Lát þig engin binda bönd

Fyrsti þáttur

Fyrsti þáttur af sex um ljóð og líf Stephans G. Stephanssonar. Í þættinum er fjallað um uppvaxtarár skáldsins í Skagafirði og Bárðardal og sagt frá því menningarumhverfi sem það ólst upp í. Gerð er grein fyrir upphafi vesturferða, orsökum þeirra og sérstaklega ferðinni 1873 en þá flutti Stephan G. vestur ásamt fjölskyldu sinni. lokum er sagt frá landtöku í Kanada.

Lesið er upp úr bréfum og ritgerðum Stephans G. og nokkur ljóð úr „Andvöku". Einnig eru lesin ljóðin Stephan G. eftir Hannes Pétursson og Stephan G. eftir Indriða G. Þorsteinsson.

Lesari með umsjónarmönnum er Inga Margrét Árnadóttir.

Rætt er við Jón Gissurarson, bónda í Víðimýrarseli í Skagafirði, Viðar Hreinsson, bókmenntafræðing og Bergstein Jónsson, sagnfræðing.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá 14. október 2000)

Frumflutt

9. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lát þig engin binda bönd

Lát þig engin binda bönd

Fjallað um skáldið Stephan G. Stephansson, allt frá uppvexti hans í Skagafirði og Bárðardal til flutnings fjölskyldunnar til vesturheims og dvölina þar. Sagt frá lífshlaupi hans og skáldskap. Rætt við fólk á Íslandi og vestanhafs um bóndann og skáldið. Hann fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði 3. október 1853 og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann lést 9. ágúst 1927, næstum 47 ára.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá árið 2000)

Þættir

,