08:03
Morgunglugginn
Selatalningin mikla og veðurvélin
Morgunglugginn

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.

Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.

Selatalningin mikla fór fram um síðustu helgi, en Selasetur Íslands á Hvammstanga stendur fyrir henni. Örvar Birkir Eiríksson, framkvæmdastjóri Selasetursins, sagði frá niðurstöðum talningarinnar í ár, starfsemi Selasetursins og stöðu selsins við strendur landsins.

Í gær birtist í Morgunblaðinu frétt sem vakti nokkur viðbrögð, en þar sagði af veðurvél nokkurri sem sögð var hafa verið sett upp í Vaglaskógi um liðna helgi, í því skyni að forða Kaleo frá því að syngja í rigningu og sudda. Í síðari hluta þáttarins var gestur Morgungluggans Jakob Frímann Magnússon tónleikahaldari.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 57 mín.
,