Afríka

Helmingur allra COVID-19 smita í þremur löndum
Um helmingur allra staðfestra COVID-19 tilfella í heiminum greindust í þremur löndum: Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Alls hafa nær 16,3 milljónir greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 og bættust rúm 220.000 í þann hóp síðasta sólarhringinn. Var gærdagurinn þrettándi dagurinn í röð, þar sem nýsmit voru yfir 200.000.
27.07.2020 - 06:16
Ferðabann innleitt á ný í Marokkó
Stjórnvöld í Marokkó hafa aftur gripið til róttækra aðgerða til að hemja útbreiðslu kórónaveirufaraldursins þar í landi. Lykilatriði í þeim aðgerðum er að innleiða á ný ferðabann til og frá helstu stórborgum landsins. Tók það gildi á miðnætti. Enginn fær nú að ferðast til eða frá Casablanca, Marrakech, Tangier, Fez og Meknes.
27.07.2020 - 01:32
Yfir 60 myrt af vígamönnum í Súdan
Yfir 60 óbreyttir borgarar voru myrtir og minnst 60 til viðbótar særðust þegar hundruð vopnaðra manna réðust á smábæ í vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að árásarmennirnir hafi ráðist sérstaklega að fólki af Masalít-þjóðinni, myrðandi og meiðandi, og farið ránshendi um heimili þess áður en þeir brenndu þau til kaldra kola.
27.07.2020 - 00:42
Rúmlega 16 milljónir hafa greinst með COVID-19
Staðfest kórónaveirusmit í yfirstandandi heimsfaraldri eru orðin rúmlega 16 milljónir talsins, samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland í Bandaríkjunum, nánar tiltekið16 milljónir og 47 þúsund. Dauðsföll af völdum COVID-19 eru tæplega 645.000 og hartnær 9,3 milljónir smitaðra hafa meira og minna náð sér af sjúkdómnum.
26.07.2020 - 06:30
Rússar og Tyrkir hvetja til vopnahlés
Rússar og Tyrkir hafa sammælst um að þrýsta á deilendur í Líbíu að semja um vopnahlé. Öryggisráðgjafi Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta greindi frá þessu í morgun.
23.07.2020 - 08:46
Bashir sóttur til saka fyrir valdarán
Í morgun hófust í Kartúm réttarhöld yfir Omar al-Bashir, fyrrverandi forseta Súdans, og nokkrum fyrrverandi samstarfsmönnum hans, en þeir verða sóttir til saka fyrir valdaránið árið 1989 þegar Bashir komst til valda. 
21.07.2020 - 09:25
Erlent · Afríka · Súdan
Egypska þingið heimilar hernað í Líbíu
Egypska þingið samþykkti í gær að herinn fengi heimild til hernaðaraðgerða utan landamæra ríkisins. Ástæðan er aukin spenna í grannríkinu Líbíu.
21.07.2020 - 08:25
Egyptar fá grænt ljós í Líbíu
Þingið í Benghazi í Líbíu samþykkti í morgun að Egyptar gætu tekið beinan þátt í hernaðinum í landinu til að bregðast við aukum áhrifum Tyrkja, sem styðja alþjóðlega viðurkennda stjórn í Trípólí. Þetta er talið auka hættu á átökum milli erlendra herja í Líbíu.
14.07.2020 - 12:03
Heimsfaraldurinn enn í hröðum vexti
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gærkvöld að fleiri kórónaveirutilfelli hefðu greinst í heiminum síðasta sólarhringinn en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma og mjög dregur úr nýsmitum víðast hvar í Evrópu og stórum hluta Asíu fer þeim ört fjölgandi í Norður- og Suður-Ameríku, og einnig í nokkrum löndum Asíu og Afríku. Mexíkó fór í gær upp fyrir Ítalíu á listanum yfir fjölda dauðsfalla vegna COVID-19 og staðfest smit í Brasilíu nálgast óðum að vera tvær milljónir.
13.07.2020 - 04:08
Útgöngu- og áfengissölubann til að hemja COVID-19
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa gripið til þess öðru sinni að banna sölu á áfengi í landinu, til að freista þess að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Áfengissölubannið er ein af mörgum ráðstöfunum sem tilkynntar voru í dag í sama augnamiði. Af öðrum slíkum má nefna útgöngubann frá níu á kvöldin til klukkan fjögur að morgni og grímuskyldu á almannafæri.
13.07.2020 - 00:42
Nær allar tegundir lemúra í útrýmingarhættu
Nokkurn veginn allar tegundir lemúra eru í útrýmingarhættu, samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Samtökin hafa birt sinn árlega válista, þar sem fjallað er um ástand og afkomu ríflega 120.000 dýrategunda um allan heim. Samkvæmt honum er um fjórðungur þeirra í mismikilli útrýmingarhættu. Þar á meðal eru 103 af þeim 107 tegundum lemúra sem þekktar eru í heiminum. Og af þeim eru 33 tegundir í bráðri útrýmingarhættu og og á mörkum þess að deyja út í náttúrunni.
10.07.2020 - 07:02
Erlend afskipti í Líbíu hafa „náð áður óþekktum hæðum“
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, greindi Öryggisráði samtakanna frá því í gærkvöld að borgarastríðið í Líbíu væri komið á annað og enn alvarlegra stig en áður, þar sem „erlend afskipti hafa náð áður óþekktum hæðum." Borgarastyrjöld hefur geisað - með mislöngum hléum - allar götur síðan Muammar Gaddafi var steypt af stóli með aðstoð herja Atlantshafsbandalagsins árið 2011.
09.07.2020 - 05:52
Vígamenn íslamista felldu 23 nígeríska hermenn
23 nígerískir hermenn féllu þegar vígasveitir öfgaíslamista gerðu sveit þeirra fyrirsát í Borno-héraði í Norðuausturhluta Nígeríu í dag. Þetta er haft eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers. Auk þeirra sem féllu er nokkurra hermanna saknað eftir árás vígamannanna, en ekki hefur verið upplýst hversu margir eru horfnir.
09.07.2020 - 03:44
Sagður hafa beðið Samherja að hylja slóð sína
Namibíska spillingarlögreglan segir að James Hatuikulipi hafi haft samband við Samherja til að hylja slóð sína vegna greiðslna frá fyrirtækinu. Þetta kom fram í dómsal í dag vegna málaferla yfir namibískum ráðamönnum og athafnamönnum sem komu við sögu í Samherjaskjölunum. Lögreglan segist hafa komist yfir síma Hatuikulipi og komist að raun um að hann bað Samherja að segja að ákveðnar greiðslur hefðu ekki verið lagðar inn á reikning félags hans í Dúbaí heldur greiddar félagi í Angóla.
Nærri 240 hafa látist í átökum í Eþíópíu
Minnst 239 hafa látist í mótmælum og átökum í Eþíópíu undanfarna daga. Lögregla greindi frá þessu í morgun.
08.07.2020 - 09:12
Mun fleiri létust í Eþíópíu en áður var greint frá
Lögreglan í Eþíópíu greindi frá því í dag að minnst 166 hafi fallið í mótmælum sem brutust út í landinu eftir að tónlistarmaðurinn Hacalu Hundessa var tekinn af lífi í byrjun vikunnar.
05.07.2020 - 06:25
Björgunarskip lýsir yfir neyðarástandi um borð
Áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking hefur lýst yfir neyðarástandi um borð. Sex farþegar hafa reynt að fyrirfara sér og áflog hafa orðið um borð. Skipið hefur verið utan Sikileyjar síðustu daga, eftir að beiðni skipverja um að leggjast að bryggju hefur verið hafnað á sjö stöðum á Ítalíu og Möltu undanfarna viku. 180 flóttamenn sem bjargað var af Miðjarðarhafinu eru um borð í skipinu. 
04.07.2020 - 02:21
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Ítalía · Malta
Hermenn skutu á fólk á leið í minningarathöfn
Eþíópískir hermenn skutu tvo menn til bana. Mennirnir voru á leið til minningarathafnar vinsæls söngvara í landinu, Hachalu Hundessa. Hundessa var myrtur á mánudagskvöld, og hefur morðið valdið mikilli spennu á milli þjóðflokka í landinu.
03.07.2020 - 07:02
Norsku skipi rænt undan Nígeríuströnd
Sjóræningjar réðust í nótt um borð í norska skipið Sendje Berge undan Nígeríuströnd og rændu níu Nígeríumönnum í áhöfninni. Þetta kemur fram í tilkynningu útgerðar skipsins til kauphallarinnar í Ósló. Ekkert er vitað um afdrif níumenninganna. Enginn er þó talinn hafa slasast í árásinni.
02.07.2020 - 14:25
Dularfullur fíladauði í Botsvana
Yfirvöld í Botsvana leita nú skýringa á dauða vel á fjórða hundrað fíla í norðanverðu landinu á skömmum tíma. Fyrst bárust fregnir af fjölda dauðra fíla í byrjun maí, og voru alls 169 dýr dauð þegar mánuðirinn var liðinn. Um miðjan júní hafði fjöldinn rúmlega tvöfaldast, og var um 70 prósent dýranna að finna við vatnsból.
02.07.2020 - 04:35
Forseti Búrúndí viðurkennir að farsóttin sé vandamál
Evariste Ndayishimiye, forseti Mið-Afríkuríkisins Búrúndi, hefur lýst því formlega yfir að kórónuveiran sé helsti óvinur landsins. Þetta er töluverður viðsnúningur því yfirvöld í landinu hafa hingað til að mestu leyti hunsað farsóttina.
01.07.2020 - 08:29
Myndskeið
Belgar harma framgöngu sína á nýlendutímanum í Kongó
Konungur Belgíu segist harma mjög nýlendutíma Belga en belgísk yfirvöld hafa ekki gengist við framgöngu sinni í Kongó með þessum hætti fyrr. Sextíu ár eru í dag frá því að Kongó varð sjálfstætt ríki.
30.06.2020 - 19:35
Alvarlegir efnahagserfiðleikar í Suður-Afríku
Gert er ráð fyrir yfir sjö prósenta efnahagssamdrætti í Suður-Afríku á þessu ári. Atvinnuleysi fer vaxandi. Stjórnvöld segja að ástandið eigi enn eftir að versna.
24.06.2020 - 16:06
Krefst þess að listmunum á uppboði verði skilað
Nígeríski listamaðurinn Chika Okeke-Agulu kallar eftir því að helgum munum sem auglýstir eru á uppboði í París verði skilað til réttra eigenda í Nígeríu. Tvær helgar styttur Igbo-þjóðarinnar í Nígeríu eru falar á uppboðinu, en þær voru fluttar frá landinu í borgarastríðinu síðla á sjöunda áratug síðustu aldar.
22.06.2020 - 06:34
Egyptar hóta beinu inngripi í Líbíu
Egyptar hótuðu í gær beinum afskiptum af átökum í nágrannaríkinu Líbíu. Líbísk stjórnvöld, sem eru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, fordæma viðbrögð nágranna sinna og segja þau ógna þjóðaröryggi sínu.
21.06.2020 - 02:04