Akraneskaupstaður

Landinn
„Þetta gerir eitthvað fyrir mann“
Sjósund er ekki allra meina bót, manni líður bara vel á eftir segir Guðni Hannesson, formaður Sjóbaðsfélags Akraness.
14.10.2020 - 15:58
Myndskeið
Faxabraut hækkuð um tvo metra fyrir hálfan milljarð
Tæplega hálfan milljarð kostar að hækka Faxabraut á Akranesi um tvo metra. Það er fyrsta skrefið í að því að á fjórða hundrað íbúða rísi þar sem Sementsverksmiðja ríkisins stóð áður.
08.10.2020 - 10:56
Viðtöl
Rétt slapp í jólaklippinguna áður en skellt var í lás
Hertar aðgerðir hafa tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu en rúmlega 95 prósent smita síðustu daga hafa greinst þar. Reykvíkingar sem fréttastofa tók tali í dag höfðu sett upp grímu en kipptu sér lítið upp við breytingarnar. Skagamenn hafa litlar áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki þjónustu þangað vegna lokana. 
Um 170 þurftu að keyra til Reykjavíkur í sýnatöku
Um 170 Akurnesingar sem lentu í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur kom í líkamsræktarstöð á Akranesi þurftu að keyra til Reykjavíkur í skimun í dag. Ekki var hægt að skima hópinn á Akranesi.
175 í sóttkví á Akranesi eftir að hafa farið í ræktina
175 eru í sóttkví á Akranesi eftir að smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsalinn á Jaðarsbökkum á þriðjudag í síðustu viku. Líkamsræktarstöðin er nú lokuð eftir að annar smitaður iðkandi kom þar inn á föstudag.
21.09.2020 - 15:19
HVE skellir í lás vegna hópsýkingar upp á Skaga
Heimsóknarbann hefur verið sett á hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna mögulegrar hópsýkingar upp á Akranesi. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri hjá stofnuninni, segir þetta fyrst og fremst varúðarráðstöfun og að verðandi feðrum verði til að mynda leyft að koma með verðandi mæðrum. Starfsemin verður með svipuðum hætti og var þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.
Kanna hvort fleiri en 7 séu smitaðir á Akranesi
Sjö starfsmenn á sama vinnustað á Akranesi eru smitaðir af Covid-19. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar­stjóri Akra­ness, hvetur fólk til að fara varlega og virða sóttvarnarlög svo ekki verði frekri bylgja hér á landi. Verið er að athuga hvort fleiri en 7 eru smitaðir á Akranesi.   
28.07.2020 - 10:38
Gargaði á fólk að koma sér út
Hátt í tuttugu manns þurftu að flýja heimili sín þegar eldur kviknaði á Akranesi í gærkvöld. Sjálfboðaliði Rauða krossins sem átti leið hjá varð eldsins var, hringdi í Neyðarlínu og tók til við að vekja athygli íbúa á eldinum.
07.07.2020 - 12:21
Eldur í fjölbýlishúsum á Akranesi
Eldur komst í klæðningu fjölbýlishúsa við Skólabraut á Akranesi á ellefta tímanum í gærkvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað í ruslageymslu í þröngu porti á milli húsanna.
07.07.2020 - 04:18
Myndskeið
17 aðilar að starfsemi nýsköpunarseturs á Akranesi
Akraneskaupstaður og Brim hafa stofnað sameiginlegt þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Fyrsta verkefni félagsins er að koma á fót rannsóknar- og nýsköpunarsetri.
02.07.2020 - 20:43
Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Hækka götuna um allt að tvo metra
Bæjarstjórn Akraness samþykkti í fyrradag að breyta deiliskipulagi Sementsreitsins. Þar stendur til að reisa íbúðabyggð í stað sementsverksmiðjunnar sem var þar áður. Fyrir lá að reisa þyrfti sjóvarnagarð til að verja íbúðabyggðina fyrir ágangi sjávar. Nú hefur verið ákveðið að hækka götuna um allt að tvo metra þar sem hún liggur meðfram sjónum. Við það verður framkvæmdin hagkvæmari en annars hefði verið segir bæjarstjórinn á Akranesi.
16.04.2020 - 09:35
Hefur bjargfasta trú á Skaganum 3x og Þorgeiri & Ellert
Fjörutíu og þremur var sagt upp hjá fyrirtækjunum Skaganum 3x og Þorgeiri og Ellert á Akranesi í gær. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri segir höggið þungt og að meira sé í aðsigi. Aðgerðir ríkisstjórnar séu þó skaðaminnkandi og sveitarfélagið undirbýr mótvægisaðgerðir.
26.03.2020 - 12:30
Yfir fjörutíu sagt upp á Akranesi
43 starfsmönnum fyrirtækjanna Skaginn 3x og Þorgeir&Ellert á Akranesi var sagt upp í gær. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni í gærkvöld. Samdráttur í verkefnum fyrirtækjanna er ástæða uppsagnarinnar.
26.03.2020 - 02:15
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Ísfiskur á Akranesi gjaldþrota
Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur hf. hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Rúmir fjórir mánuðir eru síðan öllu starfsfólki var þar sagt upp.
07.02.2020 - 16:20
Ætla að byggja leigumarkað upp á Akranesi
Uppbygging og aðgerðir eru fyrirhugaðar á Akranesi til þess að koma þar á virkum leigumarkaði að nýju eftir að Heimavellir hf. seldu þar sextíu leiguíbúðir á einu ári. 26 fjölskyldur fengu kynningu á þeim úrræðum sem standa til boða á íbúafundi í gær.
Segja Heimavelli hafa staðið við skilyrði kaupsamnings
Íbúðalánasjóður segir að Heimavellir stóðu við skilyrði um útleigu við kaup á íbúðum af sjóðnum á Akranesi 2015. Sala leigufélagsins á íbúðum á Akranesi um miðjan janúar brjóti því ekki í bága við kaupsamninginn 2015.
Vildu strika yfir Sjómannadaginn og tendrun jólaljósa
Menningar-og safnanefnd Akranesbæjar telur að þeir fjármunir sem nefndin fær dugi ekki fyrir fyrirhuguðum viðburðum og hátíðarhöldum sem haldnir eru árlega. Því sé ekkert annað í stöðunni en að fækka þeim og leggur nefndin því til að hætt verði að halda upp á Írska vetrardaga og Sjómannadaginn og að engin sérstakur viðburður verði tengdur tendrun jólaljósa á jólatréi á Akratorgi.
30.01.2020 - 16:46
Sömdu í anda Lífskjarasamningsins
Verkalýðsfélag Akraness undirritaði á föstudag samning við Samband íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör félagsmanna sem vinna hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit. Samningurinn er í meginatriðum í anda Lífskjarasamningsins sem gerður var á almennum markaði, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hjúkrunarrýmum Höfða fjölgar úr 65 í 69 á næsta ári
Höfði á Akranesi fær varanlega heimild til að reka fjögur hjúkrunarrými sem þar hafa verið notuð tímabundið sem biðrými fyrir Landspítalann. Rýmin voru ætluð þeim sem tilbúin voru til að útskriftast af Landspítala en biðu eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.
Rafmagnslaust á Akranesi fram á kvöld
Rafmagnslaust er vegna bilunar í spenni á Esjuvöllum, Dalbraut, Þjóðbraut Skarðsbraut og Vallarbraut á Akranesi. Áætlað er að viðgerðum ljúki klukkan 22:00 í kvöld.
24.10.2019 - 11:04
Hætta á uppsögnum sé skólameistari endurráðinn
Formaður kennarafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi segir hættu á uppsögnum verði Ágústa Elín Ingþórsdóttir endurráðin sem skólameistari.
Viðtal
Ígildi þess að 1.400 missi vinnuna í Reykjavík
Það að öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi hafi verið sagt upp störfum í dag, um sextíu manns, jafngildir því fyrir bæjarfélagið að 1.400 manns yrði sagt upp á höfuðborgarsvæðinu.
30.09.2019 - 18:24
Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Vegagerðin ætlar að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar fari í umhverfismat. Breikkun vegarins eigi ekki að vera háð mati á umhverfisáhrifum. Fái hún að standa þýðir það að framkvæmdir tefjist.
12.07.2019 - 12:26