
Röfl um mengi og magann á beljum
Hvaða svipmyndir af skólastarfi og hvaða viðhorf til náms og menntunar birtast í textum íslenskra dægurlagatextahöfunda? Meistaranemi í stjórnun menntastofnana segir frá nýrri rannsókn um efnið og tveir prófessorar við Menntavísindasvið HÍ rýna með honum í niðurstöðurnar. Einn höfundanna segir frá textum hans um unglingsstelpu í uppreisn og kvíðna stráka í hefndarhug. Umsjón með þáttunum hefur Karl Hallgrímsson. Viðmælendur eru Berglind Rós Magnúsdóttir, Ársæll Már Arnarsson og Gunnar Lárus Hjálmarsson.