15:03
Frjálsar hendur
Ódysseifskviða 7

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Enn er litið í Ódysseifskviðu og borið niður í sjöttu kviðu. Nú er Ódysseifur kominn í land Fæaka og hittir fyrir prinsessuna Násíku sem hefur farið að boði guðanna til að þvo þvotta í laug nálægt heimili foreldra sinna og ákveður að liðsinna hinum prúða Ódysseifi. Hún ráðleggur honum hvernig skuli ganga á fund kóngs og drottningar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,