Akureyri

Ráðherra tekur fram fyrir hendur skólanefndar MA
Menntamálaráðherra hefur brugðist við kröfu kennarafélags Menntaskólans á Akureyri og skipað óháða nefnd til að meta hæfi umsækjenda um starf skólameistara MA. Kennarafélagið lýsti yfir vantrausti á störf skólanefndar MA við ráðningarferli skólameistara.
Upplýsingamiðstöð opnuð aftur á Akureyri
Upplýsingamiðstöð á Akureyri verður starfrækt á ný sumarið 2022. Þetta staðfestir Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ.
Minjasafnið á Akureyri hlaut Íslensku safnaverðlaunin
Minjasafnið á Akureyri hlaut í dag Íslensku safnaverðlaunin 2022, sem afhent voru nú síðdegis. Fimm söfn voru tilnefnd til verðlaunanna í ár.
18.05.2022 - 18:22
Meirihlutaviðræður á Akureyri halda áfram í kvöld
L-listi Bæjarlistans, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga nú í viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið í meirihluta á Akureyri í tólf ár.
Bæjarlistinn stærstur á Akureyri
Sjö flokkar náðu að tryggja sér einn eða fleiri fulltrúa í bæjarstjórn á Akureyri. Bæjarlistinn fékk flest atkvæði á Akureyri, 18,7 prósent greiddra atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur, hann fékk 18 prósent atkvæða og tvo fulltrúa, jafn marga og Framsóknarflokkurinn sem fékk 17 prósent atkvæða.
Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
Bæjarlisti stærstur og Flokkur fólksins fær gott start
Bæjarlistinn fær flest atkvæði á Akureyri gangi fyrstu tölur eftir. Hann er með 20,2 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa þegar 2.000 atkvæði hafa verið talin. Sjálfstæðisflokkurinn sem var stærstur síðast fellur nú niður í þriðja sæti með 17,6 prósent en Framsóknarflokkurinn tekur fram úr honum með 18,2 prósent. Tveir síðarnefndu flokkarnir eru með tvo fulltrúa hvor. Flokkur fólksins kemur sterkur inn og fær 12,6 prósent og einn bæjarfulltrúa í fyrstu atlögu að bæjarstjórn Akureyrar.
14.05.2022 - 23:55
Akureyringum gengið vel að gera upp hug sinn
Í dag ganga Akureyringar, eins og íbúar annarra sveitarfélaga, til sveitarstjórnarkosninga. Þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við gekk nokkuð vel að gera upp hug sinn er inn í kjörklefann var komið. Sumum þeirra hefur þó þótt kosningabaráttan litlaus og átt erfitt að nálgast upplýsingar um framboðin.
Minni kjörsókn á Akureyri en í kosningunum 2018
Heldur færri hafa kosið á Akureyri nú, en á sama tíma í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Kjörsóknin hefur þó aukist eftir því sem liðið hefur á daginn.
Sjónvarpsfrétt
Dálæti á einkabílnum vex með fjarlægð frá miðborginni
Dálæti Reykvíkinga á einkabílnum er mismikil eftir búsetu. Þannig eru flestir aðdáendur hans hlutfallslega í Grafarvogi en flestir unnendur almenningssamgangna eru í miðborginni. Þetta leiða niðurstöður rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðiprófessors í ljós. „Það er svona meira að íbúar hallist að einkabílnum þegar fjær kemur vesturbæ og miðbæ,“ segir Rúnar.
Skrautlegir mennaskólanemar dimmitera á Akureyri
Það styttist í útskrift í framhaldsskólum landsins og þá sletta nemendurnir úr klaufunum og dimmitera. Þessir litskrúðugu nemendur Menntaskólans á Akureyri vöktu mikla athygli á ferð sinni um bæinn í dag.
11.05.2022 - 15:22
Lifandi hafnarhverfi við Torfunef á Akureyri
Lifandi hafnarhverfi við Torfunef á Akureyri og fjölbreytt starfsemi fyrir íbúa og ferðamenn er einkenni vinningstillögu um hönnun svæðisins við gömlu Torfunefsbryggjuna. Arkitektastofan Arkþing/Nordic hlaut fyrstu verðlaun en Arkþing hannaði einnig menningarhúsið Hof.
28.04.2022 - 09:03
Lausaganga akureyrskra katta aðeins bönnuð að næturlagi
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum, sem nú stendur yfir, að falla frá áformum um að lausaganga katta í bænum verði alfarið bönnuð frá árinu 2025. Þess í stað verði lausaganga kattanna bönnuð að næturlagi og taki það ákvæði gildi um næstu áramót.
26.04.2022 - 17:13
Leigubílastöðin á Akureyri á hrakhólum
Leigubílstjórar á Akureyri hafa frest til 1. október til að fjarlæga hús sitt við Strandgötu sem hýst hefur starfsemina í 60 ár. Fram­kvæmda­stjóri Bifreiðastöðvar Oddeyrar segir súrt að þurfa að rífa húsið á eigin kostnað.
24.04.2022 - 09:56
X22 Akureyri
Vilja meiri- og minnihluta í bæjarstjórn á Akureyri
Meiri- og minnihluti verða aftur teknir upp í bæjarstjórn Akureyrar ef marka má áherslur oddvita framboðanna í bæjarstjórnarkosningunum þar. Í umræðum á framboðsfundi RÚV á Akureyri lýstu fæstir oddvitanna sig fylgjandi því að öll bæjarstjórn ynni áfram sem ein heild að verkefnum.
Kattamálið á Akureyri úr sögunni fyrir kosningar?
Allar líkur eru á að fallið verði frá banni við lausagöngu katta á Akureyri á næstunni. Málið verður á dagskrá bæjarstjórnar fljótlega, þar sem von er á tillögu þess efnis. Bæjarfulltrúi í röðum frambjóðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri upplýsti þetta á kosningafundi RÚV fyrr í dag.
Brynjólfur leiðir Flokk fólksins á Akureyri
Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir skipar forystusæti lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri í maí. Í öðru sæti er Málfríður Þórðardóttir ljósmóðir. og þriðja sæti skipar Jón Hjaltason sagnfræðingur.
Viðburðahald komið á fullt aftur
Menningarlíf og viðburðahald er komið á fullt skrið aftur og ljóst að fólk þyrstir í að koma saman. Viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar segir gleðilegt að geta haldið viðburði og sérstaklega þá sem búið hafi verið að frestað mörgum sinnum.
11.04.2022 - 13:58
Akureyrarbær rekinn með 752 milljóna króna afgangi
Akureyrarbær var rekinn með 752 milljóna króna afgangi árið 2021. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir.
09.04.2022 - 21:33
Landinn
Lífsgæði að vera innan um gróðurinn
„Manni líður alltaf vel innan um gróðurinn. Ef maður er í vondu skapi þá fara munnvikin mjög flótt upp á við,“ segir Jóhann Thorarensen garðyrkjumaður á Akureyri.
31.03.2022 - 15:33
Sögur af landi
Arkar á fjöll þegar hugurinn leitar heim til Úkraínu
„Í fimm daga gat ég ekki sofið neitt, vaknaði á klukkustundar fresti, hugurinn var alltaf heima,“ segir Natalia Kractchouk, frá Úkraínu sem flutti til Íslands fyrir 28 árum. „Stundum langar mig bara í augnablik að gleyma og þá fer ég upp á fjall,“ segir Natalia. Hún hóf að ganga á fjöll fyrir hugarró eftir að hún missti manninn sinn 2011.
12.03.2022 - 08:30
Sögur af landi
Gott ljóð besta greiðslan fyrir myndatöku
„Ef einhver kom inn, sem ég vissi að var hagyrðingur, þá vildi ég hafa vinnuskipti við hann,“ segir Páll A. Pálsson, ljósmyndari á Akureyri. Ef einhver viðskiptavinur kemur inn á ljósmyndastofuna hans í Skipagötu 8, sem Páll veit að er hagmæltur, þá vill hann helst af öllu að greiðslan fyrir myndatökuna sé gott ljóð.
06.03.2022 - 23:20
Líf stóð af sér atlöguna - Jana efst á Akureyri
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna,  varð í efsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Hún stóð þar með af sér atlögu Elínar Bjarkar Jónasdóttur veðurfræðings og Elínar Oddnýar Sigurðardóttur sem einnig stefndu á fyrsta sætið. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi er nýr oddviti Vinstri grænna á Akureyri.
Hilda Jana leiðir lista Samfylkingarinnar á Akureyri
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Annað sætið skipar Sindri Kristjánsson, yfirlögfræðingur, og í þriðja sæti er Elsa María Guðmundsdóttir grunnskólakennari.