Akureyri

Vilja fara í gagngerar endurbætur frekar en bútasaum
Lundarskóli á Akureyri verður hugsanlega endurnýjaður í heild sinni í stað þess að laga skemmdir vegna myglu. Starfsfólk hefur lengi kvartað undan loftgæðum í skólanum og var hluta hans lokað fyrir páska eftir að mygla fannst í húsnæðinu.
31.05.2020 - 12:43
Enginn í fangelsi á Akureyri í sumar
Enginn fangi afplánar refsivist í fangelsinu á Akureyri í sumar. Ekki er til fjármagn til að ráða afleysingarfólk til starfa á Akureyri. Fangar hafa verið fluttir í önnur fangelsi.
28.05.2020 - 17:10
Viðtal
Maður svaf í frystihúsinu þegar eldurinn kviknaði
Einn maður gisti í frystihúsinu sem kviknaði í í Hrísey í nótt. Var hann nývaknaður þegar eldurinn kom upp og tókst að koma sér út og hringja í Neyðarlínuna. Frystihúsið, sem er stærsti vinnustaðurinn í eynni, gjöreyðilagðist í brunanum.
28.05.2020 - 12:29
Viðtal og myndskeið
„Það er bara allt brunnið“
Heimamenn í Hrísey sáu fljótt að þeir myndu ekki ráða við eldinn sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt. Mestu aðgerðum er lokið á vettvangi og búið er að slökkva eldinn.
28.05.2020 - 10:12
Myndskeið
Virðast vera að ná tökum á eldinum í Hrísey
Slökkviliðsmenn frá Akureyri, Dalvík og heimamenn í Hrísey virðast vera að ná tökum á eldinum sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt. Eldurinn kom upp í starfsmannaaðstöðu, en frystihúsið virðist gjörónýtt. Heimamenn sáu fljótt að þeir myndu ekki ráða sjálfir við eldinn.
28.05.2020 - 09:47
Eldsvoði í Hrísey
Bruninn mikið áfall fyrir íbúa
Bruninn sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt er mikið áfall fyrir íbúa í Hrísey, segir Linda María Ásgeirsdóttir sem býr þar. Mikinn svartan reyk leggur yfir alla eyjuna og rýma gæti þurft íbúðarhús.
28.05.2020 - 08:38
Berjast við mikinn eld í verksmiðjuhúsnæði í Hrísey
Slökkviliðið á Akureyri ásamt slökkviliðsmönnum í Hrísey berjast nú við mikinn eld í gamalli verksmiðju. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa náði tali af sagði von á „fullt af mönnum frá landi og dælum,“ til að aðstoða við slökkvistarfið. Reynt væri að verja það sem hægt væri að verja og slökkviliðinu væri nú að takast að halda í við eldinn. Eldsmatur væri talsverður.
28.05.2020 - 06:21
Slökkvilið kallað aftur að húsinu í Hafnarstræti
Slökkvilið Akureyrar var kallað aftur að húsi við Hafnarstræti 37 á Akureyri í morgun þegar reyks varð vart í húsinu. Húsið eyðilagðist í eldi í fyrrakvöld og þá var manni bjargað út úr logandi húsinu. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Um klukkan tíu í morgun varð vart við eld á ný í húsinu. Slökkvilið Akureyrar fór á vettvang og vann að því að slökkva eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu.
21.05.2020 - 10:25
Myndskeið og viðtal
Bruninn á Akureyri: „Þetta leit strax illa út“
Eitt elsta íbúðarhús Akureyrar er sennilega ónýtt eftir mikinn eldsvoða í kvöld og verður líklega rifið. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að þetta hafi litið strax illa út. Reykkafarar fundu rænulausan mann á miðhæð hússins og var hann fluttur alvarlega slasaður á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
19.05.2020 - 21:34
Lækkun bygginga á Oddeyri breytir engu
Hverfisráð Oddeyrar leggst gegn áformum um byggingar á Gránufélagsreit á Oddeyri á Akureyri, þrátt fyrir að hámarkshæð húsa hafi verið lækkuð úr ellefu hæðum í átta. Núgildandi skipulag, sem leyfir allt að fjögurra hæða hús, sé vænlegri kostur.
19.05.2020 - 13:55
3 milljónir í markaðssetningu Hríseyjar og Grímseyjar
Akureyrarstofa ætlar að markaðssetja Hrísey og Grímsey sérstaklega fyrir sumarið. Grímseyingur treystir því að það verði gott veður í sumar en útlendingar hafa verið mikill meirihluti ferðamanna.
19.05.2020 - 13:07
Foreldrar vilja meiri upplýsingar um mygluviðgerðir
Foreldrafélagið í Lundarskóla á Akureyri vill fá meiri upplýsingar frá skólayfirvöldum vegna myglu sem fannst í skólanum í vor. Foreldrar óttast að málið verði þaggað niður og ekki verið brugðist við á fullnægjandi hátt.
19.05.2020 - 09:59
Gert að víkja úr dómsal í handrukkunar-máli
Landsréttur hefur gert fjórum af fimm sakborningum í handrukkunarmáli á Akureyri að víkja úr dómsal á meðan sá sem varð fyrir árás þeirra gefur skýrslu fyrir dómi. Mönnunum fimm er gefið að sök að hafa svipt hann frelsi sínu í meira en fimm klukkustundir til að knýja á um greiðslu skuldar við einn sakborninganna. Þá sneri Landsréttur við úrskurði sama dómstóls í öðru máli og gerði tveimur mönnum að víkja úr dómsal á meðan maður sem þeir eru sagðir hafa stungið ítrekað gefur skýrslu fyrir dómi.
18.05.2020 - 20:46
Myndskeið
Rýmkanir á fjöldatakmörkunum jákvæðar fyrir tjaldsvæðin
Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins að Hömrum við Kjarnaskóg á Akureyri er bjartsýnn á sumarið eftir að rýmkun á fjöldatakmörkunum var boðuð. Hann bjóst áður við meira en tug milljón króna tapi á rekstrinum í sumar.
12.05.2020 - 10:30
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Ný aðalskipulagsbreyting lækkar háhýsin á Oddeyrinni
Skipulagsráð Akureyrar hefur kynnt nýja tillögu að aðalskipulagsbreytingu á Oddeyrinni. Fyrri tillaga leyfði allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús. Ný tillaga lækkar leyfða hámarkshæð niður í um átta hæðir.
06.05.2020 - 14:41
„Mikilvægt að sýna líka sóknarhug“
Akureyrarbær ætlar að verja 40 milljónum í að efla ferðaþjónustu og menningarstarfsemi fyrir sumarið vegna faraldursins. Formaður stjórnar Akureyrarstofu segir óvissuna mikla en einmitt þess vegna sé mikilvægt að sýna sóknarhug.
06.05.2020 - 13:53
Gjörbreytt aðstaða með nýju siglingahúsi Nökkva
Vonast er til að nýtt hús fyrir siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri verði tilbúið haustið 2021. 230 milljónir króna fara í framkvæmdina sem mun gjörbreyta aðstöðu félagsmanna.
05.05.2020 - 15:26
Sveitarfélög segja sig frá rekstri öldrunarheimila
Akureyrarbær ætlar ekki að framlengja samning um rekstur öldrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands. Framkvæmdastjóri segir þónokkur sveitarfélög í svipuðum hugleiðingum. Kröfur til hjúkrunarheimila aukist en dregið sé úr fjárveitingum.
Akureyrarbær framlengir ekki samning um öldrunarheimili
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar verður ekki framlengdur. Óskað er eftir viðræðum um framtíðarrekstur innan mánaðar.
Hlíðarfjall varð af helmingi áætlaðra tekna
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli varð af helmingi tekna vetursins vegna kórónuveirunnar. Forstöðumaður segir ekkert annað í stöðunni en að líta björtum augum til næsta veturs. Ný skíðalyfta verður kláruð í sumar.
04.05.2020 - 11:38
Ungir Grímseyingar bæta við flotann í eynni
Tveir ungir Grímseyingar hafa fest kaup á strandveiðibátum. Þeim var tekið eins og konungum þegar þeir lögðu við bryggju og eyjaskeggjar eru ánægðir með þróunina.
29.04.2020 - 14:37
Fyrstu viðbrögð við aðgerðarpakkanum ánægja
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir svo virðast sem stjórnvöld hafi hlustað á óskir ferðaþjónustunnar. Fyrstu viðbrögð við nýkynntum aðgerðarpakka sé ánægja. Hún óttast að ferlið gangi of hægt fyrir sig og segir fyrirtæki kalla eftir því að fá að nýta starfsfólk í hlutabótaleiðinni.
Undirgöng ekki raunhæf við Hörgárbraut
Lagðar hafa verið til úrbætur vegna umferðaröryggis á Hörgárbraut á Akureyri. Ekki er talið raunhæfur kostur að gera undirgöng eða göngubrú. Fimm aðgerðir koma til kastanna á þessu ári.
28.04.2020 - 10:49
Myndskeið
Lentu eins hreyfils flugvél á Kerlingu
Lítilli eins hreyfils flugvél var lent á Kerlingu, hæsta fjalli Norðurlands í gær. Flugstjórinn segir aðstæður til lendingar á fjallinu hafa verið eins og best verður á kosið.
28.04.2020 - 09:26