Akureyri

Rukkað fyrir bílastæði á Akureyri í lok sumars
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að tekin verði upp gjaldskylda á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars.
16.04.2021 - 10:14
Rafskúta togaði tíu ára gamalt barn út á umferðargötu
Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til foreldra og forráðarmanna barna um að brýna fyrir þeim að leigja ekki rafskútur. Tilefnið er að fyrr í dag mátti minnstu muna að tíu ára gamalt barna á slíku tæki yrði fyrir bíl.
15.04.2021 - 22:09
Heilsuvernd tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
Bæjarstjórinn á Akureyri gleðst yfir því að samningar um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar séu nú loks í höfn. Heilsuvernd tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót.
Fimm umsækjendur um embætti dómara á Norðurlandi eystra
Fimm sóttu um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Embættið var auglýst 26. mars og rann umsóknarfrestur út 12. apríl.
Ein stærsta snekkja heims í höfn á Akureyri
Snekkjan A, í eigu rússnesks milljarðarmærings, liggur nú við festar á Krossanesvíkinni á Akureyri. Snekkjan er ein stærsta lúxussnekkja í heimi
15.04.2021 - 10:22
Landinn
Fólk hefur kannski meiri tíma til að plana framkvæmdir
„Við erum að byggja þetta einbýlishús hér í Nonnahaga sem er með alveg geggjuðu útsýni. Það verða gluggar á þessari hliðinni alveg frá lofti og niður í parket og engir póstar að þvælast fyrir þannig að þetta verður býsna flott,“ segir Guðni Rúnar Kristinsson, hjá verktakafyrirtækinu HeiðGuðByggir á Akureyri. „Þetta færist í aukana að vera með stóra glugga þar sem eitthvað er að sjá.“
14.04.2021 - 07:50
Nýr götusópari í baráttu gegn svifryksmengun á Akureyri
Nýr og afkastamikill götusópur hefur verið tekinn í notkun hjá Akureyrarbæ. Kaupin eru hluti af aðgerðum gegn svifryksmengun á Akureyri.
13.04.2021 - 16:21
Myndskeið
BSO víkur fyrir nýju miðbæjarskipulagi á Akureyri
Sextíu og fimm ára gömul leigubílastöð BSO í miðbæ Akureyrar þarf að víkja fyrir nýju miðbæjarskipulagi. Bílstjórarnir vilja vera áfram í miðbænum en óvíst er hvað verður um þetta sögufræga hús.
06.04.2021 - 22:30
Væntir þess að yfirtökunni á ÖA ljúki í tæka tíð
Bæjarstjórinn á Akureyri segir allt benda til að samningar um yfirtöku á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar náist í tæka tíð. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að niðurstaða eigi að liggja fyrir innan skamms.
Myndskeið
Verslunarmiðstöðin Norðurtorg opnuð á Akureyri í júní
Í byrjun sumars verður ellefu þúsund fermetra verslunarmiðstöð opnuð í gamla Sjafnarhúsinu á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við breytingar á húsi og lóð er 2,7 milljarðar króna.
26.03.2021 - 16:52
Landinn
Langar til að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki
Það er oft mikið að gera á Kurdo Kebab í miðbæ Akureyrar sem er tilkominn vegna Kúrdans, Rahim Rostami. Hann er íranskur Kúrdi og kom til Íslands 2018. „Ég kom hingað sem flóttamaður. Þegar ég kom fyrst þá hafði ég strax í huga einhversskonar rekstur. Ég leitaði að stað fyrir hann en þurfti að bíða eftir að máli mínu lyki hjá Útlendingastofnun.“
Orkuskipti í Grímsey gætu hafist í sumar
Á næstu mánuðum er stefnt að því að stíga stór skref í orkuskiptum í Grímsey með uppsetningu á vindmyllum og sólarorkuveri. Ef áætanir ganga eftir gætu framkvæmdir hafist í byrjun sumars.
18.03.2021 - 15:36
Ekki einhugur um áfengissölu í Hlíðarfjalli
Ágreiningur var í bæjarráði Akureyrar þegar þar var tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem óskaði eftir umsögn vegna umsóknar AnnAssist ehf. um rekstrarleyfi fyrir vínveitingar á veitingastað í Hlíðarfjalli.
15.03.2021 - 16:19
Undirbúa lagningu ljósleiðara til Hríseyjar
Fjarskiptasjóður hefur veitt Akureyrarbæ sex milljón króna styrk til að leggja ljósleiðarstreng til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við lagningu strengsins 3-4 km. leið yfir sundið til Hríseyjar.
15.03.2021 - 09:30
Fagna því að sjá fram á nýja flugstöð á Akureyri
Talsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fagna því að sjá nú fram á nýja flugstöð, ásamt flughlaði á Akureyrarflugvelli, sem ákveðið er að taka í notkun vorið 2023. Framkvæmdir við byggingu flugstöðvar verða boðnar út í vor.
Akureyrarbær semur um kaup á nýju stólalyftunni
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að ganga til samninga um kaup á nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli af Vinum Hlíðarfjalls. Talsmaður félagsins segir að lyftan sé tilbúin til afhendingar.
18.02.2021 - 17:51
Aukin bjartsýni eftir fund með Sjúkratryggingum
Formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að loks sé að komast skriður á yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila eftir að fjögur sveitarfélög sögðu samningunum upp á síðasta ári. Málin hafi skýrst nokkuð á fundi með Sjúkratryggingum Íslands í morgun.
Bíða spennt eftir Siglingahöllinni á Akureyri
Alger bylting verður í starfsemi siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri þegar ríflega fjögurhundruð fermetra hús sem þar er í byggingu verður tilbúið. Húsið gengur undir nafninu Siglingahöllin sem lýsir vel eftirvæntingunni hjá félögum í Nökkva.
27.01.2021 - 09:14
Myndskeið
Gönguskíðaæði runnið á landsmenn
Hálfgert gönguskíðaæði virðist hafa runnið á landsmenn nú þegar skíðalyftur eru lokaðar í faraldrinum. Skíðakaupmaður á Akureyri á von á að sala gönguskíðum þrefaldist miðað við síðasta vetur.
28.12.2020 - 21:19
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Akureyri framlengir samning um rekstur öldrunarheimila
Samningur Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga um rekstur öldrunarheimila hefur verið framlengdur um fjóra mánuði. Bærinn sagði samningnum upp fyrr á árinu og ríkið átti að óbreyttu að taka við rekstrinum um ármót.
Umsátri lokið á Akureyri
Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn á Akureyri eru með talsverðan viðbúnað við fjölbýlishús í Ásatúni í Naustahverfinu á Akureyri. Íbúi fjölbýlisshúss hafði í hótunum.
11.12.2020 - 13:59
Stefnt að úthlutun lóða í nýjum miðbæ á næsta ári
Þrenging á þjóðvegi eitt í gegnum Akureyri og tuttugu þúsund fermetrar í nýju húsnæði eru á meðal breytinga á skipulagi miðbæjarins sem kynntar voru í dag. Þetta er í þriðja sinn á áratug sem bæjarstjórn á Akureyri kynnir nýtt miðbæjarskipulag.
10.12.2020 - 22:55
Íbúarnir eigi ekki að finna mikið fyrir hallarekstri
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir að íbúarnir eigi ekki að finna mikið fyrir því þótt bærinn standi nú frammi fyrir mesta rekstrarhalla sem þar hafi sést. Í fyrstu verði gripið til mildra aðgerða, reynt verði að verja störf og ekki verði dregið úr framkvæmdum.
07.12.2020 - 20:40