Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Þorláksmessumorgun og skötulyktin fyllir öll vit -svona von bráðar í það minnsta. Jóhannes Stefánsson -Jói í Múlakaffi leyfir okkur að heyra af undirbúningi fyrir skötuös dagsins.
Allra verstu spár Sigurðar Þ. Ragnarssonar hjá Veðri ehf virðast ætla að rætast. Hann sagði okkur í síðustu viku að líkur væru á lægð á aðfangadag og nú er allt útlit fyrir appelsínugula jól og einhver þau allra hlýjustu frá upphafi mælinga. Við heyrum í honum.
Við höldum áfram að leita að manneskju ársins og opnum fyrir símann. Hlustendur velja nú milli tíu Íslendinga, sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áberandi á árinu sem er að líða.
Jónas Sen gaf Emmsjé Gauta ekki góða umsögn á Vísi um jólaskemmtun hans: Julevenner. Kallaði hann skemmtunina „helvíti á jörð“, sagði um skelfilega um lágkúru að ræða og sagðist hafa fundið til tómleika að sýningu lokinni. En hvernig er að fá svona sleggjudóm korter í jól? Við heyrum í Emmsjé Gauta.
Við hnýtum lokaslaufu á Þorláksmessumorgun með því að heyra í sjálfum Bjartmari Guðlaugssyni sem heldur víst betri skötuveislu en flestir.
