Dóms- og lögreglumál

Vilja ákæra Bolsonaro fyrir glæpi gegn mannkyni
Þingmenn í öldungadeild brasilíska þingsins vilja að Jair Bolsonaro forseti verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa með vanrækslu valdið því að mörg hundruð þúsund landsmenn létust úr COVID-19. Rannsókn á störfum stjórnvalda hefur flett ofan af hneykslismálum og spillingu.
Fjögur kíló af kókaíni í innfluttum bíl - Tvö í haldi
1500  E-töflur og 300 grömm til viðbótar við kílóin fjögur af kókaíni fundust í aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem var handtekið sat í viku gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna en gæsluvarðhaldið hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar í ljósi almannahagsmuna.
Sjónvarpspredikara gert að borga 109 milljónir í sekt
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða tæplega 109 milljónir í sekt vegna skattalagabrota. 360 daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá því að dómurinn var birtur.
20.10.2021 - 11:53
Níu erlendir ferðamenn ákærðir fyrir hraðakstur
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákært níu erlenda ferðamenn fyrir hraðakstur í sumar. Ákærurnar eru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Sá sem ók hraðast var mældur á 152 kílómetra hraða við Flatey í Hornafjarðarbæ. Hann er frá Spáni og krefst lögreglustjórinn að auk sektar verði hann sviptur ökuréttindum sínum.
20.10.2021 - 11:30
Yfirkjörstjórn boðið að ljúka talningarmálinu með sekt
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur sent allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sektargerð þar sem henni er boðið að ljúka málinu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er yfirkjörstjórnin sektuð fyrir að hafa látið atkvæði liggja óinnsigluð eftir að talningu lauk.
20.10.2021 - 09:52
Leggja til að Bannon verði ákærður
Nefndarmenn bandarískrar þingnefndar sem rannsakar innrásina í þinghúsið í ársbyrjun samþykkti samhljóða í gærkvöld að leggja til að Steve Bannon, einn helsti bandamaður fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði ákærður fyrir vanvirðingu. Bannon gaf sig ekki fram til yfirheyrslu hjá nefndinni þrátt fyrir að honum hafi verið birt stefna. 
Húsleit í eignum ólígarka í Bandaríkjunum
Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði í gær húsleit í eignum rússneska ólígarkans Oleg Deripaska í Bandaríkjunum. Talsmaður hans segir að leitað hafi verið í tveimur eignum hans, annars vegar í höfuðborginni Washington og hins vegar í New York.
20.10.2021 - 03:04
Blinken heitir aðstoð á Haítí
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét í gær fullum stuðningi bandarískra yfirvalda við lausn bandarískra og kanadískra trúboða sem teknir voru í gíslingu á Haítí um helgina. Mannræningjarnir krefjast einnar milljónar bandaríkjadala fyrir hvern gíslanna sautján. Fimm börn eru meðal gíslanna. Blinken sagði á blaðamannafundi í Ekvador í gær að Bandaríkjastjórn vinni hörðum höndum að lausn málsins. 
Fleiri ungar stúlkur senda af sér nektarmyndir
Forstöðumaður Barnahúss segir það færast  í aukana að ungar stúlkur fallist á að senda nektarmyndir af sér og finnist slíkt ekkert tiltökumál. Klámáhorf sé orðið algengt, einkum hjá drengjum, alveg niður í ellefu ára aldur.
19.10.2021 - 22:19
Kona dæmd fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu
Kona hlaut nýverið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu á hótelherbergi í Reykjavík þar sem þær voru saman í vinnuferð. Héraðsdómur Reykjavíkur gerði konunni jafnframt að greiða 450 þúsund krónur í miskabætur. Konurnar voru saman í vinnuferð í Reykjavík ásamt fimm öðrum konum.
Þýskaland
Réttarhöld hafin yfir nærri tíræðum fangabúðaritara
Fyrrverandi fangabúðaritari Nasista í Póllandi, sem nú er á tíræðisaldri var leidd fyrir þýskan ungmennadómstól í dag. Hún er meðal þeirra elstu sem svara hafa þurft til saka fyrir aðild að stríðsglæpum Þjóðverja á árunum 1933 til 1945.
Gylfi Þór laus gegn tryggingu til 16. janúar
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar. Hann hefur verið laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn um miðjan júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni.
19.10.2021 - 11:02
Hraðamyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut
Nýjar stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun nærri ljósastýrðri gangbraut við Hörgárbraut á Akureyri í morgun. Uppsetning þeirra er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er ætlað að draga úr brotum og slysum á brautinni.
Dæmdur fyrir að rækta kannabis í sumarhúsi
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í síðustu viku karlmann í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa um nokkurt skeið ræktað kannabisplöntur í sumarhúsi. Málið kom upp fyrir tveimur árum. Við húsleit í bústaðnum fundust 17 kannabisplöntur, 1,3 kíló af marijúana og 267 grömm af kannabislaufum.
19.10.2021 - 08:28
Ölvaður maður hrækti að börnum og áreitti þau
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af ölvuðum manni í Laugardalnum sem sagður var áreita börn og hrækja að þeim. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði maðurinn að segja deili á sér heldur hrækti á lögreglumann. Hann var því handtekinn á staðnum og vistaður í fangageymslu.
19.10.2021 - 06:48
Þungunarrofslögum Texas formlega vísað til hæstaréttar
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sendi hæstarétti landsins erindi í gær, þar sem farið er formlega fram á að dómstóllinn ógildi stranga þungunarlöggjöf sem innleidd var í Texasríki í haust og kveður á um nær algjört bann við þungunarrofi.
19.10.2021 - 04:54
Neyðarástand í Ekvador vegna uppgangs glæpagengja
Guillermo Lasso, forseti Ekvadors, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna uppgangs eiturlyfjagengja í landinu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi eykur hann meðal annars valdheimildir lögreglu og hers, sem eiga að verða sýnilegri á götum og torgum borga og bæja landsins á næstunni, sagði Lasso í sjónvarpsávarpi í gærkvöld.
Tvær skotárásir í Svíþjóð í gærkvöld
Tveir menn eru sárir eftir tvær aðskildar skotárásir í Svíþjóð í gærkvöld. Önnur þeirra var að líkindum gerð í Uppsölum en hin í Rinkeby í Stokkhólmi litlu síðar. Sænska ríkissjónvarpið SVT greinir frá.
19.10.2021 - 02:46
Spegillinn
Stjórnmál og hatur
Morðið á breska þingmanninum David Amess leiðir athyglina að hörkunni í pólitískri umræðu. En eins og eftirmæli eftir Amess sýna svo glögglega þá átti hann marga vini meðal þingmanna annarra flokka. Það sést ekki úti í samfélaginu að vináttubönd stjórnmálamanna ganga iðulega þvert á flokkslínurnar. En svívirðingar og gífuryrði á samfélagsmiðlunum vekja ugg.
18.10.2021 - 21:51
Ræninginn handtekinn í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa rænt apótek vopnaður dúkahníf í Vallakór í Kópavogi í dag. Maðurinn var handtekinn á fimmta tímanum en hans hafði verið leitað í nokkra klukkutíma.
18.10.2021 - 17:46
Þingmenn minntust Davids Amess
Davids Amess, þingmanns breska Íhaldsflokksins, var minnst í dag í neðri málstofunni í Westminster. Hann var stunginn til bana á föstudag þar sem hann var með viðtalstíma fyrir kjósendur í bænum Leigh-on-Sea.
18.10.2021 - 17:33
Segja manninn ekki hafa banað fólkinu með boga og örvum
Maðurinn sem varð fimm manns að bana í bænum Kóngsbergi í Noregi í síðustu viku banaði fólkinu með eggvopni en ekki boga og örvum, eins og áður var talið.
18.10.2021 - 17:12
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Lögregla má sækja vopn þeirra sem sviptir eru leyfi
Mjög strangar reglur um gilda um vopnaeign á Íslandi. Lögreglustjóri afturkallar leyfi þeirra sem af einhverjum ástæðum uppfylla ekki lengur lagaskilyrði til skotvopnaleyfis. Lögregla hefur þá heimild til að sækja vopn inn á heimili án dómsúrskurðar.
Leita manns sem rændi apótek vopnaður dúkahnífi
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem rændi apótek í Vallakór í Kópavogi um hálf eitt leytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom maðurinn inn í apótekið, ógnaði starfsfólki með dúkahníf og hafði síðan á brott með sér lyf.
18.10.2021 - 14:44