Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir í skáldverkum 3. þáttur

Í þriðja þætti verður kafað í persónulegri afleiðingar heimsendis eða vitundar okkar um yfirvofandi endalok. Í sögunum Allir menn eru dauðlegir eftir Simone de Beauvoir og The Last Man eftir Mary Shelley horfa aðalpersónurnar upp á alla í kringum sig deyja og einmanaleiki og hverfulleiki mannlífsins lita alla frásögnina. Sögur sem fjalla um eðlislæga líkamlega veikleika mannsins, t.d. um farsóttir, takast oft á við mikla angist en vanmátturinn er mestur í sögum þar sem ófrjósemi ógnar framtíð mannkynsins, eins og í Children of Men eftir P.D. James. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson.

Frumflutt

22. okt. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir í skáldverkum

Heimsendir hefur hlotið mikla umfjöllun í bókmenntum frá örófi alda og hver kynslóð fundið honum stað innar sinnar heimsmyndar. Goðsögur, ljóð, smásögur, vísindarit, vísindaskáldsögur og barnabækur taka fyrir þetta ógnvænlega umfjöllunarefni, fjalla um aðdragandann og það sem hugsanlega tekur við. Í þremur þáttum verður tekist á við spurninguna hvers vegna heimsendir er okkur svona hugleikinn og fjallað um ýmis einkenni heimsendabókmennta gegnum tíðina. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir

Þættir

,