Dóms- og lögreglumál

Í gæsluvarðhald eftir líkamsárás og heimilisofbeldi
Fjórir hafa í dag verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír karlar á þrítugsaldri eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku og einn karlmaður um fertugt vegna rannsóknar á heimilisofbeldi og frelsissviptingu.
Sex með stöðu sakbornings eftir árás í Borgarholtsskóla
Sex hafa stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hnífaárás í Borgarholtsskóla þann 13. janúar. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rannsóknin gangi vel en að enn þurfi að yfirfara mikið af gögnum.
Staðfesta dóm yfir manni sem keyrði á nágranna sinn
Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manni sem beitti nágranna sinn grófri líkamsárás í árslok 2017. Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa tvisvar ekið á nágrannann, ekið með hann á vélarhlíf bílsins og tekið skarpa beygju með þeim afleiðingum að brotaþolinn féll niður með hlið bílsins. Dómurinn féllst ekki á uppgefnar ástæður ákærða, að háttsemin hefði helgast af neyðarvörn.
22.01.2021 - 17:45
Þóra áfrýjar dómi í máli gegn Íslensku óperunni
Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði fyrr í mánuðinum Íslensku óperuna af kröfu hennar um vangoldin laun í óperunni Brúðkaupi Fígarós haustið 2019. Í tilkynningu segir hún að málið hafi að hennar mati fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild.
22.01.2021 - 17:04
Stöðvuðu fjölmenna brúðkaupsveislu
Breska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði í gærkvöld stöðvað brúðkaupsveislu í Lundúnum sem í voru um það bil fjögur hundruð gestir. Samkvæmt sóttvarnarreglum á Englandi eru brúðkaup einungis leyfð í undantekningartilvikum og gestirnir mega ekki vera fleiri en sex.
22.01.2021 - 14:53
Ekki í fyrsta sinn sem skotið er á flokksskrifstofu
Skotgöt í rúðum á skrifstofu Samfylkingarinnar sem nú eru til rannsóknar lögreglu eru ekki þau fyrstu til að finnast í gluggum á skrifstofum stjórnmálaflokka. Fyrir nokkru var skotið á Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins, að nóttu til. Þetta staðfestir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, við fréttastofu. Hann vill ekki gefa upp hvenær það var.
22.01.2021 - 13:48
Grunur um íkveikju í íbúðarhúsi á Ólafsfirði
Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði, sem kom upp aðfararnótt 18. janúar. Íbúi neðri hæðar hússins var handtekinn á vettvangi en grunur er að um íkveikju sé að ræða.
„Verulega óskemmtileg aðkoma“
„Vitanlega er þetta verulega óskemmtileg aðkoma,“ segir Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, um göt sem virðast vera eftir byssukúlur í rúðum á skrifstofuhúsi flokksins. „Lögreglan var fljót á vettvang og mér sýnist þau vera að vinna vel í þessu máli. Ég treysti þeim í framhaldinu,“ segir hún.
22.01.2021 - 11:36
Myndskeið
Skotgöt í rúðum í skrifstofuhúsi Samfylkingarinnar
Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú göt, sem virðast vera eftir byssukúlur, í gluggarúðum í Sóltúni 26 í Reykjavík. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en gefur ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Á jarðhæð hússins, þar sem talið er að skotið hafi verið á glugga, eru skrifstofur Samfylkingarinnar.
22.01.2021 - 10:47
Kveikur
Farið verður í saumana á rannsókn lögreglu
Margeir Sveinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir miður hvernig komið var fram við aðstandendur ungrar stúlku sem lést úr MDMA-eitrun haustið 2019. Hann segir að farið verði í saumana á málinu.
22.01.2021 - 07:00
Kveikur
Misbrestur í rannsókn lögreglu á andláti 19 ára stúlku
Perla Dís Bachmann Guðmundsdóttir lést á heimili kærasta síns sunnudaginn 22. september 2019. Hún var nýorðin 19 ára.
Kveikur
„Kom þarna dálítið mikill go go-tími“
Jón Ásgeir Jóhannesson var einn umsvifamesti athafnamaður landsins fyrir hrun. Fjölskyldufyrirtækið, Baugur, var risafyrirtæki sem fjárfesti víða um heim og átti gríðarlegar eignir. Jón er líka einn umdeildasti maður landsins.
Kveikur
„Geggjuð og skrýtin saga“
Baugsmenn verða allir komnir á bak við lás og slá, enda er málið gegn þeim stærsta svikamál sögunnar, hefur þáverandi forseti Íslands eftir þáverandi forsætisráðherra í nýrri bók Einars Kárasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson. Samtalið á að hafa átt sér stað áður en ákærur komu fram í Baugsmálinu.
21.01.2021 - 13:00
Kveikur
„Ha, er hún dáin?“
Perla Dís Bachmann Guðmundsdóttir lést á heimili kærasta síns sunnudaginn 22. september 2019. Hún var nýorðin nítján ára. Í fyrstu héldu aðstandendur Perlu að andlátið hefði verið slys.
Arftaka WOW gert að gera upp skuld við tvo forritara
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert félaginu USAerospace Associates, sem keypti eignir úr þrotabúi WOW, að gera upp skuld sína við hugbúnaðarfyrirtækið Maverick. Heildarskuldin nemur 40 milljónum en frá því dragast greiðslur upp á tæpar 11 milljónir. Félagið hélt því fram að hugbúnaðarfyrirtækið hefði vanefnt samning sinn þar sem þjónustu þess hefði verið gölluð. Á það féllst dómurinn ekki.
20.01.2021 - 16:16
Segir lögreglu með gamaldags skilning á fötlun
Í skýrslu sem greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur gert um ofbeldi gegn fötluðum og Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeildinni, ræddi í Kastljósi í gær kemur fram að ekki er skráð í lögreglukerfið, LÖKE, hvort brotaþoli er fatlaður við skráningu mála. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála sem varða fatlað fólk og hafa komið á borð lögreglu.
Lögregla rannsakar hugsanlegt brot á byggingarreglugerð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort HD verk, fyrrverandi eigandi Bræðraborgarstígs 1, hafi brotið gegn byggingarreglugerð. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, í samtali við fréttastofu. Þrennt lét lífið í bruna þar í sumar og hefur karlmaður á sjötugsaldri verið ákærður fyrir að kveikja í húsinu.
Uppgreiðslugjald lána beint til Hæstaréttar
Mál ríkisins vegna uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs verður tekið fyrir hjá Hæstarétti og fær flýtimeðferð. Farið verður framhjá Landsrétti en ríkið áfrýjaði dómi Héraðsdóms í desember.
19.01.2021 - 22:37
Kastljós
Vill nánari upplýsingar um fatlað fólk í LÖKE kerfinu
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra segir að bæta þurfi úr skráningu upplýsinga í LÖKE kerfi lögreglunnar til að ná betri yfirsýn yfir ofbeldismál gagnvart fólki með fötlun.
19.01.2021 - 20:40
Greiða grunnskólabörnum fyrir kynferðislegar ljósmyndir
Nokkur dæmi eru um það hér á landi á síðustu vikum að fullorðið fólk greiði börnum á grunnskólaaldri fyrir að senda sér kynferðislegar ljósmyndir. Leið þeirra að samskiptum við börnin er í flestum tilvikum í gegnum spjall á netinu og þá helst Snapchat og Instagram, eða Tik tok og appið Telegram. Þetta kemur fram í erindi sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sent til skólastjórnenda.
Sögð hafa ætlað að koma tölvu Pelosi til Rússa
Bandaríska alríkislögreglan FBI leitar nú konu sem er jafnvel grunuð um að hafa stolið fartölvu úr skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í óeirðunum fyrr í mánuðinum. Fyrrverandi kærasti konunnar segir hana hafa ætlað að koma tölvunni í hendur Rússa.
19.01.2021 - 06:39
Bíll brann á bílastæði
Á tólfta tímanum i gærkvöldi var tilkynnt um eld í bíl við Vífilstaðaveg í Garðabæ þar sem hann stóð á bílastæði. Slökkvilið var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ekki er vitað um eldsupptök.
Evrópuríki skera upp herör gegn mansali frá Víetnam
Sam-evrópskri lögregluaðgerð verður hrundið af stað á þessu ári til þess að skera upp herör gegn mansali á fólki frá Víetnam. Fólkið er lokkað til Evrópu með loforði um störf. Það þarf að greiða jafnvirði allt að þriggja milljóna króna á mann til þess að vera smyglað til Evrópu, yfirleitt í gegnum Kína eða Rússland.
19.01.2021 - 06:13
Myndskeið
Fjarskiptasamband í Djúpi á að vera tryggt á þessu ári
Samgönguráðherra segir stórt verkefni að bæta fjarskiptasamband á þjóðvegum landsins. Mælingar sýna að samband í Skötufirði var slitrótt þegar banaslys varð þar á laugardag.
Navalny í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Dómari í Moskvu úrskurðaði rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Hann á að koma aftur fyrir rétt 29. janúar þar sem til stendur að ákveða hvort hann verði látinn afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm, sem hann hlaut fyrir fjárdrátt.
18.01.2021 - 15:42