Ef þú giftist

Eilífðin í augnablikinu

Er hægt segja hjónabandiið tímaskekkja þegar rúmlega 3500 manns velja ganga í það á hverju ári? Eða þarf breyta því og aðlaga nútíma og framtíð?

Í fjórða þætti Ef þú giftist sem fjallar um framtíð hjónabandsins er rætt við Hrefnu Friðriksdóttur prófessor, Björn Leví Gunnarsson alþingismann og konu sem er í fjölkæru (polyamorous) hjónabandi. Hjón þáttarins eru Magnús Örn Sigurðsson og Sólveig Ásta Sigurðardóttir.

Umsjón: Brynhildur Björnsdóttir.

Frumflutt

27. des. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Ef þú giftist

Ef þú giftist

Þáttur um hjónabandið í nútímasamfélagi.

Hjónabandið og hugmyndin um það er einn sterkasti hornsteinn samfélagsins og æðsta birtingarmynd fjölskyldunnar. Það byggir á einu óáþreifanlegasta og hverfulasta fyrirbæri menningarinnar, rómantískri ást. Í nútímanum hefur hjónabandið sífellt minna vægi en getur samt skipt sköpum þegar kemur alvöru lífsins. Fjöldi fólks velur giftast ár hvert oft með mikilli fyrirhöfn og tilkostnaði, þrátt fyrir tölfræðin sýni stór huti hjónabanda endi með skilnaði. En hvað er hjónabandið í dag? Er það rómantísk og einlæg sameining anda sem unnast eða skrifræðissamkomulag um barnauppeldi og eignamyndun? Er það tímanna tákn eða tímaskekkja?

Umsjón: Brynhildur Björnsdóttir.

Þættir

,