heilbrigðisþjónustu í miðjum heimsfaraldri og þessu þarf Alþingi að breyta,“ skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í færslu á Facebook.
Desemberuppbót til umsækjenda um alþjóðlega vernd
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd fasta framfærslugreiðslu í desember, tíu þúsund krónur til fullorðinna og fimm þúsund til barna. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 4,5 milljónir króna. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið slíkar greiðslur frá því í desember árið 2017, þótt ekki séu í gildi reglur um þær.
Kynna aðgerðir til stuðnings íþróttafélögum
Ríkisstjórnin ætlar um miðja næstu viku að kynna styrki til íþróttafélaga og hvernig komið verður til móts við íþróttastarf í landinu á tímum COVID-19. Ríkisstjórnin samþykkti helstu útlínur þessa verkefnis á fundi sínum í gær en endanlegar útfærslur verða ljósar í næstu viku, segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Myndskeið
Segir mjög aðkallandi að lengja bótatímabilið
Drífa Snædal, forseti ASÍ, fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í dag, sérstaklega hækkun grunnatvinnuleysistrygginga, desemberuppbót til atvinnuleitenda og eingreiðslu til öryrkja. Hún segir mjög aðkallandi að lengja atvinnuleysisbótatímabilið, enda sér fjöldi fólks fram á að detta útúr kerfinu á næstunni.
Myndskeið
Aðgerðirnar eiga að kosta allt að 70 milljarða
Atvinnuleysisbætur, lífeyrisgreiðslur og barnabætur hækka á næsta ári og nýir viðspyrnustyrkir eiga að halda fyrirtækjum á floti þar til faraldurinn er genginn yfir. Þetta er á meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og eiga að kosta allt að 70 milljarða.
Örorkulífeyrir enn langt undir lágmarkslaunum
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag, og snúa að öryrkjum, vera skref í rétta átt en alls ekki nóg. Enn þyrfti örorkulífeyrir að hækka um fjórðung til að verða jafn hár lágmarkslaunum.
Alvarlegasta hungursneyð í áratugi vofir yfir
Alvarlegasta hungursneyð í marga áratugi er yfirvofandi í Jemen verði ekkert að gert, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Hætta er á að milljónir landsmanna svelti til bana.
20.11.2020 - 17:59
Aðgerðirnar skref í rétta átt að mati ASÍ
Alþýðusamband Íslands fagnar nýjum efnahagsaðgerðum stjórnvalda í megindráttum og segja þær vera skref í rétta átt. Fólkið þurfi að vera í fyrirrúmi í aðgerðum, ekki fjármagnið.
20.11.2020 - 17:43
Hækka grunnatvinnuleysisbætur um 2,5% til viðbótar
Grunnatvinnuleysisbætur hækka um 2,5 prósent til viðbótar þeirri 3,6 prósenta hækkun sem er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Þetta kom fram á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan þrjú í dag. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2 prósentum og þær verða því 307.403 kr. 
Kynna viðspyrnuaðgerðir klukkan þrjú í dag
Ríkisstjórnin kynnir framhald af aðgerðum til að sporna við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins í Hörpu í dag klukkan 15.00.
Vill sporna gegn markaðssvikum
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda sem sporna gegn markaðssvikum og stuðla að opinberri birtingu innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í bankahruninu fyrir tólf árum hafi komið bersýnilega í ljós að brýnt sé að huga að heilleika markaðarins og fjárfestavernd.
Kastljós
Seðlabankastjóri segist ánægður með stöðu krónunnar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist ánægður með stöðu krónunnar og telur að verðbólga muni hverfa á næsta ári. Nauðsynlegt hafi verið að ná fram vaxtalækkunum og örva nýbyggingar. Seðlabankinn spáir nú meiri efnahagssamdrætti en búist var við í lok sumars. Stýrivextir voru lækkaðir í gær og bankinn boðar kaup á ríkisskuldabréfum til að styðja við þjóðarbúskapinn.  
Myndskeið
Svartur markaður með „kolólöglegt“ ljúfmeti
Talsmaður Landssambands bakarameistara segir kolólöglegt að selja sörur á netinu ef tilskilin leyfi eru ekki til staðar. Svartur markaður með sörur hefur myndast fyrir jólin - vegna þess hvað þær eru góðar að margra mati.
19.11.2020 - 20:50
„Þetta verður alltaf svolítil kristalskúluhagfræði“
Taka þarf spá Seðlabankans um fjölda erlendra ferðamenn hingað til lands á næsta ári með fyrirvara. Óvissuþættirnir eru margir og meiri fyrirsjáanleiki þarf að vera í sóttvarnaaðgerðum á landamærunum eigi ferðaþjónusta að eiga möguleika á að eflast á ný. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Veitingarekstur á hverfanda hveli í Bretlandi
Útlit er fyrir að nánast þremur af hverjum fjórum veitinga- og öldurhúsum í Bretlandi verði lokað endanlega á næsta ári vegna rekstrarerfiðleika. Hörðum sóttvarnareglum stjórnvalda er kennt um ástandið.
19.11.2020 - 17:56
Spegillinn
Kórónukreppa bitnar á ungu fólki
Atvinnuleysi fer vaxandi, í síðasta mánuði var það rétt tæp tíu prósent og ef einnig er tekið tillit til þeirra sem eru í minna starfshlutfalli en áður telur Vinnumálastofnun að í október sé atvinnuleysi rúmlega ellefu prósent. Horfurnar fyrir yfirstandandi mánuð eru ekki góðar. Um 40% þeirra sem eru án atvinnu eru undir 35 ára aldri eða um tíu þúsund manns. Viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks getur haft langvinn neikvæð áhrif á líf þess, starfsmöguleika og tekjur.
Kastljós
Peningunum sé ekki deilt til þeirra sem þurfa þá ekki
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að Seðlabankinn og stjórnvöld séu á rangri leið. Hún segir að stór hluti þess fjármagns sem var sett  í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu.
Viðtal
Ekki gert ráð fyrir góðu sumri í ferðaþjónustu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningastefnunefnd Seðlabankans ekki gera ráð fyrir því að næsta sumar verði gott fyrir ferðaþjónustuna. Vextir bankans voru lækkaðir um 0,25 prósentustig í dag, til þess að mæta auknum samdrætti í efnahagslífinu.
18.11.2020 - 12:27
Spegillinn
Ferðaþjónustan tekur fljótt við sér
Fregnir síðustu daga um að góður árangur hafi náðst hjá tveimur stórum lyfjafyrirtækjum í þróun bóluefnis hefur vakið þá von í brjósti margra að það sjái fyrir endann á Covid  faraldrinum og að líf komist í eðlilegt horf á vormánuðum. Spegillinn ræddi við Skarphéðinn Berg Steinarsson Ferðamálastjóra um horfurnar í ferðaþjónustunni.  
18.11.2020 - 10:47
Sjóvá hlýtur hvatningarverðlaun jafnréttismála
Sjóvá hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála á fjarfundi um jafnréttismál í morgun. Pink Iceland fékk sérstök sprotaverðlaun. Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands.
18.11.2020 - 10:16
Vextir Seðlabanka komnir niður fyrir eitt prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur Eru meginvextir bankans nú komnir niður fyrir eitt prósent og verða 0,75 prósent. Þriðja bylgjan og hertar sóttvarnaaðgerðir í framhaldinu drógu úr viðspyrnu á þriðja ársfjórðungi eftir „sögulegan samdrátt á öðrum ársfjórðungi.“
18.11.2020 - 09:07
Morgunútvarpið
Aukinn áhugi almennings eftir útboð Icelandair
Baldur Thorlacius, viðskiptastjóri hjá Kauphöllinni, nemur aukinn áhuga almennings á hlutabréfamarkaðnum eftir hlutafjárútboð Icelandair í haust. Kauphöllin og Háskólinn í Reykjavík ásamt bönkunum halda vefviðburð á morgun þar sem gestir eru sjálfir fundarstjórar. Yfirskriftin er almenningur og hlutabréfamarkaðurinn og verður rætt um fjárfestingar vítt og breytt.
18.11.2020 - 08:41