Dalabyggð

Vindorka ekki á dagskrá fyrr en Alþingi hefur gert sitt
Framkvæmdastjóri Landverndar segir að vindorkufyrirtæki hafi farið með rangfærslur um stefnu stjórnvalda í orkumálum á kynningarfundum á Vesturlandi. Oddviti sveitarstjórnar í Dalabyggð segir málefni vindorku ekki á dagskrá hjá sveitarfélaginu.
23.09.2022 - 12:20
Búast við góðum hlutum úr Brothættum byggðum
Dalamenn vilja snúa við neikvæðri byggðaþróun og auka við atvinnutækifæri í sveitarfélaginu. Með það fyrir augum undirbýr Dalabyggð nú þátttöku í Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun
11.01.2022 - 09:51
Vilja geta sótt sjúkraþjálfun í heimabyggð
Dalamenn koma nú upp aðstöðu til sjúkraþjálfunar í von um að hægt verði að bjóða upp á slíka þjónustu í heimabyggð.
29.12.2021 - 10:24
Dalamenn losna úr sóttkví og skóli opnar á ný
Lífið hefur færst í eðlilegra horf í Dalabyggð og svo virðist sem búið sé að ná utan um hópsmit sem kom þar upp í síðustu viku. Leikskólastarf er hafið að nýju og kennsla byrjar í grunnskólanum á fimmtudag að loknu vetrarfríi.
02.11.2021 - 16:06
Dalamenn loka skólanum til að takast á við hópsmit
Fimmtungur íbúa Dalabyggðar er nú ýmist í sóttkví eða einangrun. Skólahald í Búðardal liggur því niðri, bókasafn og sundlaug eru lokuð og hefur verið gripið til hertra aðgerða á hjúkrunarheimilinu.
26.10.2021 - 12:00
Úrskurðarnefnd snuprar Dalabyggð
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi gjaldtöku Dalabyggðar fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa. Ástæðan er sú að Dalabyggð birti ekki gjaldskrána í Stjórnartíðindum fyrr en eftir að búið var að leggja gjaldið á. 
Myndskeið
Dalabyggð skoðar sameiningar austur og vestur
Dalabyggð vill skoða mögulega sameiningu við þrjú sveitarfélög. Annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Sveitarfélagið lagðist í valkostagreiningu í vetur og athugaði sérstaklega sameiningarmöguleika við tólf nágrannasveitarfélög sín í sex mismunandi útfærslum. Möguleikarnir teygðu sig í allar áttir, allt suður í Skorradal og norður í Árneshrepp.
Dalabyggð skoðar sameiningu í Húnaþing og á Snæfellsnes
Byggðarráð Húnaþings vestra og bæjarráð Stykkishólmsbæjar hafa þegið boð sveitarstjórnar Dalabyggðar um fund til að ræða hvort hefja skuli viðræður um mögulega sameiningu við Dalabyggð.
26.03.2021 - 13:45
Vilja forða Byggðasafni Dalamanna úr ónýtu húsnæði
Dalamenn vilja færa byggðasafn sitt úr ónýtu húsnæði á Laugum í Sælingsdal að Staðarfelli á Fellsströnd. Á annað hundrað milljónir króna myndi kosta að breyta Staðarfelli í byggðasafn. Staðarfell hefur ekki verið í notkun í fjögur ár, síðan SÁÁ flutti starfsemi sína þaðan 2017.
08.03.2021 - 09:12
Líf á Laugum í Sælingsdal að nýju
Dalabyggð hefur nú leigt út Laugar í Sælingsdal til fyrirtækisins Heilskusköpunar. Þar hefst nú gistiþjónusta fyrir hópa en engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu síðan ungmennabúðir UMFÍ fluttu þaðan 2019. Leigusamningurinn gildir út maímánuð en umræður eru þegar uppi um að framlengja hann.
01.02.2021 - 17:02
Myndskeið
Náðu niður hættulegum bjargbrotum í Bröttubrekku
Starfsmenn Vegagerðarinnar réðust í það verkefni í síðustu viku að ná niður tveimur bjargbrotum í Bröttubrekku sem höfðu valdið þeim og vegfarendum hugarangri. Brotin höfðu smám saman mjakast nær bjargbrúninni. Var því hætta á að þau féllu fram, niður á Vestfjarðaveg og jafnvel á eða fyrir bíl.
27.11.2020 - 17:58
Hafa þungar áhyggjur af lágu verði til sauðfjárbænda
Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppur og Húnaþing vestra hafa þungar áhyggjur af of lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Sveitarfélögin skora á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð næsta árs strax fyrir áramót.
Samkaup kemur til móts við ósátta íbúa
Samkaup býður nú viðskiptavinum sínum í Búðardal, Reykjahlíð, Hólmavík og Flúðum að fá vörur sendar úr netverslun Nettó. Framtakið er ætlað að mæta óskum viðskiptavina. Íbúi í Mývatnssveit segir alltaf hægt að gera betur.
07.09.2020 - 16:27
Keyra frá Búðardal í Borgarnes til að versla í matinn
Stór hluti íbúa í Dalabyggð hefur ritað nafn sitt á mótmælalista þar sem því er mótmælt að Krambúðin hafi tekið við af Kjörbúðinni í Búðardal með tilheyrandi verðhækkunum. Margir hafa hætt að versla í heimabyggðinni.
26.08.2020 - 14:45
„Íbúar eru náttúrulega bara brjálaðir“
Mývetningar og íbúar í Dalabyggð eru reiðir vegna verðhækkana í verslunum Samkaupa í sinni heimabyggð. Forstjóri Samkaupa segist skilja reiðina en segir reksturinn þurfa að vera sjálfbæran. Verðhækkanir séu í samræmi við boðaðar hækkanir frá því í vor.
10.08.2020 - 13:35
Samþykktu að greiða leið tveggja vindorkuvera
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í gær breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gera ráð fyrir því að þar rísi tvö vindorkuver. Breytt aðalskipulag er nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun sem síðan auglýsir breytingarnar og opnar fyrir umsagnir. Andstæðingar annars vindorkuversins hafa lokað vefsíðunni Dalabyggð.is í mótmælaskyni.
23.06.2020 - 13:50
Hækkað vöruverð í Dalabyggð ógnar byggðarþróun
Sveitarstjóri Dalabyggðar segir að verð hafi hækkað í einu matvöruversluninni í sveitarfélaginu líkt og annars staðar. Hann vill að hið opinbera skerist í leikinn.
20.06.2020 - 12:22
Segir fjölmörg störf fylgja fyrirhuguðu vindorkuveri
Framkvæmdaaðilar sem vilja reisa vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð segja gagnrýni andstæðinga ekki á rökum reista. Þeir telja jafnframt ekki þörf á að skerpa á lögum og reglum um vindorku hérlendis.
10.06.2020 - 18:59
Myndskeið
Vilja ekki vindorkuver á Hróðnýjarstöðum
Sveitarstjórn Dalabyggðar ákveður í næstu viku hvort breyta eigi aðalskipulagi til þess að greiða fyrir byggingu vindorkuvers. Nágrannar jarðarinnar mótmæla og segja vindorkuverk ekki eiga heima í byggð.
10.06.2020 - 11:49
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Mega ekki sleppa kópum út í náttúruna
Tveir selkópar sem hafa verið í Búðardal síðustu tvö ár með það að markmiði að sleppa þeim út í náttúruna eru nú komnir aftur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem þeir komu í heiminn.
30.12.2019 - 09:38
Heitt vatn í Ólafsdal bætir uppbyggingarmöguleika
Minjavernd reisir nú sex ný hús í Ólafsdal í Gilsfirði ásamt því að gera upp skólahúsið. Fjárfesting Minjaverndar í uppbyggingu í dalnum hleypur á hundruðum milljóna. Fundur á heitu vatni breytir þá rekstrarmöguleikum töluvert.
13.11.2019 - 14:51
Fallið frá kauptilboði í Laugar í Sælingsdal
Tilboði upp á 320 milljónir í Laugar í Sælingsdal í Dalabyggð hefur verið rift af bjóðendum. Ekki náðist að fjármagna kaupin. Þetta er í annað sinn sem kauptilboð í Laugar hefur ekki gengið eftir á síðustu tveimur árum.
04.11.2019 - 10:00
Mokar heimshornaleir og heldur býflugur
Halla Sigríður Steinólfsdóttir er bóndi á bænum Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalabyggð. Ásamt sauðfjárbúskap mokar hún leir úr landareign sinni sem ferðast heimshornanna á milli. Þá heldur hún líka suðfé, eða býflugur. Þátturinn Sögur af landi kíkti til Höllu sem fann sér stund á milli stríða í smalamennsku til að segja frá leirmokstri og býflugnabúskap.
07.10.2019 - 16:14
Myndband
Búa til járn úr íslensku hráefni
Járn úr íslenskum mýrarrauða er búið til eftir þúsund ára aðferð á Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal. Gestum og gangandi býðst að taka þátt í járngerðinni sem og öðru víkingahandverki, þar á meðal járn- og glerperlugerð, vattarsaum og flatbrauðsbakstri.
01.09.2019 - 21:10