12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 23. desember 2025

Útvarpsfréttir.

Atvinnuleysi hefur ekki mælst meira í fjögur ár. Formaður Starfsgreinasambandsins segir það merki um erfiða tíma framundan.

Spáð er miklu og langvinnu hvassviðri með rigningu sem gengur ekki niður að fullu fyrr en á jóladag. Appelsínugul eða gul viðvörun verður í gildi um nær allt land.

Íslenska ríkið greiðir fyrir flutning þeirra sem létust í banaslysi í Suður-Afríku í síðustu viku.

Þrjú héruð í vesturhluta Úkraínu eru nánast alveg án rafmagns eftir árásir Rússlandshers. Úkraínuforseti telur það sýna hug Rússa að árásirnar voru gerðar rétt fyrir jól.

Sveitarfélög fá ekki lengur lán úr Ofanflóðasjóði vegna undirbúnings framkvæmda við varnarvirki, nái frumvarp ráðherra fram að ganga. Í staðinn verður kostnaðarhlutfall ofanflóðasjóðs hækkað í 99 prósent.

Formaður grænlensku landsstjórnarinnar gefur lítið fyrir síendurteknar yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um áhuga á landinu. Forsetinn segir Grænland mikilvægt fyrir Bandaríkin vegna þjóðaröryggis.

Landsmenn flykkjast í skötuveislu eins og venja er á Þorláksmessu.

Samtök íþróttafréttamanna hafa opinberað hver koma til greina sem íþróttamaður ársins

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,