Allt í lagi hjá revíunni

1. þáttur. Revía í grænum sj+o

Í þessum þætti verður fjallað um fyrstu íslensku revíurnar, allt frá revíunum „Getjón“ og „Brandmajórinn“ í kringum 1880. Árið 1895 var flutt revían „Hjá höfninni“ eftir Einar Benediktsson, en fyrsta íslenska revían sem sló í gegn var „Allt í grænum sjó“ 1913. Hún var hins vegar bönnuð eftir frumsýningu og urðu um hana miklar deilur. Einnig verða fluttar hljóðritanir af elstu revíulögunum eftir íslensk tónskáld: „Nýjum hátíðasöng“ eftir Árna Thorsteinson, og „Ólundarsöng með ólundarlagi“ eftir Plausor, sem var dulnefni Jónasar Jónssonar, en bæði þessi lög eru frá 1901.

Mynd: Gunnþórunn Halldórsdóttir, sem hóf revíuferil sinn í leikriti Einars Benediktssonar, „Hjá höfninni“.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Allt í lagi hjá revíunni

- úr þáttaröð Unu Margrétar Jónsdóttur - Gullöld revíunnar (2008-2009)

Revían „Allt í lagi, lagsi“ sem frumsýnd var 1944, var ein vinsælasta revía seinna blómaskeiðsins, en í henni m.a. finna söngvana „Jón og ég, við vorum eins og bræður“ og „Vísur Óla í Fitjakoti“. Einnig verður fjallað um Akranesrevíuna „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson, sem frumflutt var 1945 og talað við dóttur höfundarins Ragnhildi Theódórsdóttur, Sjöfn Jóhannesdóttur sem tók þátt í revíunni og Bjarnfríði Leósdóttur sem man eftir sýningunni.

Lestur: Viðar Eggertsson.

Leiklestur: Kjartan Guðjónsson og Helga Braga Jónsdóttir.

Viðar les brot úr viðtali Gylfa Gröndal við Harald Á. Sigurðsson úr bókinni Ógleymanlegir menn.

Einnig brot úr Austantórum eftir Jón Pálsson.

Helga les brot úr revíunni Allt í lagi, lagsi eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage og brot úr revíunni Allt er fertugum fært eftir Theodór Einarsson.

Kjartan les brot úr revíunni Allt í lagi, lagsi og Allt er fertugum fært.

Einnig er viðtal við Bjarnfríði Leósdóttur, Sjöfn Jóhannesdóttur og Ragnhildi Theodórsdóttur.

flytjendur:

CD-einka Solace (brot) Scott Joplin Alexander Peskanov, píanó. 0.28

CD-21072-3 Jón og ég Frederick Bowers/Haraldur Á. Sigurðsson, Skagakvartettinn syngur. Ólafur Gaukur, gítar, Íslenskir tónar/ 3.10

(úr revíunni Allt í lagi, Emil Thoroddsen og Indriði Waage. Alfreð Alfreðsson, trommur, Árni Scheving, bassi, Skífan

lagsi, og sama á við um hina Úts. Ólafur Gaukur. Grettir Björnsson, harmónika, Björn R. Einarsson,

söngvana) trombón, Vilhjálmur Guðjónsson, klarínett.

CD-einka Kirkjuvísur Al Dexter/Haraldur, Emil og Indriði Egill Ólafsson syngur, Árni Elfar, píanó, Spor 1.41

Grettir Björnsson, harmónika, Sigurður Rúnar Jónsson,

fiðla, Guðmundur R. Einarsson, trommur,

Helgi Kristjánsson, bassi.

DB-161 Manstu það, mær Consuelo Velazquez/Haraldur, Emil og Indriði Hermann Guðmundsson syngur. 1.48

LP-einka Vísur Óla í Fitjakoti Ýmis lög/Haraldur, Emil og Indriði Lárus Ingólfsson syngur. 3.25

Hljóðrit RÚV Mig langar fara í George Formby/Haraldur, Emil og Indriði Guðrún Ásmundsdóttir leikkona raular lagið. 0.45

mömmuleik við þig

Afrit af Allt er í lagi, lagsi minn Irving Berlin/Haraldur, Emil og Indriði. Leikarar hjá Leikfélagi Reykjavíkur syngja, 1.29

M-954 Magnús Pétursson, píanó.

Þættir

,