16:05
Síðdegisútvarpið
Öryggis - og varnarmál í brennidepli, ETA og eineggja tvíburarnir
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

„Við eigum ekki í stríði en það eru heldur ekki friðartímar,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í upphafi ráðstefnu um örygissmál sem fram fór í dag. Þar kom fram í máli Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra að á Íslandi væru stundaðar njósnir Nefndi Karl Steinar m.a. kínversk stjórnvöld og rússa í þessu sambandi. Karl Steinar var gestur í Síðdegisútvarpinu í dag.

Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, hélt á sömu ráðstefnu erindi um hlutverk og sýn skrifstofunnar. Þar kom ýmislegt fram. Meðal þess var að í kringum 100 manns starfa með beinum hætti við varnarmál í dag. Jónas spáir því að á næstu 5 árum kunni þessi fjöldi að tvöfaldast. Við hringdum í Jónas.

Leikkonan Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Katla hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki á Eddu-verðlaunum í gær en hún stundar nám við LHÍ og útskrifast í vor – vel gert, fyrstu verðlaunin og hún ekki einu sinni útskrifuð. Katla kom í Síðdegisútvarpið.

Tvíburarnir Eyrún og Eygló Ingadætur eru eineggja eftir allt saman – hafa í 57 ár haldið að þær væru tvíeggja en nú hefur þetta verið staðfest. Þær systur koma í heimsókn í síðdegisútvarpið í dag.

Það bárust af því fréttir að Strætó hefði skilað hagnaði og þetta er í fyrsta sinn síðan 2017 sem það gerist. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó verður á línunni hjá okkur í dag og við spyrjum hann út í hagnaðartölur og einnig um ástandið í Mjóddinni þar sem unglingar hafa verið með ólæti og skarkala í vögnum og á biðstöðinni og hvað sé til ráða fyrir vagnstjóra og farþega í Strætó á þessum slóðum.

Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast en opnað verður fyrir umsóknir 5. mars 2025. Við heyrum í Sendiherra Íslands í Bretlandi Sturlu Sigurjónssyni.

Það voru Siggi Gunnars og Hrafnhildur Halldórsdóttir sem höfðu umsjón með þætti dagsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,