Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Stjörnusveitin verður til

Við hefjum leikinn á stórtónleikunum 17. maí 1947 í Town Hall í New York og ljúkum þeim á Pasadenatónleikunum í Kaliforníu 30. janúar 1951. Þessa tónleika þekkja flestir Armstrongunnendur vel, en við heyrum einnig óþekktari upptökur frá Carnegie Hall tónleikunum 1947. Þarna mátti heyra best mönnuðu Stjörnusveit Armstrongs, en kannski ekki þá sem gaf bestu heildarmyndina af tónlist hans, til þess voru of margar stjörnur, sem kröfðust athygli á sviðinu.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Frumflutt

9. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Fjórir þættir um Louis Armstrong og stjörnusveit hans 1947-1971.

Eftir Louis Armstrong leysti upp stórsveit sína árið 1946, lék hann það sem eftir var ævinnar með sextetti, sem hlaut nafnið Stjörnuveitin eða All-Stars. Það með sanni segja nafnið ætti við, því fyrstu árin léku þrjár af stórstjörnum djassins með sveitinni: Jack Teagarden, Earl „Fatha“ Hines og „Big Sid“ Catlet, síðar Cozy Cole. Eftir 1956 fór sveitin dala þegar menn á borð við Edmund Hall, Trummy Young og Billy Kyle hurfu úr áhöfninni.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Þættir

,