Dóms- og lögreglumál

Bíll morðingjanna í Botkyrka mögulega fundinn
Tæknideild Stokkhólmslögreglunnar rannsakar nú hálfbrunnið bílflak, sem talið er líklegt að morðingjar tólf ára stúlku hafi notað við illvirki sitt. Stúlkan var skotin til bana í bænum Botkyrka, skammt frá Stokkhólmi, þar sem hún var á gangi með hund sinn um helgina. Talið er víst að hún hafi ekki verið skotmark morðingjanna, heldur meðlimir glæpagengis sem voru á ferli á sömu slóðum á sama tíma.
05.08.2020 - 02:16
Vitni grefur undan frásögn Andrésar í Epstein-máli
Vitni hefur gefið sig fram við lögmann sex brotaþola í máli bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epsteins. Vitnið segist hafa séð Andrés prins með einni af stúlkunum sem Epstein hélt í mansali á skemmtistaðnum Tramp í Mayfair. Andrés hefur haldið því fram að hann hafi aldrei hitt umrædda stúlku og þaðan af síður verið á þessum skemmtistað því þennan dag hafi hann setið að snæðingi með dóttur sinni á pizzustað í Woking.
04.08.2020 - 19:10
Sýknaðir af mútubrotum - sakfelldir fyrir umboðssvik
Fyrrverandi þjónustustjóri hjá Isavia og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækis voru fyrir skömmu sakfelldir fyrir umboðssvik í tengslum við kaup Isavia á miðum í bílastæðahlið fyrir nokkrum árum. Þjónustustjórinn fyrrverandi hlaut tólf mánaða dóm en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilborðsbundna refsingu. Mennirnir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um mútubrot.
04.08.2020 - 16:56
Lætur reyna á heimildir til að tryggja öryggi ríkisins
Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til áfrýja dómi Landsréttar í máli Redouane Naoui sem var fyrir níu árum dæmdur fyrir morð á veitingastaðnum Monte Carlo. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi úr gildi þá ákvörðun um að vísa bæri Nauoi úr landi.
Hæstiréttur tekur fyrir mál Júlíusar Vífils
Hæstiréttur hefur veitt Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, leyfi til að áfrýja dómi sínum. Júlíus Vífill var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Landsréttur staðfesti þann dóm í maí.
04.08.2020 - 13:28
Grímuklæddir þjófar stela fjölda myndavéla
Brotist var inn í ljósmyndavöruverslun í austurhluta borgarinnar í gærkvöldi eða nótt og höfðu þjófarnir fjölda myndavéla á brott með sér.
Fertugur maður fannst á lífi eftir fimm ár í felum
Ricardas Puisys, fertugur Lithái sem ekkert hefur spurst til síðan 2015, fannst á lífi í skógi í Cambridge-skíri skammt frá heimili sínu í byrjun júlí. Lögregluyfirvöld biðu í mánuð með að greina frá fregnunum til þess að standa vörð um velferð Puisys.
03.08.2020 - 18:25
Fyrrverandi Spánarkonungur farinn í útlegð
Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, er farinn í sjálfskipaða útlegð. Konungshöllin tilkynnti þetta í dag. Aðeins eru nokkrar vikur síðan að nafn hans var bendlað við spillingarannsókn.
03.08.2020 - 18:11
Svíar slegnir vegna dráps á tólf ára stúlku
Svíar eru slegnir vegna andláts tólf ára stúlku sem varð fyrir byssuskoti í Botkyrka í Suður-Stokkhólmi í gær. Lögregla var kölluð út klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags vegna skothávaða við bensínstöðina E4 Norsborg og skömmu síðar fannst stúlkan helsærð. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Stúlkan hafði verið á gangi með hundinn sinn er hún varð fyrir skotinu.
03.08.2020 - 15:41
45 lögreglumenn særðir eftir mótmæli í Berlín í gær
45 lögreglumenn eru særðir eftir mótmæli í Berlín, höfuðborg Þýskalands, um helgina. Meðal annars fóru fram mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Grobbinn sakborningur kom lögreglu á sporið
Stolnar klippur, upptökur úr öryggismyndavélum og grobbinn sakborningur voru lykillinn að því yfirvöldum tókst að finna verk eftir listamanninn Banksy sem stolið var úr Bataclan-klúbbnum í París fyrir einu og hálfu ári síðan.
01.08.2020 - 16:30
Fóru í hlífðargöllum að handtaka foreldri með COVID-19
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á heimili fjögurra barna fjölskyldu í gær vegna erfiðleika annars foreldrisins við að framfylgja reglum um einangrun í heimahúsi. Sá hafði fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gær og í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðrir íbúar á heimilinu hafi verið orðnir úrræðalausir. Eins og stendur er óljóst hver tilkynnti um vandræðin.  
Epstein sagður hafa ætlað að kúga Andrés prins
Kynferðisbrotamaðurinn Jeffrey Epstein, sem svipti sig lífi í fangaklefa síðasta sumar eftir að hafa verið ákærður fyrir mansal, er sagður hafa reynt að safna gögnum um meint kynferðisafbrot Andrésar prins. Epstein er meðal annars sagður hafa fengið stúlku undir lögaldri til að hafa mök við prinsinn á einkaeyju og skipað henni síðan að segja sér frá samskiptum sínum við prinsinn.
01.08.2020 - 08:15
Borgaði fimm daga gistingu með stolnu kreditkorti
Landsréttur staðfesti í vikunni gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður um stórtækan þjófnað, rán og fíkniefnasölu. Hann er meðal annars sagður hafa greitt fyrir fimm daga gistingu á hótel KEA uppá 250 þúsund krónur. Á hótelherberginu fannst þýfi úr innbrotum á Blönduósi. Hann er auk þess sagður hafa reynt að svíkja út vörur með sama greiðslukorti hjá NOVA en það tókst að stöðva þá greiðslu.
31.07.2020 - 17:25
Drukku handspritt og dóu
Níu eru látnir í þorpinu Kurichedu í Andhra Pradesh á Indlandi eftir að hafa drukkið handspritt. AFP fréttastofan hefur eftir lögregluvarðstjóra í þorpinu að mennirnir hafi gripið til handsprittsins þar sem áfengisverslunum hafði verið lokað vegna kórónuveirunnar. Þeir blönduðu það með vatni eða gosdrykk og teiguðu í stórum skömmtum þar til þeir misstu meðvitund. Allir voru látnir þegar komið var með þá á sjúkrahús.
31.07.2020 - 14:54
Sagður hafa leynt eignum sínum á Spáni og í New York
Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund A. Birgisson, oftast kenndan við bæinn Núpa í Ölfusi, fyrir 300 milljóna skilasvik og peningaþvætti. Guðmundi er gefið að sök að hafa haldið frá skiptastjóra þrotabús síns eignum sem hann átti á Spáni og í Bandaríkjunum. Þá er hann einnig sagður hafa komið undan málverki eftir hollenskan listmálara sem síðar var selt hjá uppboðsfyrirtækinu Christie's í Amsterdam fyrir tæpar 3 milljónir króna.
Spánverji á sjötugsaldri gripinn með kókaín
Spænskur karlmaður á sjötugsaldri var gripinn af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli um helgina með tæpt hálft kíló af kókaíni innvortis í 48 pakkningum. Maðurinn var að koma með flugi frá Frakklandi og er nú gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
29.07.2020 - 17:46
Rannsókn Wikborg Rein lokið - funda með saksóknara
Rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið. Niðurstöður skýrslu lögmannsstofunnar hafa verið kynntar fyrir stjórn félagsins. Forsvarsmenn lögmannsstofunnar munu eiga fund með embætti héraðssaksóknara í haust.
29.07.2020 - 17:06
Rannsaka þjófnað í Hrísey
Talið er að tæplega þremur milljónum hafi verið stolið af eldri manni í Hrísey. Lögreglan á Norðurlandi eystra er með málið í rannsókn. Skýrslutaka fór fram í síðustu viku.
29.07.2020 - 16:01
Bæjarstjóri vill skýringar á lögreglustjóraflutningi
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að ef ástæðan fyrir áformum dómsmálaráðherra, um að flytja lögreglustjórann á Suðurnesjum til Vestmannaeyja, sé að hann valdi ekki starfinu, sé mjög sérstakt að setja hann í sama starf annars staðar. Óskað hafi verið eftir skýringum ráðherra, sem bað um frest
29.07.2020 - 12:35
Enginn Innipúki verði reglur hertar - Eyjamenn á tánum
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bæjaryfirvöld fylgist vel með framvindu mála í dag og muni endurskoða ákvarðanir sínar verði reglur hertar. Hún á ekki von á miklum fjölda til Vestmannaeyja og minnir á að allir þurfi „að bera persónulega ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum.“ Forsvarsmaður Innipúkans í Reykjavík segir að hátíðin verði blásin af ef tveggja metra reglan verður tekin upp að nýju og opnunartími skertur.
Réðst inn á lögmannsstofu og tók lögmann kverkataki
Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald sem er grunaður um að hafa hótað tveimur lögmönnum sem hafa starfað fyrir hann. Maðurinn er sagður hafa ruðst inn á lögmannsstofu í byrjun júní, tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Þá er hann einnig grunaður um að hafa hótað lögmanninum sem og öðrum lögmanni lífláti fyrir tæpum hálfum mánuði.
Réttarhöldum í máli Johnny Depp gegn The Sun lokið
Réttarhöldum í málsókn leikarans Johnny Depp gegn breska götublaðinu The Sun lauk í dag. Depp vill skaðabætur vegna fullyrðinga blaðsins um að hann hafi beitt fyrrverandi konu sína ofbeldi. Lögmaður segir leikarann taka mikla áhættu með lögsókninni.
28.07.2020 - 22:11
Sögð vilja senda Ólaf Helga til Vestmannaeyja
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa óskað eftir því við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann taki við embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Þetta fullyrðir Fréttablaðið á vef sínum. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu þegar eftir því var leitað.
28.07.2020 - 16:59
Talsvert um ógætilegan vespuakstur unglinga
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist töluvert margar tilkynningar um ógætilegan akstur unglinga á vespum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar.
28.07.2020 - 16:20