Akraneskaupstaður

Töldu sér ekki virðing sýnd og tala við Sjálfstæðismenn
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eiga nú í óformlegum viðræðum um meirihlutasamstarf á Akranesi. Slitnað hefur upp úr viðræðum Framsóknar og Samfylkingar. Oddviti Samfylkingarinnar segir samtal flokkanna hafa orðið neikvætt og að flokknum hafi ekki verið sýnd virðing.
Slitnað upp úr á Akranesi en tíðinda að vænta í dag
Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknar og Samfylkingar á Akranesi. Flokkarnir voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili.
20.05.2022 - 08:04
Óformlegar meirihlutaviðræður á Akranesi
Framsóknarflokkurinn á Akranesi hefur rætt óformlega bæði við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir fengu þrjá bæjarfulltrúa hver af níu mögulegum. Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir að það ætti að skýrast síðdegis eða í kvöld með hvorum flokki Framsókn hefur formlega meirihlutaviðræður.
Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
X22 - Akranes
Vilja byggja upp atvinnu svo bærinn verði ekki úthverfi
Frambjóðendur á Akranesi eru sammála um að atvinnuuppbygging sé áherslumál í kjölfar mikillar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í bænum. Huga þurfi að byggingu nýs grunnskóla og tengingu við nýja leikskóla. Þegar er einn leikskóli í byggingu en talið er að fljótlega verði þörf fyrir annan.
Vilja vera tilbúin áður en skemmtiferðaskipunum fjölgar
Skemmtiferðaskip hafa verið sjaldgæf sjón á Akranesi en það gæti verið breytast. Skagamenn búa sig undir að taka á móti ferðamönnum af skipunum.
Yfir 200 verkefni hjá björgunarsveitum í dag
Björgunarsveitir sinntu yfir tvö hundruð útköllum á höfuðborgarsvæðinu í dag en mun færri á landsbyggðinni. Fyrr í dag var brugðist við vegna þakplatna sem fuku af stað í Þorklákshöfn, Reykjanesbæ og á Akranesi.
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Sjónvarpsfrétt
Leita hugmynda um framtíð Breiðarinnar á Akranesi
Brim og Akraneskaupstaður hafa sett af stað hugmyndasamkeppni um hvað skal verða af Breiðinni á Akranesi. Forstjóri Brims segir óútskorið um framtíð fyrirtækisins þar.
28.01.2022 - 16:17
Sögur af landi
Nauðsynlegt að hafa trú á biluðum hugmyndum
Hilmar Sigvaldason fór úr vaktavinnu í Norðuráli á Grundartanga og út í það að taka á móti gestum og gangandi sem vitavörður í Akranesvita. Tíu ár eru í mars síðan vitinn var opnaður fyrir almenningi og á þeim tíma hefur hann orðið að einum helsta áfangastað ferðamanna á Akranesi og sömuleiðis menningarstofnun þar sem fjöldi sýninga og tónleika eru haldin á hverju ári.
23.01.2022 - 14:30
Íkveikja í Brekkubæjarskóla á Akranesi
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á eldsvoða sem kom upp í smíðastofu í Brekkubæjarskóla á Akranesi í síðustu viku er á lokastigi. Kveikt var í stofunni. Málið telst upplýst og er nú unnið í samvinnu við barnavernd.
20.01.2022 - 12:25
Grænir iðngarðar rísa á Akranesi
Grænir iðngarðar rísa nú á Akranesi þar sem umhverfisvernd og hringrásarhagkerfi á að vera leiðarstef í starfsemi fyrirtækja.
03.01.2022 - 09:42
Sjónvarpsfrétt
Þróa vöru úr lífmassa í nýrri líftæknismiðju á Akranesi
Í nýrri líftæknismiðju á Akranesi er hægt að stunda rannsóknir og vöruþróun úr lífmassa. Frumkvöðlar sem þar eru teknir til starfa hafa sumir beðið í áratugi eftir slíkri aðstöðu.
14.12.2021 - 10:50
Sjónvarpsfrétt
Stefnt að kosningum um sameiningu í upphafi nýs árs
Formlegar viðræður eru hafnar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Stefnt er að kosningum um sameiningu í upphafi nýs árs.
Húsnæðisvandi Grundaskóla kostar um milljarð
Starfsemi Grundaskóla á Akranesi verður skipt niður á tvær byggingar á þessu skólaári. Stokka þurfti alla starfsemina upp þegar alvarlegir ágallar á húsnæði skólans komu í ljós í vor. Starfsmenn eru enn frá vinnu vegna heilsubrests. Um milljarður fer í framkvæmdir og aðra þætti vegna húsnæðisvandans.
23.08.2021 - 09:01
Myndskeið
Skólastarfinu umturnað vegna rakaskemmda í húsnæði
Starfsemi Grundaskóla á Akranesi hefur nú verið stokkuð upp og henni dreift á sjö mismunandi staði í bæjarfélaginu eftir að rakaskemmdir og aðrir ágallar á húsnæðinu komu í ljós.
Myndskeið
Vinnsla hafin á loðnuhrognum á Akranesi
Fyrstu loðnunni sem berst til Akraness í þrjú ár var landað þar í nótt. Um leið hófst vinnsla á loðnuhrognum og þar með verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar. Bæjarfulltrúi á Akranesi segir bæði fjárhagslega og andlega mikilvægt að fá loðnu aftur í bæinn.
02.03.2021 - 20:29
Myndskeið
Stefnir í metsölu á þorramat þó að fá séu haldin blótin
Sala á þorramat virðist ætla að haldast óbreytt þrátt fyrir að búið sé að aflýsa nær öllum stórum þorrablótum. Skagamenn láta faraldurinn ekki stoppa sig og slá upp stóru þorrablóti sem sent verður heim í stofu.
22.01.2021 - 22:52
Sement fór á 250 bíla og 70 hús þegar síló yfirfylltist
250 bílar hafa verið sýruþvegnir og tilkynnt hefur verið um tjón á 70 húsum eftir að sement gaus úr tanki Sementsverksmiðjunnar á Akranesi fyrr í mánuðinum. Talið er að meira sement hafi losnað út í andrúmsloftið en áætlað var í fyrstu.
22.01.2021 - 12:28
Sementsverksmiðjan harmar óþægindi vegna sementsryks
Sementsverksmiðjan harmar óþægindi sem nágrannar fyrirtækisins urðu fyrir þegar sementsryk gaus upp úr yfirfullu sílói á höfninni á Akranesi í gærmorgun. Unnið hefur verið að því að þrífa upp sementið í gær og í dag.
06.01.2021 - 18:02
Myndskeið
Mannleg mistök urðu til þess að sement gaus úr tanknum
Unnið hefur verið að hreinsun húsa og bíla á Akranesi í allan dag. Sementsryk lagðist þar yfir nokkrar götur þegar sementstankur á höfninni yfirfylltist. Mannleg mistök urðu til þess að af slysinu varð.
Myndskeið
Ólýsanleg tilfinning að komið sé að bólusetningu
Bólusetningu fyrsta skammts á landsbyggðinni er lokið. Gleði og spenna hefur fylgt ferlinu á þessum tímamótum.
Áttatíu nýjar íbúðir fyrir þrjá milljarða
Reisa á um áttatíu íbúðir á Akranesi fyrir almennan leigumarkað; og fyrir fatlað fólk, öryrkja og aldraða. Þetta er þriggja milljarða uppbygging sem á meðal annars að koma til móts við skort á leiguhúsnæði á Skaganum.
Velta upp framtíð Langasands og íþróttasvæðis ÍA
Langisandur, sundlaugin Guðlaug og íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum á Akranesi eru undir í hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem fer af stað á nýju ári. Bærinn vill fá álit Skagamanna um hvernig skuli vera umhorfs þar við ströndina og á íþróttasvæðinu áður en samkeppnin hefst.
26.12.2020 - 18:37
Myndskeið
„Þau eru Stúfarnir og ég er Leiðindaskjóða“
Fimm litlir jólasveinar eru farnir á kreik á Akranesi fyrir jólin ásamt dagmömmu sinni. Hún hefur klætt börnin sem hún gætir upp sem jólasveina í ein átján ár.
18.12.2020 - 09:01