• 00:24:30Ragnar Eyþórs og Hulda Geirs ræða jólabíó
  • 01:18:20Jólaball í beinni og Ágúst syngur sem engill

Helgarútgáfan

Jólabíómeðmæli Huldu og Ragnars og jólaball í beinni

Meðmælasúpan var með jólabíómyndaáherslu þennan laugardaginn og til okkar komu þau Hulda Geirsdóttir sem hlustendur Rásar 2 þekkja af öllu góðu og Ragnar Eyþórsson sjónvarpsframleiðandi og útsendingarstjórien þau eru bæði annálaðir bíómyndaunnendur og sögðu frá sínum uppáhaldsjólabíómyndum eða uppáhalds bíómyndum sem við horfum á um jólin.

Eftir viku, eða laugardaginn 13. desember verður jólaball í Iðnó við tjörnina, börnin mæta þá á ball kl. 14 en síðla kvöld verður jólaball fyrir fullorðna á sama stað. Tónlistarmennirnir Guðmundur Óskar og Tómas Jónsson sögðu okkur frá þessu öllu saman en gerðu gott betur því þeir ásamt Ágústi Guðmundssyni, syni Guðmundar, sem aðeins er 12 ára gamall fluttu okkur stórbrotna útgáfu af laginu Jólin alls staðar þar sem Ágúst söng eins og engill.

Loks heyrðum við af Jólalagakeppni Rásar 2, litum yfir lista tónlistartímaritsins NME sem þau birtu í vikunni yfir 50 bestu lög ársins 2025 og heyrðum frábær óskalög hlustenda.

Frumflutt

6. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Helgarútgáfan

Helgarútgáfan

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær hljóma.

Þættir

,