Akureyri

Viðtal
Vilja fækka bílum með nýju stígakerfi á Akureyri
Tillaga að nýju stígakerfi innan Akureyrarbæjar liggur nú fyrir. Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir kerfi göngu- og hjólastíga í bænum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir auknum aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar.
05.08.2020 - 15:08
Sjúkraþjálfari á Akureyri með COVID - Þrjátíu í sóttkví
Þrjátíu skjólstæðingar hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri hafa verið sendir í sóttkví eftir að sjúkraþjálfari á stöðinni greindist með COVID-19. Eigandi stöðvarinnar segir lán í óláni að allir sjúkraþjálfarar stöðvarinnar nema einn hafi verið í sumarleyfi þegar smitið kom upp.
04.08.2020 - 11:32
Myndskeið
Þórsarar fá Steinnes frá Akureyrarbæ
Akureyrarbær hefur afhent íþróttafélaginu Þór húsið Steinnes til afnota. Húsið stendur inni á íþróttasvæði félagsins og hefur verið þrætuepli um árabil.
03.08.2020 - 22:11
Tjaldsvæði full og veitingastaðir uppbókaðir
Margir eru á faraldsfæti og vísa þurfti fólki frá tjaldsvæðum í dag vegna nýrra fjöldatakmarkana. Veitingahús á Akureyri eru mörg fullbókuð um helgina. Fólk er beðið um að sýna þolinmæði.
31.07.2020 - 19:24
Tjaldsvæðinu á Akureyri skipt í fjögur hólf
Gera þarf ráðstafanir á tjaldsvæðum vegna hertra aðgerða. Víða er hætt að taka á móti nýjum gestum og tjaldstæði laga sig að nýjum reglum. Á Akureyri hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar.
31.07.2020 - 15:31
Súlur Vertical, Króksmóti og Skjaldborg aflýst
Bæjarhátíðum, íþróttamótum og menningarviðburðum um allt land hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um hertar samkomutakmarkanir í morgun. Stjórn Skjaldborgar segist vilja sýna það í verki að við séum öll almannavarnir.
Bæjarhátíðum víða aflýst
Í ljósi hertra samkomutakmarkanna hafa skipulögðum bæjarhátíðum víða um land verið aflýst. Búið er að aflýsa „Einni með öllu“ á Akureyri, Sæludögum í Vatnaskógi, Berjadögum í Ólafsfirði og Innipúkanum í Reykjavík. Í Vestmannaeyjum ætlar bæjarstjórn að hittast eftir hádegi og meta næstu skref.
30.07.2020 - 11:30
Myndskeið
Þriggja daga Potterhátíð á Akureyri
Þó ótrúlegt megi virðast verður ein þekktasta sögupersóna síðari tíma, galdrastrákurinn Harry Potter, fertugur á föstudaginn. Tímamótunum verður fagnað rækilega á Amtsbókasafninu á Akureyri með þriggja daga Potterhátíð.
30.07.2020 - 09:54
Rannsaka þjófnað í Hrísey
Talið er að tæplega þremur milljónum hafi verið stolið af eldri manni í Hrísey. Lögreglan á Norðurlandi eystra er með málið í rannsókn. Skýrslutaka fór fram í síðustu viku.
29.07.2020 - 16:01
Myndskeið
Húsflugur herja á Akureyringa
Húsflugur hafa gert mörgum Akureyringum lífið leitt síðustu vikur. Flugnasprey, límgildrur og rafmagnsflugnaspaðar seljast nú sem aldrei fyrr. Meindýraeyðir segir að þetta sé hálfgerð plága.
29.07.2020 - 00:13
Hækka aldurstakmark á tjaldsvæðum fyrir helgina
20 ára aldurstakmark verður á tjaldsvæðum Akureyrar um verslunarmannahelgina. Ein með öllu verður sniðin að fjölskyldufólki í ár. Stórir viðburðir eins og Sparitónleikarnir verða ekki á dagskrá, þess í stað verða viðburðirnir minni og dreifðari.
27.07.2020 - 15:33
Myndskeið
Tími villisveppanna runninn upp
Tími villtra sveppa í náttúrunni er runninn upp. Sveppatínsla nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi. Greina þarf sveppi gaumgæfilega til að ganga úr skugga um að þeir séu ætir.
24.07.2020 - 19:32
Myndskeið
Molta nýtt í ríkari mæli til skógræktar og landgræðslu
Notkun moltu hefur gefið góða raun í landgræðslu og skógrækt. Í kjölfar faraldursins settu stjórnvöld aukinn kraft í uppgræðsluverkefni með aðstoð moltu, annars vegar í Krísuvík og hins vegar á Norðurlandi.
16.07.2020 - 21:46
Myndskeið
Ungfrú Ragnheiður komin á nýjan bíl
Ungfrú Ragnheiður, skaðaminnkandi úrræði fyrir þá sem nota vímuefni í æð á Akureyri, tók nýverið nýjan bíl í notkun og fjölgaði vöktum. Hópstjórar segja tilkomu bílsins breyta miklu, og að aðsókn hafi aukist síðan verkefnið hófst.
15.07.2020 - 22:05
Myndskeið
Þreytt á lausagöngu katta á Akureyri
Endurskoða á reglur um lausagöngu katta á Akureyri. Kona, sem staðið hefur í stríði við kött í hverfinu í rúmt ár, kom heim úr ferðalagi í vikunni og hennar beið heldur ógeðfelld gjöf.
15.07.2020 - 19:50
Lög­reglu­fé­lög mót­mæla lokun fangelsisins
Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar og Lögreglufélags Þingeyinga mótmæla fyrirhugaðri lokun Fangelsisins á Akureyri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félögunum.
Mikið álag á konur í samkomubanni
Daglegt líf reyndist fjölskyldum hér á landi býsna snúið meðan farsóttin geisaði. Álag jókst til muna þegar verkefnin færðust inn á heimilin, sérstaklega á konur. Þetta sýna frumniðurstöður nýrrar rannsóknar um líðan fjölskyldna á tímum kórónuveirunnar.
13.07.2020 - 11:49
Allir um­sækj­endur með stúdents­próf fá inngöngu í HA
Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að allir umsækjendur með stúdentspróf fái jákvætt svar um skólavist í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem skólinn fær yfir 2.000 umsóknir.
10.07.2020 - 15:29
Mannvit bauð lægst í hönnun flugstöðvar á Akureyri
Mannvit átti lægsta tilboð í hönnun á viðbyggingu og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin voru opnuð í morgun en ellefu buðu í verkið.
10.07.2020 - 13:01
Gefur lítið fyrir skýringar Áslaugar Örnu
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur ritað opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Í bréfinu er hún hvött til þess að hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri.
Lokun á Akureyri skapar svigrúm fyrir 30 fangelsisrými
Dómsmálaráðherra segir að með lokun tíu fangelsisrýma á Akureyri skapist svigrúm til að opna fyrir þrjátíu pláss á Hólmsheiði og Litla Hrauni. 638 manns bíða nú eftir því að komast í afplánun.
Segir fangelsislokun setja löggæslu á NA-landi í uppnám
Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Þetta gangi gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í byggðamálum og sé gert án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu.
08.07.2020 - 16:38
Hringja í eldri borgara á Akureyri og kanna líðan
Búsetusvið Akureyrarbæjar hefur fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að ráða þrjá starfsmenn sem sinna símhringingum til eldra fólks næstu fimm vikurnar. Með því er ætlað að kanna líðan eldri borgara eftir COVID-19 faraldurinn.
08.07.2020 - 13:19
Myndskeið
Óánægja með ákvörðun Fangelsismálastofnunar
Töluverð óánægja er með ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Formaður Lögreglufélagsins segir hana vanhugsaða og kostnaðarsama fyrir embættið.
07.07.2020 - 20:11
Verslunarkjarni í Sjafnarhúsinu á Akureyri
Sjafnarhúsinu við Austursíðu á Akureyri verður breytt í verslunarkjarna ef áform Norðurtorgs ehf., sem keypt hefur húsið, ganga eftir. Áætlað er að opna þar næsta sumar.
07.07.2020 - 16:38