Íslensk heimildarmynd um tónlistarkonuna Ellen Kristjánsdóttur þar sem við kynnumst uppvexti hennar, fjölskyldu, lífi og list. Við fylgjum Ellen eftir þegar hún heimsækir bernskuslóðir sínar í Kaliforníu í Bandaríkjunum og gerir upp fortíðina ásamt fjölskyldu sinni. Leikstjóri: Anna Dís Ólafsdóttir. Framleiðsla: Lamina Pictures.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjórn og dagskrárgerð: Ragnhildur Þrastardóttir, Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Ein umsvifamesta vátryggingamiðlun landsins var staðin að því að fara á svig við lög en er samt enn að. Þúsundir Íslendinga hafa keypt tryggingar og fært lífeyri sinn til erlendra tryggingafélaga og miðlunin græðir á tá og fingri.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Við höldum áfram að kafa í jólabókaflóðið í Kilju vikunnar. Ragna Sigurðardóttir ræðir við okkur um skáldsöguna Útreiðartúrinn sem gerist á Álftanesi á ýmsum tímaskeiðum. Arndís Þórarinsdóttir segir frá Sólgosi - það er ungmennabók sem fjallar um miklar náttúruhamfarir og eftirleik þeirra. Við heimsækjum Svein Einarsson sem fæst ótrauður við skriftir - tölum einkum við hann um röð bóka þar sem hann spjallar nokkuð frjálslega við lesendur, blandar saman æviminningum, hugleiðingum og kveðskap. Hin nýjasta nefnist Í belg og biðu. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar um galdrafár og hörmuleg örlög í bókinni Glæður galdrabáls en þar er sögusviðið frá Skagafirði og vestur í Selárdal. Birgitta Björg Guðmarsdóttir flytur okkur kvæði úr nýrri ljóðabók sem hún kallar Draugamandarínur. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Allar litlu lygarnar eftir Evu Björg Ægisdóttur, Ragnarök undir jökli eftir Skúla Sigurðsson og Franska spítalann eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson.
Brot frá tónleikum í Útvarpshúsinu í Reykjavík á aðventunni 2012. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Brot frá tónleikum í Útvarpshúsinu í Reykjavík á aðventunni 2012. Brother grass flutti lagið Jól og Valdimar og Eyjólfur Kristjánsson fluttu lagið Gamli jólasveinninn. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Nói áttar sig á því að Selma sagði satt þegar hann sér bréffuglana fljúga. Hann ákveður að senda óskabréf til jólasveinsins. Lúna tekur afdrifaríka ákvörðun til að sleppa við skjalavörsluna.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eysteinn kemur í heimsókn til Þorra og Þuru til að bjóða þeim með sér á jólaskemmtunina á miðbæjartorginu.
Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Fisher hefur náð stjórn á geimveruberginu. Með engan tíma að missa, þarf Meg að fá krakkana með sér í verkefni til þess að bjarga vinum sínum.
Breskir gamanþættir frá 2024 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Baggalútur og Júníus Meyvant opna þáttinn á laginu Jólainnkaupin.
Gestir þáttarins eru Benedikt Erlingsson, Ingibjörg Iða Auðunardóttir og Vilhelm Neto.
Loji Höskuldsson kynnir Kærleikskúlu ársins.
Trine Dyrholm kíkir í sófann og flytur lagið Smuk som et stjerneskud.
Berglind Festival "rawdoggar" jólin.
Inspector Spacetime og Sykur enda þáttinn á laginu Draumur okkar beggja.

Dönsk verðlaunamynd frá 2019 í leikstjórn May el-Toukhy. Lögfræðingurinn Anne tælir stjúpson sinn á unglingsaldri og setur þar með starfsferil sinn, hjónaband og fjölskyldu í hættu. Aðalhlutverk: Trine Dyrholm, Gustav Lindh og Magnus Krepper. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 18 ára.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.