
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er dauðuhræddur við nýja ofur-áburðinn sem sonur sinn hefur búið til, sem hann notar til þess að rækta radísur. Hann vill ekki að radísan verði of stór, því það gæti haft slæmar afleiðingar!
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Þorri og Þura eru að undirbúa jólin. Þegar afi Þorra þarf að bregða sér frá biður hann þau að passa jólakristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. En það slökknar á honum. Þorri og Þura leggja af stað í ævintýraferð til að kveikja aftur á kristalnum og finna jólagleði í hjartanu.
Leiksýnin eftir leikhópinn Miðnætti. Leikstjóri: Sara Martí
Leikarar: Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson
Þáttastjórnandi vinnur hörðum höndum að því að útbúa Jólastundina þar sem hann fær til sín góða gesti og vel valin tónlistaratriði. Vandræði banka upp á þegar Bikkja mætir á svæðið og gerir allt til þess að skemma útsendinguna, með misgóðum árangri. Meðal leikenda eru: Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Ilmur Kristjánsdótti, Oddur Júlíusson og Magnús Þór Bjarnason. Handrit og leikstjórn: Erla Hrund Halldórsdóttir og Hekla Egilsdóttir.
Jóhanna Vigdís og Siggi Gunnars færa áhorfendum uppskrift að jólum. Í þáttunum setja þau saman jólaveislu, velta fyrir sér jólalögum, hefðum og ýmsu fleiru. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
www.ruv.is/uppskriftadjolum
Í þriðja þætti kenndi Jóhanna Vigdís áhorfendum að gera (jóla)fiskisúpu, eitthvað aðeins léttara til að borða um hátíðarnar. Rósa Líf sagði frá djúsí vegan-steik. Dísa Óskars talaði um sniðugar jólagjafir og frábæra leið til að pakka inn gjöfum. Úlfar Finnbjörns bjó til kjúklingalifrar-mousse og svo var það Mugison sem sá um tónlistina.
Hljómsveitin Baggalútur býður til jólatónlistarveislu í Skíðaskálanum í Hveradölum á laugardögum í desember. Góðir gestir koma í heimsókn og flutt verða gömul og ný jólalög sem koma landsmönnum í sannkallaðan „jólafíling“. Dagskrárgerð: Baggalútur. Stjórn útsendingar: Gísli Berg.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld pælum við í sófum, hittum lækni í Vestmannaeyjum sem býr yfir einstakri talnagáfu, kíkjum í Valhöll á Eskifirði og búum til Tiktok myndbönd með samfélagsmiðlastjörnum Húsasmiðjunnar.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Síðasta Kiljan fyrir jól er fjarskalega efnismikil. Ólafur Jóhann Ólafsson ræðir um skáldsögu sína Kvöldsónötuna. Eiríkur Jónsson læknir segir frá fyrstu bók sinni sem nefnist Andrými. Árni Helgason er einnig að senda frá sér fyrstu bók sem nefnist Aftenging. Brynhildur Þórarinsdóttir hittir okkur í Verkó til að tala um unglingasöguna Silfurgengið. Haukur Már Helgason segir frá bók sinni Staðreyndunum. Steinunn G. Helgadóttir er höfundur Síðustu daga skeljaskrímslisins - sendir nú frá sér bók eftir nokkurt hlé. Hallgrímur Helgason flytur kvæði úr ljóðasafninu Drungabrim í dauðum sjó. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sjá dagar koma eftir Einar Kárason, Allt frá hatti oní skó eftir Einar Má Guðmundsson og Kómetu eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson.
Upptaka frá jólatónleikum Friðriks Ómars og Rigg viðburða í Hofi á Akureyri í desember 2019. Sérstakir gestir Friðriks eru Gissur Páll Gissurarson, Sigríður Beinteinsdóttir, Jógvan Hansen, Svala Björgvinsdóttir og Margrét Eir. Framleiðandi: Rigg viðburðir.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti sjáum við Stúf baða sig í sviðsljósinu á Akureyri.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Týr og þau hin fara upp á heiði að finna Véfréttina. Snilli reynir að brjóta skuggaskjöldinn með geislatækinu.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eysteinn opnar möndlugjöfina sína og Þura dregur Þorra inn í herbergi til að hitta Ljós.

Allskonar skemmtilegir og jólalegir molar úr barnaefni síðustu áratuga. Dagskrárgerð: Karl Pálsson

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Tekist á um sjóvarnir við Vík í Mýrdal

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Bandarísk jólamynd fyrir fjölskylduna frá 1994 um Susan, sex ára stúlku sem trúir ekki á jólasveininn. Dag einn hittir hún jólasvein í verslunarmiðstöð sem heldur því fram að hann sé ekta og þá breytist allt. Leikstjóri: Les Mayfield. Aðalhlutverk: Mara Wilson, Richard Attenborough, Elizabeth Perkins og Dylan McDermott.

Spennumynd frá 1988 með Bruce Willis í aðalhlutverki. John McClane er lögreglumaður frá New York sem fer til Los Angeles til að halda jól með eiginkonu sinni og börnum. Þegar hópur hryðjuverkamanna birtist óvænt í jólateiti á vinnustað eiginkonu hans og tekur alla í byggingunni í gíslingu grípur McClane til sinna ráða. Myndin var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna. Leikstjóri: John McTiernan. Meðal annarra leikenda eru Alan Rickman, Bonnie Bedelia og Paul Gleason. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Tekist á um sjóvarnir við Vík í Mýrdal