Akureyri

Sjónvarpsfrétt
Huga þarf vel að dýrum í hitanum
Hitinn á stórum hluta landsins síðustu vikur hefur ekki síður áhrif á dýr en menn. Dýralæknir á Akureyri hefur fengið til sín gæludýr sem hafa veikst í hitanum og hundar hafa brennt sig á heitu malbiki. Hestaeigandi fyrir norðan segir að passa verði að brynna vel.
22.07.2021 - 21:26
Fimm í varðhaldi eftir slagsmál á Akureyri í gærkvöld
Yfirheyrslur eru að hefjast yfir fimm mönnum sem handteknir voru eftir slagsmál í miðbæ Akureyrar í gærkvöld. Einn slasaðist talsvert og gekkst undir aðgerð á SAK.
21.07.2021 - 11:58
Um 200 farþegar Viking Sky fóru í land á Djúpavogi
Rannsókn stendur enn yfir á hugsanlegu broti á sóttvarnareglum þegar farþegar úr skemmtiferðaskipinu Viking Sky fóru í land á Djúpavogi í gær. Kórónuveirusmit hafði áður verið staðfest hjá einum farþega skipsins.
Sjö sækja um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri
Alls bárust sjö umsóknir til heilbrigðisráðuneytis um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn.
Viðtal
Yrki arkitektar hanna nýtt ráðhús á Akureyri
Yrki-artitektar ehf. urðu hlutskarpastir í samkeppni um hönnun á breytingum á ráðhúsi Akureyrarbæjar. Til stendur að byggja við ráðhúsið auk þess að gera breytingar á núverandi húsi og lóð. Markmiðið er að færa alla miðlæga starfsemi Akureyrarbæjar á einn stað.
15.07.2021 - 14:58
Stórir bólusetningardagar á Akureyri og í Reykjavík
Víðir Reynisson var í dag síðastur af þríeykinu góða til að fá bólusetningu. Hann mætti á svokallaðan opinn dag í Laugardagshöllinni eins og fjöldi annarra. Fólk sem fékk seinni sprautuna á Akureyri segist nú loksins geta farið að skipuleggja frí og ferðalög.
Bygging nýrrar flugstöðvar á Akureyri boðin út
Isavia hefur óskað eftir tilboðum í 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt breytingum á núverandi flugstöð og nánasta umhverfi. Áætlað er að opna tilboð í byggingu flugstöðvar í ágúst.
06.07.2021 - 12:20
Von á 90 skemmtiferðaskipum til Akureyrar í sumar
Von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum til þriggja hafna Akureyrarbæjar í sumar. Hafnarstjórinn segir allt smám saman vera að rétta úr kútnum en tekjutap vegna afbókana í fyrrasumar var rúmar 400 milljónir króna.
05.07.2021 - 19:50
Lögreglan leitar vitna eftir líkamsárás á Bíladögum
Lögreglan á Akureyri lýsir á Facebook-síðu sinni eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í kringum miðnætti að kvöldi laugardagsins 19. júní á tjaldsvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
24.06.2021 - 15:30
Óhjákvæmilegt að skera niður launakostnað
Þrettán var sagt upp störfum hjá Heilsuvernd hjúkrunarheimilum í gær. Fyrirtækið tók nýlega yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Hlíðar eftir að Akureyrarbær sagði sig frá rekstrinum. Framkvæmdastjórinn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að skera niður launakostnað.
19.06.2021 - 20:34
Segir nýja flugstöð hafa mjög hvetjandi áhrif
Ákvörðun um að byggja nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli hefur mjög hvetjandi áhrif á markaðssetningu og möguleika á beinu flugi þangað frá útlöndum. Verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir faraldurinn þó enn hafa þar mikil áhrif.
16.06.2021 - 12:45
Akureyri verði menningarhöfuðborg Evrópu
Á hverju ári útnefnir Evrópusambandið tvær borgir eða bæi í Evrópu sem menningarhöfuðborg Evrópu. Menningarfélag Akureyrar telur að Akureyri eigi fullt erindi til að bera þessa nafnbót og hvetja bæjaryfirvöld til að stefna að því árið 2030.
09.06.2021 - 11:30
Sigurhæðir opna á ný
Hús skáldsins Matthíasar Jochumssonar á Akureyri hefur verið án skýrs hlutverks í nokkur ár. Akureyrarbær hefur nú undirritað samning við leigjendur sem ætla sér að glæða húsið aftur lífi með fjölbreyttu menningar- og viðburðastarfi.
Vilja að Akureyringar haldi köttum sínum inni
Bæjaryfirvöld á Akureyri mælast til þess að kattaeigendur haldi köttum sínum inni um nætur á varptíma fugla. Þá er fólk hvatt til að skrá ketti sína. Aðeins lítið brot af köttum á Akureyri er formlega skráð.
04.06.2021 - 16:55
Sinubruni við Lundeyri á Akureyri
Slökkvilið Akureyrar var kallað út upp úr ellefu vegna sinubruna við Lundeyri í norðanverðu Holtahverfi.
26.05.2021 - 11:40
Undirrituðu nýjan menningarsamning á Akureyri
Mennta- og menningarmálaráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag nýjan menningarsamning milli Akureyrarbæjar og ríkisins. Samningurinn tryggir bænum 230 milljónir króna árlega næstu þrjú ár.
Undirbúa bólusetningu fyrir alla Grímseyinga
Til stendur að fljúga til Grímseyjar og bólusetja alla íbúa þar í einu. Það er bæði tímafrekt og dýrt fyrir Grímseyinga að fara til Akureyrar í bólusetningu.
07.05.2021 - 12:49
Segir bæjarfulltrúann villa viljandi um fyrir fólki
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar, fara með rangt mál í Facebook-færslu um samþykkt varðandi fjölbýlishúsalóð við Tónatröð.
06.05.2021 - 10:52
Leggja háspennustreng um bæjarlandið á Akureyri
Hafnar eru framkvæmdir við lengsta 220 kílóvolta háspennustreng sem lagður hefur verið í jörðu hér á landi. Strengurinn er hluti Hólasandslínu og liggur að hluta í gegnum bæjarlandið á Akureyri.
06.05.2021 - 09:07
Eitt smit staðfest á Akureyri
Eitt virkt kórónuveirusmit hefur verið staðfest á Akureyri og nokkrir sem því tengjast eru í sóttkví. Þetta er fyrsta smitið á Norðurlandi í langan tíma.
29.04.2021 - 11:04
Vonast eftir ásættanlegum samningi við Heilsuvernd
Nýr starfsmaður sem hefur störf hjá Öldrunarheimilum Akureyrar eftir fyrsta júní fær mun lægri laun en núverandi starfsmenn, ef farið er eftir kjarasamningum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þar getur munað 50 þúsund krónum á mánuði.
Tvö ný hús fyrir heimilislausa tilbúin á Akureyri
Tvö ný smáhýsi fyrir heimilislaust fólk hafa verið tekin í notkun á Akureyri og áætlað að byggja fleiri á sama svæði. Formaður velferðarráðs bæjarins telur að loks hafi náðst sátt um hvar hús af þessu tagi skuli vera á Akureyri.
26.04.2021 - 09:26
Rukkað fyrir bílastæði á Akureyri í lok sumars
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að tekin verði upp gjaldskylda á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars.
16.04.2021 - 10:14
Rafskúta togaði tíu ára gamalt barn út á umferðargötu
Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til foreldra og forráðarmanna barna um að brýna fyrir þeim að leigja ekki rafskútur. Tilefnið er að fyrr í dag mátti minnstu muna að tíu ára gamalt barna á slíku tæki yrði fyrir bíl.
15.04.2021 - 22:09
Heilsuvernd tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
Bæjarstjórinn á Akureyri gleðst yfir því að samningar um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar séu nú loks í höfn. Heilsuvernd tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót.