Afríka

Bennett átti fund með Egyptalandsforseta
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels hélt í gær til fundar við Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands á Sínaí-skaga við Rauðahaf. Það var í fyrsta sinn í áratug sem ísraelskur forsætisráðherra fær boð til Egyptalands. Talsmaður egypska forsetaembættisins sagði leiðtogana hafa rætt leiðir til að koma friðarumleitunum af stað á ný, auk þróunar mála í Miðausturlöndum og á alþjóðavettvangi.
Tuga flóttafanga leitað í Nígeríu
240 fangar sluppu úr fangelsi í Nígeríu á sunnudag eftir að þungvopnaðir menn sprengdu upp fangelsismúrana. Að sögn Al Jazeera hófu árásarmennirnir skotárás á fangelsisverði síðla sunnudags í fangelsi við bæinn Kabba í Kogi-héraði.
14.09.2021 - 04:30
Tóbaksrisi sakaður um mútugreiðslur í Afríku
Tóbaksframleiðandinn British American Tobacco er sagður hafa reitt fram á þriðja hundrað grunsamlegar greiðslur í tíu Afríkuríkjum á fimm ára tímabili. Er talið að greiðslurnar hafi verið nýttar til að hafa áhrif á heilbrigðisstefnu og skaða samkeppni, hefur AFP fréttastofan eftir eftirlitsstofnun.
14.09.2021 - 02:10
Tugir látnir í flóðum í Súdan
Yfir áttatíu eru látnir og tugþúsundir heimila eru ónýt eftir mikil flóð í Súdan. Frá byrjun regntímabilsins hafa 84 dáið og 67 slasast í 11 héruðum í landinu, að sögn Abdel Jalil Abdelreheem, talsmanns almannavarna í Súdan. Vel á fjórða tug þúsunda húsa eyðilagðist eða skemmdist illa í flóðunum.
14.09.2021 - 01:55
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Súdan
Starfsmaður danskra hjálparsamtaka lést í sprengingu
Starfsmaður hjálparsamtakanna Flóttamannaráð Danmerkur lést þegar bíll sem hann sat í ók yfir jarðsprengju í norðvestanverðu Mið-Afríkulýðveldinu. Þrír aðrir farþegar voru í bílnum og slösuðust þeir lítillega, segir í tilkynningu samtakanna. 
11.09.2021 - 04:42
Gíneu vísað úr efnahagsbandalagi
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja, ECOWAS, vísaði Gíneu úr bandalaginu í gær vegna valdaráns hersins um helgina. Alpha Barry, utanríkisráðherra Búrkína Fasó, sagði í yfirlýsingu að eftir samtal hinna fimmtán ríkjanna í bandalaginu hafi þetta orðið niðurstaðan.
09.09.2021 - 02:13
Hrottafengin morð vígamanna í Kongó
Vígamenn frá Úganda gengu berserksgang í þorpi í austanverðu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á föstudag. Al Jazeera hefur eftir lögreglu að nítján almennir borgarar hafi fundist látnir. Vígamennirnir kveiktu í fólki og limlestu.
29.08.2021 - 06:55
Alsír slítur stjórnmálasambandi við Marokkó
Utanríkisráðherra Alsírs tilkynnti í gær að ríkið hafi slitið stjórnmálasambandi við Marokkó vegna herskárra aðgerða þeirra. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Samband ríkjanna hefur verið þrungið spennu undanfarna mánuði. 
25.08.2021 - 04:42
Ferðamanni batnað af ebólu
Ung kona sem greindist með ebólu á Fílabeinsströndinni fyrir um tveimur vikum er búin að ná sér að sögn heilbrigðisráðuneytis Fílabeinsstrandarinnar. Serge Eholie, talsmaður ráðuneytisins, sagði í samtali við AFP fréttastofuna í gær að tvær skimanir sem gerðar voru með tveggja sólarhringa millibili hafi skilað neikvæðri niðurstöðu.
25.08.2021 - 03:24
Tekur við völdum í Sambíu eftir tímamótakosningar
Nýkjörinn forseti Sambíu, Hakainde Hichilema, sver embættiseið og tekur formlega við völdum í dag, í kjölfar afgerandi kosningasigurs sem lýst hefur verið sem fágætum sigri lýðræðis yfir alræði og tímamótaviðburði í afrískum stjórnmálum.
24.08.2021 - 06:29
Túnisforseti heldur þinginu enn frá völdum
Kais Saied, forseti Túnis, hefur framlengt hlé það á störfum þingsins, sem hann fyrirskipaði fyrir réttum mánuði síðan. Þá gaf hann út tilskipun um mánaðarlangt hlé en að þessu sinni mælir hann fyrir um ótímabundið hlé á þingstörfum. Um leið framlengir hann niðurfellingu á þinghelgi sitjandi þingmanna.
24.08.2021 - 02:26
Egyptar loka landamærunum að Gasa
Egypsk stjórnvöld tilkynntu yfirvöldum á Gasasvæðinu í gærkvöld að landamærastöðinni í Rafah yrði lokað snemma á mánudagsmorgun og hún verði lokuð um óákveðinn tíma. Talsmaður Hamas-samtakanna, sem fara með völdin á Gasa, greinir frá þessu og segir Egypta ekki hafa gefið neina skýringu á þessari ákvörðun.
Í Kenía skal telja dýrin stór og smá
Ekki er óalgengt að ríki heims geri manntal innan sinna marka í tilraun til að komast að hinu sanna um raunverulegan fjölda íbúa í landinu og samsetningu þeirra. Hitt er óvenjulegra, að lagt sé upp í það sem ef til vill mætti kalla dýratal, þar sem farið er með skipulegum hætti yfir fánu landsins og allar skepnur taldar og skráðar. Stjórnvöld í Kenía í austanverðri Afríku hafa ákveðið að gera einmitt þetta.
23.08.2021 - 04:44
Tugir drukknuðu milli Afríku og Kanaríeyja
Fullvíst þykir að tugir flótta- og förufólks hafi drukknað í sjónum milli Afríkustranda og Kanaríeyja í vikunni. Einni konu var bjargað á fimmtudag en um fjörutíu til viðbótar er saknað og eru þau talin af.
20.08.2021 - 06:22
Vígasveitir myrtu tugi almennra borgara í Búrkína Fasó
Vígamenn úr röðum öfga-íslamista drápu fjölda fólks þegar þeir réðust til atlögu í Búrkína Fasó í vestanverðri Afríku í gær, miðvikudag. Opinberir fjölmiðlar í landinu greina frá því að minnst 47 hafi fallið í árás íslamistanna í norðanverðu landinu; 30 almennir borgarar, 14 hermenn og þrír félagar í vopnaðri hreyfingu sem er hliðholl stjórnvöldum.
19.08.2021 - 03:55
Mannskæð flóð í Níger vegna mikilla rigninga
Minnst 64 hafa farist í flóðum vegna úrhellisrigninga sem dunið hafa á Níger í vestanverðri Afríku síðustu vikuna. Ekki færri en 5.000 heimili hafa eyðilagst í hamförunum og yfir 70.000 manns eru í hrakningum vegna flóðanna, samkvæmt upplýsingum almannavarna landsins.
18.08.2021 - 01:46
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Níger · Flóð
Ebóla greindist á Fílabeinsströndinni
Fyrsta tilfelli ebólu í nærri þrjátíu ár greindist á Fílabeinsströndinni í gær. Heilbrigðisráðherrann Pierre N'Gou Demba staðfesti þetta við þarlenda fjölmiðla í dag. Sjúklingurinn er 18 ára kona frá Gíneu. Demba segir tilfellið einangrað og utanaðkomandi, og sjúklingurinn fái aðhlynningu á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Abidjan.
15.08.2021 - 03:59
Forseti Rúanda ósáttur við ósigur Arsenal
Stuðningsmenn enska fótboltaliðsins Arsenal lýstu margir óánægju sinni með úrslit opnunarleiks ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Þá beið liðið lægri hlut gegn nýliðum Brentford, sem hefur ekki leikið í efstu deild áratugum saman. Meðal þeirra sem viðruðu reiði sína á samfélagsmiðlum var Paul Kagame, forseti Rúanda.
14.08.2021 - 04:57
Bandarískur erindreki sendur til Eþíópíu
Bandaríski erindrekinn Jeffrey Feltman er á leið til Eþíópíu til þess að hvetja til vopnahlés í Tigray-héraði. Stríðið á milli eþíópíska stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray hefur staðið yfir á tíunda mánuð.
13.08.2021 - 03:25
Shell greiðir skaðabætur fyrir leka í Nígeríu
Olíurisinn Shell greiðir Ejama-Ebubu þjóðflokknum í Nígeríu 111 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna, í skaðabætur vegna ríflega hálfrar aldar olíumengunarslyss. Mikil olía lak úr leiðslum fyrirtækisins á tíma Bíafra-stríðsins á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. 
12.08.2021 - 05:15
Ofsafengin hitabylgja í Evrópu næstu daga
Búist er við því að hiti við Miðjarðarhafsströnd Afríku verði um fimmtíu gráður á næstu dögum og um 47 gráður á Sikiley á Ítalíu. Frá þessu greindi veðurfræðingurinn Chris Fawkes á fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC í gær. Ofsafengin hitabylgja er væntanleg um sunnanverða Evrópu, norðanverða Afríku og Norður-Ameríku næstu daga, að sögn Fawkes.
11.08.2021 - 03:05
Yfir 1.000 skólabörnum rænt í „faraldri“ mannrána
Yfir 200 skólabarna sem vopnaðir hópar glæpamanna rændu úr nígerískum skólum er enn saknað. Þungvopnuð glæpagengi hafa rænt yfir 1.000 nígerískum skólabörnum það sem af er ári og krafist lausnargjalds fyrir þau .
10.08.2021 - 06:29
Marburgarvírus greindist í Vestur-Afríku í fyrsta sinn
Bráðdrepandi og afar smitandi veirusjúkdómur, svokallaður Marburgarvírus, greindist í Gíneu í vikunni. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi staðfestu að maður hefði látist þar úr skæðri hitasóttinni sem hann veldur, samkvæmt tilkynningu frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni.
10.08.2021 - 04:28
22 féllu í átökum bænda og hirðingja í Tjad
Illvígar og langvarandi deilur bænda og hirðingja í Tjad leiddu til blóðbaðs þegar þeim lenti saman á laugardag. Í tilkynningu stjórnvalda segir að 22 hafi fallið í átökunum. Amina Kodjiana, héraðsstjóri í Hadjer-Lamis-héraði, greindi AFP-fréttastofunni frá því að hópunum hafi lostið saman „þegar annar hópurinn vildi koma sér fyrir á landsvæði sem hinn hópurinn vildi ekki hleypa þeim inn á."
09.08.2021 - 03:51
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.