Rithöfundurinn Jean Jacques Rousseau

Höfundarverk

Í þriðja og síðasta þætti segir af höfundarverki Rousseau sem setti varanlegt mark á hugmyndaheim Vesturlanda- en okkur hættir til yfirsjást nýjabrum þeirra af því þau eru svo samrunnin hugmyndum nútímamanna. Skyggnst er um á Íslandi átjándu aldar og skoðað hvort sambærilegar ritsmíðar megi finna hjá íslenskum höfundum og einkum dvalið við Hagþenki Jóns Ólafssonar frá Grunnavík sem var uppeldisrit með furðuáþekk markmið og uppeldisrit Rousseau um Emil. Loks er vikið síðustu æviárum höfundarins sem voru undirlögð af varnarritum, en þar ber hæst Játningarnar sem mestri útbreiðslu hafa náð allra verka Rousseau.

Umsjón: Pétur Gunnarsson.

Frumflutt

10. júní 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rithöfundurinn Jean Jacques Rousseau

Rithöfundurinn Jean Jacques Rousseau

Árið 2012, þegar þrjár aldir voru liðnar frá fæðingu Jean-Jacques- Rousseau, eins frægasta og áhrifamesta rithöfundar á síðari öldum, voru þessir þrír þættir um ævi hans og verk frumfluttir.

Umsjónarmaður: Pétur Gunnarsson.

,