Akraneskaupstaður

Húsnæðisvandi Grundaskóla kostar um milljarð
Starfsemi Grundaskóla á Akranesi verður skipt niður á tvær byggingar á þessu skólaári. Stokka þurfti alla starfsemina upp þegar alvarlegir ágallar á húsnæði skólans komu í ljós í vor. Starfsmenn eru enn frá vinnu vegna heilsubrests. Um milljarður fer í framkvæmdir og aðra þætti vegna húsnæðisvandans.
23.08.2021 - 09:01
Myndskeið
Skólastarfinu umturnað vegna rakaskemmda í húsnæði
Starfsemi Grundaskóla á Akranesi hefur nú verið stokkuð upp og henni dreift á sjö mismunandi staði í bæjarfélaginu eftir að rakaskemmdir og aðrir ágallar á húsnæðinu komu í ljós.
Myndskeið
Vinnsla hafin á loðnuhrognum á Akranesi
Fyrstu loðnunni sem berst til Akraness í þrjú ár var landað þar í nótt. Um leið hófst vinnsla á loðnuhrognum og þar með verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar. Bæjarfulltrúi á Akranesi segir bæði fjárhagslega og andlega mikilvægt að fá loðnu aftur í bæinn.
02.03.2021 - 20:29
Myndskeið
Stefnir í metsölu á þorramat þó að fá séu haldin blótin
Sala á þorramat virðist ætla að haldast óbreytt þrátt fyrir að búið sé að aflýsa nær öllum stórum þorrablótum. Skagamenn láta faraldurinn ekki stoppa sig og slá upp stóru þorrablóti sem sent verður heim í stofu.
22.01.2021 - 22:52
Sement fór á 250 bíla og 70 hús þegar síló yfirfylltist
250 bílar hafa verið sýruþvegnir og tilkynnt hefur verið um tjón á 70 húsum eftir að sement gaus úr tanki Sementsverksmiðjunnar á Akranesi fyrr í mánuðinum. Talið er að meira sement hafi losnað út í andrúmsloftið en áætlað var í fyrstu.
22.01.2021 - 12:28
Sementsverksmiðjan harmar óþægindi vegna sementsryks
Sementsverksmiðjan harmar óþægindi sem nágrannar fyrirtækisins urðu fyrir þegar sementsryk gaus upp úr yfirfullu sílói á höfninni á Akranesi í gærmorgun. Unnið hefur verið að því að þrífa upp sementið í gær og í dag.
06.01.2021 - 18:02
Myndskeið
Mannleg mistök urðu til þess að sement gaus úr tanknum
Unnið hefur verið að hreinsun húsa og bíla á Akranesi í allan dag. Sementsryk lagðist þar yfir nokkrar götur þegar sementstankur á höfninni yfirfylltist. Mannleg mistök urðu til þess að af slysinu varð.
Myndskeið
Ólýsanleg tilfinning að komið sé að bólusetningu
Bólusetningu fyrsta skammts á landsbyggðinni er lokið. Gleði og spenna hefur fylgt ferlinu á þessum tímamótum.
Áttatíu nýjar íbúðir fyrir þrjá milljarða
Reisa á um áttatíu íbúðir á Akranesi fyrir almennan leigumarkað; og fyrir fatlað fólk, öryrkja og aldraða. Þetta er þriggja milljarða uppbygging sem á meðal annars að koma til móts við skort á leiguhúsnæði á Skaganum.
Velta upp framtíð Langasands og íþróttasvæðis ÍA
Langisandur, sundlaugin Guðlaug og íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum á Akranesi eru undir í hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem fer af stað á nýju ári. Bærinn vill fá álit Skagamanna um hvernig skuli vera umhorfs þar við ströndina og á íþróttasvæðinu áður en samkeppnin hefst.
26.12.2020 - 18:37
Myndskeið
„Þau eru Stúfarnir og ég er Leiðindaskjóða“
Fimm litlir jólasveinar eru farnir á kreik á Akranesi fyrir jólin ásamt dagmömmu sinni. Hún hefur klætt börnin sem hún gætir upp sem jólasveina í ein átján ár.
18.12.2020 - 09:01
Fá börnin sín ekki aftur þrátt fyrir sýknudóm
Akranesbær neitar að afhenda foreldrum börnin sín eftir að Héraðsdómur Vesturlands sýknaði þau af kröfu barnaverndar um að svipta ætti þau forsjá. Þess í stað vill bærinn boða foreldrana í viðtal til að ræða næstu skref. Lögmaður foreldrana segir þessa afstöðu bæjaryfirvalda algjörlega óútskýrða og órökstudda enda liggi fyrir dómur um að börnin eigi að snúa aftur heim. Freklega sé gengið á réttindi þessarar fjölskyldu.
Myndskeið
Grímur og tveir metrar í tónlistarkennslu
Nemendur og kennarar í hljóðfærakennslu hafa þurft að bera grímu og halda fjarlægð sín á milli nú í þriðju bylgju faraldursins. Þau sakna þess einna helst að geta spilað saman.
18.11.2020 - 11:52
Landinn
„Þetta gerir eitthvað fyrir mann“
Sjósund er ekki allra meina bót, manni líður bara vel á eftir segir Guðni Hannesson, formaður Sjóbaðsfélags Akraness.
14.10.2020 - 15:58
Myndskeið
Faxabraut hækkuð um tvo metra fyrir hálfan milljarð
Tæplega hálfan milljarð kostar að hækka Faxabraut á Akranesi um tvo metra. Það er fyrsta skrefið í að því að á fjórða hundrað íbúða rísi þar sem Sementsverksmiðja ríkisins stóð áður.
08.10.2020 - 10:56
Viðtöl
Rétt slapp í jólaklippinguna áður en skellt var í lás
Hertar aðgerðir hafa tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu en rúmlega 95 prósent smita síðustu daga hafa greinst þar. Reykvíkingar sem fréttastofa tók tali í dag höfðu sett upp grímu en kipptu sér lítið upp við breytingarnar. Skagamenn hafa litlar áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki þjónustu þangað vegna lokana. 
Um 170 þurftu að keyra til Reykjavíkur í sýnatöku
Um 170 Akurnesingar sem lentu í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur kom í líkamsræktarstöð á Akranesi þurftu að keyra til Reykjavíkur í skimun í dag. Ekki var hægt að skima hópinn á Akranesi.
175 í sóttkví á Akranesi eftir að hafa farið í ræktina
175 eru í sóttkví á Akranesi eftir að smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsalinn á Jaðarsbökkum á þriðjudag í síðustu viku. Líkamsræktarstöðin er nú lokuð eftir að annar smitaður iðkandi kom þar inn á föstudag.
21.09.2020 - 15:19
HVE skellir í lás vegna hópsýkingar upp á Skaga
Heimsóknarbann hefur verið sett á hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna mögulegrar hópsýkingar upp á Akranesi. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri hjá stofnuninni, segir þetta fyrst og fremst varúðarráðstöfun og að verðandi feðrum verði til að mynda leyft að koma með verðandi mæðrum. Starfsemin verður með svipuðum hætti og var þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.
Kanna hvort fleiri en 7 séu smitaðir á Akranesi
Sjö starfsmenn á sama vinnustað á Akranesi eru smitaðir af Covid-19. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar­stjóri Akra­ness, hvetur fólk til að fara varlega og virða sóttvarnarlög svo ekki verði frekri bylgja hér á landi. Verið er að athuga hvort fleiri en 7 eru smitaðir á Akranesi.   
28.07.2020 - 10:38
Gargaði á fólk að koma sér út
Hátt í tuttugu manns þurftu að flýja heimili sín þegar eldur kviknaði á Akranesi í gærkvöld. Sjálfboðaliði Rauða krossins sem átti leið hjá varð eldsins var, hringdi í Neyðarlínu og tók til við að vekja athygli íbúa á eldinum.
07.07.2020 - 12:21
Eldur í fjölbýlishúsum á Akranesi
Eldur komst í klæðningu fjölbýlishúsa við Skólabraut á Akranesi á ellefta tímanum í gærkvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað í ruslageymslu í þröngu porti á milli húsanna.
07.07.2020 - 04:18
Myndskeið
17 aðilar að starfsemi nýsköpunarseturs á Akranesi
Akraneskaupstaður og Brim hafa stofnað sameiginlegt þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Fyrsta verkefni félagsins er að koma á fót rannsóknar- og nýsköpunarsetri.
02.07.2020 - 20:43
Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Hækka götuna um allt að tvo metra
Bæjarstjórn Akraness samþykkti í fyrradag að breyta deiliskipulagi Sementsreitsins. Þar stendur til að reisa íbúðabyggð í stað sementsverksmiðjunnar sem var þar áður. Fyrir lá að reisa þyrfti sjóvarnagarð til að verja íbúðabyggðina fyrir ágangi sjávar. Nú hefur verið ákveðið að hækka götuna um allt að tvo metra þar sem hún liggur meðfram sjónum. Við það verður framkvæmdin hagkvæmari en annars hefði verið segir bæjarstjórinn á Akranesi.
16.04.2020 - 09:35