Afríka

Nær 50 féllu í Darfur-héraði um helgina
Hátt í 50 manns týndu lífinu í blóðugum átökum í hinu stríðshrjáða Darfurhéraði í Súdan um helgina. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Khamis Abdallah, héraðsstjóra í Vesturdarfur. „Átökin blossuðu upp út frá deilum sem leiddu til dráps á sex manneskjum á laugardag, og yfir 40 voru myrt á sunnudag,“ sagði héraðsstjórinn.
07.12.2021 - 02:38
Mannskæð átök á landamærum Eþíópíu og Súdans
Yfirmenn í súdanska hernum saka Eþíópíumenn um að hafa fellt súdanska hermenn í átökum á umdeildu svæði við landamæri ríkjanna. Í yfirlýsingu sem Súdansher sendi frá sér á laugardag segir að súdanskar hersveitir sem „fengu það verkefni að verja uppskeruna í Al-Fashaqa [hafi orðið fyrir] árás eþíópískra hersveita og vopnaðra hópa sem freistuðu þess að ógna bændum og spilla uppskerutímabilinu.“
29.11.2021 - 04:32
Tugir myrtir í árásum á flóttamannabúðir
Vopnuð sveit vígamanna réðst á flóttamannabúðir í Ituri-héraði í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á sunnudag og banaði 22 almennum borgurum sem þar höfðu leitað skjóls. Er þetta önnur mannskæða árásin á Ivo-búðirnar, þar sem Kongóbúar á hrakningi hafast við, á innan við viku. 29 voru drepin í fyrri árásinni.
Segir einkenni nýja afbrigðisins mun mildari
Ísraelsmenn hafa ákveðið að banna útlendingum að koma til landsins vegna útbreiðslu ómikrón-afbrigðis COVID-19. Læknirinn sem uppgötvaði afbrigðið segir sjúkdómseinkennin mun vægari en í fyrri afbrigðum og því séu harðar aðgerðir ónauðsynlegar að sinni.
Grunur um að ómíkron afbrigðið sé komið til Danmerkur
Danska heilbrigðisráðuneytið segir allt benda til þess að fyrstu tilfelli ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hafi greinst þar í landi. Tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem kom frá Suður-Afríku greindust með COVID-19, og miðað við sýnið sem tekið var úr þeim virðist það vera ómíkron afbrigðið. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta það.
27.11.2021 - 21:29
Reglur á landamærum hertar á morgun
Frá og með morgundeginum, sunnudeginum 28. nóvember, verður öllum sem koma til landsins og hafa dvalið meira en sólarhring síðastliðna fjórtán daga á skilgreindum hááhættusvæðum skylt að fara í PCR-próf við komuna til landsins og síðan í sóttkví sem lýkur með öðru prófi fimm dögum síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
27.11.2021 - 15:46
Tvö ómíkron tilfelli staðfest í Bretlandi
Tvö tilfelli ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 hafa greinst í Bretlandi. Þetta staðfesti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, á Twitter í dag. Hann segir einstaklingana sem greindust báða vera í einangrun. Tengsl eru á milli einstaklinganna að sögn ráðherrans og eru þeir nýkomnir úr ferðalagi frá sunnanverðri Afríku.
27.11.2021 - 14:24
Fleiri ríki loka á ferðalanga frá sunnanverðri Afríku
Bandaríkin, Kanada, Brasilía, Gvatemala og Sádi Arabía bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem lokað hafa fyrir komu ferðalanga frá nokkrum löndum í sunnanverðri Afríku vegna nýs og bráðsmitandi afbrigðis kórónaveirunnar sem þar hefur stungið upp kollinum. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telja afbrigðið, sem þeir nefna Omicron, enn meira smitandi en Delta-afbrigðið, sem keyrt hefur þriðju og fjórðu bylgju COVID-19 heimsfaraldursins áfram.
Myndskeið
Skóli hrundi í sprengingu í Sómalíu
Átta létust og sautján særðust, þar af þrettán börn, þegar bílsprengja sprakk í á háannatíma í  morgun í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Mikið tjón varð af hennar völdum.
25.11.2021 - 12:54
Sonur Gaddafis fær ekki að bjóða sig fram
Saif al-Islam al-Gaddafi, sonur Muammars Gaddafis, fyrrverandi einræðisherra í Líbíu, fær ekki að bjóða sig fram í forsetakosningum í landinu í næsta mánuði. Kjörstjórn hafnaði umsókn hans á þeim forsendum að þeir sem brotið hafa af sér og hlotið dóm eru ókjörgengir.
25.11.2021 - 11:02
Von um frið þrátt fyrir harðnandi átök
Frakkar og Þjóðverjar bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem hvetja borgara sína til að yfirgefa Eþíópíu vegna borgarastríðsins sem ekkert lát er á og fara harðnandi frekar en hitt. Bandarísk og bresk stjórnvöld höfðu áður gert hið sama og Sameinuðu þjóðirnar hafa byrjað það sem samtökin kalla tímabundna tilfærslu á hluta starfsliðs síns í landinu.
24.11.2021 - 04:27
Félagar forseta Kongó sagðir þvætta peninga í Færeyjum
Fyrirtæki í eigu fjölskyldu og vina Josephs Kabila, fyrrverandi forseta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, eru sögð hafa fengið milljónir dala úr ríkissjóði og frá ríkisstofnunum. Þetta kemur fram í umfjöllunum fjölda miðla um heim allan um stærsta gagnalega Afríkusögunnar.
Fimmtán féllu í mótmælum í Súdan
Að minnsta kosti fimmtán féllu og tugir særðust þegar þúsundir íbúa Khartoum, höfuðborgar Súdans, komu saman í gær og mótmæltu valdaráni hersins í síðasta mánuði. Mótmælin standa enn. Engan bilbug er að finna á herstjórninni, þrátt fyrir að valdaránið hafi verið fordæmt víða um heim.
18.11.2021 - 12:06
Blóðug mótmæli gegn valdaráninu í Súdan
Fimm eru fallnir og tugir særðir eftir að mörg þúsund íbúar Khartoum, höfuðborgar Súdans, mótmæltu valdaráni hersins frá því í síðasta mánuði. Til stóð að almennir borgarar tækju í dag við stjórnartaumunum í bráðabirgðastjórn landsins af foringjum í hernum.
17.11.2021 - 16:01
Þrír fórust í árásum í Kampala - Íslendingar óhultir
Þrír létust í sjálfsmorðsárásum í Kampala, höfuðborg Úganda, í morgun. Yfir þrjátíu særðust í árásunum og eru fimm þeirra í lífshættu. Uppreisnarhreyfing sem tengist hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur staðið fyrir sprengjuárásum í Úganda undanfarið.
16.11.2021 - 12:07
Erlent · Afríka · Innlent · Úganda
Sporðdrekar bönuðu þremur og særðu fleiri hundruð
Sporðdrekar stungu þrjár manneskjur til bana í egypsku borginni Aswan á föstudag og hundruð leituðu læknishjálpar vegna sporðdrekastungna. Aswan er vinsæl ferðamannaborg á austurbakka Nílar. Ógurlegt þrumuveður gekk þar yfir á föstudag með ofsarigningu og hagléli sem hrakti sporðdrekana úr fylgsnum sínum út á götur og inn á heimili fólks, segir í frétt BBC.
15.11.2021 - 04:51
Minnst 20 drepnir í árás vígamanna
Vopnuð sveit vígamanna réðist á lögreglustöð í norðanverðu Búrkína Fasó í gær og myrti þar minnst 20 manns, þar af 19 lögreglumenn. Öryggismálaráðherra Búrkína Fasó, Maxime Kone, greindi fjölmiðlum frá þessu. Takið er að vígasveitir öfga-íslamista hafi verið að verki.
15.11.2021 - 02:27
Líbía
„Uppáhaldssonur“ Gaddafis býður sig fram til forseta
Saif al-Islam Gaddafi, sonur Muammars Gaddafis, fyrrverandi Líbíuforseta, hefur tilkynnt framboð sitt til forseta í kosningum sem á að halda í Líbíu 24. desember næstkomandi. Yfirkjörnefnd Líbíu staðfesti þetta í tilkynningu sem hún sendi frá sér á sunnudag.
15.11.2021 - 01:43
Fimm drepin í mótmælum í Súdan
Öryggissveitir í Súdan drápu minnst fimm manns þegar þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kartúm til að mótmæla herforingjastjórninni í landinu og valdaráni hennar. Læknasamtök Súdans greindu frá þessu í gær. Al Jazeera sagði frá því að öryggissveitirnar hefðu beitt táragasi til að reyna að leysa mótmælin upp en í tilkynningu læknasamtakanna er fullyrt að útsendarar herforingjastjórnarinnar hafi ekki látið sér táragasið nægja heldur skotið á mannfjöldann með hefðbundnum, banvænum skotfærum.
14.11.2021 - 03:45
Næstu umhverfisráðstefnur haldnar í Arabaheiminum
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur í Glasgow í dag, gangi áætlanir skipuleggjenda eftir. Í gærkvöld var tilkynnt hvar næstu tvær loftslagsráðstefnur verða haldnar og ljóst að komið er að Arabaheiminum að sinna gestgjafahlutverkinu á þessum mikilvægu samkomum. Stjórnendur ráðstefnunnar tilkynntu að 27. loftslagsráðstefnan verði haldin haldin í Egyptalandi á næsta ári.
Fá bætur vegna flugslyssins í Eþíópíu
Boeing flugvélasmiðjurnar hafa náð samkomulagi um að greiða bætur til ættingja þeirra sem fórust með 737 MAX farþegaþotu í Eþíópíu vorið 2019. Slysið er rakið til galla í hugbúnaði þotunnar.
FW De Klerk látinn
Frederik Willem de Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku og friðarverðlaunahafi Nóbels, er látinn 85 ára að aldri. De Klerk var síðasti hvíti maðurinn sem gegndi embætti forseta landsins.
11.11.2021 - 12:52
De Klerk látinn
Frederik Willem de Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, er látinn. Hann var 85 ára gamall og greindist með krabbamein í mars.
11.11.2021 - 11:13
Handtóku 72 bílstjóra Matvælaáætlunar SÞ
Talsmaður aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í gær að öryggissveitir Eþíópíustjórnar hefðu handtekið 72 bílstjóra sem starfað hafa á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í landinu.
Yfir 130 fórust þegar olíubíll sprakk í Sierra Leone
Yfirvöld í Sierra Leone greindu frá því í gær að minnst 131 hafi farist þegar olíuflutningabíll sprakk í loft upp eftir árekstur við annan bíl í höfuðborginni Freetown í liðinni viku. 63 til viðbótar eru enn á sjúkrahúsi, þar af eru 19 enn í lífshættu.
11.11.2021 - 02:16