Akraneskaupstaður

Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Hækka götuna um allt að tvo metra
Bæjarstjórn Akraness samþykkti í fyrradag að breyta deiliskipulagi Sementsreitsins. Þar stendur til að reisa íbúðabyggð í stað sementsverksmiðjunnar sem var þar áður. Fyrir lá að reisa þyrfti sjóvarnagarð til að verja íbúðabyggðina fyrir ágangi sjávar. Nú hefur verið ákveðið að hækka götuna um allt að tvo metra þar sem hún liggur meðfram sjónum. Við það verður framkvæmdin hagkvæmari en annars hefði verið segir bæjarstjórinn á Akranesi.
16.04.2020 - 09:35
Hefur bjargfasta trú á Skaganum 3x og Þorgeiri & Ellert
Fjörutíu og þremur var sagt upp hjá fyrirtækjunum Skaganum 3x og Þorgeiri og Ellert á Akranesi í gær. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri segir höggið þungt og að meira sé í aðsigi. Aðgerðir ríkisstjórnar séu þó skaðaminnkandi og sveitarfélagið undirbýr mótvægisaðgerðir.
26.03.2020 - 12:30
Yfir fjörutíu sagt upp á Akranesi
43 starfsmönnum fyrirtækjanna Skaginn 3x og Þorgeir&Ellert á Akranesi var sagt upp í gær. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni í gærkvöld. Samdráttur í verkefnum fyrirtækjanna er ástæða uppsagnarinnar.
26.03.2020 - 02:15
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Ísfiskur á Akranesi gjaldþrota
Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur hf. hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Rúmir fjórir mánuðir eru síðan öllu starfsfólki var þar sagt upp.
07.02.2020 - 16:20
Ætla að byggja leigumarkað upp á Akranesi
Uppbygging og aðgerðir eru fyrirhugaðar á Akranesi til þess að koma þar á virkum leigumarkaði að nýju eftir að Heimavellir hf. seldu þar sextíu leiguíbúðir á einu ári. 26 fjölskyldur fengu kynningu á þeim úrræðum sem standa til boða á íbúafundi í gær.
Segja Heimavelli hafa staðið við skilyrði kaupsamnings
Íbúðalánasjóður segir að Heimavellir stóðu við skilyrði um útleigu við kaup á íbúðum af sjóðnum á Akranesi 2015. Sala leigufélagsins á íbúðum á Akranesi um miðjan janúar brjóti því ekki í bága við kaupsamninginn 2015.
Vildu strika yfir Sjómannadaginn og tendrun jólaljósa
Menningar-og safnanefnd Akranesbæjar telur að þeir fjármunir sem nefndin fær dugi ekki fyrir fyrirhuguðum viðburðum og hátíðarhöldum sem haldnir eru árlega. Því sé ekkert annað í stöðunni en að fækka þeim og leggur nefndin því til að hætt verði að halda upp á Írska vetrardaga og Sjómannadaginn og að engin sérstakur viðburður verði tengdur tendrun jólaljósa á jólatréi á Akratorgi.
30.01.2020 - 16:46
Sömdu í anda Lífskjarasamningsins
Verkalýðsfélag Akraness undirritaði á föstudag samning við Samband íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör félagsmanna sem vinna hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit. Samningurinn er í meginatriðum í anda Lífskjarasamningsins sem gerður var á almennum markaði, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hjúkrunarrýmum Höfða fjölgar úr 65 í 69 á næsta ári
Höfði á Akranesi fær varanlega heimild til að reka fjögur hjúkrunarrými sem þar hafa verið notuð tímabundið sem biðrými fyrir Landspítalann. Rýmin voru ætluð þeim sem tilbúin voru til að útskriftast af Landspítala en biðu eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.
Rafmagnslaust á Akranesi fram á kvöld
Rafmagnslaust er vegna bilunar í spenni á Esjuvöllum, Dalbraut, Þjóðbraut Skarðsbraut og Vallarbraut á Akranesi. Áætlað er að viðgerðum ljúki klukkan 22:00 í kvöld.
24.10.2019 - 11:04
Hætta á uppsögnum sé skólameistari endurráðinn
Formaður kennarafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi segir hættu á uppsögnum verði Ágústa Elín Ingþórsdóttir endurráðin sem skólameistari.
Viðtal
Ígildi þess að 1.400 missi vinnuna í Reykjavík
Það að öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi hafi verið sagt upp störfum í dag, um sextíu manns, jafngildir því fyrir bæjarfélagið að 1.400 manns yrði sagt upp á höfuðborgarsvæðinu.
30.09.2019 - 18:24
Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Vegagerðin ætlar að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar fari í umhverfismat. Breikkun vegarins eigi ekki að vera háð mati á umhverfisáhrifum. Fái hún að standa þýðir það að framkvæmdir tefjist.
12.07.2019 - 12:26
Myndskeið
Óttast tafir á breikkun vegna umhverfismats
Bæjarstjórinn á Akranesi hefur áhyggjur af því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að setja breikkun Vesturlandsvegar í umhverfismat tefji framkvæmdir um meira en ár. Vegagerðin hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort ákvörðunin verður kærð.
09.07.2019 - 19:41
Myndskeið
„Búið að vera gaman hér á Flórída-Skaga“
Menn létu sverðin tala á Írskum dögum á Akranesi, sem lauk í dag. Aðrir létu helgina líða úr sér í heitri laug. Írskir dagar voru haldnir á Akranesi um helgina. Veðrið lék við gesti hátíðarinnar alla helgina. Tjaldstæðið var fullt og komust ekki allir að sem vildu, vegna þess að það þurfti að vísa fólki frá.
07.07.2019 - 20:24
Veiktust vegna myglu í atvinnuhúsnæði
Hópur fólks, sem veiktist vegna myglu og rakaskemmda í atvinnuhúsnæði á Akranesi, hefur ritað bréf til landlæknis þar sem þess er krafist að betur verði tekið á veikindum sem tengjast rakaskemmdum og myglu. Í bréfinu gagnrýnir hópurinn ráðaleysi starfsmanna í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að veikindum þeirra.
21.06.2019 - 17:45
Viðtal
Fólk fellir tár við Bowie vegg á Skaganum
Fólk rekur í rogastans og fellir jafnvel tár þegar það ber augum vegg einn við aðalgötuna á Akranesi. Myndverk á veggnum er tileinkað minningu tónlistarmannsins Davids Bowie og um helgina verður haldin sýning við vegginn á ýmsum gersemum tengdum stjörnunni.
07.06.2019 - 11:48
Eldur í húsnæði Fjölsmiðjunnar
Talsvert tjón varð í húsi Fjöliðjunnar á Akranesi þegar eldur kviknaði þar á tíunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað á staðinn og tók um 20 mínútur að ráða niðurlögum eldsins segir á vef Skessuhorns.
08.05.2019 - 00:10
Fita stíflar skolphreinsistöð Skagamanna
Gríðarmikil fita, sem talin er koma frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg, stíflar nýlega skólphreinsistöð Veitna á Akranesi æ ofan í æ. Fréttablaðið greinir frá þessu. Þar er haft eftir Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, að þvottavélar hreinsistöðvarinnar, sem er ekki orðin ársgömul, stíflist ítrekað af fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu. Er þar vísað til niðursuðuverksmiðjunnar Akraborgar, sem er einn stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.
17.04.2019 - 06:35
Biðja um leyfi til að farga kútter Sigurfara
Bæjarráð Akranesbæjar hefur skrifað Minjastofnun bréf þar sem bæjaryfirvöld óska eftir heimild til að farga hinu sögufræga skipi kútter Sigurfara. Bærinn telur sig hafa sinnt rannsóknum á gripnum með fullnægjandi hætti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, ætlaði að beita sér fyrir því að kútter Sigurfari yrði varðveittur.
30.03.2019 - 21:24
Sjötug kona ákærð fyrir tilraun til manndráps
Héraðssaksóknari hefur ákært sjötuga konu á Akranesi fyrir tilraun til manndráps. Henni er gefið að sök að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í brjóstkassann í nóvember á síðasta ári. Konan neitar sök og segir að tengdasonurinn hafi sjálfur gengið að henni og farið þannig á hníf sem hún hélt á.
06.02.2019 - 16:34
Krafa um lægri kostnað ýtir Bjargi til útlanda
Þrýstingur um hagkvæmni sem fylgdi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði varð til þess að Bjarg íbúðafélag ákvað að reisa einingahús á Akranesi sem framleidd eru í Lettlandi og flutt hingað til lands. Þetta segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs. Íslenska félagið Modulus byggir 33 íbúðir í einingahúsum fyrir Bjarg og á að afhenda fyrstu 22 íbúðirnar um miðjan maí á næsta ári.
21.11.2018 - 14:52
Ammoníaksleki við höfnina á Akranesi
Ammoníak lak í kvöld út frá einni bygginganna sem HB Grandi rak lengi á Akranesi. Lögreglan hvetur fólk í nágrenninu til að loka gluggum og kynda vel í húsum sínum til að koma í veg fyrir að ammoníak komist inn.
12.11.2018 - 21:24