Litla flugan

Golden Gate, Bing Crosby, Bogomil Font, Gáttaþefur

Litla flugan sveimar um vinylplötu-hillur útvarpsins og rifjar upp gömul og góð jólalög. Golden Gate kvartettinn syngur um Rúdolf með rauða nefið, Jens Book Jensen heldur sjómannsjól á Hawaii og Bogomil Font býður gleðileg jól á hawaísku, Mele Kalikimaka. Bing Crosby og Andrews systur fylgja jólasveininum til byggða, Eartha Kitt skrifar handa honum óskalista og Svanhildur sér hann kyssa mömmu. Ómar Ragnarsson slær botninn í þáttinn í gervi Gáttaþefs með telpnakór úr Álftamýrarskóla.

Frumflutt

10. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

(Áður á dagskrá 2009-2010)

Þættir

,