Akureyri

Myndskeið
Gönguskíðaæði runnið á landsmenn
Hálfgert gönguskíðaæði virðist hafa runnið á landsmenn nú þegar skíðalyftur eru lokaðar í faraldrinum. Skíðakaupmaður á Akureyri á von á að sala gönguskíðum þrefaldist miðað við síðasta vetur.
28.12.2020 - 21:19
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Akureyri framlengir samning um rekstur öldrunarheimila
Samningur Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga um rekstur öldrunarheimila hefur verið framlengdur um fjóra mánuði. Bærinn sagði samningnum upp fyrr á árinu og ríkið átti að óbreyttu að taka við rekstrinum um ármót.
Umsátri lokið á Akureyri
Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn á Akureyri eru með talsverðan viðbúnað við fjölbýlishús í Ásatúni í Naustahverfinu á Akureyri. Íbúi fjölbýlisshúss hafði í hótunum.
11.12.2020 - 13:59
Stefnt að úthlutun lóða í nýjum miðbæ á næsta ári
Þrenging á þjóðvegi eitt í gegnum Akureyri og tuttugu þúsund fermetrar í nýju húsnæði eru á meðal breytinga á skipulagi miðbæjarins sem kynntar voru í dag. Þetta er í þriðja sinn á áratug sem bæjarstjórn á Akureyri kynnir nýtt miðbæjarskipulag.
10.12.2020 - 22:55
Íbúarnir eigi ekki að finna mikið fyrir hallarekstri
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir að íbúarnir eigi ekki að finna mikið fyrir því þótt bærinn standi nú frammi fyrir mesta rekstrarhalla sem þar hafi sést. Í fyrstu verði gripið til mildra aðgerða, reynt verði að verja störf og ekki verði dregið úr framkvæmdum.
07.12.2020 - 20:40
Hvetja Akureyringa til að velja annað en nagladekk
Akureyrarbær hvetur bíleigendur til að velja aðra kosti en nagladekk þegar þeir skipta yfir á vetrardekkin. Undanfarin ár hafi um 75% bíleigenda valið að aka um á nagladekkjum.
11.11.2020 - 14:16
Þrjár stórar hópsýkingar í rakningu—ein á Akureyri
Smitrakningateymi almannavarna er nú að rekja þrjár hópsýkingar sem hafa komið upp síðustu daga í þriðju bylgju faraldursins. Þetta er hópsmitið á Landakoti, hjá nemendum og starfsmönnum Ölduselsskóla og á Akureyri en smitrakningateymið hefur flokkað smitin þar sem eina hópsýkingu.
29.10.2020 - 15:31
Farsóttarhús opnað á Akureyri á ný og álag á lögreglu
Farsóttarhús var opnað á ný á Akureyri í gær, tæpum mánuði eftir að því var lokað vegna lítillar nýtingar. Yfirvöld hafa þurft að hafa afskipti af fólki sem átti að vera í sóttkví eða einangrun á svæðinu.
24.10.2020 - 08:16
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti tekið af skipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi fyrir svokallaðan Tjaldsvæðisreit, sem þýðir að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður lagt af. Ný heilsugæslustöð verður meðal annars byggð á þessu svæði.
22.10.2020 - 18:47
Kostnaðarsamt að sækja læknisþjónustu
Íbúi á Akureyri segir mikinn kostnað fylgja því að þurfa að sækja læknisþjónustu til Reykjavíkur. Sjúkratryggingar Íslands bæti aðeins upp ferðakostnað, ekki vinnutap.
19.10.2020 - 14:40
Framkvæmdir við nýjan leikskóla á Akureyri ganga vel
Framkvæmdir við Klappir, nýjan leikskóla á Akureyri, ganga samkvæmt áætlun. Skólinn er sjö deilda með 144 rými og áætlað að hann verði tilbúinn næsta haust.
17.10.2020 - 13:43
Allir í Oddeyrarskóla á Akureyri í sóttkví
Nemandi á miðstigi í Oddeyrarskóla á Akureyri er smitaður af COVID-19. Starfsfólk og nemendur eru komnir í varnarsóttkví þar til nánari fyrirmæli frá rakningarteymi liggja fyrir.
16.10.2020 - 11:21
Í gæsluvarðhald grunaðir um frelsissviptingu á Akureyri
Tveir karlmenn voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október að kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Eru mennirnir grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu.
16.10.2020 - 10:47
Eftirlitsmyndavélar í Hrísey til að fylgjast með glæpum
Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að koma upp öryggismyndavélum í Hrísey. Þannig á að bregðast við fjölda tilkynninga vegna meintra afbrota í eynni. Íbúi segir að ástandið í Hrísey sé óboðlegt.
14.10.2020 - 14:15
Þrettán sjúklingar á Kristnesi í sóttkví eftir smit
Starfsmaður á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit er smitaður af kórónuveirunni og 13 sjúklingar og 10 starfsmenn eru í sóttkví. Allir aðrir sjúklingar hafa verið útskrifaðir. Framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu segir að þjónustan verði takmörkuð næstu tvær vikur.
14.10.2020 - 11:44
Smit í leikskóla á Akureyri
Barn á ungbarnaleikskólanum Árholti á Akureyri er smitað af COVID-19. Börn og starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví.
14.10.2020 - 10:32
Námslota á Akureyri þrátt fyrir sóttvarnartilmæli
Háskólinn á Akureyri hefur hafnað beiðni hjúkrunarfæðinema í fjarnámi um að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Rúmlega tuttugu nemendur af höfuðborgarsvæðinu þurfa því að meta hvort þeir fara til Akureryrar, þvert á tilmæli sóttvarnaryfirvalda.
Þróa nýtt og einfaldara leiðakerfi strætó á Akureyri
Akureyrarbær vinnur nú að þróun á nýju leiðakerfi fyrir Strætisvagna Akureyrar. Horft til þess að einfalda kerfið og auka tíðni með styttri ferðum og beinni leiðum. Tillögur að nýju kerfi verða kynntar á næstu vikum.
12.10.2020 - 15:51
Nökkvi fær nýtt hús við Höpfnersbryggju eftir 6 ára bið
Framkvæmdir við nýtt hús fyrir siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri eru hafnar. Reiknað er með að húsið verði tilbúið haustið 2021 en kostnaður við bygginguna er um 230 milljónir króna. Rúm sex ár eru síðan bærinn samdi við félagið um uppbyggingu við Höpfnersbryggju.
12.10.2020 - 15:09
Nýtt áfangaheimili tekið í notkun á Akureyri
Nýtt áfangaheimili verður tekið í notkun á Akureyri í dag. Íbúarnir fá aðstoð við að koma sér út í samfélagið á nýjan leik. Á heimilinu eru 12 herbergi en það er rekið án opinberra styrkja.
12.10.2020 - 11:30
Myndskeið
Eldur í mannlausum bíl á Akureyri
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á Akureyri á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn var á bílastæði fyrir utan fjölbýlishús. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn er þó mikið skemmdur, eða jafnvel ónýtur, eins og sjá má á myndum sem Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV, náði á vettvangi.
11.10.2020 - 23:08
Viðtal
„Ekkert eðlilegt að vera eins og riðuveik rolla"
Níu af hverjum tíu sjómönnum hafa fundið fyrir sjóveiki og sjóriðu. Þá segist tæpur helmingur þeirra glíma við mígreni eða spennuhöfuðverk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri. Sjómaður til þrjátíu ára segir vandamálið falið.
09.10.2020 - 15:04
Viðtal
„Enginn elskar COVID. Nema COVID elskar COVID" 
Börn sem mættu meira í leikskólann í fyrstu bylgju COVID höfðu minni áhyggjur af ástandinu en þau börn sem voru aðallega heima. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Ingi Jóhann Friðjónsson, leikskólakennari gerði meðal elstu barna leikskólans Lundarsels á Akureyri.
09.10.2020 - 14:07