Könglar og kertaljós

Sígrænt tré, jólalög og rauðir flauelskjólar

Jólalög eru ómissandi hluti af jólunum. Á aðventunni hljóma þau hvert sem við förum og oft er nóg heyra fyrstu tónana og við erum komin inn í allt annan heim. Hér á landi eru mörg vinsælustu jólalögin upprunalega ítalskar poppballöður sem hafa með tímanum stimplað sig inn og eru ómissandi á jólaböllunumum. Í þriðja þætti Könglar og kertaljósa ætlum við kynnast jólalögunum eilítið betur og tala við tónlistarmann sem veit sitt hvað um jólalög. Í þættinum verður einnig rætt við skógfræðing sem kennir okkur listina halda hoggnu grenitré grænu og fallegu inn í stofu yfir hátíðina. Pakkarnir sem hafa farið undir tré landsmanna í tæp 200 ár verða skoðaðir og lokum mun textílkennari segja okkur hvernig Íslendingar hafa komist hjá því fara í jólaköttinn á 20. öld með því klæða sig flauel, siffon og satín.

Lesari: Magnús R. Einarsson

Frumflutt

11. des. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Könglar og kertaljós

Síðan hvenær varð það kappsmál baka 17 sortir fyrir jólin og gera eftirmynd af alþingishúsinu úr piparkökudeigi án þess blikna? Hvernig á velja jólatré og hvernig á koma í veg fyrir allt barrið falli af ? frysta frómas? Af hverju heitir hamborgarhryggurinn þessu nafni og hvernig á búa til gljáa á hann?

Aðventuþættirnir Könglar og kertaljós færa okkur aðeins nær jólunum og taka þátt í undirbúningnum með okkur. Saga jólahátíðarinnar verður skoðuð sem og saga nokkurra vel valinna muna sem tengja okkur svo sterkt við hátíðarnar eins og aðventukransinn, aðventuljósið og jólatréð og svo mætti áfram telja. Í þættinum verða líka ýmsir sérfræðingar teknir tali hvort sem þeir fást við blómaskreytingar, fornleifafræði, súkkulaðigerð, skógrækt, gullsmíði, sagnfræði eða kennslu í hússtjórn. Þeir munu leiða okkur í sannleikann um sögu smákökunnar, ísgerð, hvernig eigi matreiða rauðkál og margt fleira.

Umsjón hefur Gerður Jónsdóttir.

Þættir

,