Afríka

Tugir fórust og hundruð særðust í Miðbaugs-Gíneu
Minnst tuttugu létu lífið og hundruð slösuðust þegar nokkrar öflugar sprengingar urðu í eða nærri bækistöð hersins í borginni Bata í Miðbaugs-Gíneu í dag. Ekki er vitað með vissu hvað olli sprengingunum en yfirvöld útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
07.03.2021 - 22:50
Minnst 20 fórust í sjálfsmorðsárás í Mogadishu
Minnst 20 létu lífið og tugir særðust þegar bíll var sprengdur í loft upp utan við veitingahús nærri höfninni í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærkvöld. Talið er víst að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Mikinn reyk lagði frá bílflakinu og sjónarvottar bera að skothríð hafi brotist út stutta stund eftir sprenginguna, en ekki er vitað hvaðan hún kom.
06.03.2021 - 03:49
Engin sátt í Öryggisráðinu um stöðuna í Tigray
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna féll í gær frá öllum áætlunum um ályktun, þar sem kallað yrði eftir því að deiluaðilar í Eþíópíu legðu niður vopn og létu af öllum átökum í Tigray-héraði. Ástæðan er sögð andstaða Kínverja og Rússa við slíka ályktun, eftir tveggja daga viðræður. „Það náðist ekkert samkomulag," hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni, „og það eru engin áform um að halda áfram viðræðum."
Ásakanir um fjöldamorð í Tigray
Tvenn mannréttindasamtök saka hersveitir frá Erítreu um  fjöldamorð á almennum borgurum í Tigray-héraði í Eþíópíu í nóvember.
05.03.2021 - 09:25
Hádegið
Forgangsröðun efnaðra ríkja „sorgleg staðreynd“
Í fyrradag urðu tímamót í baráttunni við COVID-19, við fyrstu bólusetningarnar á vegum COVAX-samstarfsins. COVAX-samstarfið er alþjóðlegt samstarf um sanngjarna dreifingu bóluefna við COVID-19 til fátækari ríkja heims. Engu að síður er ljóst að ríkari þjóðir heims hafa hamstrað bóluefni, á meðan hin fátæku sitja á hakanum
03.03.2021 - 09:18
279 nígerískar stúlkur lausar úr klóm mannræningja
279 skólastúlkur sem rænt var úr heimavistarskóla í Zamfara-ríki í norðanverðri Nígeríu á föstudag eru lausar úr klóm ræningja sinna og komnar öruggt skjól, heilu og höldnu. Dr. Bello Matawalle greindi fréttamanni AFP-fréttastofunnar frá þessu í morgunsárið. „Það gleður mig að geta greint frá því að stúlkurnar eru frjálsar," sagði Matawalle. „Þær voru bara að koma inn í byggingu hins opinbera og eru við góða heilsu."
02.03.2021 - 06:41
Spillingarlögregluna skortir fé til rannsókna
Namibísku spillingarlögregluna, ACC, skortir töluvert fé ef hún á að geta sinnt öllum sínum verkefnum, sagði Paulus Noa, yfirmaður hennar, í viðtali við dagblaðið The Namibian. Hann sagði meðal annars að nýjar upplýsingar meinta spillingu í tengslum við Samherja verði ekki rannsakaðar nema fjárveitingar spillingarlögreglunnar verði auknar.
01.03.2021 - 15:06
Krefjast 2 ára fangelsis yfir Jacob Zuma
Stjórnlagadómstóllinn í Suður-Afríku féllst í dag á að taka fyrir kæru á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, fyrir að neita að koma fyrir rétt og bera vitni í spillingarmáli á hendur honum. Dómstóllinn hafði úrskurðað að Zuma bæri að mæta, en hann lét ekki sjá sig þegar hann var boðaður.
01.03.2021 - 14:22
Segja Erítreu seka um glæpi gegn mannkyninu
Her Erítreu er sagður hafa orðið hundruðum að bana í Tigray-héraði Eþíópíu í nóvember í fyrra. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja aðgerðir hersins líklega glæp gegn mannkyninu.
26.02.2021 - 03:25
Heimsglugginn: Fátæk ríki fá bóluefni
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu.
Gana fyrst til að fá bóluefni í gegnum Covax
Gana verður í dag fyrst ríkja til að fá skammta af bóluefni við kórónuveirunni í gegnum Covax-samstarfið, sem felur í sér að tryggja fátækum ríkjum aðgang að bóluefni óháð efnahag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun.
24.02.2021 - 08:23
Vilja fangelsa Jacob Zuma fyrir óvirðingu
Sérstök rannsóknarnefnd í spillingarmáli gegn háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Suður Afríku hefur lagt fram formlega kröfu um að stjórnlagadómstóll landsins dæmi Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir óvirðingu. Sakarefnið er hundsun Zumas á fyrirmælum um að mæta fyrir nefndina, þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar þar að lútandi, og svívirðileg ummæli um dómskerfi landsins.
23.02.2021 - 03:27
Sendiherra Ítalíu, lífvörður hans og bílstjóri myrtir
Sendiherra Ítalíu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó var myrtur í gær, ásamt lífverði sínum og bílstjóra. Lögregluyfirvöld telja morðin vera afleiðingu misheppnaðrar mannránstilraunar.
Tólfti ebólufaraldurinn í Lýðveldinu Kongó
Að minnsta kosti sex ebólu-smit hafa verið greind í Lýðveldinu Kongó. Fjórir hafa látist af völdum sjúkdómsins og heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af stöðunni.
21.02.2021 - 16:44
Yfir 100 þúsund dauðsföll í Afríku
Dauðsföll af völdum COVID-19 faraldursins eru komin yfir eitt hundrað þúsund samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar. Tekið er fram í fréttinni að þau séu að öllum líkindum mun fleiri, þar sem skráningu sé víða ábótavant. Verst er ástandið talið vera í Suður-Afríku. Þar er fjöldi látinna kominn yfir 48 þúsund.
19.02.2021 - 14:17
Bóluefni við ebólu á leið til Gíneu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætlar að senda 11 þúsund skammta af bóluefni gegn ebólu til Gíneu. Bóluefnin eru væntanleg til Conakry, höfuðborgar landsins, á sunnudag.
18.02.2021 - 18:20
Fyrstu prófanir á bóluefni gegn zika-veirunni lofa góðu
Fyrsta bóluefnið sem þróað hefur verið gegn zika-veirunni lofar góðu. Fyrstu prófanir á efninu, sem þróað var í Bandaríkjunum, benda til allt að 80 prósenta virkni.
17.02.2021 - 06:30
Bjóða Afríkuríkjum bóluefni sem gagnast ekki S-Afríku
Suður-afrísk stjórnvöld hafa boðið aðildarríkjum Afríkubandalagsins að nýta þá 1.500.000 skammta af bóluefni AstraZeneca sem þau höfðu tryggt sér, þar sem bóluefnið verður ekki nýtt í Suður-Afríku.
17.02.2021 - 01:58
Hundraða saknað í Kongófljóti
Minnst sextíu drukknuðu og hundraða er saknað eftir að bát hvolfdi á Kongófljóti í vestanverðu Lýðstjórnarlýðveldinu Kóngó í gær. Al Jazeera hefur eftir Steve Mbikayi, yfirmanni mannúðarmála í landinu, að um 700 manns hafi verið um borð þegar báturinn sökk. 60 lík voru dregin upp úr fljótinu og 300 manns var komið til bjargar. 
16.02.2021 - 06:29
Fimmta dauðsfallið vegna ebólu í Gíneu
Yfirvöld í Gíneu vinna nú hörðum höndum að því að koma í veg fyrir útbreiðslu ebólu í landinu. Heilbrigðisyfirvöld greindu í gær frá fimmta andlátinu af völdum sjúkdómsins síðan á laugardag. 
16.02.2021 - 03:29
Zuma á fangelsisvist yfir höfði sér
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, á á hættu að verða fangelsaður fyrir að hafa ekki mætt til yfirheyrslu í dag. Hann þarf að svara til saka fyrir ýmis spillingarmál á níu ára valdatíma sínum.
15.02.2021 - 17:56
Fjórir látnir af völdum ebóla í Gíneu
Fjórir eru látnir af völdum ebóla-veirunnar í Gíneu að sögn Remy Lamah, heilbrigðisráðherra landsins. Dauðsföllin urðu í héraðinu Nzerekore, í suðausturhluta landsins. Að sögn landlæknisins Sakoba Keita var einn hinna látnu hjúkrunarfræðingur sem lést síðla í janúar.
14.02.2021 - 04:47
Myndband
Vandamál Vesturlandabúa að vilja lifa að eilífu
Þegar Helen María Ólafsdóttir spurði kollega sína og íbúa í Sómalíu út í COVID-19 faraldurinn voru svörin á þá leið að lífið þyrfti að hafa sinn gang. Fólk treystir á vilja guðs og skilur ekki þá áráttu Vesturlandabúa að vilja lifa að eilífu.
11.02.2021 - 12:59
28 drukknuðu í ólöglegri fataverksmiðju í kjallara
Minnst 28 verkamenn og -konur í ólöglegri fataverksmiðju í marokkósku borginni Tangier drukknuðu á mánudag, þegar vatn flæddi inn í kjallara hússins sem verksmiðjan var starfrækt í. Úrhellisrigning varð til þess að vatn flæddi um alla borg. Í tilkynningu frá yfirvöldum segir að vatnið í kjallaranum hafi náð allt að þriggja metra dýpi og fólkið ekki átt sér neinnar undankomu auðið. Enn fremur segir að tekist hafi að bjarga átján manns úr kjallaranum.
09.02.2021 - 01:29
Leggja milljón skammta af bóluefni AstraZeneca á ís
Heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku ákváðu í dag að hætta við að nota bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er rannsókn sem bendir til þess að það hafi takmarkaða virkni gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónaveirunnar. Milljón skammtar af efninu, sem bárust til landsins á mánudaginn, standa því óhreyfðir og munu gera það eitthvað áfram.