Dóms- og lögreglumál

Vill ekki að yfirheyrslan verði tekin upp
Lögmaður Zaniar Matapour, sem sakaður er um að hafa skotið tvo til bana og sært 21 í miðborg Ósló í fyrrinótt, segir að yfirheyrslan yfir skjólstæðingi hans hafi verið stutt í morgun. Zatapour vilji ekki að yfirheyrslan verði tekin upp í hljóði og mynd því hann óttist að lögreglan breyti upptökunni.
26.06.2022 - 14:14
Eftirför lögreglu endaði með árekstri
Rán og eftirför sem endaði með árekstri, líkamsárás ungs drengs og innbrot voru á meðal þess sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tókst á við í gærkvöld og nótt.
Tók á móti milljónum evra í töskum og pokum
Karl Bretaprins tók við þremur milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með háttsettum katörskum stjórnmálamanni á árunum 2011 - 2015. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um góðgerðafélag prinsins og fjáröflunaraðferðir sem þar hafa tíðkast.
Fjöldamótmæli vegna úrskurðar hæstaréttar halda áfram
Mótmæli vegna ógildingar hæstaréttar á tímamótadómi sem tryggði bandarískum konum rétt til að ráða eigin líkama fyrir tæpri hálfri öld héldu áfram víðs vegar um Bandaríkin í gær. Búist er við að þeim verði fram haldið í dag.
Bandaríkin
Þegar búið að banna þungunarrof í sjö ríkjum
Að minnsta kosti sjö ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til þungunarrofs.
Íslendingar í Ósló beðnir um að láta vita af sér
Íslenska sendiráðið í Ósló biðlar til Íslendinga í borginni að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu ef þörf er á aðstoð en láta aðstandendur annars vita ef allt er í lagi.
25.06.2022 - 10:55
Árásin í Osló
Árásin rannsökuð sem hryðjuverk og Oslo Pride aflýst
Oslóarlögreglan skilgreinir mannskæða skotárás sem gerð var í miðborg norsku höfuðborgarinnar í nótt sem hryðjuverk. Gleðigöngunni Oslo Pride sem fara átti fram í borginni í dag hefur verið aflýst. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu.
25.06.2022 - 07:32
Árásin í Osló
Árás á kærleikann og frelsið til að elska
Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Noregs, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður norska Íhaldsflokksins, eru slegin vegna tíðinda af mannskæðri skotárás í miðborg Oslóar í nótt, þar sem tvennt lét lífið og hátt í tuttugu særðust, þar af þrjú alvarlega. Flest bendir til þess að árásarmaðurinn hafi vísvitandi ráðist að hinsegin fólki sem safnast hafði saman á næturklúbbi í aðdraganda gleðigöngunnar sem á að fara fram í Osló í dag.
25.06.2022 - 06:36
Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs
Allmörg ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með rétt þeirra til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld brugðist við úrskurði hæstaréttar með því að stíga skref í hina áttina og styrkja rétt kvenna til þungunarrofs enn frekar með lagasetningu og fjárveitingu.
Mannskæð skotárás í miðborg Oslóar í nótt
Minnst tvær manneskjur létust og nær tuttugu særðust í skotárás á fjölfarinni göngugötu í miðborg Oslóar í nótt. Lögregla hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og segir ekkert benda til þess að fleiri hafi verið að verki. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK segir að skotum hafi verið hleypt af við skemmtistaðinn London Pub í miðborginni í nótt og jafnvel fleiri stöðum, en London Pub er vinsæll samkomustaður hinsegin fólks.
25.06.2022 - 01:09
Sjónvarpsfrétt
Telur að Landsréttarmálinu sé formlega lokið
Dósent í réttarfari telur að Landsréttarmálinu svokallaða sé nú formlega lokið, eftir að íslenska ríkið viðurkenndi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að hafa brotið gegn fólki í fjórtán málum sem voru þar til meðferðar.
Landsréttur staðfestir ógildingu vegna hleðslustöðva
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um ógildingu úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg. Í málinu var tekist á um lögmæti samnings borgarinnar og Orku náttúrunnar um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík.
Einn dómara vill líka endurskoða samkynja hjónabönd
Fleiri réttindi en rétturinn til þungunarrofs gætu verið í hættu eftir að meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna birti úrskurð sinn í máli þar sem kveðið er á um að fordæmisgefandi niðurstaða í máli Roe gegn Wade frá því fyrir hálfri öld skyldi felld úr gildi.
Niðurstaða Roe gegn Wade afleiðing valdatíðar Trumps
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Roe gegn Wade hafi strax áhrif. Með úrskurðinum verður þungunarrof þegar ólöglegt víða um landið.
24.06.2022 - 15:56
Einu vafaatriði vísað til EFTA-dómstólsins í vaxtamáli
Öllum kröfum Neytendasamtakanna um að bera spurningar undir EFTA-dómstólinn, í þremur málum sem höfðuð hafa verið til að láta reyna á lögmæti skilmála lána með breytilega vexti, var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari ákvað þó að vísa einu vafaatriði sem varðar skilmála lána tekinna eftir 2017 til EFTA-dómstólsins. Leitað verður ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á lögmæti skilmála lána með breytilegum vöxtum.
24.06.2022 - 13:29
Ríkið viðurkennir brot í 14 málum tengdum Landsrétti
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem hafa verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Málin tengjast öll dómum Landsréttar sem kveðnir voru upp af dómurum sem Mannréttindadómstóllinn úrskurðaði að hefðu verið ólöglega skipaðir.
Bretland
Íhaldsflokkurinn tapaði illa í tvennum aukakosningum
Viðbúið er að enn harðar verði sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, úr eigin röðum, eftir að breski Íhaldsflokkurinn tapaði í gær tvennum aukakosningum. Þar með tapaði flokkurinn líka tveimur þingmönnum, þar sem verið var að fylla skarð tveggja þingmanna flokksins sem neyddust til að segja af sér á dögunum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna
Bannað að banna fólki að bera byssur á almannafæri
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að rúmlega aldargömul löggjöf í New York-ríki, sem takmarkar heimildir fólks til að bera skotvopn á almannafæri, stangist á við annan viðauka stjórnarskrárinnar. Úrskurðurinn setur svipaða löggjöf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna í uppnám og er mikið högg fyrir þau öfl sem vinna að því að draga úr byssuofbeldi þar í landi.
Erfið reynsla fyrir þolendur að tilkynna kynferðisbrot
Þolendur kynferðisofbeldis eru ólíklegri en þolendur annarra brota til að tilkynna brotin til lögreglu.
23.06.2022 - 21:51
Sakfelldur tíu árum eftir nauðgun
Karlmaður á þrítugsaldri var í gær sakfelldur fyrir nauðgun sem hann framdi fyrir tíu árum, þegar hann var sautján ára. Þá nauðgaði hann sextán ára vinkonu sinni. Hún kærði brotið sjö árum síðar og rannsókn lögreglu dróst síðan mjög á langinn. Það varð til þess að tveggja ára fangelsisrefsing mannsins er að fullu skilorðsbundin.
23.06.2022 - 15:46
Þrjú burðardýr dæmd í vikunni
Mexíkóskur karlmaður var í dag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisrefsingar fyrir fíkniefnasmygl. Þetta er þriðji dómurinn yfir burðardýri í vikunni.
23.06.2022 - 15:41
Hæstiréttur hafnar vanhæfi dómara í hrunmáli
Hæstiréttur hafnaði í gær endurupptöku á máli manns sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisrefsingar vegna brota í hruninu. Á sama tíma var skattalagabroti vísað frá dómi með endurupptöku og opnað á bótakröfu gegn ríkinu.
23.06.2022 - 12:24
Rannsókn undirskriftarmálsins ekki hafin
Rannsókn á undirskriftamáli E-listans, Reykjavíkur; bestu borgarinnar, er ekki hafin. Yfirkjörstjórn í Reykjavík vísaði málinu til héraðssaksóknara í maí eftir að upp kom að Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, endaði í heiðurssæti E-listans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor án þess að vita af því.
Skotmaðurinn vistaður á stofnun
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að maðurinn sem var handtekinn í Hafnarfirði í gær vegna skotárásar skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Maðurinn var handtekinn í hádeginu í gær og því þurfti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að óska eftir gæsluvarðhaldi eða annarri vistun fyrir hádegi í dag eða láta manninn lausan að öðrum kosti.
Viðtal
Vopnatilkynningum hefur fjölgað mikið síðustu ár
Lögregla fær mun oftar en áður tilkynningar um notkun vopn. Flestar snúa þær að hnífamálum en tilkynningum um skotvopn í umferð hefur einnig fjölgað mikið.