Afríka

Björguðu flóttafólki af bátum á sjó úti
Forsvarsmenn þýsku samtakanna Sea-Eye sögðust í dag hafa bjargað 114 flóttamönnum af bátum á Miðjarðarhafi. Fyrst hefði Alan Kurdi, skip samtakanna, bjargað 90 manns af drekkhlöðnum gúmbát vestur af strönd Líbíu og skömmu síðar hefði það tekið 24 um borð af fiskibát.
19.09.2020 - 17:53
Leiðtogi Trípólístjórnarinnar hyggst hætta
Fayez al-Sarraj, forsætisráðherra alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í Líbíu, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að hann vildi láta af embætti eigi síðar en í lok næsta mánaðar. Sarraj hefur farið fyrir stjórninni í Trípólí síðan hún var mynduð fyrir fimm árum.
17.09.2020 - 09:53
Stjórn austurhluta Líbíu segir af sér
Stjórnvöld í austanverðri Líbíu sá sig knúin til að segja af sér í gær eftir hörð mótmæli. Abdallah al-Thani, forsætisráðherra, tilkynnti forseta þingsins í austurhluta landsins afsögnina. Mótmælaaldan hófst á fimmtudag, eftir að almennir borgara höfðu fengið nóg af sífelldu rafmagnsleysi, lausafjárskorti og háu eldsneytisverði.
14.09.2020 - 04:36
Flóttafólki loks hleypt í land eftir milliríkjadeilur
Hópur flóttafólks sem hefur verið á sjó í meira en 40 daga var hleypt á land á Ítalíu í gærkvöld, eftir að hafa freistað þess að komast frá Líbíu og yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Fólkinu var bjargað um borð í danskt skip, sem síðan var meinað að leggjast að bryggju í þremur ríkjum.
13.09.2020 - 08:48
Erlent · Afríka · Evrópa · Miðjarðarhaf · Ítalía · Malta · Líbía
Simpansasmyglarar stöðvaðir í Simbabve
Yfirvöld í Simbabve lögðu hald á 26 apa sem reynt var að smygla frá Kongó. Fjórir voru handteknir vegna málsins að sögn yfirvalda beggja ríkja. Reynt verður að koma öpunum aftur til sinna heima. Einnig var lagt hald á mikið magn hreisturs af hreisturdýrum í norðausturhluta Kongó.
13.09.2020 - 04:16
Hnupluðu stolnum munum frá Kongó í beinni útsendingu
Aðgerðasinnar frá Kongó hrifsuðu í gær styttu af grafreit úr hollensku safni. Þeir birtu myndband af gjörðum sínum í beinni útsendingu á Facebook, og sögðust einfaldlega vera að endurheimta menningarminjar sem teknar voru á nýlendutímanum þegar Belgar réðu Kongó. 
13.09.2020 - 00:34
Erlent · Afríka · Evrópa · Holland
Tugir látnir í námuslysi í Kongó
Talið er að minnst fimmtíu séu látnir eftir að gullnáma hrundi saman í austurhluta Kongó. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Eimliane Itongwa, formanni sjálfstæðra samtaka sem fylgjast með velferð námuverkamanna, að slysið hafi orðið eftir mikla rigningu síðdegis í gær að staðartíma.
12.09.2020 - 06:45
Erlent · Afríka · Kongó
Holland og Kanada með í málsókn Gambíu
Holland og Kanada ætla að taka þátt í málsókn Gambíu á hendur stjórnvöldum í Mjanmar vegna ásakana um þjóðarmorð gegn minnihlutahópi Róhingja. Utanríkisráðherrar Hollands og Kanada tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.
03.09.2020 - 08:47
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Holland · Kanada · Gambía · Mjanmar
Draga úr aðstoð við Eþíópíu vegna virkjunar í Níl
Bandarísk stjórnvöld stöðvuðu í dag hluta af fjárhagsaðstoð sinni til Eþíópíu vegna þess að ríkið hefur haldið áfram að safna í uppistöðulón við vatnsaflsvirkjun sem það hefur reist í ánni Níl. Viðræður við nágrannaríkin Súdan og Egyptaland, neðar í fljótinu, skiluðu ekki árangri eftir tíu daga viðræður. Ríkin þrjú reiða sig á vatn úr fljótinu bæði til neyslu og til þess að rækta land.
02.09.2020 - 23:21
Frelsisorðuhafinn Rusesabagina ákærður fyrir hryðjuverk
Paul Rusesabagina, sem kom þúsundum til bjargar í þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994, var handtekinn í gær á grundvelli hryðjuverkalaga. Saga Rusesabagina varð kveikjan að kvikmyndinni Hótel Rúanda.
01.09.2020 - 06:59
Sögulegt friðarsamkomulag í Súdan
Byltingararmur Súdans, SRF, undirritaði í gær sögulegan friðarsamning við stjórnvöld, eftir 17 ára átök. Al Jazeera hefur þetta eftir ríkisfréttastofunni SUNA í Súdan. SRF er bandalag uppreisnarhreyfinga í Darfur í vestri og héraðanna Suður-Kordofan og Bláu Nílar í suðri.
31.08.2020 - 03:37
Tugir höfrunga dauðir og stjórnvöldum mótmælt
Þúsundir hafa mótmælt á götum Port Louis, höfuðborgar Máritíus, vegna olíuleka sem varð að minnsta kosti fjörutíu höfrungum að aldurtila á miðvikudag og fimmtudag.
29.08.2020 - 14:48
Innanríkisráðherra Líbíu sagt upp
Innanríkisráðherra alþjóðlega viðurkenndra stjórnvalda í Líbíu var vikið tímabundið úr starfi í gærkvöld vegna árása vopnaðra sveita á friðsama mótmælendur í síðustu viku. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að rannsókn sé hafin á ummælum hans um mótmæli og atburði í Tripoli og öðrum borgum. 
29.08.2020 - 03:31
Saka lögreglu um að skjóta fatlaðan dreng til bana
Hörð mótmæli blossuðu upp í úthverfi Jóhannesarborgar í Suður-Afríku í dag eftir að lögregla var sökuð um að hafa skotið fatlaðan ungling til bana.
27.08.2020 - 17:46
Bresk þjóðernisást og danskar njósnir í Heimsglugganum
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 sagði Bogi Ágústsson frá hneykslismáli sem skekur Danmörku. Í ljós hefur komið að leyniþjónusta hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, hefur brotið lög og reglur.
27.08.2020 - 09:32
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Danmörk · Bretland · BBC
Lömunarveiki útrýmt í Afríku
Lömunarveiki telst nú hafa verið útrýmt í Afríku, samkvæmt óháðri stofnun sem fylgist með tilfellum í álfunni. Sjúkdómurinn leggst helst á börn undir fimm ára aldri, og getur leitt til langvarandi lömunar. Sjúkdómurinn getur verið banvænn ef hann leggst á vöðva í öndunarfærum.
26.08.2020 - 03:18
Aukin umsvif hryðjuverkamanna í Írak og Sýrlandi
Um 10.000 virkir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eru enn í Írak og Sýrlandi tveimur árum eftir að samtökin voru yfirbuguð í löndunum tveimur. Þetta sagði Vladimir Voronkov, fullrúi Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn hryðjuverkjastarfsemi, á fundi í öryggisráði samtakanna í gærkvöld. 
25.08.2020 - 10:58
Senegal
Vilja losna við 2.700 tonn af ammóníum-nítrati
Sprengingin ógurlega í Beirút-höfn á dögunum varð til þess að hafnaryfirvöld í Dakar - og stjórnvöld í Senegal - róa nú að því öllum árum að losna við 2.700 tonn af ammóníum-nítrati, sem geymt er í vöruskemmu við höfnina í Dakar. Þetta er sama efni og sprakk í Beirút, og nokkurn veginn jafn mikið magn - og rétt eins og í Beirút er stutt í fjölmenn íbúða- og verslunarhverfi.
22.08.2020 - 03:31
Erlent · Afríka · Senegal · Líbanon
Samkomulag um vopnahlé í Líbíu
Stríðandi fylkingar í Líbíu hafa náð samkomulagi um vopnahlé og að hefja undirbúning að kosningum í landinu. Forsvarsmenn þeirra gáfu út yfirlýsingar þess efnis í morgun.
21.08.2020 - 12:02
Stjórnarandstaðan í Malí styður valdarán hersins
Assimi Goita, ofursti í malíska hernum, steig fram í gær og kynnti sig sem leiðtoga herforingjastjórnarinnar sem hrifsaði völdin í Malí á þriðjudag. Valdarán hans og fylgismanna hans í hernum hefur verið fordæmt víða á alþjóðavettvangi, en malíska stjórnarandstaðan lýsir stuðningi við herinn.
20.08.2020 - 04:01
Forseti Malí lúffaði fyrir hernum til að forða blóðbaði
Yfirmenn í her Vestur-Afríkuríkisins Malí, sem leiddu valdarán hersins þar í landi í gær, lýstu því yfir í morgunsárið að þeir hyggist innleiða nauðsynlegar umbætur í stjórnmálum landsins og efna til þing- og forsetakosninga „innan skynsamlegs tímaramma." Forsetinn segist hafa sagt af sér til að forða þjóðinni frá blóðbaði.
19.08.2020 - 06:48
Forseti Malí settur af og herinn tekur völdin
Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keita, tilkynnti afsögn sína í nótt, nokkrum klukkstundum eftir að uppreisnarmenn úr malíska hernum hnepptu bæði hann og forsætisráðherrann Boubou Cisse í varðhald. Forsetinn tilkynnti afsögn sína í sjónvarsávarpi og sagði að ríkisstjórn hans myndi láta af völdum og þingið leyst upp án frekari tafa. Valdaránstilraunin sem Afríkubandalagið og Evrópusambandið fordæmdu í gær er því orðin að valdaráni.
19.08.2020 - 01:46
Börn frá Úganda ættleidd á fölskum forsendum
Bandaríkjastjórn hefur lagt fram kæru á hendur ættleiðingarsamtökum í Úganda. Samtökin seldu bandarískum fjölskyldum börn sem voru ekki munaðarlaus. Kæran er í mörgum liðum er varða svik og peningaþvætti. Tvær bandarískar konur og lögmaður í Úganda eru sögð hafa útvegað börnin sviksamlega og þegið hundruð þúsunda bandaríkjadala frá bandarískum fjölskyldum fyrir ættleiðinguna.
18.08.2020 - 05:54
Krefjast skaðabóta frá fyrrum nýlenduherrum
Stjórnvöld í Búrúndí ætla að krefjast skaðabóta frá Þjóðverjum og Belgum vegna nýlendutímabilsins. Efri deild þjóðþings Búrúndí skipaði nefnd sérfræðinga sem ætla að meta skaðann sem ríkin unnu á þjóðinni yfir nýlendutímabilið, að sögn frönsku útvarpsstöðvarinnar Radio France International. Þegar niðurstaðan verður klár fá stjórnvöld í Þýskalandi og Belgíu kröfu Búrúndís.
17.08.2020 - 04:03
Tíu almennir borgarar drepnir í hryðjuverkaárás
Tíu almennir borgarar og einn lögreglumaður létu lífið í árás vígamanna á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Fimm vígamenn úr röðum Al-Shabaab hryðjuverkasamtakanna réðust inn á hótel við strönd Mogadishu, eftir að bílsprengja var sprengd fyrir utan það. AFP fréttastofan hefur eftir Ismael Mukhtaar Omar, talsmanni upplýsingaráðuneytisins, að vígamennirnir hafi allir verið felldir. 
16.08.2020 - 23:25