Dóms- og lögreglumál

Fresta því að kaupa þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna
Fresta þarf kaupum á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæslunar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra sem kynnt var í dag. Gert hafði verið ráð fyrir 2,2 milljörðum í kaupin á þessu ári en sú heimild fellur niður. Landhelgisgæslan fær 350 milljónir til standa undir leigu á viðbótarþyrlu.
Fékk afslátt af kaupverði vegna stara og músagangs
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudag að kaupandi einbýlishúss í Mosfellsbæ skildi fá 659 þúsund króna afslátt af kaupverði hússins. Starahreiður í þakrennum og músagangur urðu til þess að húsið var óíbúðarhæft um skeið vegna starfa meindýraeyðis auk þess sem seljandi hafði ekki rýmt húsið fyllilega. 15 milljóna krónu kröfu kaupandans um bætur vegna raka- og mygluskemmda var hins vegar hafnað.
Ræktun ólöglegra plantna og maður með hnífa
Lögregla gerði í gærkvöld húsleit í húsnæði í Austurborginni, þar sem grunur lék á að verið væri að rækta plöntur til fíkniefnagerðar. Sá grunur reyndist á rökum reistur og var hald lagt á 77 plöntur og talsvert af tilbúnum efnum, segir í tilkynningu lögreglu. Verður hvorutveggja eytt.
Milljarða miskabætur vegna fjöldamorðsins í Las Vegas
Dómstóll í Nevada í Bandaríkjunum lagði í gær blessun sína yfir samkomulag um miskabætur til fórnarlamba einhvers mannskæðasta fjöldamorðs í sögu Bandaríkjanna, sem framið var í Las Vegas 1. október 2017. Þá hóf bandarískur karlmaður skothríð á þúsundir gesta tónlistarhátíðar í borginni út um glugga herbergis síns á 32. hæð Mandalay Bay-hótelsins. 58 lágu í valnum og yfir 800 særðust áður en morðinginn beindi byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi.
Réttað vegna hneykslis Volkswagen-samsteypunnar
Réttarhöld hófust í dag yfir Rupert Stadler, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Audi, vegna útblásturssvindls hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen.
30.09.2020 - 21:57
Niðurstaða saksóknara í máli Olofs Palme endanleg
Niðurstaða saksóknarans Krister Petersson um að Skandíamaðurinn Stig Engström hafi líklegast myrt forsætisráðherrann Olof Palme er endanleg. Þetta segir Lennart Gunné, ríkissaksóknara Svíþjóðar. Rannsóknin verður því ekki tekin upp að nýju.
30.09.2020 - 09:27
Guðmundur á Núpum játaði sök fyrir dómi
Guðmundur A. Birgisson, oftast kenndur við bæinn Núpa í Ölfusi, játaði sök þegar fyrirtaka var í máli héraðssaksóknara gegn honum fyrir Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku. Var málið því flutt sem játningamál. Guðmundur var ákærður fyrir 300 milljóna króna skilasvik og peningaþvætti.
Myndskeið
11 ára börn verða fyrir kynferðislegri áreitni á netinu
Kynferðisleg áreitni, sem börn verða fyrir á netinu, er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Þetta segja börn sem unnu skýrslu um stöðu mannréttinda barna á Íslandi. Þau segja mikilvægt að auka fræðslu, bæði fyrir þolendur og gerendur.
Ákærður fyrir að reyna að stinga konu ítrekað í höfuðið
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir tilraun til manndráps um miðjan júní. Maðurinn er sagður hafa veist að leigusala sínum og gert ítrekaðar tilraunir til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkamans. Fram kom í fréttum að kalla hefði þurft til sérsveit ríkislögreglustjóra eftir að konunni tókst að gera lögreglu viðvart og að sérsveitin hefði beitt bæði táragasi og gúmmiskotum til að yfirbuga manninn þar sem hann neitaði að afvopnast.
Segir sig frá rannsókn á Samherjaskjölunum
Pål Lønseth, yfirmaður norsku efnahagsbrotadeildarinnar Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að stýra rannsókn á norska bankanum DNB í tengslum við Samherjaskjölin. Rannsóknin verður nú flutt yfir á forræði annars saksóknara í öðru lögreguumdæmi. Þetta er í þriðja sinn sem Lønseth lýsir sig vanhæfan til að stýra rannsókn á vegum Økokrim.
29.09.2020 - 10:57
Málflutningi að ljúka í Mehamn
Gert er ráð fyrir að málflutningi ljúki í dag í réttarhöldum yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem ákærður eru fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í Mehamn í Noregi í fyrravor. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Austur Finnmerkur í Vadsø.
29.09.2020 - 07:18
Mál Taylor gert opinbert á morgun
Ríkissaksóknari Kentucky samþykkti í gærkvöld að birta opinberlega endurrit og hljóðupptökur úr ákærurétti í máli Breonna Taylor. Kviðdómari við ákæruréttinn óskaði í gær formlega eftir birtingu þeirra.
29.09.2020 - 04:50
Fyrrverandi yfirmaður Elite sakaður um nauðganir
Fyrrverandi yfirmaður Elite fyrirsætuumboðsskrifstofunnar í Evrópu, Gerald Marie, er sakaður um að hafa nauðgað og misþyrmt konum og stúlkum. Þrjár fyrrverandi fyrirsætur eru meðal þeirra sem saka hann um að hafa ráðist gegn sér, auk fyrrverandi fréttakonu BBC.
29.09.2020 - 03:28
Quim Torra sviptur forsetaembætti
Hæstiréttur Spánar staðfesti í dag niðurstöðu undirréttar um að Quim Torra, forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu, sé óhæfur til að gegna embættinu. Hann er sagður hafa óhlýðnast landsstjórninni í Madríd.
28.09.2020 - 16:32
Með stórt sverð innan klæða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í nótt með þrjár ferðatöskur og bakpoka sem hann sagðist ekkert kannast við. Í dagbók lögreglu kemur fram að við leit á manninum hafi fundist stórt sverð innan klæða. Hann er grunaður um hilmingu og brot á vopnalögum og var vistaður í fangageymslu.
28.09.2020 - 06:26
Norskur knattspyrnudómari sakaður um barnaníð
Í dag hefjast réttarhöld yfir 29 ára norskum knattspyrnudómara frá Björgvin sem er sakaður um að hafa brotið gegn 27 ungum drengjum. Hann er sagður hafa komist í kynni við þá flesta í gegnum dómarastörf sín. Norska knattspyrnusambandið, NFF, fékk ábendingar um hegðun dómarans, en félagið sem dómarinn var skráður í fékk aldrei veður af ásökununum.
28.09.2020 - 05:43
Nítján ára maður ákærður fyrir manndráp í Björgvin
Nítján ára karlmaður var ákærður í Björgvin í Noregi í gær, grunaður um manndráp. Tvítug kona sem var í íbúð með honum á laugardagskvöld fannst látin þar aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús.
28.09.2020 - 01:58
Djammferðinni lauk með sekt og sóttkví í heimalandinu
Ferðamennirnir fjórir sem voru handteknir í miðborg Reykjavíkur vegna brots á sóttkví þurftu hver og einn að reiða fram 250 þúsund krónur í sekt vegna brotanna. Til að bæta gráu ofan á svart þurftu þeir allir að fara í 14 daga sóttkví þegar þeir sneru aftur heim í dag.
Hermenn ákærðir fyrir hvarf nema í Mexíkó
Yfirvöld í Mexíkó gáfu í dag út handtökuskipun gegn hermönnum sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt ráni 43 kennaraháskólanema í Guerrero-fylki árið 2014. Málið vakti mikla reiði um allan heim á sínum tíma. Nemarnir hafa aldrei fundist. 
Safnstjóri Auschwitz býðst til að afplána fyrir táning
Yfirmaður minjasafnsins í Auschwitz í Póllandi kallar eftir því að forseti Nígeríu náði 13 ára dreng sem hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir guðlast. Til vara býðst hann til þess að afplána hluta dómsins fyrir drenginn.
27.09.2020 - 08:12
Fjórir ferðamenn handteknir fyrir brot á sóttkví
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af fjórum ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví. Laust fyrir klukkan átta í gærkvöld var lögreglan kölluð til vegna ölvaðs manns sem reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi. Það reyndist erlendum ferðamaður sem var nýkominn til landsins og átti að vera í sóttkví.
Kona fannst látin í Björgvin í Noregi
Kona á þrítugsaldri fannst látin í íbúð í Åsene í Björgvin í Noregi í nótt. Karlmaður á svipuðum aldri sem var með henni í íbúðinni var fluttur á sjúkrahús. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir lögreglumanninum Knut Dahl-Michelsen að dánarorsök sé ókunn.
27.09.2020 - 04:47
Donald Trump stóð við stóru orðin og tilnefndi Barrett
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóð við loforð sitt og tilnefndi í kvöld Amy Coney Barrett til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Á meðan Ginsburg var talsmaður kvenfrelsis og frjálslyndis er Barrett fulltrúi kristinna íhaldsafla og er harður andstæðingur þungunarrofs.
Kynferðisbrotamál starfsmanns grunnskóla fellt niður
Mál starfsmanns Hraunvallaskóla, sem var grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur börnum, hefur verið fellt niður. Þetta staðfestir Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu.
Krefur ríkið um 70 milljónir vegna frelsissviptingar
Nígerískur karlmaður hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst sjötíu milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði en fékk aðeins tveggja mánaða fangelsisdóm. Upphæðina byggir hann á þeirri fjárhæð sem metin var sem hæfileg vegna frelsissviptingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. 
26.09.2020 - 12:38