Akureyri

Miklar breytingar framundan við Torfunefsbryggju
Hafnaryfirvöld á Akureyri leituðu ekki langt yfir skammt þegar efni í uppfyllingu við Torfunefsbryggju var sótt um 200 metra í næsta húsgrunn. Þar eru hafnar framkvæmdir sem standa munu næstu misserin og kosta um 600 milljónir króna.
18.10.2021 - 17:37
Íbúar á Hlíð aftur í sóttkví vegna smits
Viðbragðsáætlun á Víðihlíð, sem er hluti af hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, var virkjuð í gærkvöld eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni í gær.
15.10.2021 - 07:05
Íþrótta- og félagsstarf aftur í gang á Akureyri
Ekki er lengur talin þörf á að takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri. Þetta er niðurstaðan eftir fund aðgerðarstjórnar Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra með fulltrúum landlæknis og rakningateymisins.
Landinn
Kynjaverur barnabókmenntanna fela sig í Kjarnaskógi
Hvað eiga Paddington, fíllinn Elmar, Fía Sól, Greppikló og Snorkstelpan sameiginlegt? Jú, þetta eru allt þekktar persónur úr barnabókum og núna hafa þær allar hreiðrað um sig í Kjarnaskógi.
05.10.2021 - 07:50
Erfitt að manna vaktir á SAk vegna kórónuveirusmita
Rúmlega átta hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri og tæplega sextíu í einangrun með covid. Kalla hefur þurft út auka mannskap til að manna vaktir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess hve margir starfsmenn eru í sóttkví eða einangrun.
Vonast til að náðst hafi utan um hópsýkingu á Akureyri
26 ný COVID-smit greindust á Norðurlandi eystra í gær, 25 þeirra á Akureyri þar sem hundruð grunnskólabarna eru í sóttkví. Fimmtíu og fjórir eru í einangrun á Norðurlandi eystra. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjori á Akureyri, telur að tekist hafi að ná utan um hópsýkinguna.
Covid-smit í flestum grunnskólum á Akureyri
Fjórtán ný covid-smit voru staðfest við sýnatökur í grunnskólum á Akureyri í dag. Í tilkynningu frá aðgerðarstjórn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að smitin nái inn í flesta grunnskóla í bænum.
Kjörkassinn frá Grímsey aldrei borist jafn snemma
Einn af stóru óvissuþáttunum hjá kjörstjórn Akureyrarbæjar hefur jafnan verið hvenær kjörkassinn frá Grímsey kemst í land. Formaður kjörstjórnar var því fegin þegar hún fékk kassann í fangið um klukkan 16 dag.
25.09.2021 - 17:25
Líklegast að kviknað hafi í kirkjunni út frá rafmagni
Hafin er fjársöfnun til styrktar byggingu nýrrar kirkju í Grímsey. Formaður hverfisráðs segir að eindreginn vilji til þess hafi komið fram á íbúafundi í gær. Allt bendir til að kviknað hafi í kirkjunni út frá rafmagni.
23.09.2021 - 12:32
Rannsókn á brunanum í Grímsey hefst í dag
Rannsókn á brunanum í Miðgarðakirkju hefst í dag þegar tæknimenn frá lögreglu, Mannvirkjastofnun og slökkviliði fara til Grímseyjar. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að sveitarfélagið muni standa þétt við bakið á Grímseyingum og aðstoða þá við að taka ákvörðun um framhaldið.
22.09.2021 - 13:02
Íbúafjölgun á Akureyri ein sú mesta frá upphafi
Mikill viðsnúningur hefur orðið í mannfjöldaþróun í Akureyrarbæ á þessu ári miðað við síðustu ár. Það sem af er þessu ári hefur bæjarbúum fjölgað um nærri 300 og ef fram fer sem horfið gæti fjölgunin í ár orðið sú þriðja mesta frá upphafi.
Ósætti í heimahúsi og bílþjófnaður á Akureyri
Bíl var stolið í miðbæ Akureyrar á tíunda tímanum í morgun. Eigandinn hafði skilið bílinn eftir í gangi á meðan hann bar vörur inn í hús. Þegar hann kom út var bíllinn horfinn.
Bygging flugstöðvar á Akureyri boðin út á ný
Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er að nýju útboði í október.
07.09.2021 - 15:11
Leggja til að Akureyri verði „svæðisborg“
Starfshópur, sem skipaður var til að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, leggur til að Akureyri verði í byggðastefnu stjórnvalda flokkuð sem svæðisborg með skilgreinda ábyrgð og skyldur.
06.09.2021 - 12:23
Eitt tilboð í byggingu flugstöðvar á Akureyrarflugvelli
Aðeins eitt tilboð barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Fyrirtækið Húsheild ehf. í Hafnarfirði bauð rúmar 910 milljónir króna í verkið.
01.09.2021 - 13:25
Sjónvarpsfrétt
Margt nýtt í nýjum leikskóla á Akureyri
Leikskólarýmum á Akureyri fjölgar um 90 þegar nýr leikskóli verður opnaður um mánaðamót. Þar verða einnig flest af þeim 12 mánaða börnum sem nú verða innrituð í leikskóla á Akureyri í fyrsta sinn. Kostnaður við skólann er tæpur milljarður króna.
31.08.2021 - 17:09
Rafskútur reynst vel á Akureyri
Rafskútuleigur eru starfandi víða um land, þar á meðal á Akureyri. Lögreglan á Akureyri segist ekki hafa þurft að hafa afskipti af málum tengdum rafskútum enn sem komið er.
01.08.2021 - 18:24
Sjónvarpsfrétt
Huga þarf vel að dýrum í hitanum
Hitinn á stórum hluta landsins síðustu vikur hefur ekki síður áhrif á dýr en menn. Dýralæknir á Akureyri hefur fengið til sín gæludýr sem hafa veikst í hitanum og hundar hafa brennt sig á heitu malbiki. Hestaeigandi fyrir norðan segir að passa verði að brynna vel.
22.07.2021 - 21:26
Fimm í varðhaldi eftir slagsmál á Akureyri í gærkvöld
Yfirheyrslur eru að hefjast yfir fimm mönnum sem handteknir voru eftir slagsmál í miðbæ Akureyrar í gærkvöld. Einn slasaðist talsvert og gekkst undir aðgerð á SAK.
21.07.2021 - 11:58
Um 200 farþegar Viking Sky fóru í land á Djúpavogi
Rannsókn stendur enn yfir á hugsanlegu broti á sóttvarnareglum þegar farþegar úr skemmtiferðaskipinu Viking Sky fóru í land á Djúpavogi í gær. Kórónuveirusmit hafði áður verið staðfest hjá einum farþega skipsins.
Sjö sækja um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri
Alls bárust sjö umsóknir til heilbrigðisráðuneytis um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn.
Viðtal
Yrki arkitektar hanna nýtt ráðhús á Akureyri
Yrki-artitektar ehf. urðu hlutskarpastir í samkeppni um hönnun á breytingum á ráðhúsi Akureyrarbæjar. Til stendur að byggja við ráðhúsið auk þess að gera breytingar á núverandi húsi og lóð. Markmiðið er að færa alla miðlæga starfsemi Akureyrarbæjar á einn stað.
15.07.2021 - 14:58
Stórir bólusetningardagar á Akureyri og í Reykjavík
Víðir Reynisson var í dag síðastur af þríeykinu góða til að fá bólusetningu. Hann mætti á svokallaðan opinn dag í Laugardagshöllinni eins og fjöldi annarra. Fólk sem fékk seinni sprautuna á Akureyri segist nú loksins geta farið að skipuleggja frí og ferðalög.
Bygging nýrrar flugstöðvar á Akureyri boðin út
Isavia hefur óskað eftir tilboðum í 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt breytingum á núverandi flugstöð og nánasta umhverfi. Áætlað er að opna tilboð í byggingu flugstöðvar í ágúst.
06.07.2021 - 12:20
Von á 90 skemmtiferðaskipum til Akureyrar í sumar
Von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum til þriggja hafna Akureyrarbæjar í sumar. Hafnarstjórinn segir allt smám saman vera að rétta úr kútnum en tekjutap vegna afbókana í fyrrasumar var rúmar 400 milljónir króna.
05.07.2021 - 19:50