Borgarbyggð

Landinn
Eignaðist langveikan son og keppir í kraftlyftingum
Kristín Þórhallsdóttir er alin upp á Laugalandi í Borgarfirði. Hún menntaði sig sem dýralæknir í Danmörku og byrjaði að starfa sem slíkur í Borgarfirði 2016. Hún eignaðist tvo drengi með stuttu millibili 2016 og 2018 en þegar sá yngri var lítill kom í ljós að ekki var allt eins og best verður á kosið.
Vilja Latarbæjarsafn og veitingastað í Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar fól í dag sveitarstjóra að vinna áfram með forsvarsmönnum fyrirtækisins Upplifunargarður Borgarness vegna lóðar fyrir starfsemi sem byggð yrði á hugmyndafræði Latabæjar. Lóðin þarf að bera 2.000 fermetra hús auk útiaðstöðu og möguleika á frekari stækkun seinna. Þar yrði safn, studio og veitingastaður.
04.03.2021 - 23:33
Vilja kaupa stafrænan þjálfunarbúnað fyrir slökkvilið
Slökkviliðið í Borgarbyggð vill kaupa sér stafrænan þjálfunarbúnað. Með slíkum tækjum má bæði spara fé og draga úr líkum á að slökkviliðsmenn fái krabbamein.
Myndskeið
Ætla að opna nýtt hótel í Lundarreykjadal í sumar
Þórarinn Svavarsson, skógarbóndi í Lundarreykjadal og fjölskylda hans ætla að opna nýtt hótel í dalnum. Framkvæmdir eru langt á veg komnar og stefnt að því að opna í sumar.
09.02.2021 - 09:15
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Ólýsanleg tilfinning að komið sé að bólusetningu
Bólusetningu fyrsta skammts á landsbyggðinni er lokið. Gleði og spenna hefur fylgt ferlinu á þessum tímamótum.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Misstu hús sitt í eldsvoða sem kviknaði út frá raftæki
Hjónin Guðrún María Björnsdóttir og Jóhann Páll Þorkelsson eru bændur á Snartarstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði á Vesturlandi. Þau misstu heimili sitt í byrjun júní á þessu ári þegar eldur braust út á efri hæð íbúðarhússins á bænum . Eldurinn kviknaði út frá gamalli spjaldtölvu sem var í hleðslu. Þau hafa orðið að búa í garðkofa með börnin sín þrjú síðan þá með eldunaraðstöðu í gámi á hlaðinu. Þau vonast til að geta loks flutt í nýtt hús á næstunni.
19.11.2020 - 09:30
Myndskeið
Búið að ráða niðurlögum eldsins á Mýrum
Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í kornþurrkara á bóndabænum Laxárholti á Mýrum í Borgarbyggð. Slökkviliðið í Borgarbyggð fékk tilkynningu klukkan tíu fyrir hádegi um að eldurinn hafði kviknað. Kallað var í liðsauka og tóku tæplega þrjátíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð og Akranesi þátt í slökkvistarfinu.
05.10.2020 - 17:40
Þörf á aukinni heimild þótt að urðun minnki
Borgarbyggð vill ekki að urðunarheimild í Fíflholtum á Mýrum verði aukin um tíu þúsund tonn á ári. Framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands segir að það sé nauðsynlegt þó svo að það dragi úr urðun á næstu árum.
10.09.2020 - 22:35
Páll þarf ekki að rífa legsteinasafnið strax
Niðurrif á legsteinasafni Páls Guðmundssonar á Húsafelli frestast um einn og hálfan mánuð, fram til tuttugasta og áttunda október. Tímann fram að því á að nýta til að reyna að ná lendingu um sameiginlega hagsmuni landeigenda á Húsafelli.
04.09.2020 - 09:29
Páll á Húsafelli fær leyfi til að rífa legsteinahúsið
Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli, hefur fengið leyfi hjá byggingafulltrúa Borgarbyggðar til að rífa umdeilt legsteinahús. Húsið varð kveikjan að dómsmáli þar sem Páll var dæmdur til að fjarlægja það. Byggingafulltrúa hefur verið falið að gefa út niðurrifsleyfi.
24.08.2020 - 10:33
Ráðuneyti skoðar stjórnsýslu Borgarbyggðar
Sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að taka stjórnsýslu Borgarbyggðar til formlegrar umfjöllunar. Þetta kemur meðal annars til vegna mikilla tafa sveitarfélagsins við að afgreiða og svara erindum.
Sveitarfélagið vinnur að því að húsið uppfylli lög
Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, segir að lýsing á aðalskipulagi sé í farveginum sem geti gert legsteinaskála Páls á Húsafelli löglegan. „Það var alltaf markmiðið að gera þetta löglegt síðan 2016,“ sagði Ragnar.
Ætla að fljúga dróna yfir Norðurárdal í dag
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri telur að gróðureldar í Norðurárdal í Borgarfirði hafi kviknað af mannavöldum. Gera megi ráð fyrir að tíu til fimmtán hektarar hafi brunnið. Hversu stórt svæði brann komi frekar í ljós síðar í dag þegar dróna verði flogið þarna yfir.
19.05.2020 - 10:07
Viðtal
Hafa náð tökum á gróðureldunum - vakta svæðið
Búið er að ná tökum á gróðureldum í Norðurárdal í Borgarfirði. Hátt í hundrað manns hafa kljáðst við eldinn síðan um sex í kvöld. Slökkviliði Borgarbyggðar barst liðsauki frá Slökkviliðinu á Akranesi og Brunavörnum Suðurnesja í baráttunni við eldinn.
19.05.2020 - 02:33
Myndskeið
Hafa náð tökum á aðstæðum en verða að fram undir morgun
Um sjötíu til níutíu manns berjast nú við gróðurelda í Norðurárdal. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir slökkvistarf í fullum gangi en þeir ráði illa við eldinn þar sem hann sé „á eins slæmu landi og hugsast getur.“ Nánast vonlaust er að koma vatni á staðinn.
18.05.2020 - 22:36
Drengurinn fannst heill á húfi við Grábrók
Drengurinn sem leitað hafði verið að við Hreðavatn síðan á fjórða tímanum fannst heill á húfi við fjallið Grábrók sem stendur við Hreðavatnsskála. Fréttastofa fékk þetta staðfest frá björgunarsveitunum á staðnum. Drengurinn er rétt rúmlega tíu ára. Vísbendingar höfðu borist um ferðir drengsins við fjallið.
23.04.2020 - 16:48
Gunnlaugur krefur Borgarbyggð um 60 milljónir
Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krefur það um 60 milljónir króna. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Vesturlands í byrjun mánaðarins. Byggðarráð Borgarbyggðar segir ljóst að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar.
18.04.2020 - 07:50
Viðtal
Opna leikskóla að nýju fyrir forgangshópa á mánudaginn
Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsfólki beggja leikskólanna í Borgarnesi. Þeir eru nú lokaðir, ekkert leikskólastarf í bænum og 125 börn heima hjá sér. Vonast er til að opna annan þeirra að nýju á mánudaginn. Starfsmaður ráðhúss sveitarfélagsins er einnig smitaður.
26.03.2020 - 22:30
Leyfi legsteinaskála Páls á Húsafelli fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur fellt úr gildi byggingarleyfi sem Borgarbyggð veitti fyrir legsteinaskála listamannsins Páls Guðmundssonar á Húsafelli. Reisa átti skálann til að varðveita legsteina og minnismerki sem höggvin hefðu verið úr steinum. Málið á sér langa forsögu, hefur áður komið fyrir nefndina og rataði einnig til umboðsmanns Alþingis.
25.02.2020 - 17:37
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Leiðir fólk saman yfir kvöldverði í Borgarnesi
„Ég ætlaði bara að prófa að hóa hópi fólks saman sem vildi bara hittast og borða saman. Engin veislustjórn, ræður, leikir eða neitt. Bara borða saman,“ segir Heiðrún Helga Bjarnadóttir, sem efnir til sameiginlegs kvöldverðar í Borgarnesi einu sinni í mánuði.
20.02.2020 - 15:33
Þórdís Sif verður sveitarstjóri Borgarbyggðar
Þórdís Sif Sigurðardóttir verður nýr sveitarstjóri í Borgarbyggð ef sveitarstjórn samþykkir tillögu byggðaráðs Borgarbyggðar á fundi 13. febrúar. Auglýst var eftir nýjum sveitarstjóra eftir að Gunnlaugi A. Júlíussyni var sagt upp í nóvember.
06.02.2020 - 11:18
Matvælastofnun greiddi 112 milljónir í skaðabætur
Fyrirtækið Kræsingar í Borgarnesi, sem áður hét Gæðakokkar, fékk 112 milljónir króna í skaðabætur frá Matvælastofnun (Mast) vegna hins svonefnda nautabökumáls, sem upp kom fyrir nokkrum árum.
24.01.2020 - 05:34