Þræðir og þel: Um skáldverk Álfrúnar Gunnlaugsdóttur

Þræðir og þel: Um skáldverk Álfrúnar Gunnlaugsdóttur

Fjallað er um feril og skáldverk rithöfundarins Álfrúnar Gunnlaugsdóttur sem lést á nýliðnu ári. Hún steig fram á svið íslenskra bókmennta með smásagnasafninu Af manna völdum árið 1982, en átti síðan eftir birta sjö skáldsögur, fyrst Þel 1984 en síðast Fórnarleika sem út kom 2016. Rætt er um viðfangsefni og einkenni sagnaverka Álfrúnar og leitast við greina meginþræði í merkingarheimi þeirra.

Lesarar: Halla Harðardóttir og Björn Þór Sigurbjörnsson.

Umsjón hefur Ástráður Eysteinsson.