Árneshreppur

Myndskeið
Ver næstu fjórum árum í að hreinsa fjörur á Ströndum
Rekaviður og plast eru í brennidepli í fjögurra ára hreinsunarátaki á Ströndum. Leita á nýrra leiða til að nýta rekavið sem hefur safnast upp síðustu áratugi.
02.09.2020 - 10:02
Heilsársvegur í Árneshrepp gæti dregist um tvö ár
Nú hillir í tímamót í Árneshreppi á Ströndum þar sem heilsársvegur inn í sveitarfélagið er í matsferli. Í tillögu að uppfærðri samgönguáætlun er framkvæmdum hins vegar frestað um tvö ár.
09.06.2020 - 09:28
Úrskurðarnefnd vísar kærum vegna Hvalárvirkjunar frá
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá fimm kærum í tengslum við Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Kærurnar stöðvuðu vegaframkvæmdir þar fyrir norðan síðasta sumar.
27.05.2020 - 16:27
Myndskeið
„Þetta er ekki mokstur nema fyrir stóra jarðýtu“
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum hefur verið lokaður nær óslitið frá áramótum. Byrjað var að moka í vikunni en hætta varð við hálfnað verk. Bóndi, sem sér um að ryðja, segist ekki hafa séð svona mikinn snjó í aldarfjórðung.
28.03.2020 - 11:45
Landinn
Snjósleðaferðir til að nýta innilokað hótel
„Við vildum reyna að búa til einhverja traffík yfir dauða tímann; janúar, febrúar, mars og það er gert með því að laða að okkur sleðamenn,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, á Hótel Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum.
18.03.2020 - 15:32
Úrskurður Óbyggðanefndar hefur ekki áhrif á virkjun
Fyrirtækið Vestuverk telur að úrskurður Óbyggðanefndar um að Drangajökull sé þjóðlenda hafi ekki áhrif á fyrirætlanir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Úrskurðurinn var birtur fyrir helgi og var hans beðið með óþreyju þar sem talið var að gæti haft áhrif á deilur um virkjunina með tilliti til landamerkja jarðanna Engjaness og Drangavíkur og þar sem hvort fyrirhugað land undir uppistöðulón væri í eigu virkjanasinna eða –andstæðinga.
24.02.2020 - 12:30
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin leggjast gegn virkjun
Alþjóðanefnd um friðlýst svæði innan Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN telur að vernda eigi víðerni við Drangajökul á norðanverðum Vestfjörðum. Ísland á aðild að samtökunum.
04.02.2020 - 11:33
Útfæra Hvalárvirkjun í skipulagi
Vinna við frekari skipulagsbreytingar í Árneshreppi vegna Hvalárvirkjunar er hafin. Þar er meðal annars gert ráð fyrir línu frá Hvalárvirkjun yfir Ófeigsfjarðarheiði með tengipunkti í Ísafjarðardjúpi.
01.01.2020 - 16:12
Enn straumlaust í Norðurfirði og þak fauk af
Á Vestfjörðum er alls staðar komið á rafmagn – utan Árneshrepps á Ströndum. Vestfjarðarlína er komin í rekstur á ný en Breiðadalslína 1 á norðanverðum Vestfjörðum er enn biluð og varaaflstöð í Bolungarvík því keyrð áfram. Í Árneshreppi hefur verið straumlaust í tvo daga og er það enn.
12.12.2019 - 12:57
Þriggja fasa tenging kemur í Árneshrepp óháð virkjun
Þriggja fasa rafmagnstenging kemur í Árneshrepp burtséð frá því hvort Hvalá í Ófeigsfirði verði virkjuð eða ekki. Virkjunin gæti þó flýtt fyrir og sparað skildinginn.
08.12.2019 - 21:25
Telur fleiri virkjanir en Hvalárvirkjun æskilegar
Fleiri virkjanaframkvæmdir en Hvalárvirkjun væru æskilegar til að mæta raforkuþörf Vestfirðinga, að mati Orkubús Vestfjarða.
04.12.2019 - 19:29
Kveikur
„Við tölum ekkert um þetta“
Umræðan um Hvalárvirkjun hefur haft slæm áhrif á íbúa Árneshrepps. Þetta er mat verslunarstjórans í hreppnum. Fólk sem hafi verið vinir lengi talist jafnvel ekki við.
03.12.2019 - 07:29
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Telja að tilmælum UST hafi verið fylgt
Árneshreppur og Vesturverk bera ábyrgð á því að friðuðum steingervingum og náttúruminjum verði ekki raskað við fyrirhugaðar framkvæmdir í hreppnum. Friðaðar trjáholur uppgötvuðust á vegstæði þar sem á að leggja veg vegna Hvalárvirkjunar. Umhverfisstofnun óskaði eftir nákvæmri kortlagningu á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi, til að tryggja að steingervingunum verði ekki raskað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þegar hafi verið farið að tilmælum Umhverfisstofnunar.
Íbúar kalla eftir fjármagni til heilsársvegar
Íbúafundur Árneshrepps hvetur Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til að veita 0,7 milljarða í gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls sem liggur á milli Veiðileysu og Reykjafjarðar. Með því yrði einangrun sveitarfélagsins yfir vetrarmánuði rofin. Þeir fagna jafnframt 30 milljarða fjárveitingu í göng undir Fjarðaheiði.
03.09.2019 - 14:49
Vegurinn í Árneshreppi ekki lengur lokaður
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er ekki lengur lokaður vegna grjóthruns og skriðufalla beggja vegna Kaldbaksvíkur. Búið er að fjarlægja grjótið sem féll á hann í gær. Fulltrúi Vegagerðarinnar ók veginn í morgun og gekk úr skugga um að ekkert grjót væri á veginum.
13.08.2019 - 09:38
E.coli í fjórum sýnum úr Árneshreppi
E. coli greindist í drykkjarvatni á fjórum stöðum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í  Árneshreppi. Gestir eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn.
01.08.2019 - 15:40
VesturVerk: Hafa fylgt tilsettum ferlum
Upplýsingafulltrúi VesturVerks segir fyrirtækið hafa fylgt tilsettum ferlum í undirbúningi Hvalárvirkjunar, sem opinberar stofnanir hafi staðfest. Óboðlegt sé að leggja megi viðstöðulaust steina í götu verkefnisins. Hún segir landeigendur sem hafa mótmælt virkjuninni vera lítinn hluta landeigenda.
12.07.2019 - 18:28
Fimmta kæran vegna Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtökin Ófeig náttúruvernd hafa kært ákvörðun Árneshrepps um að veita framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta er fimmta kæran sem berst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í tengslum við virkjunina.
11.07.2019 - 12:38
Furðar sig á kæru umhverfisverndarsamtaka
Oddviti Árneshrepps furðar sig á kæru fernra náttúruverndarsamtaka vegna fyrirhugaðra framkvæmda við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar verði stöðvaðar. Sveitarstjórn Árneshrepps veitti fyrir tæpum mánuði tvö leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa kært leyfi sem veitt var fyrir rannsóknum, vegalagningu um fyrirhugað virkjunarsvæði, efnistöku og fleiru.
09.07.2019 - 12:43
Kæra framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun
Fern náttúruverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Árneshrepps fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að framkvæmdir verði stöðvaðar þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur farið yfir málið.
09.07.2019 - 08:10
Vonar að ráðherra stöðvi Hvalárvirkjun
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir að fyrirtækinu Vesturverki, sem stendur að Hvalárvirkjun, hefði átt að vera kunnugt um ágreining um eignarhald á landsvæði í kringum virkjunina fyrirhuguðu. Hann segist vona að umhverfisráðherra finni leið til að stöðva framkvæmdina.
02.07.2019 - 09:41
Telja Hvalárvirkjun miðast við röng landamerki
Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur segja skipulag vegna virkjunarinnar byggjast á röngum landamerkjum og að hluti framkvæmda sé á þeirra landi. 
24.06.2019 - 13:02
Veita framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar
Sveitarstjórn Árneshrepps hefur samþykkt að veita Vesturverki framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum vegna Hvalárvirkjunar. Leyfið tekur til dæmis til vegagerðar að og um virkjunarsvæðið, efnistökusvæða, byggingu vinnubúða og rannsókna.
13.06.2019 - 11:40
Opna verslun á ný í Árneshreppi
Verslunin verður opin framvegis, segir nýr verslunarstjóri í Árneshreppi á Ströndum. Íbúar þurftu í vetur að reiða sig á vörusendingar með flugi og tilfallandi snjómokstur til að komast í búð.
06.06.2019 - 14:00