Tónlistin í þættinum:
Hörpusveinn eftir Skúla Halldórsson, textann samdi Jóhannes úr Kötlum. Kristinn Hallsson syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem leikur undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. Hljóðritað í Háskólabíói 1964.
Sónata í A-dúr eftir César Franck.
Sif Margrét Tulinius leikur á fiðlu og Richard Simm á píanó.
Þættirnir verksins eru:
I. Allegretto ben Moderato
II. Allegro
III. Recitativo - Fantasia
IV. Allegretto poco mosso
Upptaka fór fram í Salnum í Kópavogi í júlí 2025. Útgefið sama ár á plötunni Beethoven & Franck.
Sortnar þú ský, þjóðlag við texta eftir Jón Thoroddsen. Sigfús Einarsson útsetti. Liljukórinn syngur undir stjórn Jóns Ásgeirssonar.
Kona og tungl (úr Þremur myndum) eftir Huga Guðmundsson. Verk samið til minningar um Emil Thoroddsen og innblásið af málverkum eftir Emil. Hljóðritun gerð á tónleikum á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum árið 2017 í Norðurljósum Hörpu - tónleikum til heiðurs Emil Thoroddsen. Þetta var heimsfrumflutningur verksins.
Flytjendur eru Caput, Hljómeyki og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir.