Bleikmáninn rís - Líf og list Nicks Drake
Í þessum þáttum leitast Snorri Helgason við að svipta hulunni af leyndadómsfullri ævi breska tónlistarmannsins Nicks Drake. Hann lést einungis 26 ára að aldri af völdum of stórs skammts þunglyndislyfja á heimili foreldra sinna árið 1974. Nick Drake gaf út þrjár hljómplötur á meðan hann lifði sem hlutu litla sem enga athygli á sínum tíma en eru í dag taldar meðal fremstu verka breskrar þjóðlagatónlistar á 20. öld.
Umsjón: Snorri Helgason.