Afríka

Ástralar krefjast afsökunarbeiðni
Deilur Ástrala og Kínverja aukast enn og hafa stjórnvöld í Canberra krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Peking vegna færslu á Twitter sem þau segja svívirðilega og ógeðfellda.
30.11.2020 - 11:57
Erlent · Afríka · Eyjaálfa · Kína · Ástralía
Telur yfirlýstan sigur stjórnarhersins boða bjarta tíma
Íslendingur sem býr í Eþíópíu segir heimamönnum gríðarlega létt eftir að stjórnvöld lýstu yfir fullnaðarsigri í átökunum í Tigray-héraði í gær. Aðgerðirnar hafi þjappað þjóðinni saman.
29.11.2020 - 19:25
Nígerískir vígamenn skáru yfir 40 verkamenn á háls
Óþekktir vígamenn myrtu í dag yfir fjörutíu landbúnaðarverkamenn, sem voru að störfum á hrísgrjónaökrum í Borno-héraði norðaustanverðri Nígeríu, samkvæmt yfirvöldum og fjölmiðlum í héraðinu. Morðin voru með hrottalegasta móti. Haft er eftir sjónarvottum að árásarmennirnir hafi bundið mennina og skorið þá á háls í þorpinu Koshobe, nærri héraðshöfuðborginni Maiduguri.
29.11.2020 - 02:54
Abiy segir hernaði í Tigray lokið með fullnaðarsigri
Eþíópíuher hefur náð borginni Mekelle á sitt vald og er aðgerðum hersins í Tigrayhéraði þar með lokið. Þetta sagði Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu í kvöld. Ef rétt reynist þá hefur endi verið bundinn á rúmlega þriggja vikna átök í héraðinu, sem kostað hafa hundruð og jafnvel þúsundir mannslífa og hrakið tugi þúsunda á flótta.
28.11.2020 - 23:15
Eþíópía: Stjórnarherinn ræðst inn í Mekele
Stjórnarherinn í Eþíópíu réðist í morgun inn í Mekele, höfuðborg Tigray-héraðs í norðurhluta landsins. Abiy Ahmed forseti Eþíópíu hafði hótað þessu um nokkurra daga skeið en átök hafa staðið yfir í héraðinu í rúmar þrjár vikur.
28.11.2020 - 12:59
Eþíópíuher fullyrðir að sóknin inn í Tigray gangi vel
Yfirstjórn Eþíópíuhers fulluyrðir að herinn hafi náð nokkrum bæjum í Tigray-héraði á sitt vald síðan hann hóf sókn sína inn í héraðið á fimmtudag. Hassan Ibrahim, undirhershöfðingi, segir herinn hafa tryggt yfirráð yfir bænum Wikro, norður af héraðshöfuðborginni Mekelle, og nokkrum minni bæjum að auki. Markmiðið er að ná stjórn Mekelle og héraðsins alls úr höndum Þjóðfrelsisfylkingar Tigray-héraðs (TPFL) og vopnaðra sveita sem fylgja henni að málum.
28.11.2020 - 04:55
Lokasóknin að hefjast í Tigray
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði í morgun hernum að hefja lokasóknina gegn uppreisnarmönnum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins.
26.11.2020 - 08:01
Minnst átta drukknuðu við strönd Lanzarote
Minnst átta fórust þegar bát fullum af flótta- og förufólki hvolfdi skammt frá strönd Kanaríeyjunnar Lanzarote á þriðjudag. Tuttugu og átta var bjargað í land, nokkurra er enn saknað en ekki vitað með vissu hversu mörg þau eru. Fjögur lík fundust strax á þriðjudag og fjögur til viðbótar í gær, miðvikudag. Bátnum hvolfdi rétt áður en hann náði landi í sjávarplássinu Orzola á norðurodda Lanzarote.
26.11.2020 - 04:30
Mannskaði við Kanaríeyjar
Fjórir hafa fundist látnir eftir að báti flóttamanna og hælisleitenda hvolfdi nærri Kanaríeyjum í gær, skammt norður af eynni Lanzarote. Nokkurra er saknað, en um þrjátíu og fimm voru í bátnum.
25.11.2020 - 11:53
Taka höndum saman gegn vígamönnum
Stjórnir Tansaníu og Mósambík ætla að taka höndum saman í baráttunni gegn vígamönnum sem hafa haft sig mikið frammi í Cabo Delgado í norðurhluta Mósambík undanfarin ár. Skrifað hefur verið undir yfirlýsingu þess efnis.
24.11.2020 - 08:21
Öryggisráðið ræðir ástandið í Tigray
Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ræða í dag í gegnum fjarfundarbúnað um átökin í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu. Þetta verður fyrsti fundur ráðsins um átökin  í Tigray sem hófust fyrr í þessum mánuði.
24.11.2020 - 08:09
Undirbúa rýmingu SOS barnaþorps vegna átaka
Viðbúið er að rýma þurfi barnaþorp á vegum SOS barnaþorpanna í borginni Makalle, höfuðstað Tigray-héraðs í Eþíópíu, vegna átaka sem geisa milli stjórnarhers Eþíópíu og Þjóðfrelsisfylkingar Tigray.
23.11.2020 - 21:57
Stjórnarandstöðuleiðtogi í Úganda ákærður
Dómstóll í Kampala, höfuðborg Úganda, ákærði í dag stjórnarandstöðuleiðtogann og poppstjörnuna Bobi Wine fyrir að halda fjölmennan fund með stuðningsfólki sínu, þrátt fyrir bann við fundarhöldum í faraldrinum. Talið er að hann verði helsti keppinautur sitjandi forseta í kosningum í janúar.
20.11.2020 - 16:49
Tedros sakaður um stuðning við TPLF
Bernahu Jula, æðsti yfirmaður hersins í Eþíópíu sakaði í morgun Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmann Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, um stuðning við Þjóðfrelsisfylkingu Tigray TPLF, en harðir bardagar hafa geisað milli Eþíópíuhers og uppreisnarmanna í TPLF undanfarinn hálfan mánuð.
19.11.2020 - 09:23
Stjórnarherinn sækir fram í Tigray
Stjórnarherinn Eþíópíu hélt í morgun áfram sókn sinni að Mekelle, höfuðstað Tigray-héraðs í norðurhluta landsins. Liðsmenn TPLF, Þjóðfrelsisfylkingar Tigray, eru sagðir hafa eyðilagt vegi og brýr til að torvelda hernum sóknina að borginni.
18.11.2020 - 10:13
Abiy boðar lokasókn í Tigray
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu segir að liðinn sé frestur sem gefinn hafi verið Þjóðfrelsisfylkingunni í Tigray-héraði til að gefast upp og leggja niður vopn og að brátt hefjist lokaáfangi stjórnarhersins til að binda enda á átökin í héraði. Stjórnarherinn gerði loftárásir á Tigray í gær.
17.11.2020 - 08:52
Segir Eritreu lögmætt skotmark
Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingar Tigrayþjóðarinnar, sagði í morgun að sveitir sínar hefðu staðið að eldflaugaárásum sem gerðar voru á Eritreu í gær. Eldflaugum var skotið að flugvelli höfuðborgar landsins. Yfirvöld í Tigrayhéraði í Eþíópíu hafa undanfarið barist við stjórnvöld í Eþíópíu og saka þau síðarnefndu um að nota nágrannaríkið Eritreu sem stökkpall til árása. Gebremichael sagði Eritreu því lögmætt skotmark. Því hefur Eþíópíustjórn hvoru tveggja vísað á bug.
15.11.2020 - 11:19
225 flótta- og förumenn fá að fara í land á Ítalíu
Spænska björgunarskipið Open Arms sigldi upp að ströndum Sikileyjar í dag með 225 föru- og flóttamenn innanborðs, sem færðir voru í umsjá ítalskra yfirvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu spænsku hjálparsamtakanna sem gera skipið út. 184 fullorðnir og 71 barn frá 20 Afríkuríkjum voru flutt frá borði yfir í tvö ítölsk skip, þar sem þau munu dvelja í sóttkví á meðan gengið er úr skugga um að enginn í hópnum sé smitaður af COVID-19.
15.11.2020 - 01:13
Flugskeytum skotið frá Eþíópíu til Asmara í Eritreu
Flugskeyti sem skotið var frá Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu lentu í Asmara, höfuðborg Eritreu í kvöld. AFP hefur þetta eftir erlendum sendifulltrúum í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. „Fréttir sem okkur berast benda til þess að nokkur flugskeyti hafi lent nærri flugvellinum" í Asmara, segir einn heimildarmanna AFP.
14.11.2020 - 23:40
Væringar í Vestur-Sahara ógn við 30 ára vopnahlé
Leiðtogar Pólisario, Frelsishreyfingar Vestur-Sahara lýstu því yfir í gær þeir litu svo á að þrjátíu ára vopnahléi milli þeirra og Marokkóstjórnar væri lokið. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að Marokkóher sendi hersveitir til syðsta hluta þessa umdeilda svæðis í því skyni að opna þjóðveginn til nágrannaríkisins Máritaníu, þvert á viðvaranir heimamanna í Vestur-Sahara.
14.11.2020 - 06:22
Franskir hermenn felldu tugi íslamskra vígamanna í Malí
Franskar hersveitir felldu tugi íslamskra vígamannaí Malí í dag, samkvæmt tilkynningu frönsku herstjórnarinnar í landinu. Frakkar hafa verið með talsverðan herafla í Malí síðustu ár og lagt stjórnvöldum lið í baráttunni við vopnaðar sveitir íslamista með tengsl við Al Kaída og Íslamska ríkið, sem framið hafa fjölmörg og mannskæð illvirki í landinu.
14.11.2020 - 00:50
Stefnir í greiðslufall í Sambíu
Greiðslufall blasir við hjá ríkissjóði Afríkuríkisins Sambíu. Gjaldmiðill landsins hefur rýrnað um hátt í þriðjung á þessu ári. Þolinmæði erlendra lánardrottna er á þrotum.
13.11.2020 - 16:47
Krefst rannsóknar á meintum fjöldamorðum í Tigray
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur til rannsókna á ásökunum um að fjöldamorð hafi verið framin í Tigray-héraði í Eþíópíu. Hún segir að hafi einhverjir þátttakenda í núverandi átökum í héraðinu verið að verki flokkist það sem stríðsglæpir. Draga verði menn til ábyrgðar fyrir ódæðisverk sem þessi.
13.11.2020 - 12:14
Minnst 110 drukknuðu undan Líbíuströndum á þremur dögum
Minnst 110 flóttamenn og förufólk drukknuðu á Miðjarðarhafi síðstu þrjá dagana og 74 lík hefur þegar rekið á strendur vestanverðrar Líbíu. Í frétt breska blaðsins Guardian segir að fjórir bátar flótta- og förufólks hafi farist við Líbíustrendur síðustu þrjá daga.
Eþíópía
Segja hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrta
Tugir og að líkindum hundruð óbreyttra borgara voru myrt í miklu blóðbaði í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu á mánudag, samkvæmt heimildum alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Haft er eftir sjónarvottum að vopnaðar sveitir sem svarið hafa Frelsishreyfingu Tigrayþjóðarinnar hollustu sína beri ábyrgð á fjöldamorðunum. Leiðtogar Frelsishreyfingarinnar, sem fer með stjórn Tigray-héraðs, sverja vígasveitirnar af sér og segja þær engin tengsl hafa við flokkinn.
13.11.2020 - 01:49