Afríka

Fyrsta kornflutningaskipið hélt frá Úkraínu í morgun
Flutningaskip hlaðið korni sigldi úr höfn í Odessa, það fyrsta síðan í febrúar. Einn auðugasti kaupsýslumaður Úkraínu fórst í sprengjuárás á borgina Mykolaiv, sunnanvert í landinu. Skrifstofa forseta Úkraínu segir atlögu Rússa hafa beinst sérstaklega að honum.
Bandaríkjamenn ávíttir fyrir „óásættanleg ummæli“
Utanríkisráðuneyti Túnis kallaði sendifulltrúa Bandaríkjanna á teppið í dag. Tilgangurinn var að fordæma það sem þeir nefna óásættanlegar yfirlýsingar bandarískra embættis- og stjórnmálamanna vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá og stjórnmálaþróun í landinu.
Námumenn í Angóla fundu 170 karata bleikan demant
Námumenn í miðafríkuríkinu Angóla fundu nýverið bleikan demant, þann stærsta þeirrar gerðar sem fundist hefur í yfir 300 ár. Hann telst vera um 170 karöt eða 34 grömm og var þegar nefndur Lulo Rose eftir námunni og litnum sem hann ber.
Minnst átján fallnir í árásum í Malí
Að minnsta kosti fimmtán hermenn og þrír óbreyttir borgarar fórust í atlögum sem hermálayfirvöld í Malí segja vera skipulagðar hryðjuverkaárásir. Greint var frá árásunum í dag en gríðarleg óöld hefur ríkt í landinu um langa hríð.
28.07.2022 - 02:40
Forseti Túnis fær nær alræðisvald í nýrri stjórnarskrá
Forseti Túnis fær nær alræðisvald, samkvæmt ákvæðum nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á mánudag. Afar dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en andstæðingar forsetans hvöttu til sniðgöngu.
Slá gullmynt í von um að slá á verðbólgubálið
Seðlabanki Simbabve hefur látið slá gullpeninga, sem ætlunin er að selja almenningi og koma böndum á stjórnlausa verðbólguna sem geisað hefur í landinu um margra ára skeið. Meginhluti myntarinnar er slegin í 22 karata gull, í von um að það megi auka tiltrú almennings á Simbabve-dollarann.
26.07.2022 - 05:25
Fundu 86 manns í farmrými vöruflutningabíls
Lögregla í Norður-Makedóníu fann á laugardagskvöld gær 86 manneskjur, þar á meðal allmörg börn, í yfirfullu farmrými vöruflutingabíls skammt frá landamærunum að Grikklandi. Lögreglumenn uppgötvuðu þennan ólöglega og illa meðhöndlaða farm við handahófseftirlit nærri landamærabænum Gevgelija í Norður-Makedóníu.
Óvænt heimsmet í 100 metra grindahlaupi
Hin nígeríska Tobi Amusan kom öllum á óvart þegar hún tók sig til og sló heimsmetið í 100 metra grindahlaupi kvenna í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í kvöld. Hún hljóp - og stökk - hundrað metrana á 12 sekúndum og 12 sekúndubrotum betur, og bætti sex ára gamalt heimsmet hinnar bandarísku Kendru Harrison um átta hundraðshluta. Amusan hélt svo fullum dampi í úrslitunum og hljóp til sigurs á enn betri tíma, sem gildir þó ekki sem heimsmet vegna of mikils meðvinds.
25.07.2022 - 01:46
16 féllu í hörðustu bardögum í Líbíu síðan 2020
Sextán féllu í Trípólí, höfuðborg Líbíu á föstudag, í fyrstu meiriháttar bardögunum sem brotist hafa út í landinu frá því að samið var um vopnahlé árið 2020. Heilbrigðisráðuneyti Trípólístjórnarinnar greindi frá þessu og upplýsti að yfir 50 hefðu særst í átökunum. Minnst sex óbreyttir borgarar eru á meðal hinna föllnu, að sögn talsmanns ráðuneytisins.
24.07.2022 - 04:46
Breskum dátum í útlöndum bannað að kaupa vændi
Breska varnarmálaráðuneytið og yfirstjórn breska hersins hafa innleitt blátt bann við því að breskir hermenn á erlendri grundu kaupi vændi. Er þetta fyrsta allsherjarbannið af þessu tagi og liður í viðleitni yfirvalda til að útrýma kynferðislega misnotkun og kynferðisofbeldi innan hersins.
20.07.2022 - 07:04
PCT heldur völdum í Lýðveldinu Kongó
Kongóski verkamannaflokkurinn (PCT) mun vinna 103 þingsæti af 151 í nýafstöðnum kosningum í Lýðveldinu Kongó samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem birtar voru í dag. PCT, sem bætir við sig 13 þingsætum frá því í síðustu kosningum árið 2017, er flokkur forsetans, Denis Sassou Nguesso, og hefur verið í ríkisstjórn stærstan hluta af sögu ríkisins.
16.07.2022 - 15:08
Sjónvarpsfrétt
Bjartsýnn um samkomulag um útflutning frá Úkraínu
Í myrkri veröld sést loks vonarglæta, segir Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, um viðræður Rússa og Úkraínumanna um að opna fyrir útflutningsleiðir um Svartahaf. Milljónir manna víða um heim reiða sig á korn frá Úkraínu - og milljónir tonna af korni eru fastar í landinu.
13.07.2022 - 22:30
Mo Farah var seldur mansali til Bretlands á barnsaldri
Sir Mo Farah, einn dáðasti og mesti afreksíþróttamaður Breta fyrr og síðar og margfaldur heims- og ólympíumeistari, var fórnarlamb mansals og fluttur til Bretlands með ólögmætum hætti á barnsaldri. Þetta kemur fram í heimildarmynd um hlaupastjörnuna, sem sýnd verður á BBC á miðvikudagskvöld.
12.07.2022 - 07:35
Sómalía
Milljónir í neyð vegna mestu þurrka um áratugaskeið
Miklir og langvarandi þurrkar ógna afkomu og lífi milljóna Sómala sem horfa fram á enn eitt þurrkaárið. Þurrkarnir eru þeir verstu sem geisað hafa í Sómalíu í fjörutíu ár, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og sómölskum stjórnvöldum, og hungursneyð blasir við minnst 250.000 manns. Milljónir eru í hrakningum og sjá fram á matarskort.
09.07.2022 - 06:30
Burhan segir herstjórnina ætla að stíga til hliðar
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Súdan segist ætla að koma því til leiðar að borgaraleg stjórn setjist að völdum í landinu. Mótmælendur í landinu og alþjóðasamfélagið hafa lengi krafist þess.
Lögregla í Nígeríu frelsaði fjölda fólks úr kirkju
Lögregla í Nígeríu bjargaði á föstudaginn tugum manna úr kjallara kirkju í Ondo-fylki, suðvestanvert í landinu. Í hópnum voru fjölmörg börn en fólkinu var haldið í kirkjunni gegn vilja sínum.
04.07.2022 - 05:30
Líbíumenn mótmæla orkuskorti og upplausn
Þúsundir Líbíumanna flykktust út götur helstu borga landsins um helgina til að mótmæla síversnandi lífskjörum, orkuskorti og upplausn í stjórnmálum.Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að miðla málum meðal deilandi pólítískra fylkinga án teljandi árangurs.
03.07.2022 - 07:49
Afglæpavæðing þungunarrofs fyrirhuguð í Sierra Leone
Ríkisstjórn Afríkuríkisins Sierra Leone hefur lagt fram lagafrumvarp þar sem þungunarrof verður ekki lengur refsivert. Dánartíðni meðal þungaðra kvenna í Sierra Leone er einhver sú mesta í heiminum.
Einkenni apabólu í Bretlandi ólík faröldrum í Afríku
Þeir Bretar sem smitast hafa af apabólu sýna einkenni ólík þeim sem fylgt hafa sjúkdómnum hingað til. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerðar voru heyrinkunnar í gær, föstudag.
Apabólan kallar ekki (enn) á alþjóðlegt neyðarástand
Apabóla, veirusótt sem geisað hefur víða í Afríku um áratugaskeið og skaut nýverið upp kollinum í Evrópu og Norður-Ameríku, flokkast ekki sem heimsfaraldur eða neyðarástand á alþjóðavísu, enn sem komið er. Þetta kom fram á fréttafundi stjórnenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf á laugardag.
Átján fórust er þúsundir stormuðu spænska hólmlendu
Minnst átján manns úr hópi afrísks flótta- og förufólks lét lífið og á þriðja hundrað manns slasaðist þegar fjöldi fólks freistaði þess að komast inn í spænsku hólmlenduna Melilla á norðurströnd Marokkó í gær. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir spænskum og marokkóskum yfirvöldum.
25.06.2022 - 04:35
Myrtu yfir 130 óbreytta borgara í Malí
Illskeyttar vígasveitir, sem yfirvöld telja tilheyra hreyfingu öfgasinnaðra íslamista, myrtu yfir 130 óbreytta borgara í þremur bæjum um miðbik Malí um liðna helgi. AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir starfsmönnum yfirvalda á svæðinu að vel vopnaðir morðingjarnir hafi drepið fólkið með kerfisbundnum og miskunnarlausum hætti í bænum Diallassagou og tveimur nálægum smábæjum.
22.06.2022 - 06:18
Spegillinn
Apabóla er harðger veira en stór faraldur ólíklegur
Skylt er að tilkynna um apabólusmit ef það kemur upp en þrír hafa greinst með veiruna hér. Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á fræðslu og upplýsingagjöf til að lágmarka útbreiðslu veirunnar. Ekki hefur verið talin þörf á að grípa til opinberra ráðstafana, hvorki samfélagslegra takmarkana né skimunar. Apabóla hefur lengi fundist í Vestur- og Mið-Afríku, í að minnsta kosti hálfa öld, og afbrigðið sem nú verður helst vart veldur oftast vægum veikindum.
17.06.2022 - 09:45
Rúanda hvikar ekki frá samningi um móttöku flóttafólks
Stjórnvöld í Rúanda segjast enn staðráðin í að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum sem þangað verða send frá Bretlandi, samkvæmt samkomulagi ríkjanna tveggja þar að lútandi. Tilkynningin er gefin út í tilefni þess að Mannréttindadómstóll Evrópu setti í gær lögbann á fyrstu fyrirhuguðu flugferðina með flóttafólk frá Bretlandi til Rúanda.
MDE bannar flutning flóttafólks til Rúanda
Ekkert verður af brottflutningi flóttafólks frá Bretlandi til Rúanda líkt stóð til í dag. Farþegaþotan sem upphaflega átti að flytja 37 manns til Rúanda var kyrrsett á síðustu stundu eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu setti stjórnvöldum í Bretlandi stólinn fyrir dyrnar.
14.06.2022 - 21:51