Dóms- og lögreglumál

Maðurinn var kunnugur konunum
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa nauðgað tveimur eldri konum, sem eru með Alzheimer á lokastigi, var kunnugur konunum. Þær bjuggu í íbúðum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu þegar maðurinn braut gegn þeim en samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn búið þar áður og þekkti því til þeirra.
03.06.2020 - 22:54
Lögreglumaðurinn ákærður fyrir morð af 2. gráðu
Saksóknari í Minnesota hefur breytt ákærunni gegn Derek Chauvin lögreglumanninum sem þrýsti að hálsi George Floyd með þeim afleiðingum að hann lést í morð af 2. gráðu.
03.06.2020 - 20:47
Þjóðverji grunaður í máli Madeleine McCann
Þýskur karlmaður á fimmtugsaldri liggur nú undir grun í rannsókn bresku lögreglunnar á hvarfi Madelein McCann í Portúgal fyrir þrettán árum. Hún var þá þriggja ára.
03.06.2020 - 19:59
Handtekinn fyrir sölu á sælgæti blönduðu fíkniefnum
Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið íslenskan karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa selt unglingum hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. Maðurinn játaði sök.
03.06.2020 - 18:46
Varnarmálaráðherra á móti því að beita hervaldi
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kveðst andvígur því að her landsins verði beitt til að bæla niður mótmælin sem brutust út eftir að lögregluþjónn varð George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Donald Trump hefur hótað að kalla herinn út linni uppþotum ekki.
Bandarískur maður ákærður fyrir brot gegn 3 drengjum
Bandarískur karlmaður, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok janúar, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Í einu málanna eru samskiptin sögð hafa hafist fyrir næstum fjórum árum og maðurinn þá þóst vera 11 ára gömul stúlka. Lögreglan tók yfir samskiptin í lok janúar á þessu ári.
03.06.2020 - 16:27
Veruleg skattsvik til rannsóknar í Danmörku
Danska lögreglan handtók í dag sex manns, sem eru grunaðir um umfangsmikil skattsvik og peningaþvætti. Húsrannsókn var gerð á 22 stöðum fyrir hádegi í þremur lögregluumdæmum á Sjálandi, á heimilum og í fyrirtækjum.
03.06.2020 - 14:30
Namibía leitar til Interpol vegna Samherjaskjalanna
Namibísk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð Interpol við rannsókn á Samherjaskjölunum í níu löndum, meðal annars á Íslandi og í Noregi. Þetta kemur fram á vef namibíska fjölmiðilsins Informante. Mennirnir sex sem eru ákærðir í málinu, verða ekki látnir lausir.
03.06.2020 - 12:33
Lögregla rann á lyktina og fann tugi kílóa af kannabis
Tveir menn, Íslendingur og erlendur karlmaður, sátu í gæsluvarðhaldi og einangrun í lok síðasta mánaðar eftir að lögreglan á Selfossi kom upp um þurrkun kannabisefna í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Talið er að mennirnir hafi tekið bústaðinn á leigu í gegnum Airbnb. Lagt var hald á tugi kílóa af kannabisefnum. Mennirnir eru lausir úr haldi en útlendingurinn hefur verið úrskurðaður í farbann fram í ágúst.
Öllum dekkjum stolið undan bílaleigubíl
Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu fengið mál til sín sem varða innbrot í bíla hjá bílaleigum. Dýrum tækjabúnaði hefur verið stolið úr bílunum, svo sem myndavélum í framrúðu, vélartölvum, útvörpum og miðstöðum.
03.06.2020 - 08:40
Bingó leiddi lögreglu á Spáni að níræðum morðingja
Karlmaður á níræðisaldri er grunaður um morð á 83 ára gamalli konu á Spáni í fyrra. Konan var rænd og myrt á heimili sínu í Fuenlabrada, nærri Madríd, í maí í fyrra. 
03.06.2020 - 06:23
Ráðist á starfsmann rakarastofu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á Laugaveg í miðborg Reykjavíkur um klukkan sex síðdegis í gær vegna manns í alvarlegu ástandi sem ráðist hafði á starfsmann rakarastofu.
Yfirvöld höfða mál gegn lögreglunni í Minneapolis
Stjórnvöld í Minnesotaríki Bandaríkjanna ákváðu í gær að höfða mál gegn lögreglunni í Minneapolis vegna láts blökkumannsins George Floyd. Rannsaka á hvort lögreglan beiti kerfisbundinni mismunun í aðgerðum sínum. Ríkisstjórinn Tim Walz og mannréttindaráð Minnesota greindu frá þessu á blaðamannafundi í gærkvöld. 
03.06.2020 - 04:34
Útgöngubann allar nætur í New York út vikuna
Borgaryfirvöld í New York hafa lýst yfir útgöngubanni að kvöldi og nóttu næstu sex sólarhringa til að stemma stigu við spellvirkjum óeirðaseggja. Útgöngubannið í gærkvöld var virt að vettugi.
Ákærður fyrir að nauðga tveimur konum með alzheimer
Karlmaður um sjötugt hefur verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um áttrætt sem báðar voru með alzheimer á háu stigi. Konurnar krefjast þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim tvær milljónir hvorri um sig í miskabætur.
Hefilstjóri lenti undir hjóli hefilsins og lést
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að hefilstjóri, sem var við vinnu á Ingjaldssandsvegi í júní á síðasta ári, hafi farið reynt að forða sér áður en hefillinn lenti utan vegar. Hann hafi lent undir framhjóli vinnuvélarinnar og látist af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Nefndin mælist til þess að fyrirtæki og stofnanir hafi tvo starfsmenn saman þar sem símasamband er lélegt eins og þarna er.
02.06.2020 - 16:03
Einn gripinn við að smygla kókaíni í miðju „kófi“
Eitt kókaín-smygl kom upp í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðvuðu karlmann á þrítugsaldri sem var að koma með flugi frá Lundúnum þann 22. apríl. Hann reyndist vera með sjötíu pakkningar af kókaíni innvortis eða um 700 grömm, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
02.06.2020 - 11:52
Úrskurðaður í gæsluvarðhald - dæmdur fyrir árás í mars
Karlmaður, sem var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni og fyrir að hóta barnsmóður sinni, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní fyrir heimilisofbeldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur hann kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar.
02.06.2020 - 09:23
Handtekinn vegna heimilisofbeldis og fleiri brota
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í Mosfellsbæ í gærkvöld. Hann er grunaður um heimilisofbeldi, nytjastuld bifreiðar, akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og ítrekaðan akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn var fluttur í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.
Lögreglumaður ekki dreginn fyrir dóm í dag
Ekkert varð af því að Derek Chauvin kæmi fyrir rétt í dag eins og stefnt hafði verið að. Fyrirtöku í máli hans var frestað um viku og mun það algengt að slíkt sé gert í dómskerfinu í Minneapolis. Chauvin er ákærður fyrir að hafa orðið George Floyd að bana á mánudag. Chauvin þrýsti þá fæti sínum niður á háls Floyd við handtöku. Hann sleppti ekki takinu þrátt fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum.
Flugmaður mislas eldsneytisstöðu og sveif til lendingar
Flugmaður Piper-vélar, sem flaug með ljósmyndara til að taka mynd af annarri flugvél á flugi, varð eldsneytislaus í 200 feta hæð yfir flugbrautinni á flugvellinum á Akureyri. Hann sveif til lendingar og þurfti aðstoð við að aka flugvélinni út af flugbrautinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaðurinn hafi mislesið eldsneytisstöðuna áður en lagt var af stað.
Ákærð fyrir að stefna farþega og vegfarendum í hættu
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu á fimmtugsaldri fyrir að hafa, í apríl í fyrra, stefnt vegfarendum, lögreglu og einum farþega í mikla hættu þegar hún ók á 130 kílómetra hraða á klukkustund og reyndi að stinga lögreglu af.
Slasaðist alvarlega í sundi
Eldri maður slasaðist alvarlega í slysi í Sundhöll Selfoss í morgun. Slysið varð á ellefta tímanum í morgun en Sundhöllin var enn lokuð í hádeginu. Þar voru lögreglumenn og sjúkraflutningamenn við störf að rannsaka slysstaðinn.
„Okkur er nóg boðið“
Michael Jordan, fyrrverandi leikmaður Chicago Bulls og Washington Wizards, og núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-körfunni, bættist í dag í hóp þeirra sem fordæma dauða Georges Floyd. Jordan sem var stundum gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt í þjóðfélagsumræðu þegar hann var ein skærasta íþróttastjarna heims hefur látið meira til sín taka á þeim vettvangi síðustu ár.
Lögreglan lýsir eftir konu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 25 ára konu, en síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík síðdegis í gær, laugardag. Konan er 161 sm á hæð, með mjög stutt brúnt hár og græn augu. Hún er klædd í drapplitaðar gallabuxur, hvítan stuttermabol, strigaskó, ljósbleika dúnúlpu og gráa húfu. Konan er með heyrnartól og bakpoka meðferðis.
31.05.2020 - 22:13