Dóms- og lögreglumál

Spegillinn
Málarinn sem var ekki til
Galleríeigandi í Noregi hefur viðurkennt að hafa í mörg ár selt málverk eftir málara sem sagðir voru þekktir víða um heim. Nú hefur komið í ljós að þessir listamenn eru ekki til. Eigandi gallerísins málaði sjálfur myndirnar. Hann hefur nú verið sakaður um fjársvik.
20.04.2021 - 15:21
Krefjast ógildingar á úrskurði kærunefndar
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore gegn íslenska ríkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Krafist er ógildingar á úrskurði kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingamálastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd fyrr í mánuðinum.
Þrjár líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í gærkvöldi og í nótt. Einn var handtekinn á öðrum tímanum í nótt eftir að hafa ráðist að öðrum og veitt honum áverka með eggvopni.
Engin sátt í tylft mála hjá Mannréttindadómstól Evrópu
Engin sátt hefur náðst í tólf af átján málum gegn íslenska ríkinu sem til umfjöllunar eru hjá Mannréttindadómstóli Evrópu og byggð eru á sömu málsástæðum og Landsréttarmálið svonefnda og því líklegt að þau verði tekin til efnislegrar meðferðar við dómstólinn.
Málflutningi lokið vegna drápsins á George Floyd
Vitnaleiðslum og málflutningi er lokið í réttarhöldunum yfir fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir drápið á blökkumanninum George Floyd í maí í fyrra og kviðdómendur hafa nú verið fluttir í einangrun til að ráða ráðum sínum án utanaðkomandi áreitis. Fjölmennt lögreglu- og þjóðvarðlið er í viðbragðsstöðu í Minneapolis, þar sem búist er við hörðum mótmælum og að líkindum óeirðum verði Chauvin sýknaður.
Leggur mögulega fram frumvarp um sóttkvíarhótel
Ríkisstjórnin ræðir á fundi sínum í fyrramálið mögulegar útfærslur á lagafrumvarpi um hvernig tryggja megi lagastoð fyrir þeirri aðgerð að skikka fólk í sóttkví í sóttkvíarhúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mögulegt að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp þess efnis.
Binda vonir við nýja löggjöf í baráttunni gegn mansali
Þótt lögregla telji að mansal sé útbreitt hér á landi hefur aðeins eitt slíkt mál endað með sakfellingu. Bundnar eru vonir við að ný löggjöf hjálpi til við rannsókn slíkra mála.
Annað sóttkvíarbrotið í rannsókn - beðið eftir hinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið rannsókn á öðru sóttkvíarbrotinu sem er talið hafa leitt til mikillar útbreiðslu á kórónuveirusmitum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, í samtali við fréttastofu. Beðið er eftir upplýsingum um hitt brotið en Hulda segir að miðað við upplýsingar í fjölmiðlum sé ljóst að það verði einnig rannsakað af lögreglu.
19.04.2021 - 17:45
Rannsaka símaat um yfirvofandi rýmingu í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú til rannsóknar símaat þar sem að minnsta kosti einum íbúa í Grindavík var sagt að vera undir það búinn að rýma hús sitt vegna yfirvofandi hættu á nýrri gossprungu nær bænum. Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við fréttastofu. Svo virðist sem hrekkjalómurinn hafi nýtt sér einhverja tækni til að gera atið trúverðugra.
19.04.2021 - 17:06
Ræktanda gert að afhenda hund eftir pössun
Héraðsdómur Reykjaness hefur gert ræktanda að afhenda viðskiptavini sínum hund sem hann var með í pössun. Ræktandinn neitaði að afhenda hundinn aftur þar sem hann taldi að eigandinn væri ekki hæfur til að hugsa um dýrið. Ræktandinn reyndi að fá úrskurði héraðsdóms hnekkt fyrir Landsrétti en án árangurs.
19.04.2021 - 16:19
Svíþjóð: Fimm konumorð á innan við þremur vikum
Fimm konur hafa verið myrtar í Svíþjóð á innan við þremur vikum. Grunaðir morðingjar eru í flestum tilfellanna karlmenn sem flestir höfðu átt í einhvers konar sambandi eða samskiptum við konurnar voru myrtar. Morðin hafa vakið athygli og reiði í Svíþjóð og leitt til mikilla umræðna um ofbeldi á konum og viðbragða í heimi stjórnmálanna, segir í frétt SVT sem birti í gær samantekt á þeim fimm málum sem upp hafa komið frá 30. mars, þar sem karlar eru grunaðir um að hafa myrt konur
19.04.2021 - 06:30
Brottnumin frönsk stúlka fannst í Sviss
Lögreglumenn í Sviss fundu í dag átta ára gamla franska stúlku sem var numin á brott frá ömmu sinni og afa í Frakklandi í byrjun vikunnar. Stúlkan var í för með móður sinni sem hafði notið aðstoðar fimm karlmanna við að nema stúlkuna á brott og flytja hana yfir landamærin.
18.04.2021 - 22:12
Myndskeið
Vilja oft sem minnst afskipti lögreglu
Algengt er að þolendur mansals vilji sem minnst afskipti lögreglu. Þetta segir Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Tíma taki að byggja upp traust í málum sem þessum og þau séu afar erfið í rannsókn.
Salvini fyrir rétt í september, ákærður fyrir mannrán
Dómari hefur úrskurðað að Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins og fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, verði að mæta fyrir rétt í Palermo á Sikiley hinn 15. september næstkomandi. Hann er ákærður fyrir mannrán þegar hann kom í veg fyrir að um hundraði flótta- og förufólks um borð í björgunarskipinu Open Arms yrði hleypt í land í ágúst í fyrra.
Ungur maður myrtur í úthverfi Stokkhólms
Ungur karlmaður var skotinn til bana í Kista-hverfinu í Stokkhólmi í nótt. Lögreglan rannsakar málið sem morð og er með mikinn viðbúnað á vettvangi og næsta nágrenni. Lögreglu barst tilkynning um skothríð í Kista-hverfinu, sem er í norðvesturhluta Stokkhólms, seint á þriðja tímanum í nótt. Þegar að var komið fundu lögreglumenn mann á þrítugsaldri, sem skotinn hafði verið mörgum skotum.
18.04.2021 - 06:30
Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Tékkar reka 18 Rússa úr landi vegna sprenginga 2014
Tékknesk stjórnvöld saka Rússa og rússnesku leyniþjónustuna um að hafa átt aðild að mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi árið 2014. Því hafi verið ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem sannað þykir að allir séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana. Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal í Bretlandi 2018 eru á meðal grunaðra. Rússnesk stjórnvöld segja þetta fráleitar ásakanir.
18.04.2021 - 03:35
Myndskeið
Erlendur maður var fangi í marga mánuði á veitingastað
Dæmi eru um að fólk hafi reynt að nýta sér fjölskyldusameiningu til að smygla fólki hingað til lands og í fyrra var erlendum karlmanni haldið föngnum í marga mánuði á veitingastað í Reykjavík þangað til samlandar hans komu honum til bjargar. Þrettán mansalsmál hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar síðan í fyrrasumar.
17.04.2021 - 19:09
Móðir árásarmanns hafði varað við honum
Árásarmaðurinn sem varð átta að bana í Indianapolis í gær var nítján ára piltur sem lögregla yfirheyrði í fyrra eftir ábendingu frá móður hans. Þá var byssa í hans eigu gerð upptæk. Móðir piltsins sagði fyrir ári að hún óttaðist um son sinn, að hann myndi reyna að gera eitthvað svo að lögregla yrði honum að bana.
16.04.2021 - 21:39
Myndskeið
Lögreglumaður skaut þrettán ára dreng til bana
Yfirvöld í Chicago hafa gert myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns opinber, en það sýnir þegar 13 ára drengur var skotinn til bana undir lok síðasta mánaðar. 
Mörg særð eftir skotárás í Indianapolis
Nokkur fjöldi fólks varð fyrir skoti þegar karlmaður hóf skothríð við starfsstöð Fedex-flutningafyrirtækisins nærri flugvellinum í Indianapolis, fjölmennustu borg Indianaríkis, í gærkvöld. Lögregla hefur ekki upplýst um fjölda þeirra sem særðust umfram það að þau hafi verið nokkur. Hin sáru voru flutt á sjúkrahús, en ekki hefur komið fram hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Fjölmiðlar vestra hafa eftir talskonu lögreglu að lögreglumenn á vettvangi telji árásarmanninn hafa svipt sig lífi.
Chauvin neitaði að bera vitni - málflutningi lokið
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður frá Minneapolis sem nú er fyrir rétti, ákærður fyrir morðið á blökkumanninum George Floyd, nýtti rétt sinn til að neita að sitja fyrir svörum saksóknara í réttarsal í gær.
Hæstiréttur staðfesti ógildingu dóms yfir Lula
Hæstiréttur Brasilíu staðfesti í dag ógildingu á dómi frá 2018, þar sem Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasiliuforseti, var sakfelldur fyrir spillingu í embætti. Átta af ellefu dómurum hæstaréttar greiddu atkvæði með því að staðfesta úrskurð dómarans Edsons Fachins frá 8. mars, sem komst að þeirri niðurstöðu að ógilda skyldi dóminn á grundvelli formgalla.
Myndband
Börðust við eld í sinu og bílflökum - myndband
Um 15 til 20 slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum á Austurlandi eru í býsna umfangsmiklu verkefni við Vífilsstaði í Hróarstungu. Þar logar eldur í sinu og skógrækt sem og í nokkrum bílum. UPPFÆRT: Slökkvistarfi lauk á fyrsta tímanum og í spilaranum hér að ofan má sjá myndir frá vettvangi og heyra viðtal Rúnars Snæs Reynissonar við Harald Eðvaldsson slökkviliðsstjóra.
Grunnskóli braut persónuverndarlög í eineltismáli barns
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskóli hafi brotið persónuverndarlög með því að senda ráðgjafafyrirtæki viðkvæmar persónuupplýsingar barns í tengslum við eineltismál. Upplýsingarnar voru sendar eftir að ákvörðun lá fyrir að ráðgjafafyrirtækið kæmi ekki lengur að eineltismálinu. Sveitarfélagið bað foreldra barnsins afsökunar.
15.04.2021 - 23:08