Borgarbyggð

Óráðið um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð
Ekki er búið að ákveða hvernig verður staðið að ráðningu sveitarstjóra í Borgarbyggð eftir að nýr meirihluti Framsóknarflokksins tekur við. Þetta segir oddviti flokksins.
19.05.2022 - 14:58
X22 - Borgarbyggð
Margir kjósa eftir afstöðu framboða til vindorkuvera
Bætt íþróttaaðstaða, möguleg vindorkuver og skólahald í heimabyggð eru meðal þess sem kjósendur í Borgarbyggð velta fyrir sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn.
35 úkraínskir flóttamenn komnir á Bifröst
Tekið var á móti þrjátíu og fimm úkraínskum flóttamönnum á Bifröst í gærkvöldi. Búist er við því að þeir verði fleiri. Pláss er fyrir hundrað og fimmtíu manns á Bifröst.
Thelma efst á lista Vinstri grænna í Borgarbyggð
Thelma Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi, leiðir lista Vinstri grænna í Borgarbyggð til sveitarstjórnarkosninga í vor. Framboðslisti flokksins í Borgarbyggð var samþykktur á fundi í dag. Brynja Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla, er í öðru sæti og Friðrik Aspelund, skógfræðingur og leiðsögumaður, skipar þriðja sætið.
Slökkviliðsstjóri mátti loka húsnæði í Brákarey
Samgöngu-og sveitastjórnarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð um að loka bæri mannvirkjum í Brákarey vegna eldvarnarsjónarmiða í lok mars á síðasta ári. Einn af leigutökunum kærði ákvörðunina til ráðuneytisins og taldi meðal annars að slökkviliðsstjórinn hefði verið vanhæfur vegna fjandskapar við sig.
23.01.2022 - 14:50
Myndskeið
Þrjátíu slökkviliðsmenn slökktu eld í íbúðarhúsi
Nýreist íbúðarhús í Borgarnesi er mikið skemmt eftir að eldur kviknaði í því í nótt. Ekki er vitað um orsök eldsins.
18.01.2022 - 12:23
Tafir á hringveginum við Borgarnes
Vegna framkvæmda við Þjóðveg 1 norðan við Borgarnes má búast við töfum á umferð seinni partinn í dag og í kvöld. Verið er að malbika kaflan frá hringtorginu við Borgarbraut og Snæfellsnesveg og upp fyrir gatnamótin að Hamri skammt norðan bæjarins.
01.10.2021 - 15:53
Landinn
Framtíðin er ekki óskrifað blað
„Það er enginn lengur sem fer um á morgnana og slekkur á lýsislömpum hér í Reykjavík og það eru heldur engir sótarar hérna lengur. Og það er fullt af öðrum störfum sem einu sinni voru mikilvæg sem eru ekki lengur til,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
20.09.2021 - 11:40
Sáttafundur stendur yfir í Húsafelli
Fundahöld standa yfir á Húsafelli um afdrif legsteinasafns Páls Guðmundssonar í Húsafelli. Farið hafði verið fram á niðurrif hússins og hófst það ferli í síðustu viku.
12.08.2021 - 13:23
Sjónvarpsfrétt
Gleði og litadýrð á fyrstu hinseginhátíð Vesturlands
Gleði og litadýrð einkenndu mannfjöldann sem streymdi um Borgarnes í dag. Hinseginhátíð Vesturlands og gleðigangan fóru nú fram í fyrsta skiptið, á vegum nýstofnað hinseginfélags Vesturlands. Systurnar Guðrún Steinunn og Bjargey Anna Guðbrandsdætur eru einar af skipuleggjendum hátíðarinnar og stofnendum félagsins.
10.07.2021 - 21:16
Útlit fyrir að enginn læknir verði í Borgarnesi í haust
Útlit er fyrir að enginn læknir verði starfandi á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Borgarnesi frá og með haustinu. Framkvæmdastjóri fjármála hjá stofnuninni telur álag á læknum á landsbyggðinni fæla frá.
08.07.2021 - 22:41
Misræmi upp á 105 milljónir vegna framkvæmda við skóla
Svo virðist sem 105 milljónir hafi verið skráðar á framkvæmd við grunnskólann í Borgarnesi án samþykkis eða vitneskju eftirlitsaðila. Hugsanlegt er að einhverjir reikningar hafi verið samþykktir sem ekki hafi átt rétt á sér og því er mögulega um ofgreiðslu að ræða á einhverjum þáttum. Byggðarráð Borgarráðs telur stöðuna alvarlega og vill að fram fari hlutlaus úttekt á verkefninu í heild.
08.07.2021 - 21:51
Hítardalur á tíðum alveg sambandslaus við umheiminn
Fjarskiptasamband í Hítardal á Mýrum er svo óáreiðanlegt að ábúendur geta lent í að detta úr tengingu við umheiminn með öllu. Formaður björgunarsveitar segir að mörg útköll síðustu ár hafi verið flóknari og dregist á langin vegna þessa.
04.07.2021 - 16:45
Borgarbyggð sýknuð af kröfu fyrrverandi sveitarstjóra
Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag Borgarbyggð af kröfu Gunnlaugs Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra. Gunnlaugur krafði sveitarfélagið um sextíu milljónir þar sem hann taldi uppsögn sína hafa verið ólögmæta. Héraðsdómur taldi að ástæðurnar sem gefnar voru fyrir uppsögninni hefðu verið fullkomlega lögmætar og eðlilegar.
16.06.2021 - 16:12
Mikil andstaða gegn vindmyllum í Borgarbyggð
Sveitarstjórnin í Borgarbyggð hefur ákveðið að hafna áformum um vindmyllur á Grjóthálsi í Norðurárdal að svo stöddu. Hátt í sjötíu athugasemdir bárust við lýsingu á aðalskipulagsbreytingu vegna vindmyllanna.
12.06.2021 - 06:40
Myndskeið
Svona áttu að koma í veg fyrir gróðurelda
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sumarbústaði á Suður- og Vesturlandi í dag. Slökkvilið þar eru í viðbragðsstöðu því hætt er við gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu æfðu rétt viðbrögð í dag. Mikill eldsmatur er víða þar sem gróður er skraufþurr. Slökkviliðsmenn sýndu fréttastofu hvernig unnt er að forðast það að eldur kvikni þegar kveikt er upp í grilli.
Slökkvilið gengur bakvaktir af ótta við gróðurelda
Sextán slökkviliðsmenn í Slökkviliði Borgarbyggðar ganga bakvaktir um helgina. Þetta gert í varúðarskyni vegna hættu á gróðureldum. Þá fá þeir sem leggja leið sína í sumarbústað á skógríkum svæðum á Vesturlandi viðvörun um þurrkana í textaskilaboðum. Slípirokkur, eldstæði eða jafnvel grill nálægt gróðri geta kveikt gróðurelda.
Kostar meira en 650 milljónir að laga hús í Brákarey
Það kostar rúmlega 650 milljónir að laga og rífa húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey. Byggingunum var lokað fyrr í vor af byggingarfulltrúa og slökkviliði vegna brunahættu.
Landinn
Eignaðist langveikan son og keppir í kraftlyftingum
Kristín Þórhallsdóttir er alin upp á Laugalandi í Borgarfirði. Hún menntaði sig sem dýralæknir í Danmörku og byrjaði að starfa sem slíkur í Borgarfirði 2016. Hún eignaðist tvo drengi með stuttu millibili 2016 og 2018 en þegar sá yngri var lítill kom í ljós að ekki var allt eins og best verður á kosið.
Vilja Latarbæjarsafn og veitingastað í Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar fól í dag sveitarstjóra að vinna áfram með forsvarsmönnum fyrirtækisins Upplifunargarður Borgarness vegna lóðar fyrir starfsemi sem byggð yrði á hugmyndafræði Latabæjar. Lóðin þarf að bera 2.000 fermetra hús auk útiaðstöðu og möguleika á frekari stækkun seinna. Þar yrði safn, studio og veitingastaður.
04.03.2021 - 23:33
Vilja kaupa stafrænan þjálfunarbúnað fyrir slökkvilið
Slökkviliðið í Borgarbyggð vill kaupa sér stafrænan þjálfunarbúnað. Með slíkum tækjum má bæði spara fé og draga úr líkum á að slökkviliðsmenn fái krabbamein.
Myndskeið
Ætla að opna nýtt hótel í Lundarreykjadal í sumar
Þórarinn Svavarsson, skógarbóndi í Lundarreykjadal og fjölskylda hans ætla að opna nýtt hótel í dalnum. Framkvæmdir eru langt á veg komnar og stefnt að því að opna í sumar.
09.02.2021 - 09:15
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Ólýsanleg tilfinning að komið sé að bólusetningu
Bólusetningu fyrsta skammts á landsbyggðinni er lokið. Gleði og spenna hefur fylgt ferlinu á þessum tímamótum.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.