Dóms- og lögreglumál

Maria Kolesnikova kemur fyrir rétt
Réttarhöld hófust í dag í Minsk í Hvíta-Rússlandi yfir stjórnarandstöðuleiðtoganum Mariu Kolesnikovu. Hún hefur setið í varðhaldi síðustu tíu mánuði. 
Frakkar veita Líbönum neyðaraðstoð
Frakkar ætla að veita Líbönum hundrað milljónir evra í neyðaraðstoð og senda þeim fimm hundruð þúsund skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Eitt ár er í dag frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút.
Fjórir saman í óhappi á vespu
Nokkuð var um fíkniefnamisferli síðasta sólarhringinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að einhverjum virtist verulega í nöp við kyrrstæða bifreið eða mögulega eiganda hennar. Þá varð óhapp í Kópavogi sem taldi eina vespu og fjóra ferðalanga. 
04.08.2021 - 07:24
Danskur prestur í 15 ára fangelsi fyrir hrottalegt morð
Thomas Gotthard, sóknarprestur nærri Frederikssund á Sjálandi, viðurkenndi í gær að hafa myrt eiginkonu sína, Mariu From Jakobsen, að yfirlögðu ráði í fyrra. Saksóknari las játningu hans upp í réttarsal í Hilleröd, þar sem hann var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir illvirkið. Þar játaði hann ekki einungis að hafa orðið konu sinni að bana, heldur einnig að hafa skipulagt hvort tveggja morðið og eftirleik þess í smáatriðum. Rétt er að vara við því að það sem á eftir kemur er ekki falleg lesning.
04.08.2021 - 06:46
Washington D.C.
4 lögreglumenn svipt sig lífi eftir árásina á þinghúsið
Fjórir úr hópi lögregluliðsins sem varði bandaríska þinghúsið þegar æstur múgur úr hópi stuðningsmanna Donalds Trumps réðist þar til inngöngu í janúar hafa nú fallið fyrir eigin hendi.
Þrennt særðist alvarlega í skotárás á Skáni
Þrennt særðist alvarlega í skotárás í Kristianstad á Skáni síðdegis á þriðjudag. Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, grunaðir um morðtilraun. Tveir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri og ein kona á sjötugsaldri særðust í árásinni og voru flutt á aðalsjúkrahúsið í Kristianstad.
04.08.2021 - 00:54
Maður fannst sofandi í ruslagámi með covid-úrgangi
Lögreglunni í Reykjavík barst í morgun tilkynning um sofandi mann í ruslagámi á bak við farsóttarhúsið á Barónsstíg. Lögreglan gerði sóttvarnayfirvöldum viðvart og ákveðið var að setja manninn í sóttkví í ljósi þess að gámurinn var fullur af covid-úrgangi úr farsóttarhúsinu.
Ríkisstjóri sakaður um ósæmilegt athæfi
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, áreitti fjölda kvenna kynferðislega, þar á meðal samstarfskonur sínar. Óháð rannsókn á framferði hans leiddi þetta í ljós. 
03.08.2021 - 16:42
Enginn rútufarþeganna í lífshættu
Enginn af þeim farþegum sem slösuðust þegar rúta valt út af vegi við Drumboddstaði í Biskupstungum er í lífshættu. Þetta staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
35 fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhring, en alls voru 35 manns fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19. Þar af voru tólf fluttir vegna COVID-19 í nótt.
Sádar herða tökin gegn andófi og málfrelsi
Mannréttindasamtök segja stjórnvöld í Sádi Arabíu hafa blygðunarlaust aukið ofsóknir gegn mannréttindafrömuðum og andófsfólki í landinu undanfarna sex mánuði og aftökum hefur fjölgað.
Úrskurði um Sheikh Jarrah frestað í annað sinn
Hæstiréttur í Ísrael hefur frestað öðru sinni úrskurði um hvort leyfilegt sé að vísa nokkrum palestínskum fjölskyldum af heimilum sínum til að rýma fyrir landtökubyggðum Ísraela.  
02.08.2021 - 17:18
Umferð á Suðurlandi farið rólega af stað
Viðbúið er að margir verði á faraldsfæti í dag, og eins og venjulega um verslunarmannahelgi mun straumurinn að líkindum liggja til höfuðborgarsvæðisins, bæði að sunnan og norðan.
Hálendisvakt styttir viðbragðstíma
Lögreglumenn á Norðurlandi eystra fara í nokkrar ferðir á sumrin og dvelja í þrjár til fjórar nætur í Drekagili. Svo virðist sem nærvera löggæslumanna dragi úr utanvegaakstri. Virk löggæsla styttir viðbragðstíma þegar slys verða.
02.08.2021 - 12:47
Hópslagsmál og ölvunarakstur í nótt
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri sem og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um hópslagsmál og voru margir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Þúsundir mótmæltu covid-ráðstöfunum á götum Berlínar
Þúsundir tóku í gær þátt í mótmælum víða í Berlín gegn viðbrögðum þýskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum þrátt fyrir að það sé bannað. Enn liggur ekki fyrir hve margir úr röðum mótmælenda og lögreglu særðust. Einn lést.
Noregur: Andlát í heimahúsi rannsakað sem morð
Lögreglan í Ósló rannsakar nú andlát litháensks manns á sextugsaldri sem morð. Talið er að maðurinn hafi verið myrtur í heimahúsi í Fjellhamar, kyrrlátu hverfi í sveitarfélaginu Lørenskog skammt frá Ósló.
02.08.2021 - 02:44
Lést í lögreglubíl í nótt
Karlmaður á fertugsaldri lést í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir handtöku í nótt. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögregla og sjúkralið hafi verið kölluð að húsi í austurborg Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var sagður í annarlegu ástandi. Þaðan hafi lögregla flutt manninn á Landspítalann en hann misst meðvitund og farið í hjartastopp á leiðinni. Reynt var að lífga manninn við en án árangurs. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu á sjúkrahúsið.
Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
Greiða atkvæði um ákærur gegn fyrrverandi forsetum
Í dag ganga Mexíkóar að kjörborðinu til að greiða atkvæði um hvort ákæra beri fimm forvera núverandi forseta fyrir spillingu. Andstæðingar hugmyndarinnar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna óþarfa.
Krefjast óháðrar rannsóknar á örlögum frumbyggjabarna
Kallað er eftir því að kanadísk stjórnvöld hefji umsvifalaust rannsókn á örlögum þúsunda barna af frumbyggjaættum sem dóu í sérstökum heimavistarskólum. Á annað þúsund grafir barna hafa fundist á skólalóðum frá því í maí.
Langflestir fara að sóttvarnartilmælum 
Óánægja með sóttvarnarreglur verður stöðugt sýnilegri í þjóðfélaginu og í dag fóru fram mótmæli á Austurvelli gegn sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru. Langflestir fara þó að tilmælum, segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Skatturinn þarf að afhenda þinginu framtöl Trumps
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað þarlendum skattayfirvöldum að afhenda þinginu skattframtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Ákvörðunin mun að líkindum binda enda á langan slag fyrir dómstólum um framtölin og er niðustaðan talin harður skellur fyrir Trump.
Harmar stöðu EFTA-dómstóls og gagnrýnir Pál
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer hörðum orðum um stöðu dómstólsins og um núverandi forseta hans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann vægi dómstólsins hafa minnkað vegna þess að dómstólar EFTA-ríkjanna leiti í minna mæli en áður til dómstólsins með úrlausnarefni. Jafnframt gagnrýnir hann Pál Hreinsson, eftirmann sinn í dóminum, og segir verkefni hans fyrir íslensk stjórnvöld hafa orðið til þess að Páll glataði sjálfstæði sínu.
Erilsamur sólarhringur að baki hjá Slökkviliðinu
Talsverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins undanfarinn sólarhring. Liðið fór í um 156 sjúkraflutninga, 32 forgangsútköll og 29 vegna COVID-19. Nokkuð var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöld og í nótt.