Akureyri

Farsóttarhús opnað á Akureyri á ný og álag á lögreglu
Farsóttarhús var opnað á ný á Akureyri í gær, tæpum mánuði eftir að því var lokað vegna lítillar nýtingar. Yfirvöld hafa þurft að hafa afskipti af fólki sem átti að vera í sóttkví eða einangrun á svæðinu.
24.10.2020 - 08:16
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti tekið af skipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi fyrir svokallaðan Tjaldsvæðisreit, sem þýðir að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður lagt af. Ný heilsugæslustöð verður meðal annars byggð á þessu svæði.
22.10.2020 - 18:47
Kostnaðarsamt að sækja læknisþjónustu
Íbúi á Akureyri segir mikinn kostnað fylgja því að þurfa að sækja læknisþjónustu til Reykjavíkur. Sjúkratryggingar Íslands bæti aðeins upp ferðakostnað, ekki vinnutap.
19.10.2020 - 14:40
Framkvæmdir við nýjan leikskóla á Akureyri ganga vel
Framkvæmdir við Klappir, nýjan leikskóla á Akureyri, ganga samkvæmt áætlun. Skólinn er sjö deilda með 144 rými og áætlað að hann verði tilbúinn næsta haust.
17.10.2020 - 13:43
Allir í Oddeyrarskóla á Akureyri í sóttkví
Nemandi á miðstigi í Oddeyrarskóla á Akureyri er smitaður af COVID-19. Starfsfólk og nemendur eru komnir í varnarsóttkví þar til nánari fyrirmæli frá rakningarteymi liggja fyrir.
16.10.2020 - 11:21
Í gæsluvarðhald grunaðir um frelsissviptingu á Akureyri
Tveir karlmenn voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október að kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Eru mennirnir grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu.
16.10.2020 - 10:47
Eftirlitsmyndavélar í Hrísey til að fylgjast með glæpum
Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að koma upp öryggismyndavélum í Hrísey. Þannig á að bregðast við fjölda tilkynninga vegna meintra afbrota í eynni. Íbúi segir að ástandið í Hrísey sé óboðlegt.
14.10.2020 - 14:15
Þrettán sjúklingar á Kristnesi í sóttkví eftir smit
Starfsmaður á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit er smitaður af kórónuveirunni og 13 sjúklingar og 10 starfsmenn eru í sóttkví. Allir aðrir sjúklingar hafa verið útskrifaðir. Framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu segir að þjónustan verði takmörkuð næstu tvær vikur.
14.10.2020 - 11:44
Smit í leikskóla á Akureyri
Barn á ungbarnaleikskólanum Árholti á Akureyri er smitað af COVID-19. Börn og starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví.
14.10.2020 - 10:32
Námslota á Akureyri þrátt fyrir sóttvarnartilmæli
Háskólinn á Akureyri hefur hafnað beiðni hjúkrunarfæðinema í fjarnámi um að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Rúmlega tuttugu nemendur af höfuðborgarsvæðinu þurfa því að meta hvort þeir fara til Akureryrar, þvert á tilmæli sóttvarnaryfirvalda.
Þróa nýtt og einfaldara leiðakerfi strætó á Akureyri
Akureyrarbær vinnur nú að þróun á nýju leiðakerfi fyrir Strætisvagna Akureyrar. Horft til þess að einfalda kerfið og auka tíðni með styttri ferðum og beinni leiðum. Tillögur að nýju kerfi verða kynntar á næstu vikum.
12.10.2020 - 15:51
Nökkvi fær nýtt hús við Höpfnersbryggju eftir 6 ára bið
Framkvæmdir við nýtt hús fyrir siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri eru hafnar. Reiknað er með að húsið verði tilbúið haustið 2021 en kostnaður við bygginguna er um 230 milljónir króna. Rúm sex ár eru síðan bærinn samdi við félagið um uppbyggingu við Höpfnersbryggju.
12.10.2020 - 15:09
Nýtt áfangaheimili tekið í notkun á Akureyri
Nýtt áfangaheimili verður tekið í notkun á Akureyri í dag. Íbúarnir fá aðstoð við að koma sér út í samfélagið á nýjan leik. Á heimilinu eru 12 herbergi en það er rekið án opinberra styrkja.
12.10.2020 - 11:30
Myndskeið
Eldur í mannlausum bíl á Akureyri
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á Akureyri á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn var á bílastæði fyrir utan fjölbýlishús. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn er þó mikið skemmdur, eða jafnvel ónýtur, eins og sjá má á myndum sem Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV, náði á vettvangi.
11.10.2020 - 23:08
Viðtal
„Ekkert eðlilegt að vera eins og riðuveik rolla"
Níu af hverjum tíu sjómönnum hafa fundið fyrir sjóveiki og sjóriðu. Þá segist tæpur helmingur þeirra glíma við mígreni eða spennuhöfuðverk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri. Sjómaður til þrjátíu ára segir vandamálið falið.
09.10.2020 - 15:04
Viðtal
„Enginn elskar COVID. Nema COVID elskar COVID" 
Börn sem mættu meira í leikskólann í fyrstu bylgju COVID höfðu minni áhyggjur af ástandinu en þau börn sem voru aðallega heima. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Ingi Jóhann Friðjónsson, leikskólakennari gerði meðal elstu barna leikskólans Lundarsels á Akureyri.
09.10.2020 - 14:07
Aðalheiður hjólaði 832 kílómetra á 20 dögum
Aðalheiður Einarsdóttir, 96 ára íbúi á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri afrekaði það að hjóla 832 kílómetra á 20 dögum. Aðalheiður er hluti af liði Hlíðar í alþjóðlegri hjólakeppni eldri borgara, Road Worlds for Seniors.
09.10.2020 - 10:28
Dekkjahöllinni á Akureyri lokað vegna smits
Starfsmaður Dekkjahallarinnar á Akureyri greindist með Covid-19 í gærkvöld. Meðan unnið er að smitrakningu hefur verkstæðinu verið lokað.
08.10.2020 - 09:43
Hnífstunga á Akureyri um síðustu helgi
Einn var fluttur á sjúkrahús vegna hnífstungu í heimahúsi á Akureyri um liðna helgi. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur verið farið fram á farbann yfir þeim sem er grunaður um verknaðinn. Rannsókninni miðar vel áfram og er á lokastigi.
Helmingur sjómanna með mígreni - „áhugaverðar tölur“
Um helmingur sjómanna þjáist af mígreni og tæplega 90 prósent þeirra sem starfa í greininni hafa orðið sjóveikir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem lektor við Háskólann á Akureyri gerði í samvinnu við háls, nef- og eyrnalækni hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri.
05.10.2020 - 16:25
Gæsaveiðin heldur daufleg fyrir norðan
Gæsaveiðitímabilið fer rólega af stað á Norðurlandi að sögn veiðimanns á Akureyri. Veiðifélag hans fékk skammir í fyrra fyrir sölu á gæsabringum, þeir sneru vörn í sókn og eru nú með vottað vinnslurými.
04.10.2020 - 14:47
Starfsfólk hvatt til að fara ekki til höfuðborgarinnar
Starfsfólk í leik- og grunnskólum Akureyrar er hvatt til að fara ekki þangað sem nýgengi smita er hátt nema í brýnustu nauðsyn. Sviðsstjóri fræðslusviðs segir þau aðeins vilja hvetja fólk til þess að fara varlega. Ákveðið hefur verið að hætta útleigu á grunnskólum bæjarins tímabundið til 23. október.
02.10.2020 - 16:38
Skerða snjómokstursþjónustu á Akureyri til að spara
Akureyrarbær stefnir á að spara allt að fimmtíu milljónir króna með skertri þjónustu við snjómokstur í vetur. Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs segir heimsfaraldurinn hafa sýnt að ekki sé nauðsynlegt fyrir alla að komast leiðar sinnar klukkan átta alla morgna.
30.09.2020 - 16:41
Dæmdar bætur vegna umferðarslyss á Hörgárbraut
Karlmaður á Akureyri og tryggingafélagið Vörður voru í gær dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða konu tvær milljónir króna í miskabætur vegna umferðarslyss sem varð 2017. Stefndu voru einnig dæmd til að greiða málskostnað.
30.09.2020 - 14:33
Starfsfólk Lundarskóla í skimun í dag
Um 50 starfsmenn í Lundarskóla á Akureyri fara í skimun í dag en starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna um helgina. Ekkert skólastarf hefur verið hjá 1.-6. bekk í vikunni. Greinist enginn með COVID-19 verður hægt að hefja skólastarf aftur í fyrramálið.
30.09.2020 - 13:37