Afríka

Hungursneyð vofir yfir á Madagaskar
Hungursneyð vofir yfir ríflega milljón manns á sunnanverðu Madagaskar, vegna lengstu og alvarlegustu þurrka sem þar hafa geisað um áratugaskeið. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu. Úrkoma hefur verið afar lítil á suðurhluta Madagaskars síðustu fimm ár og uppskera brugðist ár eftir ár. Ofan á uppskerubrestinn bætast skógeyðing og skelfilegir sandstormar, sem valdið hafa ómældu tjóni.
12.05.2021 - 03:52
Mörg hundruð flóttamenn til Lampedusa
Yfir 1.400 flóttamenn komu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa um helgina á fimmtán bátum. Í einum þeirra voru 400 um borð, þar af 24 konur og börn. Fólkið var af ýmsum þjóðernum að sögn AFP fréttastofunnar.
10.05.2021 - 04:16
Fyrrum barnahermaður dæmdur í 25 ára fangelsi
Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi Dominic Ongwen í gær í 25 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ongwen var leiðtogi Andspyrnuhreyfingar drottins í Úganda, sem herjaði landsmenn og nágrannaríki frá miðjum níunda áratug síðustu aldar þar til fyrir nokkrum árum.
Yfirstjórn SOS litið undan í barnaverndarmálum
Alþjóðasamtök SOS barnaþorpa hafa ekki rannsakað barnaverndarbrot til hlítar og jafnvel hætt rannsókn á slíkum málum án skýringa. Æðstu yfirmenn samtakanna hafa fyrirskipað að slíkum rannsóknum skuli hætt í vissum tilfellum. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS- barnaþorpa á Íslandi segir ekki hægt að taka þátt í slíkri yfirhylmingu.
06.05.2021 - 08:08
Átti von á sjö börnum en fæddi níu
Halima Cisse, 25 ára kona frá Malí, fæddi níu börn í gær að því er heilbrigðisráðuneytið í Malí greinir frá. Samkvæmt tilkynningu eru móðir og börn við góða heilsu enn sem komið er.
05.05.2021 - 10:45
Erlent · Afríka · Malí · Marokkó · Fæðingar · Börn
30 franskar herþotur seldar til Egyptalands
Egyptar undirrituðu í vikunni samninga um kaup á 30 frönskum Rafale-orrustuþotum fyrir samtals 4,5 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 560 milljarða íslenskra króna. Eygpska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í tilkynningu sem það sendi frá sér í morgun. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, gagnrýna frönsk stjórnvöld harðlega fyrir að heimila viðskiptin.
04.05.2021 - 05:50
16 hermenn og 24 vígamenn felldir í Níger
Glæpamenn felldu sextán nígerska hermenn í Tahoua-héraði í vestanverðu Níger í gær, laugardag. Fyrr í vikunni felldu nígerskir hermenn 24 „grunaða hryðjuverkamenn" úr röðum öfgasinnaðra íslamista þegar þeir reyndu að flýja úr haldi í nágrannahéraðinu Tillaberi.
02.05.2021 - 23:56
Bátur dreginn á land með sautján lík innanborðs
Trébátur sem sást á reki á milli Afríkustranda og Kanaríeyja fyrr í vikunni er kominn að landi með sautján lík um borð. Björgunarskip spænsku strandgæslunnar tók bátinn í tog og dró hann til Los Cristianos á Tenerife, þar sem floti líkbíla beið á bryggjunni.
29.04.2021 - 02:45
Sómalíuforseti lætur segjast og boðar til kosninga
Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu, hefur fallið frá öllum áformum um að freista þess að framlengja kjörtímabil sitt um tvö ár og ákveðið að boða til kosninga. Með þessu lætur hann undan þeim mikla þrýstingi sem hann hefur verið beittur jafnt innanlands sem erlendis frá.
28.04.2021 - 06:44
Myrtu minnst 15 almenna borgara í skjóli nætur
Illvirkjar vopnaðir skotvopnum drápu minnst 15 almenna borgara í næturárás á nokkur sveitaþorp í norðanverðu Búrkína Fasó aðfaranótt þriðjudags. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum starfsmanni stjórnvalda í Seytenga-héraði, þar sem árásin átti sér stað. Flestir hinna látnu eru karlmenn, að hans sögn, og meirihluti þeirra var myrtur í fyrsta þorpinu sem ráðist var á.
28.04.2021 - 04:15
Tveir létust úr gaseitrun við eldgos á Réunion
Tveir ungir ferðalangar sem fundust látnir við gosstöðvar á Réunion eyju í Indlandshafi fyrir helgi létust af völdum gaseitrunar að sögn lögreglu á eyjunni.
25.04.2021 - 11:14
Erlent · Afríka · Náttúra · Réunion · eldgos
Heimskviður
Ástæða til að hafa áhyggjur af örlæti Kínverja í Afríku
Afríkuríkjunum miðar hægt að því marki sínu að bæta lífskjör almennings. Eftir stöðugan vöxt síðustu áratuga eru erfiðleikar fram undan. En það er ekki vegna faraldursins heldur skuldavanda. Skuldum vafin eru sum þeirra að þrotum komin. Keníumenn vilja að alþjóðastofnanir hætti að lána stjórnvöldum í Keníu vegna óráðsíu og spillingar innan stjórnkerfisins. Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segir meiri ástæðu til að hafa áhyggjur af örlæti Kínverja í Afríku en lánastarfsemi alþjóðastofnana.  
21.04.2021 - 08:05
Nýkjörinn forseti Tjad féll í átökum við uppreisnarmenn
Idriss Déby, forseti Afríkuríksins Tjad, féll í átökum við uppreisnarmenn um helgina. Hann komst til valda 1990 og í gær var staðfest að hann hefði náð endurkjöri í nýafstöðnum forsetakosningum með um áttatíu prósentum atkvæða og gæti því hafið sitt sjötta kjörtímabil.
20.04.2021 - 14:09
Skógareldar ógna byggð í Höfðaborg
Skógareldar loga enn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku og hefur fjöldi borgarbúa neyðst til að flýja heimili sín þar sem hætta er talin á að þau verði eldunum að bráð. Nokkuð hefur verið um gróðurelda í nágrenni Höfðaborgar síðustu daga, þar sem veður hefur verið heitt og þurrt um hríð.
20.04.2021 - 04:46
Greta Thunberg gefur 15 milljónir til Covax
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að gefa andvirði ríflega 15 milljóna króna til Covax samstarfsins. Hún segir alþjóðasamfélagið, ríkisstjórnir og bóluefnaframleiðendur verða að spýta í lófana.
19.04.2021 - 16:57
Bókasafn elsta háskóla Suður-Afríku skógareldi að bráð
Aldagamalt bókasafn háskólans í Höfðaborg varð í gær eldi að bráð þegar miklir skógareldar í hlíðum Table Mountain, eða Stapafells, læstu sig í byggingar þessa elsta háskóla Suður-Afríku. Gróðureldarnir loga enn og ganga slökkvistörf erfiðlega.
19.04.2021 - 05:23
Ellefu fórust í lestarslysi í Egyptalandi
Ellefu létu lífið og 98 slösuðust þegar lest fór út af sporinu í Qalyubia-héraði, norður af Kaíró í Egyptalandi á sunnudag. Lestin var á leð frá Kaíró til borgarinnar Mansoura, við Nílarósa, þegar fjórir vagnar fóru út af sporinu, um 40 kílómetra norður af höfuðborginni, að því er segir í tilkynningu egypsku ríkisjárnbrautanna.
19.04.2021 - 02:20
Um 20 skólabörn fórust í eldsvoða í Níger
Um 20 börn fórust þegar eldur kom upp í skóla í Niamey, höfuðborg Níger, í dag, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði borgarinnar. kennslustofur skólans eru allar í strákofum og eyddi eldurinn 21 slíkum. Um 20 börn komust ekki út úr sínum stofum í tæka tíð sagði slökkviliðsstjórinn Sidi Mohamed í sjónvarpsfréttum. „Viðbragðsaðilar brugðust skjótt við og slökktu eldinn ... en eldurinn var ógnarmikill og börnin komust ekki út,“ sagði Mohamed.
14.04.2021 - 00:28
Erlent · Afríka · Níger
Flóttamenn létu lífið á leið til Kanaríeyja
Fjórir fundust látnir um borð í bát fullum af flóttamönnum nærri 200 kílómetrum suður af eyjunni El Hierro við Kanaríeyjar. Sjómenn urðu varir við bátinn og höfðu samband við viðbragðsaðila.
12.04.2021 - 01:53
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Spánn
Forseti til 30 ára sækist eftir endurkjöri
Kjörstaðir voru opnaðir í forsetakosningum í Afríkuríkinu Tsjad í morgun. Idriss Deby Itno forseti landsins býður sig fram í sjötta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti landsins í rúm þrjátíu ár.  
11.04.2021 - 11:44
Segir gylltu borgina í Egyptalandi fundna
Nýlega uppgötvuð forn-egypsk borg þykir einhver merkilegasti fornleifafundur í landinu síðan grafhýsi Tutankhamuns fannst. Borgin er sögð frá gullaldarárum faraóa, fyrir um 3.000 árum.
11.04.2021 - 04:52
Styðja við þingkosningar í Líbíu
Egyptar og Túnisar hyggjast veita nágrannaríkinu Líbíu nauðsynlegan stuðning svo halda megi þar þingkosningar í desember. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Abdel Fattah Al-Sisi , forseta Egyptalands og Kais Saied forseta Túnis í Kaíró í dag. Forseti Túnis lýsti einnig yfir stuðningi við Egypta í deilum við Eþíópíu vegna virkjana.
10.04.2021 - 16:33
Erlent · Afríka · Stjórnmál · Egyptaland · Túnis · Líbía · Súdan
Leiðtogi Bræðralags múslima dæmdur í lífstíðarfangelsi
Mahmoud Ezzat, leiðtogi Bræðralags múslima, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Egyptalandi í gær. Hann var dæmdur fyrir hryðjuverk í tengslum við ofbeldi eftir að herinn hrinti Mohamed Morsi frá völdum í júlí árið 2013. 
09.04.2021 - 05:46
Netanyahu mættur í dómssal
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels til tólf ára, mætti í dómsal héraðsdóms Jerúsalemborgar í morgun, þar sem málflutningur í kærumáli gegn honum er að hefjast.
05.04.2021 - 07:24
Konan sem kennt var um strandið í Súesskurði
Það vakti heimsathygli þegar flutningaskipið Ever Given þveraði Súesskurðinn í Egyptalandi þann 23. mars enda stöðvaði það umferð um eina af fjölförnustu flutningaæðum heims. Skömmu eftir að skipið strandaði tók egypsk kona eftir sögusögnum um að það væri hennar sök.
04.04.2021 - 17:01