Afríka

Flogið með málaliða frá Bani Walid
Allt að sextán hundruð rússneskir málaliðar hafa flúið frá átakasvæðum í kringum Trípólí, höfuðborg Líbíu, og verið fluttir þaðan burt.
26.05.2020 - 09:36
Úrslit komin í forsetakosningum í Búrúndí
Kjörstjórn í Afríkuríkinu Búrúndí greindi frá því í dag að Evariste Ndayishimiye, frambjóðandi stjórnarflokks landsins, hefði sigrað í forsetakosninum sem fram fóru á miðvikudag í síðustu viku. Hann hlaut tæplega 69 prósent atkvæða. Helsti andstæðingur hans, Agathon Rwasa, frambjóðandi Frelsisflokksins fékk rúmlega 24 prósenta fylgi. Kjörsókn var 87,7 prósent.
25.05.2020 - 14:49
Rússneskir hermenn Haftars hörfa frá Tripoli
Eftir að líbíski stjórnarherinn náði til baka svæðum af sveitum Khalifa Haftars var rússneskum málaliðum í sveit Haftars flogið á brott. Al Jazeera segir rússnesku hermennina hafa verið senda til Jufra, svæðis í miðju landi sem sveit Haftars, LNA, hefur yfirráð yfir. Flótti Rússanna er sagður enn eitt áfallið fyrir LNA eftir ósigra liðinna vikna gegn stjórnarhernum, GNA. 
25.05.2020 - 04:34
Hundruð létust í þjóðflokkaátökum í Suður-Súdan
Minnst 287 eru látnir og yfir 300 særðir eftir átök þjóðflokka í Suður-Súdan um helgina. Að sögn stjórnvalda sló í brýnu á milli Murle og Lou Nuer þjóðanna á laugardag. Starfsmenn lækna án landamæra eru meðal látinna.
21.05.2020 - 03:43
Sveitir Haftars hörfa
Sveitir líbíska stríðsherrans Khalifa Haftar hurfu með lið sitt frá hverfum í útjaðri höfuðborgarinnar Trípólí í nótt, en þar hefur nánast verið pattstaða í bardögum milli þeirra og sveita alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í Líbíu undanfarna mánuði.
19.05.2020 - 09:16
Forsætisráðherra Lesótó tilkynnir afsögn
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að láta af embætti. Með því móti vonast hann til að eyða pólitískri óvissu sem hefur litað þjóðlífið mánuðum saman, frá því að hann var ásakaður um að hafa átt þátt í að eiginkona hans var myrt. Hún var skotin til bana árið 2017. Þau hjónin stóðu þá í harðvítugum skilnaði.
18.05.2020 - 16:08
Handtekinn fyrir þjóðarmorðin í Rúanda
Franska lögreglan hefur handtekið Felicien Kabuga, einn grunaðra lykilmanna í þjóðarmorðunum í Rúanda fyrir ríflega aldarfjórðungi. Sameinuðu þjóðirnar fagna handtökunni.
16.05.2020 - 13:02
Opnuðu moskur í trássi við sóttvarnareglur
Moskur í Gíneu voru opnaðar í óleyfi af mótmælendum útgöngubanns þar í landi í gær. Moskurnar höfðu verið lokaðar síðan í lok mars til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 
14.05.2020 - 06:33
Erlent · Afríka · Gínea · COVID-19
Tólf létust í fangaklefa lögreglu í Búrkína Fasó
Tólf manns sem höfðu setið í fangaklefa lögreglu í vesturhluta Búrkína Fasó í Afríku vegna grunsemda um tengsl við hryðjuverkastarfsemi fundust látnir í klefa sínum í gær.
14.05.2020 - 02:14
Kórónuveiran er komin til allra Afríkuríkja
Kórónuveiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er komin til allra ríkja í Afríku, síðast til Lesótó. Veiran fannst þegar skimað var eftir henni í hópi fólks sem kom frá Suður-Afríku og Sádi-Arabíu.
13.05.2020 - 16:04
30 látnir í átökum þjóðflokka í Súdan
Þrjátíu féllu í átökum tveggja þjóðflokka í Suður-Darfur héraði í Súdan. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir að níu hafi fallið í átökum í fyrrinótt, og 21 í gærmorgun þegar átök hófust að nýju. AFP fréttastofan hefur eftir íbúa á svæðinu að deilur um búfjárþjófnað hafi orðið kveikjan að átökunum.
07.05.2020 - 04:18
Umskurn stúlkna gerð refsiverð í Súdan
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn stúlkubarna. Skal slík limlesting hér eftir teljast refsivert athæfi og falla undir hegningarlög. Viðurlög við broti gegn banninu eru þriggja ára fangelsi og sektir. Baráttusamtök gegn umskurn og limlestingu stúlkna og kvenna fagna lögunum og á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að þau marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu.
01.05.2020 - 06:55
Sexmenningunum ekki sleppt úr haldi
Sexmenningarnir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í Namibíu grunaðir um spillingu í tengslum við uppljóstranir í Samherjaskjölunum fá ekki lausn úr fangelsi eins og þeir höfðu vonast til. Mennirnir hafa reynt að fá dómstóla til að úrskurða heimildir lögreglu í aðraganda handtöku þeirra ólögmætar. Æðsti dómstóll landsins vísaði kröfu sexmenninganna frá dómi í morgun.
30.04.2020 - 10:29
Býður vopnahlé í Líbíu það sem eftir lifir Ramadan
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar lýsti því yfir í gær að hersveitir hans væru reiðubúnar að hvíla vopnin það sem eftir lifir Ramadan, hins heilaga föstumánaðar múslíma, sem byrjaði hinn 24. þessa mánaðar.
30.04.2020 - 06:42
Segir samkomulag heyra sögunni til
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar segir að samkomulag sem gert var í Líbíu fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og miðaði að sátt milli fylkinga og þjóðarbrota í landinu heyrði nú sögunni til. Hann kveðst leggja áherslu á myndun nýrrar ríkisstjórnar í Líbíu, en andstæðingar hans segja að úti sé um tilraun hans til að leggja landið undir sig.
28.04.2020 - 11:49
16 myrtir í Virunga-þjóðgarðinum
Vígamenn urðu 16 að bana í Virunga þjóðgarðinum í Austur-Kongó í gær. 12 þjóðgarðsverðir voru meðal hinna látnu að sögn yfirvalda. Um sextíu vígamenn úr uppreisnarhreyfingu Hútúa í Rúanda sátu fyrir bílalest almennra borgara, sem var gætt af 15 þjóðgarðsvörðum. Nokkrir særðust alvarlega í árásinni að sögn Guardian.
25.04.2020 - 01:46
Falsfréttir verða refsiverðar í Alsír
Alsírskir þingmenn samþykktu að gera fréttaflutning falskra frétta sem taldar eru stefna öryggi almennings og ríkisins í hættu refsiverðan. Lögin voru lögð fyrir þingið í morgun, og umræðum og atkvæðagreiðslu um þau lauk fyrir hádegi, hefur AFP fréttastofan eftir ríkisfréttastofu Alsírs. Á sama fundi voru samþykkt lög um refsingar fyrir mismunun og hatursorðræðu. 
23.04.2020 - 01:37
Suður-afríski herinn á að halda fólki inni
Forseti Suður-Afríku áformar að fela her landsins að sjá um að landsmenn haldi sig heima meðan COVID-19 farsóttin geisar. Erfiðlega hefur gengið að fá fólk til að virða útgöngubannið.
22.04.2020 - 16:06
Vígamenn felldu tugi þorpsbúa í Mósambík
Vígahreyfing herskárra íslamista felldi 52 þorpsbúa í norðurhluta Mósambík fyrr í mánuðinum. Talið er að fórnarlömbin hafi neitað að ganga til liðs við hreyfinguna. Guardian hefur eftir Orlando Mudumane, talsmanni lögreglu, að vígamennirnir hafi sóst eftir liðstyrk ungs fólks í þorpinu, en mætt andstöðu þeirra. Vígamennirnir hafi brugðist reiðir við því að stráfellt unga fólkið á hrottafenginn hátt. Rannsókn er hafin og árásarmannanna leitað.
22.04.2020 - 04:37
Saka hermenn um aftökur 31 manns án dóms og laga
Öryggissveitir stjórnvalda í Vestur-Afríkuríkinu Búrkína Fasó eru sagðar hafa tekið 31 óvopnaðan fanga af lífi, án dóms og laga, fyrr í þessum mánuði. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, greindu frá þessu í morgun og krefjast ítarlegrar rannsóknar þegar í stað.
20.04.2020 - 05:44
Stórt glæpagengi myrti 47 í nígerískum sveitaþorpum
Stór hópur vopnaðra glæpamanna á yfir 100 mótorhjólum myrti 47 manns í skipulögðum og samræmdum árásum á nokkur sveitaþorp í Katsinahéraði í norðaverðri Nígeríu aðfaranótt sunnudags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Katsinahéraði. Talsmaður Muhammadus Buharis, Nígeríuforseta, staðfesti þetta í yfirlýsingu frá forsetaembættinu, og kallaði byssumennina „bófa“.
20.04.2020 - 00:52
Hart sótt að hersveitum Haftars í Líbíu
Her Trípólístjórnarinnar í Líbíu og sveitir hliðhollar henni sækja nú hart að her stríðsherrans Khalifa Haftar, sem hann kallar Líbíska þjóðarherinn. Trípólístjórnin, sem Sameinuðu þjóðirnar og mikill meirihluti ríkja heims viðurkennir sem réttmæta valdhafa í Líbíu, tilkynnt í gær að hersveitir hennar hefðu fellt átta liðsmenn Haftars í sókn sinni gegn her hans í vesturhluta landsins.
19.04.2020 - 06:20
Eitrað fyrir 44 föngum úr röðum Boko Haram
44 fangar sem handteknir voru hernaðaraðgerðum gegn vígasveitum Boko Haram í Tjad, fundust látnir í fangageymslunni á fimmtudag. Grunur leikur á að þeim hafi verið byrlað eitur. Ríkissaksóknari Tjad greindi frá þessu á laugardag.
19.04.2020 - 00:35
Covid 19: Yfir 150 þúsund látin
Yfir 150 þúsund manns hafa nú látist af Covid nítján í heiminum og greind smit í heild komin yfir 2,2 milljónir. Tilfellum hefur fjölgað um 50% í Afríku í þessari viku og dauðföllum um 60%, en þau eru nú orðin yfir þúsund í álfunni.
18.04.2020 - 12:39
24 fórust í flóðum í Kongó
Minnst 24 týndu lífi í miklum flóðum í Suður-Kivu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðustu daga. Tuga til viðbótar er saknað eftir flóðin, að sögn forsetans, Felix-Antoine Tshisekedi Tshilombo, sem greindi frá því að fjöldi bygginga í héraðinu sé gjörónýtur eftir flóðin.
18.04.2020 - 07:39