06:50
Morgunútvarpið
14. sept. - Covid meðganga, NA kjördæmi, Noregur, giggarar og tækni
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Rúnar Róbertsson.

Covid faraldurinn hefur reynt á alla, en sumum hópum hefur hann reynst sérstaklega erfiður, t.d. barnshafandi konum. Lengi vel var aðgengi annarra takmarkað í mæðraskoðanir og fæðingu og margar konur einangruðu sig til að forðast smit. Barnshafandi konum bauðst síðar bólusetning sem margar þáðu og slakað hefur verið á takmörkunum þannig að aðstandendur mega fylgja konum í skoðanir og fæðingu. Anna Claessen er ein þeirra sem gengið hafa í gegnum þetta, en hún á von á sínu fyrsta barni í desember. Anna veiktist af Covid fyrir skemmstu og deildi þeirri reynslu með okkur.

Við skiptum yfir á Akureyri til Gígju Hólmgeirsdóttur og beindum sjónum okkar að norðaustur kjördæmi. Gígja fékk til sín Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðing, til þess að líta yfir helstu mál flokkanna í kjördæminu og hita upp fyrir kjördæmafund á Rás2 sem fer fram klukkan 17:30 í dag.

Gengið var til kosninga í Noregi í gær og vakti athygli að um 50% þeirra sem voru á kjörskrá kusu utan kjörfundar. En hverjar eru niðurstöður kosninganna og hverju breyta þær? Gísli Kristjánsson, fréttaritari RÚV í Osló, var á línunni.

Þær miklu tæknilegu umbreytingar sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf okkar munu veita fólki á vinnumarkaði sem og atvinnurekendum ný og spennandi tækifæri. Hinum svokölluðu giggurum fer stöðugt fjölgandi ? fólki sem tekur að sér verkefni í takmarkaðan tíma en hverfur svo á vit nýrra viðfangsefna; fólki sem selur vinnu sína á markaðstorgi þekkingarinnar. Völundarhús tækifæranna er nafn á nýrri bók sem þær Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri hjá Deloitte hafa skrifað. Þær komu til okkar.

Guðmundur Jóhannsson var á sínum stað í tæknihorninu sívinsæla rétt upp úr kl. hálfníu og ræddi m.a. nýja Apple kynningu í dag.

Tónlist:

Jónas Sig - Milda hjartað.

Friðrik Dór og Bríet - Hata að hafa þig ekki hér.

Nýdönsk - Ég kýs.

Stefán Hilmarsson - Súkkulaði og sykur.

Ed Sheeran - Bad habits.

Duran Duran - Anniversary.

Gugusar - Röddin í klettunum.

ABBA - Dont shut me down.

Var aðgengilegt til 14. september 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,