PartyZone '95

1997 og síðustu ár níunnar

í fjórða þættinum af Party Zone 95 verður aðaláherslan á árið 1997 ásamt síðustu árum níunnar til og með 1999. Mix þáttarins er vel valinn bútur af Party Zone 97 disknum sem þeir Andrés og Margeir settu saman á sínum tíma. Mjög sumarlegur diskur sem hefur svo sannarlega elst vel.

Farið verður vítt og breitt í danstónlistinni frá þessum árum eins og hægt er í rúmlega 90 mínútna þætti, allt frá breaks yfir í diskó hús og þaðan í teknó.

vanda verður spiluð klippa út gömlum Party Zone þætti frá þessum tíma og í þetta skipti er það klippa úr þætti sem fluttur var á X-inu í lok apríl 1997 þar sem mikið stuð var í gangi og verið hita upp fyrir sumarið.

Frumflutt

22. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
PartyZone '95

PartyZone '95

PartyZone, Dansþáttur Þjóðarinnar fer aftur í tímann og rifjar upp gullaldartímabil í danstónlistinni, sjálfan 10. áratuginn. Þátturinn var í loftinu á laugardagskvöldum á þessum árum og naut mikilla vinsælda, fyrst á Framhaldskólastöðinni Útrás, svo á upphafsárum Xins 977 og svo hér á Rás 2. Það liggur beinast við kalla þáttinn PartyZone '95 í höfuðið á einum af fjórum mixuðum safndiskum þáttarins sem komu út á árunum 94-97. Dansslagarar þáttarins á þessum árum verða spilaðir og hlustendur fluttir í tímavél á tryllt dansgólf tíunda áratugarins hvort sem það voru mislögleg reif, Uxi 95, Rósenberg eða Tunglið

Þættir

,