22:03
Konsert
Egill Ólafsson 60 ára í Fríkirkjunni 9. febrúar 2013
Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Það sem við bjóðum uppá í Konsert kvöldsins eru útgáfutónleikar Egils Ólafssonar sem fóru fram í Fríkirkjunni í Reykjavík daginn sem hann varð sextugur þann 9. Febrúar árið 2013 og tilefnið er skemmtilegt.

Í fyrsta lagi var hann að gefa þessa tónleika út á vinyl í fyrsta sinn núna á dögunum í takmörkuðu upplagi. Og svo í gær tóku þau hjónin Egill og Tinna Gunlaugsdóttir á móti heiðursverðlaunum Íslensku sjónvarps og kvikmyndaakademíunnar, ÍKSA, við hátíðlega athöfn á Hiltonhótelinu í Reykjavík.

Egill er einn merkasti og afkastamesti tónlistarmaður íslenskrar dægurtónlistarsögu sendi frá sér frábæra plötu haustið 2012, plötuna Vetur, .og það var verið að fagna útgáfu hennar þarna í Fríkirkjunni á afmælisdegi söngvarans og tónskáldsins Egils og leikarans – 9. febrúar 2013.

Þetta var laugardagskvöld og kirkjan var troðfull af fólki .sem beið í eftirvæntingu eftir að fá að heyra hvað Egill ætlaði að syngja með hljómsveitinni – Finnsk íslenska vetrarbandalaginu, og eins hvað hann ætlaði að segja - en Egill er mikill og skemmtilegur sögumaður eins og alþjóð veit.

Er aðgengilegt til 27. mars 2026.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,